Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 3
ÍSIENSKA AUGLÝSINCASTOFAN Hf.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MA{ 1993
3
VAR ÍSLAND VIÐI
VAXIT Á MILLI FJALLS
O K F J Ö RU." *
Á undanförnum árum hefur íslenska þjóðin vaknað til vitundar um nauðsyn
þess að klæða ísland skógi að nýju, hefta frekari gróðureyðingu og græða upp
örfoka land- Ræktun skóga er einn veigamesti þáttur varanlegrar landgræðslu
og besta aðferðin til þess að koma í veg fyrir uppblástur og landeyðingu-
En skógrækt tekur langan tíma og kostar mikla fjármuni og er mikilsvert að
sem flestir taki þátt í þessu þungvæga verki. Þess vegna hefur Skeljungur hf.
ákveðið að leggja sitt af mörkum til Skógræktar ríkisins og gera henni kleift að
úthluta enn fleiri trjáplöntum til landsmanna til gróðursetningar vítt um land.
Til mikils er að vinna því að skógur gerir umhverfi okkar vistlegra og dregur
úr gróðurhúsaáhrifum með því að binda kolefni. Við landnám voru um 60%
íslands gróið land og þar af var skóglendi 25 - 30%. Nú eru 75% af íslandi
gróðurvana. Skógur þekur aðeins 1% af landinu sem við byggjum.
Frá landnámi hafa tapast 3,8 milljónir hektara gróins lands, að meðaltali 3.400
hektarar á ári eða 9 hektarar á degi hverjum. Þetta verður að stöðva.
Við getum sameiginlega snúið vörn í sókn.
Árlega eru góðursettar 6 milljónir trjáplantna sem þekja 2.400 hektara lands.
Þetta stækkar núverandi skóglendi um 2% á ári hverju sem er hvergi nærri nóg
ef vel á að vera. Afstaða almennings til skógræktar hefur aldrei verið jafn
jákvæð og einmitt nú. Landsmenn eru flestir sammála um að það verði að
rækta skóga til að græða sárin og allir vita að það er hægt. Á landssvæðum,
sem henta vel til skógræktar, getum við endurheimt skóg á 1,2 milljónum
hektara lands.
Af framangreindum ástæðum hefur stjórn og starfsfólk Skeljungs ákveðið að
leggja skógrækt lið. Það er von okkar að sem flestir landsmenn bætist í hóp
þeirra sem vilja sinna þessu tröllaukna verkefni. Trjáplöntur, sem við
gróðursetjum nú, ná meira en mannhæð á einum áratug og mynda fjögurra til
fimm metra háa skóga um miðja næstu öld. Slíkir skógar stöðva
gróðureyðingu og í skjóli þeirra hefst þróttmikið, náttúrulegt landnám á
íslandi, landsmönnum til farsældar og ánægju.
Skeljungur hf. hefur þegar hafið þetta verk með því að leggja fram 4 milljónir
króna til Skógræktar ríkisins eða jafnvirði 200.000 trjáplantna. Skeljungur
hyggst síðan tengja árlegt framlag sitt til skógræktar á næstu árum við sölu
félagsins. Þegar þú verslar á bensínafgreiðslustöðvum Skeljungs leggur þú þitt
af mörkum til skógræktar á íslandi og þitt framlag vegur þungt á vogarskálum
verkefnisins. Saman getum við lyft grettistaki undir faglegri forystu
Skógræktar ríkisins og í samvinnu við alla þá sem eiga að hugsjón að græða
upp landið.
forstjóri Skeljungs hf. .
Skógrækt meö Skeljungi
'k Úr íslendingabók Ara fróða