Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 Samheldní eða samkeppní? eftir Baldur B. Bragason Við íslendingar höfum lengi vel búið við töluverða hagsæld og ör- yggi og atvinnuleysi hefur verið svo til óþekkt. Nú hefur á mjög skömm- um tíma orðið töluverð breyting á þessu. Það sem helst er á döfinni í efnahagslegu tilliti er að þjóðin gangi inn í EES. Sameining heims- ins er af hinu góða og sameining Evrópu í viðskiptalegu tilliti er spor í rétta átt. Ekki er samt sama hvern- ig að sameiningunni er staðið og hún verður ekki framkvæmd án kærleika, réttlætis og mannúðar. Hér eru nokkur dæmi um það hvern- ig taparar í fijálsri samkeppi, sem sameining Evrópu hefur haft í för með sér, hafa efnt til aðgerða sem hafa skaðað neytendur. Franskir bændur hafa eyðilagt ódýrar inn- fluttar landbúnaðarafurðir. Nýjasta dæmið er hvernig danskir sjómenn komu í veg fyrir flutning á ódýrum norskum fiski og ollu miklum vand- ræðum í feijuflutningum á Eystra- salti. Þannig sjáum við að í sumum tilfellum leiðir fijáls samkeppni til óeirða og ófriðar. Þótt þjóðin sé trúuð hafa heilræði trúarinnar ekki þótt raunhæf við lausn á vandamálum hversdagslífs- ins. Litið er á himnaríki sem eitt- hvað ijarlægt handan við gröf og dauða. Það vekur ekki áhuga ungs fólks. Fólki finnst ekki tímabært að pæla í því fyrr en það er að nálgast grafarbakkann. Ég tel að lausn efnahagsvanda- málanna sé að fínna á sviði trúar- bragðanna. Bahá’í-trúin hefur það meginmarkmið að vinna að einingu mannkynsins. Ein af tólf meginregl- um hennar fjallar um andlega lausn efnahagsvandamála. Vandamál okkar, þar með talin efnahags- vandamálin, tel ég að stafí mest- megnis af því að mannkynið hefur virt að vettugi endurkomu Jesú Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að 'stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar eyðir og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878 - fax 677022 , Krists í dýrð föðurins, en nafn Ba- há’u’lláh, höfundar bahá’í-trúarinn- ar, þýðir einmitt Dýrð Guðs. Ba- há’u’lláh kennir okkur að helstu trú- arbrögðin kenni sama grundvallars- annleikann og að þau séu stighækk- andi opinberun á vilja hins eina og sama Guðs. Bahá’u’lláh kom ekki til að bijóta niður kenningu Krists heldur til að uppfylla hana alveg á sama hátt og Jesús kom áður til að uppfylla lögmálið og spámennina hjá gyðingum. Bahá’í-trúin er himnaríkið sem Jesús talar svo mik- ið um í dæmisögum sínum eða Guðs- ríkið sem beðið er um að komi til okkar í faðirvorinu. En samt skulum við líta fyrst á kenningu Krists um efnahagsmálin. „Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur á sér- hveiju orði sem fram gengur af Guðs munni“, sagði Jesús við djöful- inn þegar hann freistaði hans í eyði- mörkinni (Mattheus 4:4). Bahá’íar trúa reyndar ekki á persónulegan djöful heldur álíta þeir að sagan sé táknræn og að djöfullinn tákni lík- amlegar og veraldlegar gimdir sem hamla gegn andlegum framförum mannsins. Bahá’ítrúin er það orð sem síðast gekk fram af Guðs munni. Þá segir Jesús ennfremur: „Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða hvað þér eigið að drekka, ekki heldur um líkama yðar hveiju þér eigið að klæðast ... En leitið fyrst ríkis haiis [þ.e. vors himneska föður, inn- skot greinarhöfundar] og réttlætis og þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ (Matteus 6:25-34). Sé það rétt að bahá’í-trúin sé þetta ríki, er Jesús þama að benda fylgjendum sínum á hana þar sem hún inniheldur kenninguna um and- lega lausn efnahagsvandans. Með andlegri lausn efnahags- vandans er átt við það að þau efna- hagsvandamál sem við stöndum frammi fyrir verði einungis leyst með gertækri breytingu allra þjóð- félagsþegnanna. Bahá’íar telja að þessi breyting á hugarþelinu og hjartalaginu geti ekki orðið nema með fulltingi þeirra kenninga sem Bahá’u’lláh hefur opinberað. ’Abdu’l-Bahá sonur hans, sem túlkaði kenningar föður síns og gaf þær hinum vestræna heimi, hefur lýst gmndvallareinkennum bahá’í- hagkerfísins. Undirstaða alls efna- hagsins er guðdómlegs uppmna og tengd heimi hjartans og andans. Lausn efnahagsvandans felst ekki í því að stilla upp auðmagni gegn vinnuafli og vinnuafli gegn auð- magni í deilum og sundurþykkju heldur er lausnin fólgin í sjálfviljugu viðhorfi velvildar á báða bóga. „Það er augljóst, að við núverandi stjóm- kerfí og stjómarhætti em byrðar þurftar og neyðar lagðar á hina fátæku meðan aðrir lánsamari lifa í munaði og ofgnótt. Til að ráða bót á þessu ástandi verða hinir ríku að miðla hinum fátæku af fúsum og IIHHfVIMj ÍnmfflTOltl GIRÐINGAREFNI j ÚRVAll MR búðin*Laugavegi 164 simi 11125 -24355 fijálsum vilja án þess að vera þving- aðir til þess. í heimi sem tæki upp kenningar Bahá’u’lláh kæmi ekki til verkfalla. Þar væm settar lágmarks- og há- markstekjur og komið á hagnaðar- deilikerfí. Grundvöllur væri því lagð- ur að réttlátri skiptingu gæðanna. Stjómkerfí yrði komið á fót sem jafna mundi ágreining á friðsamleg- an hátt„ Ef velvild eða samþykki annars aðilans lægi ekki fyrir yrði beitt valdi — ekki með einhliða verk- falls- eða verkbannsaðgerðum, held- ur með Iögum. Bahá’í-kenningarnar gera einnig ráð fyrir vandlega samræmdu hag- skipulagi í heimsríki framtíðarinnar. Lausn vandans þarf, að byija í bænda- og akuryrkjusamfélögun- um. Gert er ráð fyrir að ráðin verði bót á ótryggri afkomu bóndans með því að koma á fót miðlægri birgða- geymslu á hveiju landbúnaðar- svæði. Umsjón slíkrar birgða- geymslu annast fulltrúar kosnir af fólkinu. Sérhver meðlimur samfé- lagsins gefur til brigðageymslunnar samkvæmt getu. Ef einhver getur ekki séð Ijölskyldu sinni farborða vegna uppskerubrests eða annars er honum úthlutað af sameiginleg- um forða. Einkaeign á landi verður lögmæt en tekjuru af landi í einka- eign verða skattlagðar. í öllum framleiðsluiðnaði öðrum en land- búnaði er gert ráð fyrir þjóðnýt- ingu, en það þýðir ekki að ríkið geri alla einkaeign upptæka heldur að markvissari félagslegur tilgang- ur verði að baki öllum stigum efna- hagslífsins. Einkaeign helst og ein- staklingurinn hefur fijálst frum- kvæði innan skynsamlegra marka. ’Abdu’l-Bahá Iýsir þessu svona: „Samkvæmt hinu guðdómlega lög- máli á ekki aðeins að borga starfs- mönnum með launum. Þeir eiga öllu heldur að vera hluthafar í hveiju starfi. Vandamál þjóðnýtingarinnar er mjög erfítt. Það verður ekki leyst með verkföllum.“ Ennfremur: „Eig- endur fasteigna, náma og verk- smiðja ættu að deila tekjum sínum með starfsfólki sínu og afhenda undirmönnum sínum sanngjaman hundraðshluta af hagnaði sínum til þess að starfsmennimir fái auk launanna eitthvað af almennum tekjum verksmiðjunnar svo að sál starfsmannsins megi vera með í starfí hans.“ Áður en þessi aðferð verður al- mennt tekin í notkun verður að sýna betur fram á kosti hennar og auk þess verður ríkjandi viðhorf and- stöðu og tortryggni milli auðmagns og vinnuafls að víkja fyrir nýjum anda þeirrar samráðgunar og sam- vinnu um almenningsheill, sem ba- há’í-kenningamar hefja í forsæti. Hagfræði bahá’í-trúarinnar er samt á engan hátt tengd kommún- isma eða jafnaðarstefnu. Algjör jöfnuður er óframkvæmanlegur Baldur B. Bragason „Eg tel að lausn efna- hagsvandamálanna sé að finna á sviði trúar- bragðanna.“ vegna mismunandi hæfileika manna. Jafnvel þótt hægt væri að koma jönuði á héldist slíkt ástand ekki til lengdar þar sem allt skipu- lag og regla í heiminum hryndi. „Stig em lífsnauðsynleg til að tryggja gott skipulag og einnig er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sumir geti dregið sér mikil auðæfi meðan aðrir lifa í sárri fátækt. Mismunandi hæfíleikar og fmm- kvæði þurfa að fá að njóta sín. Þjóð- félagið þarf að fá að njóta hæfileika- ríkra einstaklinga og launa þeim maklega. Til að þessir hæfileikar nýtist þurfa að vera til hæf fram- leiðslutæki. Fjármagnið tekur á sig áhættuna af útvegun tækjanna og viðhaldi þeirra. Ef bahá’íá-ætluninni um skiptingu gróðans er ekki hrint í framkvæmd mun dreifing kaup- máttar, sem nauðsynleg er stöðugri framleiðslu iðnaðarins, verða ójöfn og ósanngjöm. En efnahagsörðugleikar einnar þjóðar em efnahagsörðugleikar þeirra allra. Því miður em margs konar hindranir i veginum fyrir fijálsum viðskiptum. T.d. dreifíng alþjóðlegra skulda, tollar og inn- flutningskvótar; heimskuleg þjóð- emisstefna og stríðshætta. Fé- græðgi er undirrót flestra styrj- alda.“ Þannig hefur ’Abdu’l-Bahá, sonur Bahá’u’lláh lýst þessu. Sönn siðmenning mun breiða út fána sinn í miðju hjarta veraldarinn- ar um leið og viss íjöldi frábærra og hugstórra þjóðhöfðingja hennar — skínandi fyrirmyndir um hollustu og einbeitni — munu rísa upp vegna velferðar og hamingju heimsins, af staðföstum ásetningi og skýrri sýn til að stofna málstað allsheijarfrið- Fjárstoð hf. Endurskipulagning fjármála, skuldbreytingar, samningaumleitanir við kröfuhafa, aðstoð á greiðslu- stöðvunartíma, nauðasamningar, lögfræðiráðgjöf, Borgartúni 18, sími 629091 PT SKÝRSLURNAR • Erlend ávöxtun peninga. • Stofnun fyrirtækja erlendis. Sendum bækling .(á ensku). SCOPE - DALI Súni: 11855 • Fax: 11666 ar. Þeir verða að gera málstað frið- arins að málefni almenns samráðs og leitast við með öllum ráðum og dáðum, sem þeir hafa á valdi sínu, að koma á Ríkjasambandi þjóða heimsins. Þeir verða að gera bind- andi samning og stofna sáttmála, sem hefur ákvæði sem skulu í senn vera heilbrigð, óbijótanleg og skil- merkileg. Þeir verða að kunngjöra öllum í heiminum þennan sáttmála og fá allt mannkynið til að viður- kenna hann. Þetta háleita og göfuga verkefni, sem er raunsönn upp- spretta friðar og velferðar alls heimsins, ættu allir íbúar jarðar að skoða sem heilagt. Það verður að virkja allan liðsafla mannkynsins til að tryggja stöðugleika og varan- leika þessa mesta sáttmála. í þessu allt-umlykjandi samkomulagi verður að tiltaka á skýran hátt landamæri og takmörk sérhvers þjóðlands, setja verður skýrt fram þær megin- reglur, sem tengsl milli ríkisstjórn- anna innbyrðis byggjast á, og ráða á skýran hátt fram úr öllu, sem felst í öllum alþjóðlegum samþykkt- um og skyldum. Á svipaðan hátt ætti að takmarka stranglega um- fang vopnabúnaðar hverrar rík- isstjómar, því að ef nokkurri þjóð væri leyft að auka stríðsundirbúning sitt og herstyrk, vekti það grun- semdir annarra. Grundvallaratriðið, sem þetta hátíðlega samkomulag byggðist á, ætti að fela það í sér, að ef einhver ríkisstjórn seinna bryti eitthvert ákvæði þess ættu allar rík- isstjómir á jörðinni að rísa upp til að þvinga hana til algjörrar und- irgefni, nei, allt mannkynið í heild ætti að einsetja sér með ráðum og dáð að uppræta þá ríkisstjóm. Ef þessum mesta læknisdómi, sem til er, verður beitt við sjúkan líkama mannkynsins mun hann vissulega ná sér eftir veikindin og verða eilíf- lega óhultur og .ömggur. Hér hef ég aðeins drepið á örfá atriði efnahsgskenninga bahá’í-trú- arinnar en hægt er að kynnast þeim betur í bæklingnum „Andleg lausn efnahagsmála". Þessar kenningar hafa staðið okkur til boða í meira en 100 ár. . Höfundur er tannlæknir á Sauðárkróki. ------» ♦ 4---- Stykkishólmur Umhleyp- ingasöm tíð Stykkishólmi. UMHLEYPINGASÖM hefur tíðin verið hér við fjörðinn og fljótar áttabreytingar og eins má segja um hita- og kuldaskil. Að hitinn hafi komist upp fyrir 10 stig er ekki hægt að segja, það hefur að ég held ekki komið fyrir. Snjór er með mesta móti í fjöllun- um. Þrátt fyrir þetta er samgöngur greiðar og áætlunarferðir hafa ekki fallið niður þótt oft hafí stefnt á tæpasta vaðið. Enda eru þaulvanir bifreiðastjórar og sérstakir á áætl- anabifreiðum hér og HP-áætlunar- ferðir eru vel þekktar bæði fyrir stundvísi og þjónust-u enda hefur þessi þjónusta verið hér fyrir hendi yfir hálfa öld og séð vegina okkar breytast úr slóðum í fyrsta flokks vegi og alltaf í sókn til umbóta. En hvað sem segja má um veður og annað er fuglinn mættur í eyjarn- ar og varpið hafið. Gæsirnár, svart- bakurinn og þá ekki síst æðafuglinn þegar farið að verpa og liggur nú þétt á. Ný egg eru komin á hreiðrin og margir farnir að stunda eyjabú- skap eins og kallað er. Nú er ekki eins mikið að hafa upp úr dúntekj- unni og áður því það má segja að æðadúnn sé óseljanlegur og alls ekki fyrir það verð sem áður var en þetta getur breyst því heimurinn og hugs- unarhátturinn er breytilegur og hef- ur verið það öldum saman. Það virðist vera minna af hrogn- kelsi en áður og því ekki eins mikið um að vera hjá hrognavinnslunni eins og þegar hún var upp á sitt besta. Eftir sumarkomuna hefur hit- inn hér um slóðir farið niður fyrir núllið. - Árni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.