Morgunblaðið - 11.03.1993, Page 51

Morgunblaðið - 11.03.1993, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 51 ÁRNAÐ HEILLA Morgunblaðið/Sigr. Bachmann HJÓNABAND. Þann 9. janúar sl. voru gefin saman í hjónaband í Ríkissal Votta Jehova af Kjell Ge- elnard, Birta Kaipainen og Samuel West. Heimili þeirra er að Akur- gerði 8, Reykjavík. Morgunblaðið/Sigr. Bachmann HJÓNABAND. Þann 28. október sl. voru gefin saman í hjónaband í Askirkju af séra Áma Berg Sigfir- bjarnarsyni, Inga Luthersdóttir og Hörður Jónsson. Heimili þeirra er að Reynimel 80. Okeypis lögfræðiaðstoð á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012. Jafn réttur til náms? LEIÐRÉTTD^ 0RAT0R, félag laganema. Frá Sighvati Víði ívarssyni: EG ER ungur maður á uppleið og hef mikinn áhuga á því að mennta mig. Ég tók þann pól í hæðina þegar ég var ungur að fara út á vinnumarkaðinn um leið og ég var búinn með skyldunámið en það voru greinilega stór mistök sem ég fæ nú að gjalda fyrir en staðan var sú að ég þurfti að finna mig og ég fann mig ekki í skóla á þeim tíma eins og gengur og gerist með unglinga. Enda finnst mér það ærið stór ákvörðun fyrir 16 ára gamalan ungling að ætla sér að taka ákvörðun um eitthvað sem hann á eftir að gera eða vinna við í 30-50 ár og svo fór að ég tók þá ákvörðun að ég ætti betur heima á vinnumarkaðnum heldur en á skólabekk. Árin liðu og ég varð eldri og þroskaðri og komst þá að þeirri ákvörðun að í skóla yrði ég að fara. Svo tók ég þá ákvörðun að fara í skóla og ná mér í stúdents- próf, og fara síðar í framhaldsnám. En við skulum halda okkur við eitt í einu, ég byrja í skólanum, en þar sem ég er að kaupa mér íbúð og er með fjölskyldu, sá ég fram á að ég þyrfti á fjárhagslegri aðstoð að halda. Þess vegna fór ég niðrí LÍN og óskaði eftir aðstoð en kem að lokuðum dyrum. Það er ekki lánað í stúdentspróf, jafnvel þó að maður sé að kaupa sér íbúð, sé með fjöl- skyldu, og sé orðinn 26 ára gam- all. Þannig að ég er með öðrum orðum dæmdur verkamaður fyrir lífstíð nema ég vinni í lottói. Er eitthvað réttlæti í þessu? Það er verið að dæma mig sem verka- mann til lífstíðar með núverandi kerfi. Er þetta „lýðræðisþjóðfélag- ið“ ísland. Á hinum Norðurlöndun- um er þessu öfugt' farið. Meira segja í Noregi er útlendingum borg- að fyrir að fara í skóla til að ná sér í menntun svo þeir lendi síður á vergangi í þjóðfélaginu. Ég er þó íslendingur og er ekki að biðja rík- ið að borga mér fyrir að fara í skóla, heldur til að lána mér á meðan ég er að mennta mig. Það er greinilegt að norsk yfirvöld eru forsjálli en þau íslensku og hugsa til framtíðarinnar. Ég held það færi betur að þessir fáu herrar skæru aðeins niður af þessari risnu sinni. Mér persónulega myndi duga á ári í námslán það sem þeir eyða í risnu á 4 klukkutímum (3.300x60 mín x 4t.=792.000) Og þá eru enn- þá eftir 8.756 kl.t af árinu (1.733.688.000.) Þið getið ímyndað ykkur hverskonar lyftistöng það yrði fyrir LÍN að fá þó ekki væri nema helminginn af þessari upp- hæð. Að loknum vil ég benda á mál- tækið „Mennt er máttur“. En eins og núverandi kerfi er byggt upp er ríkisstjórnin að stefna að því að ég ásamt fleirum verðum máttlaus- ir, eða hvað finnst þér ágæti les- andi? Es. Ég heyrði í útvarpinu að þessir háu herrar eyddu 3.300 kr per mínútu í risnukostnað!!! SIGHVATUR VÍÐIR ÍVARSSON, (námsmaður), Nónhæð 1, Garðabæ. VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Gítar glataðist VILL ekki sá sem tók dökkbláan Poul Reed Smith gítar, serial númer 4502, í misgripum eða óftjálsri hendi eftir tónleika 3. mars sl. í Menntaskólanum við Sund vera svo vinsamlegur að skila gítarnum inn í MS, til skólafélagsins, og málið verður gleymt ef ekkert sést á gítarn- um. Gítarinn var í svartri gítar- tösku. Þetta er tilfinnanlegt tjón fyrir eigandann. Einnig getur sá sem hefur gítarinn undir höndum eða ef einhver getur gefið einhverjar upplýsingar haft samband við eigandann í síma 38741. Lyklar fundust TVEIR smekkláslyklar fundust í portinu á bak við Lækjargötu 4 sl. þriðjudag. Upplýsingar í Gleraugnasölunni Fókus, Lækj- argötu 6b. Karlmannsúr fannst KARLMANNSGULLÚR með ágröfnu fangamarki á lás fannst á bílastæði við Kringluna sl. föstudag. Eigandi má hafa sam- band í síma 22697. Karlmannsúr tapaðist KARLMANNSSTÁLÚR tapað- ist annað hvort á planinu fyrir framan Bifreiðaskoðun Kefla- víkur eða fyrir utan Fiskmarkað Suðurnesja í Njarðvík fýrir nokkru. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 91-651120. Rangar afkomutölur í frétt af afkomu ÍSALs á blaðs- íðu 3 í Morgunblaðinu í gær er skýrt frá tapi fyrirtækisins og það sagt 645 milljónir króna. Þessar tölur eru tap fyrirtækisins áður en tekið hefur tillit til skattalegra ráðstafana. End- anlegar afkomu eru hins vegar tap upp á 904 milljónir króna eða 20,7 milljónir svissneskra franka. Þá er einnig rætt um veltu fyrir- tækisins og hún sögð hafa verið 350 milljónir svissneskra franka eða 15 milljarðar. Inn í þá tölu er tekinn með fjármagnskostnaður og vextir o. fl., en nettóvelta fyrirtækisins er 121 milljón svissneskra franka eða 5,2 milljarðar króna. Þetta leiðréttist hér með. Prentvillu- púkinn á ferð Prentvillur slæddust inn í grein Sigurðar Þórs Sigurðssonar, Hljóm- burður, í blaðinu í gær. Þar átti að standa Patrekur Svæsni á einum stað og annars staðar átti að standa eftirfarandi: „...og líta auk þess á áhorfendur sem treggáfaða einstakl- inga sem hvorki geta lesið dagskrár- blöðin né fylgst með dagskránni á annan hátt...“. Víð hjá Tónver bjóðum besta verðið! Á tímum harðandi samkeppni dugar ekkert annað en að bjóða betur en aðrir... Yið bjóðum þér; 20 tofflmu sjónuarp & myndbandstæki SAMAN í PAKKA AÐEINS KR. 49.900 Rétt verö kr. 65.335 b Þúsparar Hljómtækjasett MODEL 2423 Elta • PLÖTUSPiLARI ^**^**^ • TVÖFALT SEGULBAND TILBOÐSVERÐ: • ÚTVARP MW/FM - VÍÐÓMA KR. 9.900 • TVÍSKIPTIR HÁTALARAR Rétt verö kr. 16.900 Þú sparar kr. 7.000 tíu myndbandsspólur á aðeins kr. 1.990 a BILTÆKI Uj MODEL 7260 • MW/FM OG FM VÍÐÓMA BYLGJUR TILBOÐSVERÐ KR. 5.900 • AOUTO-REVERSE - _ -- - :^SSIMG Rett verð kr 8.900 Nýtt símanúmer: rM 68 49 77 Sendum hvert á land sem er MUNALÁN • ÞÝSK GÆÐAMERKI • ÁBYRGÐ Erum fluttir að Suðurlandsbraut 12.. Næg bílastæöi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.