Morgunblaðið - 11.03.1993, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993
Gjaldalækkun Reykj avíkurhafnar á fiski
Hafnavfirvöld á lands-
byggðinni mótmæla
HAFNARSTJÓRNIR úti á landi hafa mótmælt niðurfellingu hluta vöru-
gjalds af fiski hjá Reykjavíkurhöfn og telja hana óheimila. Hafnarsljór-
inn i Reykjavík segir að um eðlilega samræmingu sé að ræða og hafi
verið farið eftir hafnalögum og reglum um gjaldskrá.
„Við hörmum það að Reykjavík-
urhöfn sé að ganga á undan með
að lækka vörugjöldin án þess að
sækja um leyfi og teljum jafnvel að
það hafi ekki verið heimilt," sagði
Hermann Skúlason hafnarstjóri á
ísafirði í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að útgerðarmenn út um
land myndu ekki una því að greiða
hærri vörugjöld en gert væri í
Reykjavík. Hermann nefndi til dæm-
is að frystiskip sem landaði 250 tonn-
um af þorski sparaði um 80 þúsund
krónur í vörugjöldum með því að
landa í Reykjavík. Sagði hann að
þetta bætti samkeppisaðstöðu
Reykjavíkurhafnar töluvert gagnvart
höfunum í nágrenninu og styrkti
einnig stöðu Eimskips sem útflutn-
ingsaðila.
Gildandi reglur
„Við teljum að sú túlkun sem við
erum með á gjaldskránni og hafna-
lögunum sé rétt, hér er um að ræða
afla sem settur er í land'um stund-
arsakir og væri því óeðlilegt að
greiða af honum vörugjald þegar
hann er fluttur brott á ný,“ sagði
Hannes Valdimarsson hafnarstjóri
Reykjavíkurhafnar.
Hann sagði að þessi regla hefði
jafnan gilt t.d. um olíu sem flutt er
á ströndina og fisk sem kemur utan
af landi og safnað er saman til út-
flutnings. Þegar frystiskipin hófu að
landa í Reykjavíkurhöfn var ákveðið
að láta þessa reglu gilda um alla fisk-
flutninga.
Hannes sagði að ekki væru allir
sammála þessari túlkun og hefði það
komið fram á fundi Hafnasambands
sveitarfélaga sem haldinn var á
mánudag. Þar hefði því verið beint
til hafnaryfirvalda í Reykjavík að
málið yrði endurskoðað en ekkert
hefði þó komið fram, að hans mati,
sem réttlæti að hafanargjöldin yrðu
hækkuð á ný.
Tilboð opnuð í tvö stórverk í vegagerð
Lægstu voru 70-74%
af kostnaðaráætlun
JVJ hf. í Hafnarfirði átti lægsta tilboð í lagningu Breiðholtsbrautar,
frá Elliðavatnsvegi að Jaðarseli, í útboði Vegagerðarinnar. Jóhann
Bjarnason á Hellu átti lægsta tilboð í lagningu Suðurlandsvegar, milli
Skálmar og Kirkjubæjarklausturs. Lægstu tilboð í þessi verk voru á
bilinu 70-74% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.
Vegurinn milli Jaðarsels og Elliða-
vatnsvegar er framhald af Breið-
holtsbraut yfir Elliðaár og tengir
saman Suðurlandsveg og Reykjanes-
braut. Mun hann auðvelda mjög akst-
ur austur á land og styttir til dæmis
leið Garðbæinga og Hafnfirðinga um
2,5 km miðað við akstur um Ártúns-
brekku. Unnið er að byggingu brúar-
innar yfir Elliðaár samkvæmt sér-
stöku útboði. Vegurinn er 2ja km
langur og á verktaki að skila honum
af sér fyrir 10. september næstkom-
andi.
Tilboð JVJ hf. var rúmar 127 millj-
ónir kr. sem er tæp 74% af kostnað-
aráætlun Vegagerðarinnar en hún
hljóðaði upp á rúmar 172 milljónir
kr. Völur hf. átti næst lægsta tilboð-
ið, tæpar 132 milljónir kr. Fjórtán
tilboð bárust í verkið. Það hæsta var
rúmar 200 milljónir.
Nýr vegnr að Klaustri
hljóðaði upp á tæpar 106 milljónir
kr. sem er rúmlega 70% af kostnað-
aráætlun. Áætlun Vegagerðarinnar
var tæpar 150 milljónir kr. Næst
lægsta tilboðið var frá Gunnari og
Kjartani sf. á Egilsstöðum, rúmar
106 milljónir kr. Alls bárust 9 tilboð.
Það hæsta var 146 milljónir kr.
Þá hefur Vegagerðin opnað tilboð
í lagningu Austurlandsvegar, frá
Kvíá að Hnappavöllum. Er það 7,5
km kafli sem á að vinnast fyrir 15.
júlí í sumar. Hjarðamesbræður á
Höfn áttu lægsta tilboðið, tæpar 17
milljónir kr. sem er rúmlega 65% af
kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar
er var tæp 21 milljón. Tólf tilboð
bárust í þetta verk, það hæsta tæpar
28 milljónir kr.
Siglingamálastofmm um sjósetningarbúnað björgunarbáta
Nýir gufuhverflar hjá Hitaveitu Suðurnesja
rij_í ' s 1 m Morgunblaðið/Frlmann Ólafsson
Stjornborð hverflanna
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ræsir fyrstu Ormat-vélina af fjórum. Honum til aðstoðar var Finn-
bogi Björnsson, stjómarformaður Hitaveitu Suðurnesja.
Hægt er að framleiða raf-
magn undir heildsöluverði
Grindavík.
HITAVEITA Suðumesja sem tók í notkun fjóra gufuhverfla frá
Ormat sl. föstudag getur nú framleitt rafmagn á verði sem er
52-53% heildsöluverðs raforku á landinu.
Gufuhverflarnir fjórir bætast við
þijá hverfla frá Ormat, tvo lág-
þrýstihverfla frá AEG og einn frá
Fuji og framleiða nú samanlagt
16,4 MW. Framreiknaður kostnað-
ur við Ormat-raforkuverið er nú
um 880 milljónir króna og með
afskriftum, vöxtum og öðrum
kostnaði er verð á hveija kílóvatt-
stund um 1,40 kr. sem er eins og
fyrr segir 52-53% heildsöluverðs
raforku í landinu.
Langur aðdragandi
Aðdragandi virkjunarinnar er
orðinn nokkuð langur því að í febr-
úar 1988 var gengið frá kaupum
á þremur Ormat-hverfium ásamt
kauprétti á 2-6 vélum til viðbótar
innan ársloka 1990. Fresturinn var.
síðan framlengdur þar sem virkjun-
arheimild fékkst ekki. Stjóm HS
tók að lokun ákvörðun um kaup á
flórum nýjum hverflum til viðbótar
í apríl 1991. Það kom fram í máli
Finnboga Björnssonar, stjómar-
formanns HS, sem rakti aðdrag-
anda virkjunarinnar, að ákvörðunin
hafi ekki verið auðveld en nokkrir
þættir voru þó stjóminni til stuðn-
ings. Ber þar fyrst að nefna að
verð hverflanna var hagstætt því
það hafði verið fastsett 1988, einn-
ig trú stjórnar HS og annarra á
byggingu álvers, að rafmagn til
nota á byggingarstigi álvers kæmi
héðan af svæðinu og virkjuninni
fylgdi margskonar hagræðing í
rekstri orkuversins. Það var þó
ekki fyrr en samkomulag náðist
við stjóm Landsvirkjunar í janúar
á þessu ári að iðnaðarráðuneytið
gaf út virkjanaleyfi í byijun febr-
úar.
HS hefur byggt niðurdælingar-
stöð til þess að dæla heppilegum
vökva niður í jarðhitageyminn aftur
til þess að draga úr áhrifum vatns-
námsins. Hann gat þess einnig að
vatnsborðslækkun hefur ekki verið
nein undanfarið V/i ár og það
væri fagnaðarefni.
Eitt skref
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
ræsti síðan fyrsta Ormat-hverfilinn
og setti þar með seinni áfanga
Ormat-raforkuversins af stað.
„Þetta er eitt skref í sögu virkj-
unar hér í Svartsengi. Við erum
að framleiða rafmagn sem er undir
heildsöluverði rafmagns á landinu
sem við mundum kaupa það á ann-
ars. Við eram að fá þéttivatn sem
gerir okkur kleift að dæla niður í
jarðhitageymi jarðsjónum aftur,
losna við gufuna og hávaðann sem
hefur verið hér og skemmt fyrir
okkur,“ sagði Júlíus Jónsson, for-
stjóri HS, við Morgunblaðið.
Nægur markaður hér.
„Markaðurinn hér á Suðurnesj-
um er 28-29 megavött og við höf-
um framleitt tíu af þeim þannig
að við höfum nægan markað. Hins
vegar er nægilegt rafmagn í land-
inu í augnablikinu. Þegar ákvörðun
var tekin um að kaupa þessar vélar
voru allir að undirbúa frekari virkj-
anir vegna þess að menn héldu að
það væri að koma álver. Ákvörðun-
in verður að skoðast í því ljósi. Svo
er einnig spuming um að banna
okkur að framleiða ódýrara raf-
magn og láta okkur kaupa dýr-
ara,“ sagði Júlíus að lokum.
FÓ
Framleiðendur gálga þurfa aðstoð
Kaflinn á Suðurlandsvegi, milli
Skálmar og Klausturs, er 38 km
langur og þar af eru 16 km nýlagn-
ing. Verkinu á að vera lokið fyrir
15. ágúst á næsta ári. Byggja þarf
nýja brú yfir Kúðafljót og hefur
smíði stöpla og yfirbyggingar verið
boðin út.
Tilboð Jóhanns Bjamasonar á
Hellu, sem var lægst í þetta verk,
Vísað er til þess í yfirlýsing-
unni að lágmarksverð sem sett
voru annars vegar á innfluttan
lax og hins vegar á túnfísk fyrir
nokkru hafi engin áhrif haft.
Samtökin telja þess vegna óumf-
lýjanlegt að grípa nú þegar til
róttækra ráðstafana til að koma
í veg fyrir að ódýr og vondur
fiskur spilli mörkuðum enn frek-
PÁLL Guðmundsson forstöðu-
maður skipaskoðunar Siglinga-
málastofnunar segir að það verði
að koma til einhver aðstoð til
þess að framleiðendur sjósetn-
ar. í yfirlýsingunni eru Rússar
nefndir einir þjóða sem sérstakir
spellvirkjar á fiskmörkuðum
vegna mikils og afbrigðilegs inn-
flutnings á vondum físki til fisk-
vinnslunnar innan EB.
Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins fylgist fram-
kvæmdastjóm EB grannt með
þróuninni á fískmörkuðunum og
ingarbúnaðar geti látið prófa
búnað sinn eins og reglugerðir
mæla fyrir um. Gálgar sem eru
um borð í íslenskum skipum’voru
framleiddir af Olsen-vélsmiðj-
er tilbúin til frekari aðgerða ef
þörf krefur. Meðal aðgerða sem
rætt hefur verið um að grípa
mætti til má nefna hækkun lág-
marksverðsins sem sett var á
þorsk, ýsu, ufsa, lýsing og skötu-
sel, setja á innflutningskvóta eða
innflutningsbann á þessar sömu
tegundir og fresta ákvörðun um
tollaívilnanir sem taka eiga gildi
1. apríl. Talið er Iíklegt að
ákvörðun um þessar ívilnanir,
sem m.a. skipta íslenska saltfi-
skútflytjendur miklu, verði frest-
að fram yfír kosningarnar í
Frakklandi síðar í þessum mán-
uði.
unni í Njarðvík og Vélsmiðjunni
Þór £ Vestmannaeyjum. Gálginn
í Farsæli GK sem strandaði við
Grindvavík sl. laugardag var
svonefndur Olsen-gálgi.
Garðar Gíslason hjá Vélaverk-
stæðinu Þór í Vestmannaeyjum,
sem hefur smíðað Sigmunds-gálga,
sagði að enginn eftirspurn væri
eftir þessari vöru. „Það hefur alltaf
verið svo með björgunartæki, að
séu menn ekki skyldaðir til að nota
þau þá kaupa þeir þau ekki,“ sagði
Garðar.
Reglugerð um það
sem ekki er til
Aðspurður hvort það væri ekki
í reglugerð að skip hefðu slíkan
búnað sagði Garðar að ekki væri
hægt að setja í reglugerð það sem
ekki er til. „Það var gefin út ný
reglugerð þar sem kveðið var á um
að þessi búnaður færi í skoðun hjá
óháðum aðila. Reglugerðin er eitt-
hvað á þá leið að bátur skuli losna
frá skipi í hvaða stöðu sem skipið
er, en það var vitað mál að það er
útilokað. Það getur alltaf komið
upp sú staða á skipinu að bátur
festist undir brú þess eða öðru, það
þurfti enga prófun til þess. Ég
held að ég fari ekki með rangt mál
að þessi prófun hafí átt að kosta
á þriðju milljón kr. fyrir Siglinga-
málastofnun. Við fengum síðan
bréf frá Siglingamálastofnun þar
sem okkur var boðið að láta Iðn-
tæknistofnun gera úttekt á gálgun-
um og það átti að kosta okkur 7,3
milljónir kr. Fyrir það fyrsta var
ekki tryggt að búnaðurinn fengi
viðurkenningu og þar með væru
peningarnir glataðir og í öðru lagi
var kominn búnaður í skipin sem
hafði verið samþykktur á sínum
tíma og því ekkert tryggt með sölu
á nýja búnaðinum hlyti hann sam-
þykki,“ sagði Garðar.
Opinber aðstoð
Páll Guðmundsson, forstöðu-
maður skipaskoðunardeildar Sigl-
ingamálastofnunar, kvaðst skilja
það mæta vel að lítið fyrirtæki
veigruðu sér við að láta gera kostn-
aðarsama úttekt á sjósetningar-
búnaði. „Það verður að koma til
einhver opinber aðstoð til að fram-
leiðendur geti látið prófa- búnað
sinn, því lítið fyrirtæki getur ekki
kostað það á svona þröngum mark-
aði. Við erum allir sammála um
að við viljum ekki nema það besta,“
sagði Páll.
Samtök samvinnufyrirtækja innan EB
Lágmarksverð talið gagnslaust
og hertra aðgerða er krafist
BrusseK Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
SAMTOK samvinnufyrirtækja innan Evrópubandalagsins (EB) krefj-
ast þess í nýlegri yfirlýsingu að framkvæmdastjórn bandalagsins
geri þegar ráðstafanir til að takmarka nyög innflutning á sjávaraf-
urðum. í yfirlýsingu samtakanna, sem gefin er út í nafni sjávarút-
vegsnefndar þeirra, segir að lágmarksverð þau sem nýlega tóku
gildi innan EB séu vita gagnslaus.