Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 félk í fréttum NEMENDUR Hlutu verðlaunaferð til Islands Það tók lengri tima en þau héldu að safna efni í blaðið. F.v. Nicole Rilyv, sem býr í Ástralíu en er slýptinemi í Svíþjóð, Frederik Kroon og André Ovnberger. ijátíu ungmenni frá Lundi í Svíþjóð hlutu fjögurra daga íslandsferð að launum fyrir að gefa út besta dagblaðið um Norðurlönd í samkeppni, sem fram fór á vegum Norræna félagsins í Svíþjóð og Sænska ferðamálaráðsins. Um 600 bekkjardeildir víðs vegar um Sví- þjóð tóku þátt í samkeppninni, sem fór fram bæði í grunnskólum og í framhaldsskólum. Verðlaunahafar á grunnskólastigi fengu Finnlands- ferð að launum. Hópurinn, sem kemur frá Katedralskolan í Lundi, fór víða og kynnti sér meðal annars starfsemi Morgunblaðsins. Náði blaðamaður þá tali af kennaranun Susanne Kindeberg og þremur nemendum, Nicole Rilyv sem er skiptinemi frá Ástralíu, Frederik Kroon og André Ovenberger, sem öll eru 18 ára. Nicole sagði að flestir hefðu skrifað í blaðið um Evrópubanda- lagið (EB), en sjálf hefði hún skrif- að um hvaða augum Ástralir líta Norðurlöndin. Aðspurð hvort þau hefðu orðið margs vísari þegar þau fóru að safna efni um Norðurlönd- in kváðu þau það ekki vera. Hins vegar vissu þau töluvert meira um EB nú en áður. Undir þetta tók Nicole, sem sagðist ekkert hafa heyrt um EB fyrr en hún kom til Svíþjóðar. námi. Auk þess sem þau hefðu aukna reynslu við hópvinnu. „Nemendunum var skipt upp í hópa og einn hópurinn var valinn til að sjá um ritstjómina, þ.e. hvaða efni fór inn í blaðið og hvar það raðaðist. Þá þurfti stundum að senda greinar til baka og segja viðkomandi nemendum að efni- stökin væru ekki nógu góð eða stytta þyrfti greinar og svo fram- vegis. Eg held að þeim hafi þótt þessi afskipti einna verst,“ sagði Susanne Kindeberg. Þegar þau eru að lokum spurð hvort þau gætu hugsað sér að vinna sem blaðamenn segists Nic- ole ekki hafa mikla trú á sér sem blaðamanni en hugsanlega geti hún unnið við hönnun. Þeir André og Frederik voru einhuga um að starfið væri of erfítt til að þeir gætu hugsað sér það. Þegar skólanum lýkur eftir um það bil þijár vikur fer André að vinna í kirkjugarði, en faðir hans er forstjóri kirkjugarðs, Frederik — sem veit nú allt um hvernig á að búa til fréttablað — verður blað- beri í sumar, en Nicole snýr aftur til Ástralíu þegar líða tekur á sum- arið og kvaðst hún hreint ekki ánægð með það, því henni liði svo vel í Svíþjóð. Morgunblaðið/JúlíU8 Nemendunum frá Katedralskolan í Lundi þótti gaman að koma til íslands. Eftir heimsóknina á Morgun- blaðið fóru þau í verslunarmiðstöðina í Kringlunni til að kanna hvort hægt væri að gera góð kaup. Hvaða hljómsveitir eru útflutningsvara? Frederik skrifaði um mennt- unarmöguleika í Evrópu og á Norðurlöndum og kvaðst orðinn nokkuð fróður um þá. André taldi sig nú búa yfír ýmiss konar hag- nýtum upplýsingum um þjóðimar eins og fólksfjölda, stjórnarfar og síðast en ekki síst hvaða hljóm- sveitir væru „útflutningsvara", þ.e. hafa spilað utan heimalands síns og væru þekktar. í Svíþjóð flokk- aðist Roxette undir þennan lið, á íslandi Sykurmolamir, í Noregi A-ha, í Danmörku D.A.D. og Hanne Boel og í Finnlandi 22 Pista Pirko. Unga fólkið var sammála um að áhugavert hefði verið að vinna að blaðinu og skemmtilegt væri að breyta út af hefðbundnu skóla- Daryl Hannah og John F. Kennedy yngri sjást æ oftar saman. Hér eru þau á ferð í Central Park. Daryl tók með sér „frisbí“-diskinn, en John línuskautana. ÁST VÁKORT Eftirlvst kort nr.: 4507 4300 0004 4817 4507 3900 0003 5316 4507 4300 0014 8568 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0042 4962 4548 9018 0002 1040 Atgreiöslufólk vinsamlegast takiö ofangreind kort úr umferö og sendiö VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir aö klófesta kort og vísa á vágesf. V; \mzmVISA ÍSLAND Höfðabakka 9 • 112 Reykjavlk Sfmi 91-671700 Brúðkaup í Kennedy- fjölskyldunni John F. Kennedy yngri er talinn af mörgum einn myndarlegsti og eftirsóttasti piparsveinn vestan hafs, enda fara ýmsar sögur af kvennafansi hans gegnum tíðina. Pilturinn, sem reyndar er orðinn 32 ára, virðist þó vera farinn að róast nokkuð og hefur haldið sig við eina konu í nokkurn tíma. Þessi kona er engin önnur en leikkonan Daryl Hannah, sem einnig er 32 ára. Lengi hefur verið umtalað að þau Daryl og John væru að hugsa um að ganga í það heilaga. Nú hafa sögusagnirnar fengið byr undir báða vængi eftir að fréttist af Daryl í verslun sem selur brúðarkjóla. Fullyrt er að brúðkaupið fari fram nú í maí, en brúðarkjóllinn er sagð- ur úr silki og satíni. Þau skötuhjúin hafa ekki verið mikið fyrir að láta á sér bera saman, en nú hefur það breyst og má oft sjá þau á gangi eða hjólandi í Central Park. FJÖLGUN Rob Lowe að verða pabbi Leikarinn Rob Lowe og unnusta hans Sheryl Berkhoff, sem starfar sem sminka, eiga von á barni nú í haust. Rob á stóran aðdá- endaskara meðal yngri kyn- slóðarinnar og má búast við að einhveijar ungmeyjar sjái von sína um að bindast leik- aranum að fullu hverfa, þar sem hann verður innan tíðar kominn með fjölskyldu. COSPER Tryggur er nú alveg einstaklega duglegur að halda óæskilegu fólki frá húsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.