Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 Mývatnssveit Freysteinn í Vagnbrekku níræður Björk, Mývatnssveit. FREYSTEINN Jónsson Vagn- brekku í Mývatnssveit átti 90 ára afmæli 17. maí síðastliðinn. Frey- steinn er fæddur 17. maí 1903. Foreldrar hans voru Jón Krist- jánsson og Guðrún Stefánsdóttir, en bróðir hennar var Jón Stef- ánsson, Þorgils gjallandi. Jón og Guðrún bjuggu síðast á Geira- stöðum. Eiginkona Freysteins er Helga Hjálmarsdóttir. Börn þeirra eru Áslaug, Hjálmar, Guðrún og Egill. Tengdafaðir Freysteins, Hjálmar Stefánsson, fiðlusnillingur, fékk árið 1922 leyfi eigenda Geirastaða til að byggja yfir sig og fjölskyldu sína austast í landi þeirrar jarðar, þar sem heitir Vagnbrekka. Árið 1939 keyptu þau Helga og . Freysteinn nokkurt land umhverfis bæinn og var þá Vagnbrekka lög- býli, þar sem þau hafa búið fram á síðustu ár. Nú hefur sonur þeirra, Egill, tekið við jörðinni. Auk Frey- steins og Helgu bjuggu einnig í Vagnbrekku frá 1938 til 1982, Arinbjöm Hjálmarsson og Halldóra Þórarinsdóttir. Freysteinn bauð sveitungum sin- um, svo og öðrum, frændum og vinum til veglegs afmælisfagnaðar á heimili sínu síðastliðinn sunnudag. Veitt var af rausn og myndarskap. Fjölmenni 'var þar saman komið og áttu viðstaddir ánægjulega sam- verustund. Freysteinn er vel ern, margfróður og kann frá ýmsu að segja. Mývetningar senda þessum aldna heiðursmanni bestu árnaðar- óskir. -----» ♦ ♦----- Garðurinn og grillið „GARÐURINN og grillið“ er heiti á átaki sem Kaupfélaga Eyfirðinga stendur nú fyrir í verslunum sínum, en það hófst fimmtudaginn 19. maí og stendur til 29. maí. Fjölmargar kynningar verða frá framleiðendum í verslunum félags- ins í tilefni átaksins og verða þar kynntar vörur sem tengjast sumar- komunni, s.S. garð- og sólhúsgögn, hleðslusteinar og ýmsar gerðir af hellusteinum, blóm, plöntur og margt fleira. Þá verður grillað og grillkjötið kynnt, en á lokadegi átaksins verður tekin í notkun ný útiaðstaða við byggingavörudeild KEA á Lónsbakka, þar sem verða til sýnis garðhúsgögn, garðverkfæri sólpallar og hellur. (Fréttatilkynning.) Áfanga náð ÞAÐ voru margir sem náðu langþráðum áfanga í lífi sínu við skólaslit VMA, þessi hópur rafvirkja stillti sér upp í Stefánslundi ásamt Bernharð Haraldssyni skólameistara. Verkmenntaskólanum á Akureyri slitið í níunda sinn á laugardag Hamingjan er verðmæt- ari en öll veraldleg gæði sagði Bernharð Haraldsson skólameistari við þá sem brautskráðust •• Morgunblaðið/Rúnar Þór Oldungarnir STÚDENTAR voru brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri á laugardag, þar á meðal þessir glaðbeittu „öldungar“. VERKMENNTASKÓLANUM á Akureyri var slitið síðastliðinn laugardag, brautskráðir voru frá skólanum 111 stúdentar, 14 sjúkraliðar, 11 húsasmiðir, 18 rafvirkjar, 6 kjötiðnaðarmenn, 2 blikksmiðir, 1 múrari, 1 vél- virki, 1 prentari og 1 rafsuðu- maður. Alls voru við upphaf haustannar innritaðir til náms í skólanum 992 nemendur í dagskóla auk 170 nemenda í öldungadeild, en þeir voru heldur færri á vorönn, 922 í dagskóla og 108 í öldungadeild. Þá sóttu um 200 manns ýmis nám- skeið á vegum stéttarfélaga. Kenndar voru 1.800 stundir á viku í dagskólanum eða um 360 stund- ir dag hvern, en að honum loknum kl. 18 á daginn tók við kennsla í öldungadeild og fullorðinsfræðsla. Kennarar voru 82 síðasta vetur, flestir í fullu starfi, en auk þeirra unnu um 30 manns við umsjón og viðhald eigna, á skrifstofu og við ræstingu. Vaxið af verkum ykkar „Líf okkar er vegferð, löng eða stutt, hún hefst með einu skrefi, hvert hún ber okkur vitum við ekki fyrir. Setjið því markið hátt, forðist flatneskju meðalmennsk- unnar, dróma einlyndisins, leitið æ hærra og hærra og vitið að leiðin á tindinn er þeim einum löng sem latur er. Gefist ekki upp þó þyng- ist fyrir fæti, vaxið af verkum ykkar, veriðið auðug af áreynsl- unni,“ sagði Bernharð Haraldsson skólameistari í kveðjuorðúm sín- um til némenda. „Líf ykkar er dýrt og það ber ykkur að vernda og virða. Því eig- ið þið að lifa sjálfum ykkur og öðrum til góðs, lifa í leit að verð- mætum sem máli skipta, verðmæt- um sem eru góð í eðli sínu, en ekki bara ásýnd. Hlúið að fegurð- inni, en forðist ljótleikann í hvað mynd sem hann birtist. Leitið hamingjunnar Leitið hamingjunnar, hún er dýrmætari en öll veraldleg gæði, gefið öðrum hlutdeild í henni og gjörið þá gott. Látið þess vegna hinn góða vilja móta orð ykkar og athafnir, af breytninni vex þá hamingja ykkar. Temjið ykkur gagnrýna hugsum og leysið ykkar eigin vandamál sjálf. Látið ekki lýðskrumara og leppa spillingar- innar hrekja ykkur af leið. Verið hófsöm og siglið grunnt hið gyllta haf freistinganna,“ sagði Bern- harð ennfremur. Iþróttafélagið Eik 15 ára ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Eik, fyrsta félagið sinnar tegundar sem stofnað var hér á landi fyrir þroskahefta, átti 15 ára afmæli 16. maí síðast- liðinn og af því tilefni var efnt til afmælishófs. Félaginu bárust margar kveðjur og gjafir á þessum tímamótum og fjöldi ávarpa var fluttur. Margrét Rögnvaldsdóttir for- maður Eikar gerði grein fyrir starf- semi félagsins og rakti sögu þess. Félagsmenn hafa árlega farið í íþrótta- og æfingabúðir, þeir hafa tekið þátt í íþróttamótum víðs veg- ar, en í máli Margrétar kom fram að félagsmenn hafi sótt öll þau mót innanlands sem hægt var og einnig farið á þau mót erlendis sem staðið hafí til boða, en síðast tóku nokkrir Eikarfélagar þátt í Ólymp- íuleikum þroskaheftra á Spáni. Lánsöm „Eikin hefur verið lánsöm með fólk til þjálfunar- og stjómunar- starfa," sagði Margrét, „en hvað er annað hægt en reyna að gera vel í störfum fyrir ykkur, þið íþróttafólkið í Eikinni eruð frábær og gefíð mikið af ykkur sjálfum, þannig að allir hrífast með og gera sitt besta.“ Við athöfnina sæmdi Ólafur Jensson formaður Íþróttasambands fatlaðra þau Stefán Pálmason og Helgu Gunnarsdóttur silfurmerki sambandsins fyrir ötulan stuðning við málefni þroskaheftra. Félagsmenn í Eik eru rúmlega 100 talsins og leggja þeir stund á körfubolta, boccia, frjálsar íþróttir og sund, þá er efnt til gönguferða og dansleikja öðru hvoru. Sparisjóður Akureyrar og Arnameshrepps Hagnaður tæp- ar 14 milljónir HAGNAÐUR af rekstri Spansjóðs Akureyrar og Amarneshrepps nam 13,9 milljónum króna á liðnu ári samanborið við 13,3 milljóna króna hagnað árið áður. Þetta kom fram á aðalfundi sparisjóðsins nýlega. Eigið fé nam í árslok 99,9 millj- ónum króna eða 27,7% af niður- stöðutölu efnahagsreiknings og er það 18,1% hækkun frá fyrra ári. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins sam- kvæmt gildandi lögum um banka og sparisjóði er 45,4% en lágmarkið er 8%. Innlán jukust um 6,4% og námu 257,7 milljónum króna í árslok. Útlán jukust um 11,4% og námu í árslok 295,2 milljónum króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.