Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 25 Patrick Wogan lætur af starfi sendiherra Breta hér á landi í júní Höfum eignast fleiri vini hér en í mörgum öðrum löndum BRESKI sendiherrann á íslandi, Patrick Wogan, lætur af störfum hér á landi 20. júní næstkomandi, en hann mun taka við starfi sendiherra Bretlands í Quatar í byrjun október. Patrick Wogan hefur verið sendi- herra hér á landi síðan í september 1991, en hingað kom hann frá Karachi í Pakistan þar sem hann var aðalræðismaður Breta í þrjú ár. Sá sem tekur við sendiherrastöð- unni af Wogan heitir Michael Hone, en hann hefur átt sæti í óopinberri heimastjórn St. Helenu. Patrick Wogan sagði í samtali við Morgun- blaðið að tímanum frá því í júní þegar hann heldur héðan og þar til í október myndi hann veija í London til þess að læra arabísku. Wogan er mikill tungumálamaður og meðan á dvöl hans hér á landi hefur staðið hefur hann lagt stund á íslenskunám við Háskóla'íslands. „Ég tala persnesku ágætlega, og því ætti það ekki að reynast mér mjög erfitt að læra arab- ísku, þó það reynist manni reyndar alltaf erfið- ara að læra tungumál að einhveiju gagni eftir því sem maður eldist. Við Háskóla Islands hef ég lokið fyrsta ári af þremur í íslensku fyrir erlenda stúdenta og síðastliðið haust hóf ég nám þar á öðru ári. Frá því í lok nóvember þurfti ég hins vegar að ferðast reglulega til London og taka þátt í viðræðum þar, og þess vegna hafði ég ekki tök á að fylgjast nægjanlega vel með í náminu. Hugur minn stóð síðan til að halda náminu áfram næsta haust, en yfirboðar- ar mínir hafa hins vegar ákveðið að ég taki mér annað fyrir hendur," sagði Wogan. Flutninginn bar brátt að Hann sagði fyrirhugaðan flutning til Quatar hafa borið nokkuð brátt að, en venjan væri sú Frá íslandi til Quatar PATRICK Wogan sendiherra Breta á ís- landi lætur af störfum hér í júní, en næsta haust tekur hann við starfi sendiherra Bretlands i Quatar. að sendiherrar væru að minnsta kosti þijú ár á hveijum stað. Þetta væri því alls ekki það sem hann hefði átt von á, og því síður væri það eitt- hvað sem hann tæki fagnandi. „Mér hefur fundist dvölin hér á íslandi mjög heillandi, og ég er mjög feginn því að hafa haft vit á að byija snemma að læra tungumál- ið. Jafnvel þó ég geti ekki talað íslensku vegna æfíngarskorts þá get ég þó lesið mér til gagns, og þá ekki síst Morgunblaðið. Þess vegna hef ég getað fylgst með gangt mála hér á landi, að minnsta kosti að hluta, en það geta útlending- ar í fæstum tilfellum gert,“ sagði hann. Wogan sagði að það þyrfti tíma til að kynn- ast íslendingum því þeir væru varkárir og jafn- vel feimnir að eðlisfari, en þau hjónin hefðu sennilega eignast fleiri vini hérna en í mörgum öðrum löndum þar sem þau hefðu dvalist. „Þegar maður kemst framhjá þessari hlé- drægni er mögulegt að stofna til persónulegra tengsla á þann hátt sem kannski er ekki mögu- legt í öðrum menningarsamfélögum. Ég hef lært mikið hér á landi um ýmislegt sem mig óraði aldrei fyrir að ég myndi læra um, eins og til dæmis varðandi fískveiðarnar. Eitt það at- hyglisverðasta hérna hefur einmitt verið að kynnast öllu viðkomandi sjávarútvegi, ekki að- eins stefnu stjómvalda heldur um hafíð, auðlind- ina og uppbyggingu fiskvinnslunnar.“ Pólitískt jarðskjálftasvæði Wogan sagðist eiga von á að starf sitt í Quatar yrði með nokkuð ólíkum hætti en starf hans hér á landi, þar sem hagsmunir Bretlands i þeim heimshluta væru gjörólíkir því sem þeir væru hér. Þá væri fjöldi breskra þegna starf- andi í Quatar, eða rúmlega fjögur þúsund manns. „Þama er helsti iðnaðurinn á sviði olíuvinnslu, en ég þekki allvel til þeirra mála síðan ég var við störf í Persíu. Það verður svo að hafa í huga að Quatar er við Persaflóann, og þess vegna á nokkurskonar pólitísku jarðskjálftasvæði, og því aldrei að vita hvað getur farið í háaloft næst. Þetta er því gjörólíkt því sem við höfum átt að venjast á íslandi," sagði Patrick Wogan. Nautgripabændur bjóða upp á nautakjöt á sérstöku tilboðsverði Kiötið lækkar um allt að 30% NAUTGRIPABÆNDUR munu til loka júlímánaðar bjóða nautakjöt í sex kílóa pakkningum á sérstöku tilboðsverði sem er allt að 30% lægra en verð fyrir sambærilegt kjöt á markaðnum. Vörunýjung þessa kalla nautgripabændur „nautaveislu" og er fyrirhugað að selja um 15 þús. slíka pakka á markað. í nautaveislunni eru sex kíló af nautakjöti sem pakkað hefur verið í handhægar neytendapakkningar sem kosta 4.194 kr. Um er að ræða fjóra bakka af nautahakki, eða um 2,5 kg, tvo bakka af gúllasi, 1,1 kg, og þijá bakka af hamborgurum, sam- tals 30 stykki, eða 2,4 kg. í hveijum kassa eru því um 30 máltíðir og kostar hver.þeirra 139,80 kr. Hagræðing á öllum stigum Það sem einkum gerir nautgripa- bændum kleift að bjóða kjötið á þessu verði er hagræðing á öllum stigum framleiðslunnar. Þannig hafa tiltekin sláturhús lækkað sláturkostnað, samningar hafa náðst við kjöt- vinnsluaðila vegna kostnaðar við úr- beiningu, pökkun og dreifíngu, smá- söluálagningu er stillt í hóf og naut- gripabændur leggja sjálfir fram fjár- muni í sérstakan kynningarafslátt. Á höfuðborgarsvæðinu annast Kjötbankinn í Hafnarfírði dreifíngu nautaveislunnar. Á landsbyggðinni verður vinnsla og dreifíng í höndum KEA á Akureyri og KB í Borgarnesi. Bílamarkaöurinn BMW 318i 86, hvítur, 5 g., ek. 120 þ. Fallegur bíll. V. 690 þ. Buick Electra Park Avenue ’85, sjálfsk., m/öllu, ek. 160 þ. Óvenju gott eintak. V. 950 þ. Nissan Patrol háþekja diesei '86, hvítur, 5 g., ek. 170. þ. 6T spil o.fl. Gott eintak. V. 1.550 þ. Suzuki Sidekick JX 4 dyra ’91, steingrár, 5 g., ek. 10 mílur, sem nýr. V. 1.630 þ. stgr. Toyota Hilux Douple Cap diesel ’91, vsk- bíll, blásans, 5 g., ek. 39 þ., álfelgur o.fl. V. 1750 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL station ’88, steingrár, 5 g., ek 79 þ. V. 650 þús. Fjörug bflaviðskipti Fjöldi bifreiða af ölium árgerðum á skrá og á sýningarsvæðinu. Verð og kjör við allra hæfi. Nissan Sunny 2000 GTI '92, 5 g., ek. 16 þ. V. 1.250 þús. VW Vento GL '93, sjálfsk., ek. 4 þ. V. 1.420 þ. Sk. ód. Toyota Corolla Touring XL 4x4 '89, 5 g., ek. 90 þ. V. 950 þ. MMC Colt GLXI '91,5 g., ek. 34 þ. álfelg- ur o.fl. V. 980 þ. Toyota Cellica GTi 2000 '86, 5 g., ek. 100 þ., álfelgur, spoiler o.fl. V. 680 þ. Sk. öd. Toyota Carina II DX '88, 5 dyra, grásans, 5 g., ek. 88 þ., rafm. i rúðum o.fl. Fallegur bíll. V. 650 þús. BMW 3 LINAN Sportlegur fjölskyldubíll TEKUR ÖÐRUM FRAM Á ÖLLUM SVIÐUM r j '-f: ' P' 1" ll' 11) ~ I. , Verö á BMW-3 línunni er frá kr. 1.969.000,- (Bíll á mynd er búinn ýmsum aukabúnaði sem fáanlegur er í 3-línunni). BMW ráðleggur: Akið varlega. Miklar vinsældir BMW bíla má meðal annars rekja til þess að þeir hafa skapað ímynd fyrir lífsstíl sem gefur sérstöðu og margir sækjast eftir. Fólk skapar sér ímynd með vali á því sem er í þess nánasta umhverfi, svo sem húsgögnum, fötum eða bílum. Bílar í BMW 3-línunni höfða lil nútímafólks sem gerir miklar kröfur til gæöa, fullkominnar tækni og fallegrar hönnunar. í BMW-3 línunni er að finna sportlega, stílhreina og glæsilega fjölskyldubíla sem bjóða upp mikið rými, þægileg sæti, góða hljóðeinangrun og frábæra aksturseiginleika við allar aðstæður. Bílar í BMW-3 línunni eru meðal annars búnir glæsilegri innréttingu, kraftmiklum vélum, samlæsingu með þjófavörn, lituðu gleri, rafdrifnum útispeglum, þjónustutölvu, hraðatengdu aflstýri, hæðarstillanlegum framljósum, 6 hátalara BMW hljómkerfi og Blaupunkt útvarpstæki með þjófavörn. Hægt er að velja um mikiö úrval af öðrum búnaði. Söludeildin er opin alla virka daga Bílaumboðið hf. kl. 8-18 og á laugardögum kl. 13-17. Krókhálsi 1, Reykjavík, slmi 686633 Engum likur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.