Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993
Séra Friðrik á skrifstofu sinni.
ksson
apellu
Séra Friðrik ásamt séra Sigurði Gunnarssyni langafa Völundarsystkina, f. 25. maí 1848, og Guðrúnar
Haralz móðursystur þeirra, f. 25. maí 1910, öll fædd 25. maí.
mm
Séra Friðrik ásamt Valtý Stefánssyni, fyrrverandi ritstjóra Morgun-
blaðsins, í Vatnaskógi.
Fjölmargar frásagnir staðfesta
það hvað sr. Friðrik fannst gaman
í öllu sínu starfi. í drengjastarfinu
var hann alltaf strákur meðal ann-
arra stráka og því í senn leiðtogi
þeirra og vinur. Samt gnæfði hann
hátt yfir alla í félaginu, eldri sem
yngri, vegna klassískrar menntunar
sinnar og ólýsanlegs andlegs fjörs
sem gerðu forn fræði lifandi, gerðu
þau að leik sem viðstaddir tóku þátt
í! í vissum skilningi var hann ekki
að fórna sér fyrir íslenska æsku,
heldur að taka þátt í leik hennar,
og leikinn leiddi hann út úr fornöld-
inni og samtímaskáldskap, því sem
hæst bar í þúsund ára menntunar-
sögu og siðgæðisbaráttu. Vissulega
fórnaði hann sér í starfinu en upp-
skar hina mestu skemmtan fyrir
sjálfan sig! Hér sannaðist hið forn-
kveðna: Leitið fyrst ríkis Guðs og
hans réttlætis og þá mun allt [ann-
að] veitast yður að auki.
Ásmundur Sveinsson
og klassíkin
Hver var fáninn sem séra Friðrik
bar fram og á erindi á því Herrans
ári 1993? Ásmundur Sveinsson
myndhöggvari táknaði grundvallar-
sannindi þessa máls í mynd þeirri
sem nú stendur fyrir framan Há-
skóla íslands, Sæmundi á selnum.
Sú mynd, sagði Ásmundur mér,
táknar baráttu mennskunnar við
ófreskjuna, viðureign vitsins við
heimskuna, Guðs við djöfulinn. Þetta
gætum við heimfært upp á það efni
sem er hugstætt af tilefni Friðrik-
skapellu og 125 ára afmælis séra
Friðriks (og Ásmundur Sveinsson
átti einmitt 100 ára afmæli á föstu-
daginn var): Baráttu Ódysseifs við
þursann í Hómerskviðum (en Hó-
merskviður voru meðal uppáhalds-
bóka séra Friðriks) má líkja við átök
Sæmundar á selnum, baráttu vitsins
og gæskunnar við óvætti fáfræðinn-
ar og hins illa. Eitt sinn fór ég með
fimm ára dreng að styttu Ásmund-
ar. Hann fór að hágráta af skelf-
ingu. Svo sterkt orkaði ógn lista-
verksins á barnið.
Stríðssöngvar séra Friðriks tákna
þátttöku hins trúaða í þessari bar-
áttu undir gunnfána ljóssins. Lífið
er barátta ljóss og myrkurs: „Um
eiginlegt hlutleysi getur ekki verið
að ræða í þessari styijöld. Sá sem
vill vera hlutlaus verður áreiðanlega
hertekinn af hinu vonda valdi áður
en hann grunar, já svo að segja fyrir-
hafnarlaust. Til þess að komast inn
í guðsríki þarf að velja það með
fijálsu vali. Til þess að standa í þjón-
ustu hins vonda þarf ekkert val og
enga fyrirhöfn."
Séra Friðrik hvessti vopn sín í
eldi klassískra bókmennta. Óg klass-
íkin var honum ætíð nærtæk, eins
og þegar hann kom til Reykjavíkur
móður af göngu frá KFUM-fundi í
Hafnarfirði, gekk í skrifstofu sína í
leit að efni fyrir næsta unglingafund
sem var að hefjast, piltarnir komnir
í salinn, greip úr hillunni Ödípusar-
harmleikinn eftir Sófókles þar sem
gríski textinn var öðrum megin á
opnunni, latneska þýðingin hinum
megin, gekk inn á fundinn og þýddi
latneska textann af munni fram (lat-
ínan var honum tamari en grískan)
fyrir drengina. Herma munnmæli að
fárra augu hafí verið þurr í salnum
að loknum hinum gn'ska harmleik.
Engum er slíkt fært nema ofurmenn-
um, en þetta dæmi sýnir áhrifin á
menntun þeirra sem á hlýddu og
bendir á stöðu klassískra bókmennta
í vopnabúri séra Friðriks. Þær skip-
uðu heiðurssætið ásamt Biblíunni,
íslendingasögunum og íslenskri og
evrópskri ljóðagerð.
Írónía og húmor
Það er þjóðarböl íslendinga að
vera írónískir, en íróníu nefnir Ki-
erkegaard þá afstöðu að skoða allt
úr fjarlægð og sem óviðkomandi sér.
Ironistinn horfir á slysið og fer svo
heim í kaffi, en húmoristinn er gagn-
tekinn af mannlegum örlögum, sér
allt í bjartara ljósi þess _ sem vill
græða sár, bæta böl. Állir íslending-
ar þekkja fleyg orð Vilmundar Gylfa-
sonar „löglegt en siðlaust“ en skilja
þau nánast sem illkvitni (sarkasma),
og íronistinn íslenski fer heim í sjón-
varpskvöld eins og þau orð hefðu
aldrei verið sögð. En við þessi orð
Vilmundar fyllist hinn dæmigerði
húmoristi (og séra Friðrik þar með)
bjartsýni yfir möguleikunum að út-
rýma siðleysinu og efla lögin og sið-
gæðið. (Sbr. orð prinsins þáverandi
af Wales, síðar Játvarðar VIII er
honum var sýnd eymd námuverka-
manna í Wales: „Eitthvað þarf að
gera í málinu.“) Sr. Friðrik segir í
hvatningarræðu til Væringja að þeir
eigi að „Iæra hlýðni, sannsögli, gott
orðbragð, drengskap, kurteisi í fram-
göngu, sjálfsaga og sjálfsafneitun,
trúmennsku í starfi sínu og iðni í
námi sínu“. Allt ákaflega gamaldags
séð með nútímaaugum. Eftir „heræf-
ingu“ suður á Melum lét hann allt
liðið marséra niður Suðurgötu, en
þar mæta þeir Magnúsi Stephensen.
Skipaði þá séra Friðrik öllu liðinu
að taka ofan. Varð Stephensen ákaf-
lega hrifinn af kurteisi drengjanna.
Einnig tamdi hann þá við að taka
ofan þegar líkfylgd gekk um götur
Reykjavíkur, eins og þá tíðkaðist,
og var sú kurteisi við látinn mann
nýlunda í bænum. Nú sýna menn
virðingu með öðru móti en því að
taka ofan hver fyrir öðrum, en samt
ber að minnast þess að virðing fyrir
öðrum er undirstaða sjálfsvirðing-
arinnar. Enda brýna íþróttaleiðtogar
væntanlega fyrir ungum leikmönn-
um að sýna dómurunum virðingu.
Markaðssetning
vörutegundanna
Þýski heimspekingurinn Hans
Jonas taldi að nútímamaðurinn yrði
að læra það upp á nýtt að óttast.
Margvíslegar afleiðingar tækni-
trúarbragða og ofskipulagningar
ógna mennskunni. Og menn þurfa
að skelfast yfír yfirborðsmennskunni
til þess að geta útrýmt henni í stað
þess að sætta sig við hana sem hluta
af því sem er „uppi á borðinu" í líf-
inu eða við kjarasamningana eða
áætlanagerð fyrirtækjanna. Sl. mið-
vikudagskvöld var sýndur í Sjón-
varpinu amerískur þáttur um amer-
ískt sjónvarp. Þar í landi er sjónvarp
partur af markaðssetningu vöruteg-
undanna. Miðlar ekki þekkingu,
dómgreind, mannsskilningi (þ.e.
menningu) heldur miðar við ætlaðan
smekk og væntingar kaupendanna.
Okkar auglýsingatímar eru blessun-
arlega lausir við þessa andhverfu
sannleikans. Enda nefndist þátturinn
„Sannleikurinn um lygina“. Lygina
ber að óttast, og hún er djöfulleg
af því að hún tortímir mennskunni.
Andstæða lyginnar, sannleikurinn
og mennskan, er dregin upp í ræðum
séra Friðriks, hverri af annarri. í
riti sínu við stofnun Vals 1911 talar
31
----------------------------------
hann um „siðprýði, áhuga og félags-
lyndi“. í íþróttum skal virða mennsk-
una og einstaklinginn og miða við
getu hvers og eins svo að aUir fái
tekið 'þátt í íþróttaleiknum: „Vér
megum aldrei láta oss nægja með
minna en hið hæsta, hið dugmesta,
hið fullkomnasta, hver í sinni grein,
/ hlutfalli við hæfileika vora og
krafta“ (skáletrun mín).
Trúin
Af þessum sökum eigum við að
bera virðingu fyrir hinu æðsta og
sanna, fyrir því afli í tilverunni sem
bjargar og hjálpar, og styrkja æsku-
lýðinn í söng og íþróttum í sókn til
æðstu takmarka lífsins. Trúin er
ekki afstrakt hugmyndakerfi heldur
trúfesti við æðstu hugsjónir: „Oss
sem viljum vera lærisveinar Jesú
Krists ríður á að ná sem mestri full-
komnun í starfi voru, að leggja sem
allra mesta stund á dagleg störí
vor,“ segir sr. Friðrik 1911.
Þegar hann vígði fyrsta knatt-
spymuvöllinn 6. ágúst 1911 hugsaði
hann sér mikinn borða strengdan
yfir allt svæðið: „Svo set ég á hann
áletrunina „Helgað Drottni". Hún
stendur eins og í stómm boga letruð
yfir svæðinu markanna í milli.“ Þann-
ig var trúin skilin sem afl kærleik-
ans, félagslyndisins og sannleikans
er móta skyldi allan leik og allt starf.
Kristur og sönglistin
Barátta hins upprisna Krists við
hið illa var grunnlínan í öllu starfi
séra Friðriks. Sú barátta leiðir af sér
spekina, lífsviskuna, sem boðuð er í
helgum ritningum. Friðrikskapella
minnir íslensk æskulýðsfélög og
íþróttafélög og allan íslenskan æsku-
lýð á þessi sannindi. Er til nokkuð
æðra mark til handa íslenskri æsku-
lýðshreyfíngu á þessari stundu?
Vandamálin eru margvísleg í lífi
æskufólks og í starfi æskulýðs-
félaga, bæði siðgæðisleg og félags-
leg. Peningastefna ógnar íþrótta-
starfí, lyfjanotkun er virk freisting,
andfélagslegur þáttur í ofþjálfun svo
sem einangrun frá íjölskyldu ungs
keppnismanns — allt eru þetta hætt-
ur sem menn reyna að bægja frá.
Tónlistariðkun er allra hluta væn-
legust til þess að þroska æskufólk,
bæði sem einstaklinga og einnig fé-
lagslega, enda er tónlist æðsta tján-
ingarform trúarinnar og mennsk-
unnar. í orðum séra Friðriks um
sönglistina frá 1918 kemur fram
áherslan á menntunina og hugsjón
siðgæðisins: „(Sönglistin) lyftir hug-
anum og fyllir húsið með söng og
gleði ... Smekkvísi manna á góðum
söng vex, og í því er mikil menntun
... Þér öðlist færi á að komast inn
í anda sönglistarinnar og meistara
hennar og lærið að túlka hann fyrir
öðrum.“
Byggiiig Friðrikskapellu
Minningarkapella um séra Friðrik
hefur verið reist að Hlíðarenda í
Reykjavík. Verður hún vígð í dag.
Framkvæmdir hafa verið studdar af
einstaklingum, borgarstjórn Reykja-
víkur, Alþingi og ríkisstjórn og Qölda
félagasamtaka auk kirkjunnar
manna. Pétur Sveinbjamarson hefur
skipulagt það starf allt og þjóðkunn-
ir menn lagt því lið. Og margir hafa
gefið vinnu sína. Öllum þeim eru
færðar þakkir. Friðrikskapella vill
minna á að allt starf sem unnið er
fyrir íslenskan æskulýð skuli mótast
af mennsku og trú, af raunsæi um
staðreyndir lífsins í baráttunni um
manninn milli hins illa og hins góða,
og þeirri glaðværð sem einkenndi
allt líf séra Friðriks.
Lokaorð
Þegar ég virði fyrir mér arfleifðina
sem Friðrik Friðriksson hefur skilið
eftir sig æskulýðnum til handa, koma
mér í hug orð hans sjálfs sem letruð
eru á stólpa styttu hans að Hlíðar-
enda: „Látið aldrei kappið bera feg-
urðina ofurliði." Og þegar ég renni
huganum út yfir gröf og dauða finnst
mér boðskapur Friðrikskapellu vera
þessi:
Það er eitthvað sem er meira virði
en lífið.
Það er Lífið sjálft.
Höfundur er prófessor við Háskóla
íslands.
Heimild
1) ívitnanir eru sóttar í samantekt Árna
Sigurjónssonar í Valsfréttum, maí 1993.