Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 22
$ 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 Óskar Þór Karlsson formaður Félags um nýja sjávarútvegsstefnu í raun er búið að einkavæða miðin ÓSKAR Þór Karlsson formaður Félags um nýja sjávarútvegsstefnu segir að verði tillögur Tvíhöfðanefndar um fiskveiðistefnuna lögfest- ar sé í raun búið að einkavæða fiskimiðin. Hann hafnar tillögunum þar sem lagt er til að kvótakerfið verði fest í sessi. „Með því að festa kvótakerfið í sessi er verið að afhenda útgerðarmönnum fiski- miðin til eignar og afnota þrátt fyrir að í lögum standi skýrt að miðin eru sameigin þjóðarinnar," segir Óskar. „Og þetta gerir það einnig að verkum-að útgerðarmenn framtíðarinnar munu þurfa að kaupa sér aðgang að þessari sameign, segir Óskar.“ Óskar Þór Karlsson segist ekki fá betur séð af málflutningi for- manna Tvíhöfðanefndarinnar en að. festa hafi átt kvótakerfið í sessi strax frá upphafi. „Um þetta virð- ist hafa verið samstaða í nefndinni svo og um að afnema línutvöföldun- ina og koma krókabátunum í kvóta. Þessar ráðstafnir gagnrýnum við í Félagi um nýja sjávarútvegsstefnu harðlega og teljum rök Tvíhöfða- nefndarinnar fyrir þessum ráðstöf- unum léttvæg. Og í okkar huga fáum við ekki séð þá gagnsemi sem af á að leiða né að þetta efli hags- muni sjávarútvegsins, heldur þvert á móti.“ Sett á til reynslu Óskar segir að þegar kvótakerfíð var sett á til reynslu fyrir 10 árum hafi margir haft efasemdir um það þótt sæst hafí verið á að reyna þessa leið enda álit fískifræðinga þá að útlitið með þorskstofninn væri mjög svart. „Það var ennfremur álit físki- fræðinga að kvótakerfí væri gagn- legt til að ná því markmiði að byggja upp stofninn,“ segir Óskar. „Þetta hefur ekki gengið eftir held- ur er þorskstofninn eins og alkunna er veikari en nokkru sinni fyrr. Sama gildir um önnur markmið kvótakerfísins. Flotinn hefur stækkað í stað þess að minnka og sjávarútvegurinn hefur hlaðið á sig skuldum gagnstætt því sem kenn- ingasmiðir kerfisins fullyrtu. Einnig hefur á síðustu árum verið stofnað til stórfelldra fjárfestinga í fisk- vinnslu út á sjó á sama tíma og afli minnkar. Þetta hefur þær af- leiðingar að fískvinnslustöðvar í landi eru vannýttar og viðvarandi atvinnuleysi hjá fískverkafólki í sjávarplássum víða um land.“ Engin heildstæð stefna Aðspurður um hvort þessi þróun sem hann lýsir sé alfarið kvótakerf- inu að kenna segir hann að aðal- ástæðan fyrir henni sé stefnuleysi stjórnvalda. „Stjórnvöld hafa ekki markað neina heildstæða sjávarút- vegsstefnu sem hefur að markmiði langtíma hagsmuni þjóðarinnar allrar. Kvótakerfíð á síðan stóran þátt í því hvemig komið er. Menn höfðu oftrú á þessu kerfi og nefnd- in gengur í sömu gildru og leggur ekki annað til en að harðloka kvóta- kerfinu sem byggir á því að mynda einkarétt á hverju kvikindi sem í sjónum syndir." Að sögn Óskars er hluti vandans einnig sá að á löngum tíma voru tvö ólík kerfi til staðar samtímis. „Það var röng ákvörðun að hafa sóknarmarkskerfi við hlið kvóta- kerfísins á sínum tíma. Með því fyrirkomulagi hófst kapphlaup út- gerðarmanna til að tryggja stöðu sína og til þess voru keypt stöðugt stærri skip og öflugri tæki. Hin gífurlega fjölgun smábáta á sér sömu orsakir. Þegar menn töldu sig sjá hvert stefndi hófst barátta nán- ast upp á líf og dauða fyrir því að tryggja atvinnuhagsmuni til fram- búðar og menn veiddu umfram afla- heimildir ár eftir ár.“ Samrýmist ekki landslögum Óskar segir að hann fái ekki séð hvernig tillögur Tvíhöfðanefndar- innar um að festa kvótakerfið í sessi geti samrýmst landslögum. „Samkvæmt lögum eru fiskimiðin sameign þjóðarinnar en í fram- kvæmd hefur öllum nýtingarrétti á þeim verið skipt upp milli ákveðinna aðila. Tillögur nefndarinnar ganga út á að festa þennan rétt varan- lega. Ég fæ ómögulega séð hvemig sú ráðstöfuri samrýmist ákvæðum um að fiskimiðin séu sameign þjóð- arinnar. Og spurningin hlýtur að vera hvort eitthvert hald er í því ákvæði laganna um kvótakerfið að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarétt eða óafturkallanlegt for- ræði einstakra aðila yfír þeim heim- ildum," segir Óskar. „Ég lagði þessa spumingu fyrir Sigurð Líndal prófessor sl. sumar og hans svar var afdráttarlaust. Hann taldi að yrði kvótakerfið látið gilda til fram- búðar yrði þetta ákvæði haldlaust." Hvað varðar önnur gagnrýniverð atriði nefnir Óskar að með því að festa kvótakerfið í sessi verði eðlileg nýliðun í útgerð útilokuð. „Verð á veiðiheimildum er mjög hátt og verður trúlega enn hærra ef kerfið festist í sessi. Þetta verð endur- speglar ekki hagkvæmni sem fyrir- komulaginu fylgir þótt menn telji Morgunblaðið/Sverrir Andstæðingur kvótakerfisins ÓSKAR Þór Karlsson formaður Félags um nýja sjávarútvegs- stefnu segir að hann sé andstæð- ingur kvótakerfisins en að því miður sé útlit fyrir að það verði lögfest í haust. sér trú um það. Verðið myndast í harðri samkeppni og virðist miðast við jaðarkostnað sterkustu útgerð- arfyrirtækjanna. Þetta gerir það að verkum að eðlileg nýliðun í útgerð er útilokuð." Ágæt upplýsingaöflun Aðspurður um hvort hann sjái einhverja jákvæða punkta í skýrslu Tvíhöfðanefndarinnar segir Óskar þá helsta vera að í skýrslunni sé að fínna ágæta upplýsingaöflun. „Þarna hefur verið safnað saman miklu af almennum upplýsingum um sjávarútveginn og stöðu hans og þær upplýsingar eru gagnlegar,“ segir Óskar. „Skýrslan er að því leytinu góð þótt ég sé ekki alltaf sammála þeim ályktunum sem dregnar eru af þessu upplýsingum né þeim fullyrðingum sem settar eru fram án rökstuðnings." Óskar segir að honum hafí fund- ist það virðingarvert að formenn nefndarinnar héldu fundi víða um land til þess að kynna niðurstöður sinar og dreifa skýrslunni. „Á þess- um fundum gafst þeim einnig tæki- færi til þess að kynnast þeirri miklu andstöðu sem ríkir gegn kvótakerf- inu,“ segir Óskar. Veiðistýring Hvað varðar stefnu Félags um nýja sjávarútvegsstefnu í sjávarút- vegi hefur félagið sett fram tillögur um að fískveiðistjórnunin byggist á veiðistýringu þar sem tekið væri tillit til áætlana um veiði úr hverri tegund. Einnig telur félagið að hægt sé að auka verðmæti aflans um milljarða á ári með því að gera auknar kröfur um meðferð hans og hvetja menn til að veiða ónýttar tegundir. Éélagið vill taka upp afla- gjald sem notað yrði til að greiða fyrir veiðum í ónýttar tegundir og veiðum á djúpslóð. Aflagjaldið yrði sett á þær tegundir sem sæta hvað mestu veiðiálagi en síðan notað til að greiða uppbætur á þær tegundir sem vannýttar eða ónýttar eru. „Það er hins vegar einkennandi fyrir umræðuna um þessi mikil- vægu mál að þegar nefndar eru tillögur um hvað komið geti í stað kvótakerfisins er öllum hugmynd- um umsvifalaust vísað á bug án rökstuðnings eða með röngum full- yrðingum," segir Óskar. „Á fáum árum hafa myndast alveg ótrúlegir fordómar. Helstu andstæðingum kvótakerfísins er núið það um nasir að vera ábyrgðarlausir, telja allt vitlaust sem frá Hafrannsókna- stofnun kemur og vilja bara fíjálsa veiði. Auðvitað hafa menn í okkar hópi eins og annars staðar sínar efasemdir í þessum efnum og mis- munandi skoðanir. Slíkt kemur ágreiningi um kvótakerfið í raun ekkert við. Það eru margar leiðir færar til að tryggja fullnægjandi stjórn á fiskveiðum. Kvótakerfíð \ byggir fýrst og fremst á röngum hagfræðikenningum og um þær er aðalágreiningurinn. “ Grundvallarmarkmið „Menn verða að hafa einhver grundvallarmarkmið og tillögur þær sem mótaðar hafa verið af fé- laginu byggjast á því að skapa að- stöðu til heilbrigðrar samkeppni á jafnréttisgrundvelli innan greinar- innar,“ segir Óskar. „Þegar grannt er skoðað er engin leið vænlegri til Landlæknir dregur áminningn á Láru Höllu Maack ekki til baka Segist endurskoða málið ef afsökunarbeiðni kemur Morgunblaðið/Kristinn Bakkaðínn MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri tók að sér að bakka fyrsta slökkvibílnum inn í nýja stöð Slökkviliðs Reykjavíkur á Tunguhálsi. Slökkvistöð opn- uð á Tunguhálsi NÝ slökkvistöð Slökkviliðs Reykjavíkur á Tunguhálsi 13 var opnuð í síðustu viku. Fjórir menn verða á vakt í nýju stöðinni, en í framtíð- inni er gert ráð fyrir sama útkallsstyrk þar og í slökkvistöðinni í Skógarhlíð. LANDLÆKNIR segist ekki ætla að draga til baka áminningu er hann veitti Láru Höllu Maack 1994. Söfnunin fer þannig fram, að á útsölustöðum OLÍS verður hægt að kaupa litla tijáplöntu og fólk er beðið að taka plöntuna í fóstur og koma henni á legg. Hægt er að fá plöntuna afhenta eða hún verður gróðursett í nafni gefanda. Á dreifbýlissvæðinu getur reynst erfítt að dreifa plöntum á útsölu- staði og fær þá fólk ávísun sem það getur framvísað á næstu gróðrarstöð. réttargeðlækni 9. október 1992, en hún hefur krafist þess að hann biðji hana opinberlega af- Söfnunin verður í samvinnu við Stöð 2 og Bylgjuna, marga Kiwan- isklúbba, OLIS og íslandsbanka. Hægt verður að leggja beint inn á reikning Styrktarfélagsins við Is- landsbanka nr. 10 við útibú bank- ans í Mosfellsbæ eða hringja í símanúmer átaksins. Móttaka verður hja Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 11-13. sökunar. Hann segist þó vilja endurskoða málið ef Lára Halla dregur til baka og biðst afsökun- ar á niðrandi orðum um hæfni starfsfólks á Meðferðarheimil- inu Sogni. „í bréfi Læknafélags íslands kemur fram að áminning land- læknis sé stjómvaldsákvörðun sem heyri ekki undir lögsögu nefndar- innar og því skýtur skökku við að nefndin taki afstöðu í málinu," sagði Ólafur Ólafsson landlæknir í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist ekki telja ástæðu til að ræða skoðanir nefndarmanna í fjölmiðlum en sér vitanlega hefðu þeir aldrei kynnt sér störf starfs- fólkins á Meðferðarheimilinu Sogni. Meiðandi ummæli Ólafur sagði að Lára Halla Maack hefði ítrekað farið niðrandi orðum um hæfni geðlækna sem hefðu margra ára reynslu af með- ferð öryggisgæslufanga. Ummæli hennar um annað starfslið á Sogni, sem unnið hefði af hæfni, kost- gæfni og mannúð og sýnt hæfni við erfiðar aðstæður og náð góðum árangri, væru meiðandi. Ólafur sagðist ekki telja þetta mál merki- legt en það væri leiðinlegt fyrir alla sem að því stæðu. Reykjavíkurborg keypti Tungu- háls 13 árið 1991 og síðan hefur verið unnið að breytingum á hús- næðinu. Þeim framkvæmdum lýkur að fullu á næsta ári. Húsið er um 1.100 fermetrar og kaupverð þess, að viðbættum kostnaði fyrir breyt- ingar, er 78 milljónir króna. Fullgert mun húsið hins vegar kosta 95 millj- ónir. Þá er byggingarréttur á öðru eins húsi á lóðinni. í frétt frá slökkviliðsstjóra, Hrólfi Jónssyni, kemur fram að nýja slökkvistöðin gjörbreytir allri að- stöðu liðsins á austurhlutum útkalls- svæðisins, auk þess sem unnt verður að leysa húsnæðisþrengsli í Skógar- hlíðarstöðinni. Arkitekt hússins er Gestur Ólafs- son, en breytingar og innréttinga- teikningar unnu arkitektarnir Bjami Kjartansson og Lilja Grétarsdóttir. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Söfnun fyrir sund- laug 1 Reykjadal STYRKTARFÉLAG lamaðra og fatlaðra mun þessa viku standa fjrir söfnun til byggingar sundlaugar í Reykjadal í Mosfellssveit. A þessu ári eru liðin 30 ár frá því félagið tók í notkun barnaheim- ili fyrir fötluð börn í Reykjadal og þar er nú aðstaða til sumardval- ar, helgardvalar og námskeiðahalds á vetrum. Þar hefur þó vantað sundlaug en nú er undirbúningur að byggingu nýrrar sundlaugar hafinn og er stefnt að því að hún verði tilbúin til notkunar í júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.