Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Frumvarpi um dýra- vernd vel tekið en athugasemdir gerðar FRUMVARPI til laga um dýra- vernd sem umhverfísráðherra mælti fyrir í gær var í flestum atriðum vel tekið. Þingmenn gerðu þó nokkrar athugasemdir sem Eiður Guðnason umhverfis- ráðherra og Árni M. Mathiesen (S-Rn) dýralæknir og einn af höf- undum frumvarpsins urðu að sVara nokkru. Það kom fram í framsöguræðu Eiðs Guðnasonar umhverfisráð- herra að frumvarp þetta á sér allang- an aðdraganda en því væri ætlað að koma í stað gildandi laga um dýravernd frá 1957. Frumvarp það sem hann mælti nú fyrir væri að mestu óbreytt frá frumvarpi sem lagt hefði verið fram á síðasta þingi en ekki orðið útrætt. í ljósi athuga- semda sem þá hefðu fram komið hefðu verið gerðar nokkrar lagfær- ingar og orðalagsbreytingar. Helstu breytingar sem gerðar væru frá gildandi lögum vörðuðu stjórn og skipulag dýraverndunar- mála og eftirlit með framkvæmd laganna. Lagt væri til að í stað dýra- vemdamefndar sem starfaði sam- kvæmt gildandi lögum ,kæmi dýra- vemdarráð sem tæki til landsins alls en í umdæmi héraðsdómstóls skyldi skipa sérstaka dýraverndarnefnd. Jafnframt væri opinberum aðilum fengið aukið vald til að grípa til aðgerða vegna illar meðferðar á dýmm. Meðal nýmæla í frumvarpinu má nefna að í 4. gr. er kveðið á um að héraðsdýralæknir eða fulltrúi yfir- dýralæknis skoði og samþykki vist- arverur sem ætlaðar væru dýrum á tæknivæddum stórbúum. í 17. gr. eru ákvæði um tilraunir með dýr. Gert er ráð fyrir að umhverfisráð- þerra skipi sérstaka tilraunanefnd sem geti veit leyfi til slíkra tilrauna. í nefndinni skyldu sitja yfirdýra- læknir, forstöðumaður Tilrauna- stöðvar Háskóla íslands í meina- fræðum, og fulltrúi tilnefndur af Ami Eiður Rannsóknarstofnun í siðfræði. Um- hverfisráðherra sagði að hér væri um að ræða sérhæfð og viðkvæm mál sem valdið gætu bitrum deilum og væri því eðlilegt að lögfesta ákvæði þess efnis að nefndin skyldi skipuð sérfróðum mönnum. Við lok sinnar framsöguræðu lagði umhverfísráðherra til að mál- inu yrði vísað til umhverfisnefndar og lét í ljós þá von að frumvarpið fengi jákvæðar undirtektir og skjóta afgreiðslu svo það gæti tekið gildi í sumar. Eymamark Fjölmargir þingmenn létu í ljós skoðun sína á frumvarpinu og sýnd- ist þeim mörg ákvæði horfa til mik- illa réttabóta bæði fyrir menn og dýr. Páll Pétursson (F-Nv) kvaðst styðja meginefni frumvarpsins en hann saknaði þess að enginn bóndi hefði átt sæti í nefnd þeirri sem samdi frumvarpið. Hann taldi að í nokkrum greinum frumvarpsins gætti nokkrur ókunnugleika. Páll fór þess á leit að umhverfisnefnd sendi landbúnaðamefnd frumvarpið einnig til umsagnar. Meðal þeirra atriða sem Páll nefndi voru ákvæði um að óheimilt væri að eymamarka full- vaxið dýr án deyfingar. Hann taldi þetta geta átt við í sumum tilvikum t.d. 'varðandi fullorðin hross sem tvímælalaust hlytu af slíku varan- lega skaða. Hins vegar væri þetta ekki nauðsynlegt í öðmm tilvikum og var honum í því sambandi efst í huga sauðfé. Þar væri algjörlega ástæðulaust að beita deyfingu. Þetta skipti nokkm máli þar tölvert væri verslað með fé, t.d. vegna riðuniður- skurðar og marka þyrfi fé upp. Páll sagði sauðkindina hafa þannig taugakerfi að hún væri hörð af sér og þessi aðgerð væri ekki mjög sárs- aukafull fyrir hana. Páll taldi að það væri fyrir vangá að þetta ákvæði væri svona fortakslaust. Kattahald og fiðurfé Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) sýndist að breytingar sem gerðar hefðu verið á fmmvarpinu vera í skynsamlega átt. Hann taldi sanna- lega vera þörf á því að endurskoða gildandi löggjöf um dýravemd. Hann taldi að í þessu máli væri stefnt í rétta átt í öllum aðalatriðum. Hann sagði fulla þörf á því að setja ákvæði um aðbúnað og umhirðu í dýra í svonefndum verksmiðjubúskap. En Hjörleifur saknaði nokkuð þess að ekki væri meir hugað að heimilisdýr- um. Hann nefndi ketti sérstaklega. Honum þótti að reglur um meðferð og aðhald varðandi þau dýr hefðu ekki fengið þá sambærilega athygli og reglur um hundahald. Það væri nú svo að þegar kettir gengju lausir gæti hlotist af veruleg tmflun fyrir menn og önnur dýr. Hjörleifi var sérstaklega hugsað til fuglanna. Hann hvatti til þess málefni katta yrðu athuguð. Það þyrfti ekki að hindra „slíkt skepnuhald“ svo fremi sem það lyti eðlilegum reglum sem hindmðu átroðslu á grannarétti. Réttur dýra og sæmd manna Árni M. Mathiesen (S-Rn) dýra- læknir er einn höfunda fmmvarps- ins. Hann sagði að í lagasetningu um dýravernd væri erfitt að sam- ræma tilfinningar og siðferðisvið- horf hinum harða raunveruleika hversdagslífsins. Þannig væru margar greinar fmmvarpsins orð- 33 aðar á þann veg að auðvelt væri að hártoga þær og snúa útúr. Ámi taldi það alls ekki vera for- svaranlegt að marka fullorðið sauðfé án deyfingar eða að tilfinningakerfi þess væri svo frábmgðið öðm búfé, t.a.m. hrossum. Honum sýndist við- horf Páls Péturssonar helgast af notagildi þessara dýrategunda. Af kindinni ætluðum við að hafa afurð- ir til matar en hrossin ætti að temja en tamning væri erfiðari ef við hefð- um hvekkt þau. Ámi vék nokkm af áhyggjum Hjörleifs Guttormssonar af katta- haldi og því að huga þyrfti að því máli líkt og hundahaldi. Árni sagði ákaflega gaman að fást við báðar þessar dýrategundir. En því væri ekki að leyna að þau væm afskap- lega ólík dýr. Því hefði verið svo lýst að hundurinn þarfnaðist félags- skapar og umgengni við húsbónda sinn. En kötturinn hins vegar „léti sig hafa það að umgangast mann- inn“. Það væri því nokkuð aðrar umgengnisvenjur gagnvart köttum heldur en hundum. Ámi gat þó tekið undir það að ýmislegt mætti betur fara varðandi kattahaldið. T.d. ættu kettirnir til að týnast. Hefði verið gerð gangskör að því á höfuðborgarsvæðinu að eyrnamerkja kettina með húðflúri. Árni vildi taka það fram að ailar slíkar eyrnamerkingar væm gerðar undir deyfingu. Ámi M. Mathiesen sagði að með- ferð okkar á dýmnum vitnaði um menningarstig okkar sem þjóðar. Hann var sannfærður um það að samþykkt þessa fmmvarps myndi auðvelda okkur að umgangast dýrin á þann hátt sem þau ættu rétt á og sæmdi mönnum. Við þessa 1. umræðu urðu og nokkur harkaleg orðaskipti milli Hrafnkels A. Jónsonar (S-Al) og Eiðs Guðnasonar umhverfisráð- herra um fjölda og aðbúnað hrein- dýra. Hrafnkell hafði orð um að „hreindýr umhverfisráðherra væm sett á guð og gaddinn". Hann hvadði til þess að einhvers konar ítölu yrði komið á svo að hreindýrin horféllu ekki þegar harðnaði á dalnum. Umhverfisráðherra sagði fullyrðing- ar Hrafnkels órökstuddar og ósann- ar. Hann benti á að embætti veið- stjóra fylgdist með fjölda hreindýra og gerði tillögur um fjölda veiðidýra og eftir þeim tillögum hefði verið farið. Vegna þingflokksfunda var 1. umræðu um frumvarpið til laga um dýravernd frestað. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Drottningar Helga Þorsteinsdóttir, ungfrú Suðurland 1993, ásamt Elfu Dögg og Þórunni Guðmundsdóttur. 18 ára stúlka valin ungfrú Suðurland Selfossi. HELGA Þorsteinsdóttir, 18 ára stúlka frá Hvolsvelli, var valin ungfrú Suðurland í Fegurðarsamkeppni Suðurlands á Hótel Örk á föstudagskvöld. Níu stúlkur tóku þátt í keppninni. Þórunn Guðmundsdóttir, 18 ára frá Selfossi, var valin ljósmyndafyrirsæta Suður- lands og Elfa Dögg Þórðar- dóttir vinsælasta stúlkan. Helga er dóttir Þorsteins Árnasonar og Dorotheu Ant- onsdóttur á Hvolsvelli. Hún hefur stundað nám í Fjöl- brautaskóla Suðurlands en starfar þessa önn hjá Slátur- félagi Suðurlands. Hún kvaðst hafa áhuga á módel- störfum, ferðalögum og sagð- ist stefna að því að verða snyrtifræðingur. Fegurðarsamkeppnin var haldin fyrir fullu húsi á Hótel Ork eins og jafnan áður. Sig. Jóns. Aðalfundur Verktaka- sambands Islands AÐALFUNDUR Verktaka- sambands íslands verður haldinn föstudaginn 12. mars nk. á Hótel Sögu, í sal A. Hefst fundurinn klukkan 13.15 með setningarræðu Arnar Kjærnested, formanns stjórnar Verktakasambands íslands, en síðan taka við venjuleg aðalfundarstörf og atkvæðagreiðsla um inn- göngu félagsins í ný heildar- samtök iðnaðarins. Fundar- lok eru fyrirhuguð klukkan 16.30. (Fréttatilky nning) ----♦ ♦ ♦-- ■ STÓRSVEIT Reykja- víkur heldur tónleika í Ráð- húsinu í dag kl. 16. Sveitin mun flytja hefðbundna stór- sveitartónlist og fram koma söngvaramir Andrea Gylfa- dóttir og Ragnar Bjarna- son í fyrsta með Stórsveit- inni. Tónleikarnir eru hugs- aðir sem upphitun fyrir Rú- rek-djasshátíðina sem hald- in verður í endaðan maí. Stórsveitina skipa 18 menn, og stjórnandi er Sæbjörn Jónsson. Meðal laga sem sveitin flytur er All of me og Bill Bailey og fleiri sveifluperlur. ■ UNDIRFATASÝNING frá Pastunette verður í Naustkjallaranum í kvöld kl. 21.30 á vegum Heild- verslunarinnar Forvals. Heildverslunin sýnir það nýj- asta í sumarlínunni frá Pastunette. Einnig verða sýndar slæður og skartgripir frá Forvali. Módelsamtökin sýna. ■ HALDIN verður sam- koma í Herkastalanum í kvöld kl. 20.30 í samkirkju- legu bænavikunni. Ræðu- maður kvöldsins verður Haf- liði Kristinsson, forstöðu- maður Hvitasunnusafnað- arins. Guðný og drengirnir sjá um tónlistarflutning og einnig verður mikill almenn- ur söngur. Daníel Óskars- son, yfírmaður Hjálpræðis- hersins á Islandi og í Fær- eyjum, stjómar samkom- unni. Lesnir verða ritninga- textar og em lesarar frá kaþólsku kirkjunni, Þjóð- kirkjunni og Aðventsöfnuð- inum. Allir eru hjartanlega boðnir velkomnir á samkom- ur bænavikunnar. Annað- kvöld verður síðan samkoma í Aðventkirkjunni. (Fréttatilkynning frá samstarfs- nefnd kristinna trúfélaga.) ■ FÉLAG viðskiptafræð- inga og hagfræðinga boðar til ráðstefnu 11. mars 1993 klukkan 15-18 á Hótel Sögu, Ársal, 2. hæð um: Framtíðarskipun lífeyris- mála — frelsi til að velja? Ráðstefnan verður sett klukkan 15 af Sigurjóni Péturssyni, formanni FVH. Til umræðu verða eftirfar- andi efni: Lífeyriskerfi Evr- ópu, umræðan í dag — líkleg þróun; Jan Bernhard Wa- age, framkvæmdastjóri hjá Skandia Svíþjóð, Séreignar- sjóðir — sameignarsjóðir; Árna Harðardóttir, deild- arstjóri, Landsbréfum hf., Rekstrarhagræðing í lífeyr- issjóðakerfinu; Þórarinn V. Þórarinsson, frkvst. VSÍ, Þátttaka lífeyrissjóða í at- vinnurekstri; Benedikt Dav- íðsson, forseti ASÍ, Ávöxtun lifeyrissjóða (samsetning eigna); Brynhildur Sverris- dóttir, framkvæmdastjóri Fjárfestingafélagsins, Skan- dia hf. og skattamál; Ólafur Níelsson, löggiltur endur: skoðandi, Endurskoðun hf. í lokin verða pallborðsumræð-- ur. Stjórnandi pallborðsum- ræðna er Benedikt Jóhann- esson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar hf. Ráð- stefnulok verða klukkan 18. Ráðstefnustjóri er Árni Ámason, formaður fræðslu- nefndar FVH. Auk félags- manna í FVH er efni ráð- stefnunnar sérlega áhuga- vert fyrir stjómendur og starfsmenn lífeyrissjóða, banka, tryggingafélaga og annarra sem annast vörslu og ávöxtun fjármagns. (Fréttatílkynning) ♦ ♦ » ^ Aðalfund- ur skot- veiðifé- lagsins SKOTVEIÐIFÉLAG Reykjavíkur og nágrenms, heldur sinn árlega aðal- fund í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi mánudag- inn 23. mars kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf ásamt því að kynntar verða áætlanir stjórnar um næsta starfsár. Margt hefur gerst á þessu starfsári og em mikl- ar breytingar í vændum. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.