Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 47
an bilaði hjá heimilisföðurnum og
þau fluttust í Kópavog árið 1957,
ásamt þremur yngri börnunum. Þar
fékk Ingimundur starf við Kársnes-
skóla þar sem hann kenndi til
dauðadags, en hann lést árið 1975.
Móðir mín bjó lengstan samfelld-
an tíma í Kópavoginum. Hún byggði
ásamt manninum sínum upp fallegt
heimili við Kársnesbrautina. Þau
ræktuðu lóðina, lögðu mikla áherslu
á gróðurinn og áttu þar fallegan
garð með trjám og yndislegum blóð-
um. Ég held að móðir mín hafi
notið sín mjög vel við að skapa fal-
legt umhverfi í náttúrunni í kring-
um sig, hún naut þess einnig vel
að gera heimilið fallegt. Börnin uxu
úr grasi og eignuðust sín börn og
barnabörn. Hún var hreykin af fólk-
inu sínu, þessu glæsilega unga fólki
sem óx upp sem afkomendur henn-
ar. Eftir að hún missti manninn
sinn og eltist meira, fór hún að
taka þátt í starfi aldraðra í Kópa-
voginum. Hún var oft mjög ánægð
í þeim hópi og átti góða vini.
Síðast bjó hún í sinni eigin íbúð
við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í
Kópavoginum. Hún sótti þangað
félagsskap. Þar hélt hún áfram að
nota röddina sína sem hún hafði
sér hús á Hofteigi 36 í Reykjavík
og flytja þangað frá Laugum og
áttu sitt heimili þar uns þau seldu
Guðmundi syni sínum húsið og
fluttust á Hrafnistu í Reykjavík
fyrir fáum árum. Þá var heilsa og
þrek farið að dvína hjá þeim báð-
um. Hún varð svo bráðkvödd á
heimili sínu 17. maí sl.
Þau Kolbeinn eignuðust saman
þijá syni, en þeir eru Kristleifur,
búsettur í Reykjavík, kvæntur Stef-
aníu Erlu Gunnarsdóttur og eiga
þau fimm börn; Kjartan, búsettur
á Akureyri, kvæntur Helgu Har-
aldsdóttur og eiga þau tvö börn;
og Guðmundur, búsettur í Reykja-
vík, kvæntur Kolbrúnu Jóhanns-
dóttur og eiga þau tvö börn. Einn
dreng átti hún áður en hún giftist,
Martein Guðlaugsson, sem búsettur
er í Reykjavík, kvæntur Oddbjörgu
Júlíusdóttur, og eiga þau þijú börn.
Arndís bar ætíð hlýjan hug til
æskustöðvanna á Snæfellsnesi, og
þangað fóru þau hjón gjarnan í
heimsókn og þá sérstaklega meðan
sonur þeirra Kristleifur bjó á Gufu-
skálum. Systir hennar, Halldóra á
Rifi, hafði líka ætíð opið hús fyrir
þau en þær systur voru mjög sam-
rýndar og var Halldóra nýflutt að
Hrafnistu, þar sem þær systur nutu
samvistanna, og er hennar nú sárt
saknað af systur sinni. Arndís bar
mikla umhyggju fyrir börnum sín-
um og þá ekki síst barnabörnunum,
sem hún fylgdist vel með, hvort sem
þau voru í námi eða starfi, enda
nutu þau hjón ástar þeirra og um-
hyggju. Það var oft margt af þeirra
niðjum saman komið að Hrafnistu
um helgar til að njóta samvistanna
við afa og ömmu og þegar þau
fóru fylgdu þeim ætíð fyrirbænir
góðar og veit ég að þær bænir
munu fylgja þeim á óförnum leið-
um.
Og nú er ævigöngunni lokið, þar
sem trúmennskan og tryggðin sátu
í fyrirrúmi. Af lífi hennar og starfi
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 .
Tryggvi Héðins-
son - Minning
svo gaman af að láta hljóma og var
í kór aldraðra. Hún tók einnig þátt
í föndurvinnu og málaði fleiri en
einn og fleiri en tvo borðdúka, ljóm-
andi fallega. Þá kom í ljós enn einu
sinni hvað hún var lagin. Hún var
svo heppin að geta verið á sínu
heimili og getað séð um sig sjálf
til æviloka, sem ég held að hafi
verið henni mikils virði.
Svo kom að því að rósin hennar
fölnaði. Þó gat hún á síðastliðnu
sumri tekið þátt í Ijölmennu og
skemmtilegu ættarmóti. Og síðast-
liðið haust bauð hún til sín gestum
þegar hún fagnaði áttræðisafmæl-
inu sínu. Þar var hún glæsileg að
vanda þrátt fyrir aldurinn.
Ég þakka fyrir samfylgdina með
elskulegri móður minni og fyrir allt
sem hún kenndi mér. Ég bið guð
að leiða hana í átt til dýrðarljóssins
og vernda hana í kærieika frá eilífð
til eilífðar.
Inga Ólöf.
Nú hefur hún Munda frænka
kvatt þessa heims jarðvist og er
hún örugglega sátt við það hlut-
skipti. Hún hafði á því óbilandi trú
að við brottför sína héðan af jörðu
myndi hún hitta eiginmann sinn
Ingimund Þorsteinsson sem lést
fyrir aldur fram. Með honum hafði
hún átt góða sambúð.
Frá æskuárum mínum minnist
ég Mundu sem einnar af mörgum
frænkum sem ég hitti og sá við hin
ýmsu tækifæri, en þegar ég fluttist
í Kópavog breyttist þessi fjarlægi
frændskapur í annað og méira og
tókst með okkur mikil og góð vin-
átta, sem ég mun alltaf þakka fyr-
ir að hafa átt.
í huga mínum var frænka sér-
stakur persónuleiki, hún hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum,
jafnt á þjóðmálum sem öðru. Hún
var ónrædd við að láta þær í ljós
og lifði samkvæmt sannfæringu
sinni. Hún var víðlesin kona og
unni fögrum hlutum, einnig var hún
söngelsk og hafði góða rödd og tók
oft lagið.
Heimili hennar var fallegt og
áttu bækur og blóm þar verðugan
sess.
geta afkomendur mikið lært og
mikið mega þeir þakka fyrir þann
dýra sjóð sem þeim hefur verið trú-
að fyrir. Ég votta eftirlifandi manni
hennar, sem hefur misst svo mikið,
einlæga samúð mína, einnig börn-
um þeirra og afkomendum öllum.
Megi guð varðveita þeim minning-
una og verða þeim veganesti inn í
sumarið og framtíðina.
Kristinn Kristjánsson.
Heiðurskonan Arndís Kristleifs-
dóttir er látin. Með skjótum hætti
var hún brottkölluð, tæplega átt-
ræða að aldri. Það voru ekki liðnir
margir dagar frá því að við hjónin
heimsóttum Kolla og Dísu, en svo
voru þau hjónin yfirleitt kölíuð í
hópi vina og kunningja.
Þótt Arndís hefði um nokkuð
langt skeið átt við hjartasjúkdóm
að stríða var hún sterk persó^a sem
lét ekki bugast þótt stormurinn
væri í fangið.
Það var ánægjuleg stund að
heimsækja þau hjónin sem til þess
að gera höfðu nýlega komið sér
vel fyrir á dvalarheimilinu Hrafn-
istu í Reykjavík, á fjórðu hæð með
fallegt útsýni yfir Viðey, sundin,
Esjuna og Akrafjall. En lengra í
fjarska sést hinn margrómaði Snæ-
fellsjökull. Á þeim slóðum sleit
Arndís barnsskónum. Þessi svið-
setning náttúrunnar hefur örugg-
lega glatt hug og hjarta hennar á
fallegum kveldum.
Handbragð húsmóðurinnar
leyndi sér ekki í fallegum útsaumi
og annarri handavinnu. Meðal ann-
ars sýndi hún okkur hin fínustu
karlmannssilkibindi sem hún hafði
nýlega lokið við að mála og
mynstra.
• Já, hún Arndís bar þess ekki
merki að hennar stund væri
skammt undan. Hún hellti upp á
könnuna, lagði smekklega á borð
og bauð upp á kaffi og sælgæti.
Meðan heilsan leyfði var það
venja hennar í heimsóknum til mín
að huga að blómunum og báru þau
þess merki þegar hún hafði farið
um þau með sínum gróðurhöndum.
Ásamt því að vera yfirblómakona
hjá mér jafnt utan dyra sem innan
var hún minn einkakennari í hag-
nýtri heimilisfræði. Mörg voru
hennar góðu ráð sem hafa nýst mér
vel í dagsins önn.
Aðalsmerki hennar voru vand-
virkni og hagsýni, og fannst henni
örugglega oft á tíðum ekki veita
af að vanda um við mig. Það gerði
hún ávallt á góðlátlegan hátt og
bætti þá gjarnan við: „Þetta er nú
annars ágætt hjá þér frænka mín.“
Þetta var hennar aðferð til að draga
úr ef henni fannst hún vera of
hvassyrt.
Líf Mundu var ekki dans á rós-
um, en öllum erfiðleikum tók hún
af einstöku æðruleysi, enda mjög
trúuð kona, sem trúði að örlögum
manna yrði ekki breytt.
Fátt held ég að móður sé erfið-
ara en að horfa upp á veikindi barna
sinna, en þá raun þurfti hún svo
sannarlega að reyna, og ekki þarf
að fara í grafgötur um það að það
hafi verið henni þungbært.
Sjálf átti hún við heilsubilun að
stríða hin síðari ár og setti það
mark sitt á hana en inn á milli átti
hún góðan tíma, t.d. var hún á síð-
astliðnu sumri á ijölmennu ættar-
móti vestur í Bjarkarlundi og hélt
þar frábæra ræðu eins og sannri
ættmóður sæmir, einnig vil ég
minnast góðrar kvöldstundar sem
við áttum í tilefni af áttræðisafmæl-
inu í september síðastliðnum, þar
sem hún falleg og fín og ljómaði
eins og ung stúlka og tók þátt í
söng á ættjarðarlögum af lífí og
sál. í huga mínum var þetta hennar
kveðjustund til vina og ættingja,
þannig hefði hún viljað láta okkur
muna sig, sem rausnarlegan veit-
anda í góðra vina hópi.
Við Tommi viljum þakka fyrir
allt sem hún veitti okkur af gæsku
sinni og umhyggju, fyrir hönd móð-
ur minnar og fjölskyldu sendum við
ættingjum hennar samúðarkveðjur,
þau geta glatt sig við minninguna
um mæta konu og móður.
Kristjana.
Bar aldurinn vel, hárið ennþá næst-
um tinnusvart. Málfarið skýrt og
frásögnin greinargóð.
Vinur minn, Kolbeinn Guð-
mundsson, tregar nú sárt sína
traustu og góðu eiginkonu sem
reyndist honum svo vel. Hofteigur
36 var lengstum samastaður þeirra
hjóna. Með sameiginlegu átaki og
dugnaði komu þau upp því myndar-
heimili sem við þekktum, þar sem
fjöldi fólks naut gestrisni og hlýju
húsráðenda, í gegnum árin.
Kolbeinn getur vitnað í orðskvið-
ina þar sem segir meðal annars:
„Væna konu, hver hlýtur hana“ því
hann var þeirrar gæfu aðnjótandi.
Arndís var góð móðir, þess bera
synimir merki. Hún stýrði heimil-
inu af festu og öryggi og var eigin-
manni sínum og fjölskyldu hin
trausta stoð. Arndís var í hópi
þeirrar dugmiklu alþýðu sem stuðl-
aði að uppbyggingu þess velferðar-
ríkis sem við njótum í dag.
Ég vil koma á framfæri í þessum
fáu línum þakklæti okkar hjónanna
fyrir tryggð hennar og vinarþel í
okkar garð. Við biðjum Guð að
styrkja Kolbein sem nú hefur tæp
áttatíu og fjögur ár að baki og er
nú farinn að heilsu, en sáttur og
þakklátur fyrir þær gjafír sem lífið
hefur fært honum og þá fyrst og
fremst fyrir trygga og trausta konu
og myndarlega afkomendur.
Blessuð sé minning Arndísar
Kristleifsdóttur.
Þorsteinn Alfreðsson.
Blóm Skreytingar Gjafavara
Kransar Krossar Kistuskreytingar
Opið alla daga frá kl. 9-22
Fákafeni 11
s. 68 91 20
Kulda slær á vorið og sorgin tek-
ur völdin í buga og sál okkar þegar
við fréttum andlát Tryggva Héðins-
sonar. Góð kynni okkar hjóna af
Tryggva sem nemanda okkar í
skólastafi á Laugum koma upp í
hugann. Tryggi var afburðanáms-
maður og átti glæstan námsferil
að baki. Hann var kosinn íþrótta-
maður framhaldsskólans að Laug-
■um í vetur fyrir frábæran árangur
í íþrótt sinni, íslensku glímunni.
Einnig er ofarlega í huga
frammistaða Tryggva með spurn-
ingaliði skólans í spurningakeppni
framhaldsskólanna „Gettu betur“.
Af framansögðu er ljóst að hér fór
afburðamaður bæði til líkama og
sálar.
Minning þín lifír í hugum okkar,
sem kynntumst fölskvalausri og
hreinni framgöngu þinni í nemenda-
hópi skólans þíns. Þú hélst nafni
skólans þíns hátt á loft með kraft-
mikilli framgöngu og glæstu at-
gervi þínu. Þín verður sárt saknað
af Laugamönnum. Góður Guð gefi
fjölskyldu þinni og vinum styrk í
sorginni. Við samhryggjumst ykkur
innilega.
Hannes Hilmarsson,
Dóra Berglind Torfadóttir.
t
Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KLARA FRIÐRIKSDÓTTIR,
Furulundi 6b,
Akureyri,
er andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn
19. maí, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn
28. maí kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björn S. Jónsson,
Ólöf Björnsdóttir, Birgir Sigurðsson,
Anna Björnsdóttir, Stefán Þorsteinsson,
Þorsteinn Björnsson, Þóranna Óskarsdóttir,
Jón Björnsson, Jóhanna Guðmundsdóttir,
Björn Sigurbergsson, Aðalheiður Sigtryggsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
LYDIA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Stangarholti 32,
andaðist í Landspítalanum 23. maí.
Hilda Guðmundsdóttir, Gunnar Felixson,
Þórhildur Guðmundsdóttir, Sigurður Einarsson,
Pétur R. Guðmundsson, Sólveig Ó. Jónsdóttir,
Hafsteinn Örn Guðmundsson, Aldís Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KARENAR LOUISE JÓNSSON,
verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. maí kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Pétursdóttir Jónsson.