Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993
Finnur Erlendsson fyrrum danskur þingmaður
Uppreisnarflokkum
er gert erfitt fyrir
FINNUR Erlendsson vararæðismaður íslands í Danmörku hefur
verið frammámaður í Framfaraflokknum sem Mogens Glistrup
stofnaði. Hann var þingmaður flokksins á árabilinu 1973-79. Finn-
ur segir Framfaraflokkinn ekki hafa náð meiri árangri en þeim
að hægja á óheillaþróun til ofstjórnar og ofsköttunar.
____________
Morgunblaðið/Þorkell
FINNUR Erlendsson vararæðismaður íslands í Danmörku.
Daganna 8.-20. maí stóð í Ráð-
húsi Reykjavíkur yfír sýning á 20
málverkum eftir vararæðismann
íslands í Danmörku Finn Erlends-
son. Á veggsúlu í sýningarsal ráð-
hússins var lítillega gerð grein
fyrir málaranum. Faðir hans var,
Valdimar Erlendsson, íslenskur
læknir sem settist að í Danmörku.
Finnur lauk læknaprófí 1941 og
sinnti lækningum fram til 1980.
Auk þess að stunda heimilislækn-
ingar í heimabæ sínum, Fredriks-
havn, starfaði hann í Klakksvík í
Færeyjum, í Norður-Svíþjóð og í
Kongó, sem nú heitir Zaire. Hann
hefur verið vararæðismaður ís-
lands í Danmörku síðan 1973.
Finnur kom nærri sveitarstjórnar-
málum í Fredrikshavn á árunum
1962-70. Hann var þingmaður
fyrir danska Framfaraflokkinn
(Fremskridtspartiet) 1973-79.
Finnur átti sæti í forsætisnefnd
danska þjóðþingsins 1974-79.
Þingmannaætt
Finnur Erlendsson er fæddur í
Fredrikshavn árið 1913, sonur
Valdimars Erlendssonar læknis og
Ellen Margrethe (f. Heegaard-
Jensen). Valdimar var sonur Er-
lends Gottskálkssonar alþingis-
manns (1818-1894). Finnur telst
því til Gottskálksættarinnar. Þess
má geta að Erlendur var afabróðir
Benedikts Sveinssonar alþingis-
manns (1877-1954). Benedikt er
afi núverandi alþingismanna
Björns Bjarnasonar formanns ut-
anríkismálanefndar og Halldórs
Blöndals samgöngu- og landbún-
aðarráðherra.
Ræktið skóg
í sýningarsal ráðhússins þar
sem blaðamaður Morgunblaðsins
hafði mælt sér mót við Finn voru
alls tuttugu myndir, um þriðjungur
þeirra var af gróðursæld Dan-
merkur en um helmingur var af
íslensku landslagi. Finnur dró enga
dul á hrifningu sína á íslensku
landslagi og hlýhug sinn til íslands
og íslendinga, var land og þjóð
lofuð á danskri fungu. Þegar eftir
var gengið gat hann þó fundið
íslendingum það lasts, eða kannski
frekar til aumkunar, að þeir
byggju í landi sem væri að blása
burt. Hann kom hingað fyrst árið
1933 og síðan þá sýndist honum
gróðri víða hafa farið mikið aftur.
Hann vildi hvetja íslendinga til að
snúa vöm í sókn og stórefla land-
græðslu og skógrækt. „1807 var
talið að 2% af Danmörku hefðu
verið skógi vaxin. Nú etu það 12%
og stefnt er að 25%. Ég er viss
um að íslendingar geta líka gert
þetta.“
Sósíal-demókratískt upphaf
Finnur hefur skipt sér af dönsk-
um stjórnmálum. Hann sagði að í
sínum ungdómi hefði það þótt
heldur ófínt að vasast í pólitík. En
svo hefði hann orðið fyrir því að
kunningi sinn hefði skorað á hann
að sýna samfélagslega ábyrgð,
koma úr sínum „fílabeinstumi“.
„Og í bamaskap mínum hélt ég
að sósíaldemókratarnir væru rétti
flokkurinn til að bæta heilbrigðis-
kerfíð og hag sjúklinga. Og
kratamir héldu að ég væri rétti
frambjóðandinn í bæjarstjórnina í
Fredrikshavn. En í haná var ég
kosinn 1962.“
Finni þótti ekki mikið til um
vistina hjá sósíaldemókrötum.
„Sósíal-demókratarnir vom merki-
lega andfélagslega sinnaðir; sú
hjálp sem þeir veitu með peningum
skattborgaranna gerði meiri skaða
en gagn; tók ábyrgðina af eigin
lífi frá fólki.“ Finnur var því ákveð-
inn í að hætta stjórnmálaafskipt-
um að loknu kjörtímabilinu 1966.
En þá var hann boðaður óvænt á
veitingastað; „hyggelig vinstue".
Þar sátu fýiir um þijátíu borgarar
sem skoruðu á hann að stofna
ópólitískan flokk til að vinna að
bæjarmálefnum. Þessu trausti vildi
hann ekki bregðast og framboðs-
listinn fékk 4 af 17 bæjarfulltrú-
um.
Finnur varð að viðurkenna að
ekki hefði tekist að fylgja þessum
kosningasigri eftir. Sósíaldemó-
kratamir og íhaldsmennirnir hefðu
sameinast um að stöðva „liðhlaupa
og uppreisnarflokka." Eftir kosn-
ingar 1970 lét hann varamanni
sínum eftir sætið í bæjarstjórn.
Og á nýjan leik átti að hætta í
pólitík en þá kom Mogens Glistrup
til sögunnar.
Hlutafélag um börnin
„Þáverandi eiginkonu minni
þótti við borga alltof mikið í skatt.
Hún hafði heyrt um mann í Kaup-
mannahöfn sem hefði skilning á
því hvernig ætti að borga viðráðan-
lega skatta löglega; Mogens Glis-
tmp. Ég fór á hans fund. Fyrsta
spurning Glistrups var: „Hvað eig-
ið þér mörg börn?“ „Sjö,“ var svar-
ið. „Þá þurfið þér sjö hlutafélög.“
Glistmp seldi hlutafélög af lager
eins og aðrir seldu kartöflur."
Finnur Erlendsson sagði þá
sögu sannasta og besta, að hann
hefði ekki skilið neitt í skatta-
tæknilegum útleggingum Glis-
tmps en á hinn bóginn hefði stjóm-
málafræðin ' verið auðskiljanleg.
Það yrði að stöðva ofstjóm og of-
sköttun í dönsku samfélagi. „Ég
vissi að það stóð til að stofna flokk,
Framfaraflokkinn ' (Fremskridts-
partiet) og bauð Glistmp mitt lið-
sinni. Hann hermdi loforðið svo
uppá mig og ég fór í framboð og
inn á þing 1973 og sat, þar fram
til 1979. Við fengum 28 þingmenn
í þessum kosningum."
Meirihluti ræður ekki alltaf
Blaðamaður Morgunblaðsins
bað Finn um að meta árangur
Framfaraflokksins en í dag hafa
þeir 12 þingmenn af 179 í danska
þinginu. Finnur sagði að áhrif
flokksins síðustu tvo áratugi væru
mest óbein. Kannski mætti segja
að þeim hefði tekist að hægja á
óheillaþróuninni sem hefði verið á
verri veginn. Opinberum starfs-
mönnum hefði t.a.m. ekki fækkað,
heldur fjölgað úr 300.000 í
800.000. Þetta væri kaldhæðnis-
legt m.t.t. þess að á árum 1982-92
hefðu borgaralegir flokkar haldið
um stjórnartaumana þótt það hefði
verið minnihlutastjóm. „Þeir'sátu
til að sitja. Sátu undir því að þeirra
eigin mál væru felld en mál stjórn-
arandstöðunnar afgreidd. Sósíal-
demókratar fengu fleiri mál í gegn
í stjórnarandstöðu en þegar þeir
voru í stjórn."
En Finni Erlendssyni þótti borg-
aralegir flokkar hafa brugðist í
fleiru en því að halda ríkisbákninu
í skefjum. „Það er stórfurðulegt
hvað það var erfitt að koma því
fram sem meirihluti var í raun
fyrir, t.d. að loka „fríríkinu"
Kristjaníu. Þessi svokallaða „fé-
lagslega rannsóknartilraun" sem
hefur staðið yfír í tvo áratugi."
Finnur Erlendsson sagðist hafa í
sinni þingmannatíð barist fyrir því
að stöðva þessa „tilraun með hass
og önnur eiturlyf. Niðurstöðurnar
liggja fyrir; neyð og vesaldómur".
I dag eru þingmenn Framfara-
flokksins 12 og formaðurinn Mog-
ens Glistrup var rekinn úr flokkn-
um fyrir nokkrum árum. Finnur
sagði að skattaráðgjafi sinn og
fyrrum flokksformaður hefði þrátt
fyrir eldmóð og ótvíræðar gáfur,
átt í verulega erfitt með það að
starfa með öðrum, hvort heldur
væri með flokksóræðrum eða póli-
tískum andstæðingum. Menn
mættu ekki sífellt hæða og gera
lítið úr þeim sem ekki væru sam-
mála. Finnur vildi þó taka fram
að Glistrup hefði alltaf reynst and-
stæðingum sínum hjálplegur í
nefndarstörfum, „sérstaklega í
skattamálunum þar sem hann naut
yfirburðaþekkingar sinnar og
sniili. Oft kom hann orðum að
þeim lagabreytingum sem and-
stæðingarnir vildu koma á blað en
áttu erfitt með að útfæra. Þetta
voru oft hugmyndir sem Glistrup
sjálfur var andvígur“.
Þegar Mogens Glistrup varð að
hverfa af vettvangi stjórnmálanna
í fangelsisvist vegna skattsvika var
Pia Kærsgaard kjörin formaður.
Finnur sagði Kærsgaard hafa ver-
ið valda sem „staðgengil“ en hún
hefði reynst annað og meira;
„Kærsgaard er „traustur pappír“.“
Framfaraflokkurinn væri langt í
frá áhrifalaus þótt þingmennirnir
væru nú einungis 12. Hann benti
á að fæstir hefðu þingmenn flokks-
ins verið 9, fylgissveiflur í danskri
pólitík gætu verið verulegar.
Viðtal: Páll Lúðvík Einarsson.
Einn hríng enn!
eftir Halldór Jónsson
Ég seig niður af lotningu fyrir
framan sjónvarpið hér eitt kvöldið.
Þar horfði ég á formann Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna lýsa því
fjálglega, að nú gætu þeir hjá SH
ekki selt fískinn lengur á því verði,
sem nægir til að standa undir kostn-
aði. Þeir væru búnir að hagræða svo
mikið, að meira verði ekki hægt.
Nú væri aðeins eftir að fella gengið.
Jæja, nú koma gömlu góðu dag-
arnir aftur, hugsaði ég. ASÍ hækkar
kaupið hraðar en vöruverðið. Atvinn-
an fer í fullan gang um leið og seðla-
prentunin hefst og allir verða glaðir
ef vöxtunum verður haldið niðri með
handafli og lánskjaravísitalan af-
numin. Allt þetta kann ég utanað,
eftir að hafa upplifað marga svona
hringi.
Það var samt eitt sem angraði
mig. Ég man ekki betur en að for-
ystumenn í sjávarútvegi hafi til-
greint síðustu 6% gengisfellingu á
haustmánuðum, sem höfuðástæðu
fyrir taprekstri síðasta árs. Hvernig
stendur'þá á því, að x% gengisfelling
núna muni setja allt í gróða hjá
þessum mönnum?
Ég kom ekki auga á aðra skýr-
ingu en þá, að upphæð skuldanna
skipti þá engu máli lengur. Þeir
ætli sér aldrei að borga neitt. Þeir
vilji bara hafa til hnífs og skeiðar
og fyrir daglegum útgjöldum.
En bíðum nú við. Eg mundi ekki
betur en að hér áður fyrr hefði ríkis-
valdið skammtað útvegnum afkom-
una með oddamennsku í Verðlags-
ráði sjávarútvegsins. Svo hefði ríkis-
valdið dreypt á þá gengisfellingar-
dropa öðru hveiju til að lífga þá við,
þegar sjómenn og aðrir hefðu
sprengt verðlagsgrundvöllinn með
skrúfuaðgerðum og svoleiðis
heimtufrekju. Nú er hinsvegar eng-
an fisk að fá, svo allir eru bljúgir
og góðir nema formenn BSRB og
Kennarasambandsins.
Þetta er hins vegar allt fyrir bí.
Fiskurinn er núna seldur á markaði.
Verðlagningin er frjáls. Það eru eng-
ar nefndir og engin ráð til þess að
skammta útveginum afkomuna.
Hann er fijáls. Meira að segja geta
nýir söluaðilar selt saltfískinn dýrara
en SÍF getur í landi þeirra Mara-
botti og Þumaltotti, eins og það hét
í gamla daga.
Hvað er þá formaður SH að segja:
Jú, staðan er orðin slík, að við getum
ekki lengur selt fiskinn á því verði
sem við kaupum hann á, til þess að
víð getum allir haldið áfram að lifa
og leika okkur.
Þá er það spurningin, hvort verð-
lagið á fiskmörkuðunum muni
standa í stað, þegar hægt verður
að fá fleiri krónur fyrir gámafisk
en til íslenzkra fiskverkenda? Verður
ekki frekar stutt í það, að formaður-
inn birtist aftur á skjánum og vilji
fá enn einn snafs af hressingarlyfínu
gamla og góða? Einn hring enn!
í sömu andránni kemur frétt um
það, að togari Samheija á Akureyri
komi að landi með 95 milljónir eftir
eitthvað 30 daga úthald. Hásetahlut-
ur milljón. Skipstjórinn minntist ekk-
ert á það í viðtali, að sig vantaði
gengisfall. Hann vantaði þá frekar
krókaleyfísfísk í trollið. En fiski-
krókar eru víst um það bil að leggja
íslandsmið í auðn um þessar mund-
ir, að því að formaður LÍÚ segir.
En LÍU hefur safnað hálfum millj-
arði í sjóði sína með því að fá að
leggja aðstöðugjald á allan fisk-
útflutning landsmanna um árabil.
Svo berast manni fréttirnar um
að jenið japanska hafi hækkað en
enska pundið fallið. Þetta eru víst
góð tíðindi fyrir rækjuseljendurna,
sem voru orðnir hart keyrðir af því
að greiða rækjusjómönnum svo hátt
verð fyrir rækjuna, að þeir gátu orð-
ið ekki selt fyrir kostnaði. Þeir sem
selja á Bretlandi þurfa hinsvegar
gengisfall.
Sem aftur leiðir hugann, að sögu
gengisfellinganna. Það var fellt og
fellt og öllu reddað. Hring eftir
hring. Svo stórhækkaði verð á mörk-
uðum. Þá var gengið aldrei hækkað
aftur. Þetta er víst einstefnugata
þessi gengisfellingarleið sem for-
maður SH er að tala um. Með all-
góðri undirtekt sjávarútvegsráð-
herra, sem var líka á aðalfundi þess-
arar merku samkundu sem SH er.
Svo kom forsætisráðherrann
blessaður á skjáinn með stuttan
Halldór Jónsson
„Hvað er þá formaður
SH að segja: Jú, staðan
er orðin slík, að við
getum ekki lengur selt
fiskinn á því verði sem
við kaupum hann á.“
kafla úr þingræðu. Þar sagði hann
vandann vera að miklu leyti of stór-
an flota skipa og frystihúsa, minnk-
andi afla og fallandi verð á mörkuð-
um. Raungengið væri hinsvegar
lægra núna en oftast áður.
Mun þá gengisfelling hjálpa ofur-
skuldsettum rekstraraðilum? Ég
heyrði um einn mikilsvirtan iðnrek-
anda, hvers skuldir hækkuðu um 80
milljónir króna hjá bara einum sjóði,
þegar gengið féll um áðurnefnd 6%.
Skyldi hann og aðrir hagnast mikið
á myndarlegri gengisfellingu?
Hveiju myndum við hin tapa? Hvers
virði er stöðugleikinn, sem nú ríkir?
„Fleiri kunna menn að drepa láta
en Sturla einn,“ sagði Jón Loftsson.
Ég réttist heidur við í stólnum.
Það er gott til þess að vita, að ein-
hveijir eru til þess að standa í ístað-
inu á móti gengisfellingarkórnum.
Vandi sjávarútvegsins er sá mestur,
að það eru allt of margir að bagsa
við of fáa fiska. Vandi þjóðarinnar
er að við erum of fjölmenn fyrir þá
fáu fiska, sem nú veiðast.
Við lifum hinsvegar enn eins og
að það sé enginn endir á því sem
við getum veitt.
Og ef Kaninn dregur sig til baka
núna, og það alveg án þess að við
syngjum „ísland úr NATO herinn
burt“, þá höfum við kannske ekki
lengur ráð á því að vera þeir íslend-
ingar sem við vorum?
Þá er spurningin hvort okkur sé
heimilt að veðsetja landið, með tilliti
til þeirra íslendinga sem eiga að
hjara hérna eftir hundrað ár eða
svo. Það þótti fínt í eina tíð að áfell-
ast þá kynslóð, sem gerði Gamla
sáttmála við Hákon gamla. Gefum
við bara skít í eftirmæli okkar kyn-
slóðar?
Skyldi Gamla sáttmála annars
nokkurn tíma hafa verið sagt upp?
Gæti ekki verið að við ættum hlut
í olíu Norðmanna? Þá gætum við
byijað nýjan hring og betri!
Höfundur er framkvæmdastjóri.