Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 58
.58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 F eðgar börðust um sigurinn _ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Feðgarnir í Teppaflokknum, þeir Óskar Einarsson og Einar Gísla- son, náðu fyrsta og öðru sæti eftir mikla keppni. Akstursíþróttir Gunnlaugur Rögnvaldsson ÞAÐ VAR mikill slagur á ís- landsmótinu í rally cross á sunnudaginn og ekki hvað minnst var hörð baráttan milli feðga, sem hafa marga hildi háð á keppnisbrautinni. Þeir feðgar Óskar Einarsson og Ein- ar Gíslason háðu harða rimmu í Teppaflokkinum svonefnda og sonurinn hafði betur, en faðir hans varð íslandsmeistari í flokknum í fyrra. Keppt var í þremur flokkum, en til Islands- meistara gilda fimm mót, en fjögur þeirra telja til lokastiga þjá keppendum, sem mega fella slakasta árangurinn út. Tæplega fimmtíu keppendur mættu á rally cross-brautina, flestir að venju í flokk krónubfla, þar sem pústrar og árekstarar eru tíðir. Þar hafði Ólafur Baldursson á Lödu talsverða yfirburði í úrslit- um, en Garðar Þ. Hilmarsson á Mitsubishi og Garðar Guðlaugs- son á Toyota komu honum næst- ir. í Teppaflokknum var atgang- urinn mikill, en í honum aka stór- ir, yfirleitt amerískir átta strokka Arnar Theodórsson vann rally cross-flokkinn á tæplega 200 hestafla Volkswagen-bjöllu. drekar og komast oft færri bílar en pláss er fyrir í beygjunum og ökumennirnir slá sjaldnast af, þó plássið vanti. Feðgarnir Óskar og Einar eru vanir að bítast um efsta sætið og háðu marga hildi á síð- asta ári, þegar Einar tryggði sér meistaratitilinn. Nú ók sonurinn af yfirvegun og ógnaði honum enginn að loknum fyrstu hringj- unum, þó faðurinn gerði allt sem hann gat til að vinna upp forskot hans. í flokki dýrustu og best útbúnu bílanna, rally cross-flokknum, fjölgar vel útbúnum bílum stöð- ugt. í keppnina mætti nú að nýju Arnar Theodórsson á sérútbúinni tæplega 200 hestafla Volkswag- en-bjöllu, sem sýndi góð tilþrif í fyrra. Keppinautar hans í úrslitar- iðlinum voru m.a. íslandsmeistar- inn Kristín Bima Garðarsdóttir á Porsche sem átti í basli með bílinn í undanriðlum og Elías Pétursson á Skoda með Saab turbo-vél, en sá bfll vann fyrstu keppni ársins. En bjallan stóð fyrir sínu og náði aksturstímanum 3,12 mínútum á braut sem er nú orðin malbikuð að verulegu leyti. „Það var mjög erfitt að stýra bílnum, aflið er mikið og gripið það gott á köflum að það þarf hörku við stýrið á bíl sem er með vélina yfir drifhjólunum. Ég er enn að venjast bílnum að nýju eftir vetrarhlé, en vélin skilar miklu afli og við félagarnir höfum lagt mikla vinnu í bflinn. Hann er búinn rúmlega 2.100 cc Volkswagen-vél, en samskonar vélar eru mikið notaðar i Baja- eyðimerkuraksturinn í Bandaríkj- unum. Með ýmiss konar útbúnaði er búið að auka afl vélarinnar í tæp tvö hundruð hestöfl og við mætum í öll íslandsmót, svo fremi að vélin hangi í lagi, en í bílnum er einnig sérstakur keppnisgír- kassi, sem Jón Hólm fyrrum ís- landsmeistari notaði. Þessir hlutir virka mjög vel saman og það skil- aði sér í keppninni,“ sagði sigur- vegarinn Amar Theódórsson. I úrslitariðlinum í rally cross varð það óhapp að Guðmundur Pálsson á Toyota supra skall á steinvegg og brotnaði framhjól undan bílnum. Gekk hluti yfir- byggingarinnar inn að kúpl- ingspedala við fætur ökumanns- ins, en hann slapp með mar á fæti, en óttast var í fyrstu að hann hefði meiðst meira við högg- ið. Greifatorfæran á Akureyri Heimamaður vann BROT OG bilarnir settu svip sinn á sérútbúna flokkinn á Is- landsmótinu í torfæru á Akur- eyri á laugardaginn, þegar Greifatorfæran fór fram, en keppnin er sú fyrsta af sex sem gefa stig í meistarakeppninni. Gildir besti árangur úr fjórum þeirra til lokastiga, en í fyrra urðu meistarar Magnús Bergs- son í sérútbúna flokknum og Ragnar Skúlason í flokki götu- jeppa. I keppninni á Akueyri vann heimamaðurinn Einar Gunnlaugsson á Bleika pard- usnum í sérútbúna flokknum, en Þorsteinn Einarsson í flokki götujeppa eftir harða keppni við Islandsmeistarann. „Þetta var góð keppni ogþraut- imar voru skemmtilegar. Eg hef sterkan jeppa til keppni og hef undirbúið hann vel í vetur. Vélin er öflugri og allir slithlutir hafa verið yfirfarnir af kostgæfni. Eft- ir þennan sigur er ekkert annað sem kemst að nema sigur,“ sagði Einar Gunnlaugsson í samtali við Morgunblaðið. Sex þrautir voru í báðum flokk- um, en þær vom að venju erfiðari í sérútbúna flokknum. Nokkuð bar á því að keppendur væru ekki í mikilli akstursæfingu og ófáir sópuðu niður dekkjum, sem af- mörkuðu brautina, en það þýðir færri stig í stigagjöf dómara, sem fylgjast með því hve langt kepp- endur komast í þrautunum. Að- eins tveir efstu keppendurnir virt- ust gæta sín á dekkjunum, en margar þrautirnar reyndu skemmtilega á lipurð ökumanna, frekar en kraft vélanna og þung- stígan bensínfót. Hinsvegar vant- aði á köflum meiri tilþrif öku- manná og margir töpuðu stigum vegna bilana og brota í drifbúnaði. Ógnarafl í Jaxli Þóris Schiöths skilaði honum litlu, því ýmiskonar bilanir hijáðu jeppann og sömu- leiðis Bylgju Sigþórs Halldórsson- ar, sem var í eldlínunni á Islands- mótinu í fyrra. Hann komst hins vegar ekki í verðlaunasæti í þess- ari keppni og lenti í bilunum fyrir allt sumarið að sögn viðgerðarliðs- ins. Akureyringurinn Finnur Að- albjörnsson var í öðru sæti um tíma eftir að hafa sýnt laglegan akstur, en varð að hætta þegar allir öxlar brotnuðu. Baráttan um sigur var því milli Einars Gunn- laugssonar og Gísla G. Jónssonar, sem var í toppslagnum í fyrra og vann bikarmót Jeppaklúbbsins fyrir skömmu, en sá fyrrnefndi sýndi mikla yfirvegun eftir að hafa náð forystu og lét hana ekki af hendi, þó Gísli sækti á. I fyrstu þraut mótsins kom fyrir atvik sem hugsanlega setti strik í reikning- inn, en mokað var í för eftir sum keppnistæki en ekki önnur, þann- ig að keppendur högnuðust sumir hveijir á því að hafa meira grip upp erfiðan stall. Kærði Gísli þetta atriði en dómnefd ákvað að taka kæruna ekki til greina. í flokki götujeppa voru Þor- steinn og Ragnar öruggastir, en Guðmundur Sigvaldason fylgdi þeim fast á eftir. Mistök Ragnars í einni þraut kostuðu hann mörg stig , en Þorsteinn fékk 1.678 stig á móti 1.635 stigum Ragn- Einar Gunnlaugsson vann í sér- útbúna flokknum í Greifator- færunni á Bleika pardusnum. ars. Er nokkuð ljóst að þessir kappar munu beijast um meist- aratitilinn í ár eins og á liðnu keppnistímabili, en næsta keppni er stórmót Bílanausts og Flug- björgunarsveitarinnar á Hellu þann 5. júní. Síðustu ár hefur Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Gísli G. Jónsson sýndi skemmti- leg tilþrif á öflugum jeppa sín- um, en hann vann fyrsta mót ársins og var meðal fjórmenn- inganna sem slógust um meist- aratitilinn á síðasta ári. keppendafjöldinn verið þar mestur og munu allir helstu torfæruöku- menn landsins mæta þar, einnig Islandsmeistarinn í sérútbúna flokknum, Magnús Bergsson, en hann keppti ekki á Akureyri. Sölutjöld 17. júní 1993 í Reykjavík Þeir, sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðardag- inn 17. júní 1993, vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða á Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15. Athygli söluhafa er vakin á því, að þeir þurfa að afla viður- kenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á sölutjöld- um og leyfis þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum. Umsóknum sé skilað í síðasta lagi föstudaginn 4. júní kl. 12.00. Vakin er athygli á því, að öll lausasala frá tjöldum og á hátíðarsvæðinu er stranglega bönnuð. V / J Heilsuviku IF A í Kringlunni að ljúka Á HEILSUVIKU samtakanna íþróttir fyrir alia hefur mikið verið um að vera fyrir alla þá sem áhuga hafa á því að kynna sér og taka þátt í íþróttum fyrir al- menning. Mikið hefur verið um að vera í Kringlunni af þessu til- efni en í dag verður dagskrá heilsuvikunnar haldið áfram í Kringlúnni. Dagskránni lýkur svo á morgun, miðvikudag. Kringlan hefur verið þátttakandi í heilsuviku íþrótta fyrir alla sem staðið hefur yfir frá 20. maí sl. og stendur til 26. maí. Fjölmargar uppákomur, kynningar og sýningar hafa verið af þessu tilefni og skal þeim haldið áfram í dag og á morg- un sem er lokadagur heilsuvikunnar. í dag verða eftirfarandi atriði á dagskrá: Þolfimisýning á vegum Hress kl. 16, sýning á hressingar- leikfimi á vegum Ástbjargar Gunn- arsdóttur kl. 17.20 og danssýning á vegum dansskólanna í Reykjavík kl. 18. Á morgun, síðasta dag heilsuvi- kunnar, verður sýndur blindrabolti kl. 17, Dansskóli Auðar Haralds sýnir dans kl. 17.30 og Þjóðdansafé- lagið sýnir þjóðdansa kl. 18. Kynningar verða á starfsemi sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga, íþróttafélaga o.fl. en m.a. geta áhugasamir spreytt sig í veggtennis. Fyrirtæki í Kringlunni leggja áherslu á íþrótta- og heilsumál og má þar nefna að í Heilsuhúsinu er tilboð á heilsupakka og í Hagkaup verða heilsu- og matvörukynningar alla daga heilsuvikunnar. Verslanir Kringlunnar eru opnar frá kl. 10-18.30 alla virka daga nema föstudag þegar opið er til kl. 19. Laugardaga er opið frá kl. 10-16. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.