Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGÚR 25. MAÍ 1993
14
I-
MENNING HF.
eftír Kristján J.
Gunnarsson
Ekki alls fyrir löngu fjallaði for-
ystugrein DV um ríkisútvarpið og
vakti svo mikla athygli hjá and-
skota þess, Morgunblaðinu, (í
fijálsri samkeppni eru samt allir
bræður og gjaldþrotin bræðrabylt-
ur) að glefsur úr henni birtust í
Staksteinum.
Þar sagði meðal annars: „Sú
spurning er áleitin hvers vegna rík-
isvaldið þarf að reka útvarp og sjón-
varp.“
Já, er nema von að spurt sé, og
eru virkilega ennþá til einhveijir
niðurrifsmenn frelsis og framfara
sem tengja þetta víxlspor fortíðar-
innar við nútímamenningu?
Og DV heldur áfram: „Hvað
menninguna varðar má út af fyrir
sig viðurkenna þýðingu þess að rík-
ið gegni hlutverki vaktmannsins en
mikið hlýtur samt menningin að
vera illa á vegi stödd ef hún þarf
að hlaupa í náðarfaðm ríkisvalds-
. ins. Menning lifir ef hún er ein-
hvers virði án þess að henni sé troð-
ið upp á þá sem hennar eiga að
njóta.“
Leiðarahöfundur DV heldur
áfram að velta fyrir sér afdrifum
Ríkisútvarpsins: „Enda þótt Ríkis-
útvarp yrði lagt'niður er ekki þar
með sagt að sú starfsemi sem þar
er rekin falli niður. Rás eitt í út-
varpi stendur fyrir sínu og nóg er
af afþreyingarrásunum. Sjónvarp
og fréttastofa sjónvarps verður
áfram til þótt ríkið verði ekki eig-
andi.“ Ekki veit ég hvort það er til
tryggingar þessari frómu ósk að
leiðarahöfundurinn leggur til „að
afnema skylduafnotagjöld. Hlust-
endum og áhorfendum á að vera
frjálst að ákveða hvaða stöð þeir
vilja hafa afnot af. Núverandi fyrir-
komulag stríðir gegn öllu velsæmi
og brýtur gegn grundvallarreglum
um samkeppni“.
Svo mörg eru þau orð og sannar-
lega athyglisverð. Sérstaklega varð
ég hugfanginn af þessari ábend-
ingu: „... mikið hlýtur samt menn-
ingin að vera illa á vegi stödd ef
hún þarf að hlaupa í náðarfaðm
ríkisvaldsins. “
Teikn eru nú á lofti um að sá
náðarfaðmur kunni að þrengjast.
(Sbr. t.d. að Bókaútgáfa Menning-
arsjóðs hefur verið lögð niður —
þar sem, ef ég man rétt, H.K. Lax-
ness fékk gefnar út sínar fýrstu
bækur án þess að vitað sé um mjög
harðvítuga samkeppni um útgáfu-
réttinn af hálfu fijálsrar ijölmiðlun-
ar í útgáfustarfsemi þess tíma.
Enda almennt ekki talið um merki-
legan skáldskap að ræða. Jafnvel
fremur eitthvað sem smám saman
var „troðið uppá almenning".) Rikið
á ekki lengur að vera að vasast í
bókaútgáfu sem fagna ber. Hvers
vegna ætti menningin svo sem ekki
að segja skilið við náðarfaðm ríkis-
valdsins ef hún á kost á fijálsum
faðmlögum?
Lengi hafa menn hlýtt á boðun
fagnaðarerindisins og má nú ef til
vill loksins vænta þess að menning-
arfijálshyggjan verði að veruleika?
Ætlar hinn íslenski aðall (fj'ölskyld-
urnar sextán) að hafna menningar-
neyslu sem verið hefur niðurgreidd
ofan í hann af múgamönnum í land-
inu, en keppast þess í stað um kaup
á sem flestum hlutabréfum í fyrir-
tækinu „Menning hf.“?
Líklega fengju færri en vildu og
maður býst við að einhvern veginn
á þessa lund verði auglýsing sem
birtist í fyllingu tímans í Lögbirt-
ingablaðinu: „Tilkynning til hluta-
félagaskrár: „Menning hf. Við-
fangsefni rekstur eftirtalinna stofn-
ana: Sinfóníuhljómsveitarinnar,
Þjóðleikhússins, Ríkisútvarpsins,
Listasafns íslands, íjóðminjasafns-
ins, Náttúrugripasafnsins, Lands-
bókasafnsins svo og annarra
skyldra stofnana sem reknar eru
fyrir skattpeninga almennings úti
um borg og bý.““
Það vekur athygli að ekki er ráð-
gert að íjárfesta í málurum enda
hlýtur enginn sannur listmálari
frægð fyrr en hann hefur verið
dauður nokkuð lengi. Sem að vísu
gerir ekkert til fyrir fjárfesta nema
hvað þeir verða því miður dauðir
líka.
Vonandi gefur fyrirtækið Menn-
ing hf. af sér þennan árvissa 10%
skattfijálsa arð sem hluthafar
krefjast. Ef ekki, þá hvað? A.m.k.
erum við búin að fá að vita að
menningin hlýtur að vera illa á vegi
stödd er hún þarf að hlaupa ínáðar-
faðm ríkisins.
Um þetta vissi Friðrik mikli og
hans nótar aftur í grárri forneskju
ekki nokkurn skapaðan hlut. Þess-
um körlum, eins og Beethoven, J.S.
Bach, J. Haydn, F. Liszt og hvað
þeir nú allir heita, var af viðkom-
andi þjóðhöfðingjum troðið á ríkis-
jöturnar hingað og þangað í stað
þess að láta- þá vinna fyrir sér með
því að spila á torgum og fá klink
í hattinn sinn. Enda hefðu þeir þá
ekki orðið jafn langvarandi hávaða-
menn og raun varð á.
Af þessu má þann lærdóm draga
að heimur batnandi fer.
í gærkvöldi hringdi Stína til mín.
Það er kerling vestur í bæ, fótfúin
en með toppstykkið í fullkomnu
lagi. Mér liggur við að segja í of
góðu lagi því hún stendur alltaf
fast á sínu og í rökræðum við hana
bíð ég oftast lægri hlut. Erindið var
þetta venjulega: að biðja mig að
fara í bankann og borga afnota-
gjaldið af Rikisútvarpinu.
„Þetta er til skammar," sagði ég,
„að neyða þig til að borga þetta
útvarpsgjald hvórt sem þú vilt eða
ekki. Annars gætirðu valið og
kannski vildirðu heldur borga fyrir
Stöð tvö.“
„Veistu nokkuð nema ég borgi
fyrir Stöð tvö?“ sagði sú gamla.
„Sveimérþá sem mér finnst ekki
að Braga-kaffið hafi hækkað.“
Ég setti upp spurningarmerki í
andlitinu.
„Ég þakka nú samt guði fyrir
að þurfa ekki að nota dömubindin,"
bætti hún við með skelmissvip í
augunum sem ég af reynslu vissi
að alltaf gat leitt mig út á hálan ís.
Ég setti upp tvöfalt spurningar-
merki í andlitinu.
„Jú, sjáðu til,“ hélt sú gamla
áfram, „heldurðu kannski að pen-
ingarnir sem fara í auglýsinga-
kostnaðinn detti einhvern veginn
ofan úr skýjunum án þess nokkur
þurfi að borga? Það kostar helmingi
meira að auglýsa kaffipakkann á
tveimur sjónvarpsstöðvum en einni
að maður nú ekki tali um dömubind-
Fyrir þetta eru svo blessaðar
in.
Kristján J. Gunnarsson
„Vonandi gefur fyrir-
tækið Menning hf. af
sér þennan árvissa 10%
skattfrjálsa arð sem
hluthafar krefjast.“
konurnar látnar blæða hvort sem
þeim líkar betur eða verr. Málinu
ekki einu sinni vísað til Jafnréttis-
ráðs.“
í öllum þeim umfangsmiklu bók-
menntum um fijálst framtak sem
ég síðustu fimmtíu árin hef notað
til að festa svefninn, minntist ég
varla að hafa séð stafkrók um þessa
hlið málsins. Skrýtið að ekki skuli
einhver af þessum sprenglærðu
fijálsu ijölmiðlafræðingum hafa
snúið sér út ríkisstyrk til að reikna
út um hvað mörg hundruð milljóna
króna auglýsingakostnaðurinn hafi
aukist frá því sem var fyrir nokkr-
um árum áður en til varð fijálsa
samkeppnin í útvarpi og sjónvarpi
sem að miklu — stundum öllu —
leyti er borin uppi með því að aug-
lýsa vöruna sem þú kaupir úti í búð.
„Ekki hef ég beðið um að borga
þennan auglýsingaskatt í hver sinn
sem ég kaupi sitt af hvoru tagi,
ekki fremur en útvarpsgjaldið. Geri
mest lítið af því að lesa blöðin nú
orðið, hvað þá heldur að ég hlusti
á alla fijálsu ljósvakamiðlunina sem
þeir kalla svo. En auglýsingaskatt-
inn verð ég samt að borga. Á Ing-
ólfskaffi er ég í fæði án þess að
éta það, var það ekki einhvern veg-
inn þannig sem skáldið orðaði það?
Á kannski við um fleira en Ríkisút-
varpið."
Stína gamla þagnaði eins og hún
væri að hugsa sig um. „Jæja, það
er nú kannski fullmikið sagt,“ hélt
hún áfram öllu spakari, „ég get þó
allténd hórft ókeypis á Sýn.“ Og
bætti við: „En Sýn er nú lítið annað
en einskonar sjúklingur sem nýja
útvarpsfélagið hefur af miskunn-
semi og áhuga fyrir fijálsri sam-
keppni tekið að sér, og lagt inn á
gjörgæslu, svo tryggt sé að það
æði ekki af sjálfsdáðum út í loftið
sér og öðrum til óþurftar. Það er
líka passað uppá að sýna þar ekk-
ert sem nokkur vill horfa á.“
„En Sýn sjónvarpar nú frá Al-
þingi,“ sagði ég í varnarskyni.
„Það er nú einmitt það,“ sagði
sú gamla og hló.
A heimleiðinni úr bankanum, eft-
ir að hafa lokið erindum fyrir gömlu
konuna, fór' ég að velta fyrir mér
hvort staðhæfingin sem vitnað var
til hér að framan að „sjónvarp og
fréttastofa sjónvarps verður áfram
til þótt ríkið verði ekki eigandi" sé
studd nokkrum sannfærandi rök-
um. Markaður innan íslenska
dvergríkisins er nefnilega of lítill
til þess að geta skammlaust staðið
undir einni sjónvarpsstöð, hvað þá
heldur þremur, a.m.k. ef ætlast er
til að hérlent sjónvarp láti sig ís-
lenska menningu einhveiju varða
með þeim hætti að marktækt sé.
Er framtíðarSÝNin kannski sú að
annaðhvort höfum við eina sjón-
varpsstöð með tvær aðrar í gjör-
gæslu á sínum vegum, eða þijár
sjónvarpsstöðv ar sem allar spila
áþekkar sápuóperur af myndbönd-
um?
Já, annars, vel á minnst. Það var
þetta með fyrirtækið Menningu hf.
Auðvitað væri það ósköp sorglegt
ef það skilar ekki 10% arði sér-
staklega fyrir hluthafana. Ég tala
nú ekki um taprekstur og glatað
hlutafé. En svona er það, fjárfest-
arnir eru alltaf tilbúnir að fórna
sér. Og ef illa gengur verður Menn-
ing hf. einfaldlega gjaldþrota.
Annað gerist nú ekki.
Höfundur er fyrrverandi
fræðslusljóri.
Greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði
lækkuðu skuldir Borg-eyjar hf.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga:
„í umfjöllun fjölmiðla að undan-
förnu um fjárhagsvanda Borgeyjar
hf. hefur meðal annars verið rætt
um útborgun á innstæðu Kaupfé-
lags Austur-Skaftfellinga úr Verð-
jöfnunarsjóði sjávarútvegsins á síð-
asta ári.
Þar sem mikils misskilnings hef-
ur gætt í umfjöllun þessari vill
stjórn Kaupfélags Austur-Skaftfell-
inga taka eftirfarandi fram:
L Þegar samþykkt var á aðal-
fundi Kaupfélagsins 4. apríl 1992
að stefna að sameiningu sjávarút-
vegsstarfsemi félagsins og Borgeyj-
ar í hf. í eitt alhliða sjávarútvegsfyr-
irtæki var ráð fyrir því gert að
Borgey hf. yfirtæki allar eignir og
skuldir Kaupfélagsins tengdar sjáv-
arútvegi.
2. Samhliða þessari breytingu
var vitað að nauðsynlegt var að
styrkja efnahag Borgeyjar hf. og
hugðust menn gera það með því
að selja eignir, endursemja um
langtímalán félagsins og afla nýs
hlutafjár, en auk þess var í áætlun-
um gert ráð fyrir að rekstrarárang-
ur yrði mun betri en raun hefur
orðið á.
3. Þegar kom að framgangi
þessara mála í júní/júlí á sl. ári var
Alþingi búið að samþykkja breyt-
ingar á lögum um Verðjöfnunarsjóð
sjávarútvegsins og heimila útborg-
un á inneignum í sjóðnum þá strax.
Kaupfélag Austúr-Skaftfellinga
átti verulegar fjárhæðir í sjóðnum
4-“............
Matargerðarmenn okkar suðræn stemmning V""
.... .. .. . með sólargeisla.
bjoða ykkur velkomin
••
HótelOrk
Nýr sumarmatseöill
- sólargeisli í hverjum bita
Sérstakur vinseöill - aöeins á Hótel Örk
Sundlaugin opin alla daga fyrir alla.
Verö: Fullorönir kr. 150,- börn kr. 100,-
Vatnsrennibraut, barnasundlaug.
Golfvöllurinn opinn - aldrei betri en nú
hola í höggi - verðlaun!
Sparkvöllur, skokkbrautir,
trambólín, jarögufubaö.
Einstaklingar, hópar, félagasamtök!
Tennisvöllurinn opinn alla daga. Góð aöstaöa.
skemmta matargestum öll kvöld vikunnar og
í kafflhlaöboröinu alla laugardaga og sunnudaga.
Sjáum um akstur til og frá Reykjavik fyrir hópa.
Matur og mjöður manninn kæta.
HÓTEL ÖDK
HVERAGERÐI e SIMI 98-34700
Ódýrir
dúkar
1
HARÐVHÐARVAL
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
♦ ♦ ♦
Kennslustofur
fyrir 29 millj.
V^terkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiöiH!
vegna umfangsmikillar fiskvinnslu
sinnar um árabil. Samkvæmt lögum
nr. 29 frá 27. maí 1992 um sjóðinn
og reglugerð, sem gefin var út um
málefni hans 2. júní 1992, er skýrt
tekið fram að greiðslum úr sjóðnum
skuli eingöngu ráðstafað til veð-
skulda sem hvíla á eignum sem
tengjast fiskveiðum og fiskvinnslu,
eða annarra skulda sem fullnægj-
andi upplýsingar eru um að tengist
fiskveiðum og fiskvinnslu.
4. í samræmi við ákvæði laga
og reglugerðar voru þeir fjármunir,
sem þarna komu til útborgunar,
notaðir til greiðslu afborgana og
vaxta af veðskuldum og til greiðslu
skammtímaskulda — einkum orku-
reikninga og vátryggingariðgjalda,
— sem tengdust fiskvinnslu Kaupfé-
lagsins með beinum hætti.
5. Greiðslur úr Verðjöfnunar-
sjóði sjávarútvegsins voru því not-
aðar til að lækka þær skuldir sem
Borgey hf. yfirtók frá Kaupfélagi
A-Skaftfellinga 1. júlí 1992 og
komu Borgey hf. þannig til góða.
6. Allar getgátur um að greiðsl-
ur úr Verðjöfnunarsjóði hafí komið
landbúnaðarþætti Kaupfélags
Austur-Skaftfellinga sérstaklega til
góða í stað sjávarútvegs eru fjar-
stæðukenndar og lýsa ótrúlegu
hugmyndaflugi en lítilli rökhyggju."
BORGARRÁÐ hefur samþykki
að taka tilboði lægstbjóðanda,
Núnataks hf., í færanlegar
kennslustofur.
Tilboð Núnataks hljóðaði upp á
rúmar 29 milljónir króna, eða um
78% af áætlun. Alls barst 21 tilboð
í kennslustofurnar og var hið hæsta
upp á rúmar 45 milljónir króna, eða
rúm 122% af áætluðum kostnaði.