Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 59 é é 4 4 4 4 Fjölbrautaskólinn við Ármúla braut- skráði 117 stúdenta Fyrstu læknaritararn- ir luku bóklegn námi Fjölbrautaskólanum við Ármúla var slitið við hátíðlega athöfn í Langholtskirkju sl. laugardag. Skólameistari, Haf- steinn Þ. Stefánsson, setti athöfnina og stjórnaði henni. 730 nemendur hófu nám við upphaf vorannar og gengu 697 til prófs, að sögn Sölva Sveinssonar aðstoðar skóla- meistara. Á þessari önn brautskráðust 117 nemendur frá skólanum. Menntaskólinn við Hamrahlíð brautskráði 108 stúdenta Ljósm./Gunnar G. Vigfússon 10 lyfjatæknar luku prófi í jan- úar sl., 16 aðstoðarmenn tann- lækna voru brautskráðir á vegum skólans frá Tannlæknadeild Há- skóla íslands og 2 við athöfnina í Langholtskirkju. 4 luku verzlunar- prófí, 4 prófí af uppeldisbraut, 4 sjúkraliðar luku námi og 16 sjúkraliðar voru brautskráðir eftir framhaldsnám. Brautskráður var 61 stúdent, m.a. tveir hinir fyrstu af listdansbraut, sem skólinn rekur í samvinnu við Listdansskóla ís- lands. Þá luku nú fyrstu læknarit- aramir bóklegu námi og fara í starfsþjálfun í sumar og haust. Að venju veitti skólinn viður- kenningu fyrir góðan námsárang- ur, en erlend sendiráð og Mál og menning gáfu bækur til verðlauna. Beztum námsárangri að þessu sinni náði Aino Freyja Járvelá, stúdent af listabraut. Aðrir sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur og margvísleg fé- lagsstörf vora Birgir Gilbertsson, Einar Þór Þórarinsson, Eygló Hjálmarsdóttir, Gauti Sigþórsson, Guðlaug Þórólfsdóttir, Halldóra Guðrún Jónsdóttir, Jenný Hólm- steinsdóttir, Kolbrún Anna Björns- dóttir, Lilja Hannesdóttir, Ómar Einarsson og Þórður Guðmunds- Nýstúdentar 108 STÚDENTAR útskrifuðust frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og er meirihluti þeirra á myndinm ásamt rektor skólans, Ömólfi Thorlacius. Tré gróðursett á skólalóðinni MENNTASKÓLINN við Hamra- hlíð brautskráði 108 stúdenta við hátíðlega athöfn sl. laugardag. 76 era úr dagskóla og 32 úr öld- ungadeild, 67 konur og 41 karl. Við brautskráningu og skólaslit söng kór skólans að vanda undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. í ræðu sinni minntist Ömólfur Thorlacius rektor aldarfjórðungsaf- mælis Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð, sem var snemma á skólaárinu. Tvær stúlkur hæstar Hæstu einkunnir á stúdentspróf- inu hlaut Sjöfn Gunnarsdóttir og næst henni kom Guðrún Nína Pet- ersen. Báðar eru þær stúdentar af tveimur námsbrautum, eðlisfræði- og náttúrufræðibraut. Tuttugu ára stúdentar gróðursettu allmörg tré á lóð skólans og færðu honum gjöf. Fyrir tiu árum gáfu þeir skólanum einnig tré sem mikil prýði er að. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 258 stúdentar útskrifaðir FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breið- holti útskrifaði 258 nemendur sl. laugardag, þar af 146 stúdenta. 55 útskrifuðust með burtfarar- próf af tæknisviði, og 15 sjúkra- liðar og 7 læknaritarar útskrifuð- ust. 25 nemendur tóku almennt verslunarpróf á viðskiptasviði og 3 luku prófí í snyrtifræðinámi. 7 nemendur luku grunnnámsbraut á matvælasviði og 1 matartækna- námi. Að sögn Kristínar Amalds skóla- meistara stunduðu tæplega 1500 nemendur nám í dagskólanum í vet- ur og rúmlega 800 í kvöldskólanum. Um 130 kennarar starfa við skól- ann. Góður námsárangur Morgunblaðið/Kristinn Dúxarnir FJÖLBRAUTASKÓLINN við Ármúla veitti nokkram nemendum við- urkenningu fyrir góðan námsárangur. Á myndinni era Aino Freyja Jarvela dúx og Kolbrún Anna Björnsdóttir. Geir Sigurður Jónsson varð dúx skólans en hann hlaut einkunnina 9,2. í næstu sætum voru Ásgeir Öm Ásgeirsson, Áslaug Anna Þor- valdsdóttir og Snjólaug Níelsdóttir en hún lauk stúdentsprófínu á þrem- ur árum. Morgunblaðið/Ingvar Tekið við prófskírteininu KRISTÍN Arnalds skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti út- skrifar stúdenta. Bestum árangri á burtfararprófi á tæknisviði náðu Magnús F. Ingi- mundarson á húsasmíðabraut, Karl Árnason á rafvirkjabraut og Jón 4 4 4 + UR DAGRÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 21. - 24. maí 1993 Tilkynnt var um óvenjumörg umferðarslys um helgina, eða 11 talsins. Skömmu eftir hádegi á föstudag varð kona fyrir bifreið á Suðurlandsbraut. Hún hlaut minni háttar meiðsli. Slíkt meiðsli hlaut einnig stúlka á reiðhjóli er varð fyrir bifreið á Rofabæ við Þykkvabæ seinnipartinn á föstudag. Um kvöldið varð kona fyrir bifreið á Langholts- vegi, en hlaut lítil meiðsli. Á laugardag slasað- ist ökumaður í árekstri þriggja bifreiða á Bústaðavegi við Suðurhlíð og aðfaranótt sunnudags slasaðist annar ökumaður í árekstri tvcggja ökutælqa á gatnamótum Laugavegs og Barónsstígs. Skömmu eftir hádegi á sunnu- dag fannst bifreið, sem leitað hafði verið að síðan á fímmtudag, skammt utan vegar á hvolfi í Fossá í Kjós. Ökumaðurinn, stúlka, var látinn. Um kl. 17 á sunnudag varð stúlka fyrir bifreið á Rauðalæk. Skömmu síðar slas- aðist farþegi í bifreið eftir árekstur tveggja bifreiða á fjallkonuvegi við Hverafold. Urn svipað leyti slösuðust tveir farþegar og öku- maður í þriggja bifreiða árekstri á gatnamót- um Miklubrautar og Skeiðarvogs. Auk fram- angreinda óhappa var tilkynnt um 23 önnur umferðaróhöpp um helgina. Þá var óvenjuoft tilkynnt um innbrot, eða 22 sinnum, sem er með því mesta sem gerist um eina helgi. Virðist vera um að ræða hrinu innbrota, sem hófst að kvöldi uppstigningar- dags, en eftir þá nótt var tilkynnt um 13 inn- brot á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík. Þó að innbrotum hafi fækkað á fjórum fyrstu mánuðum ársins miðað við sama tímabil á síðasta ári hefur innbrotum á heimili fólks hlutfallslega fjölgað, eða úr 14 að meðaltali á mánuði í rúmlega 17. Það er því full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að vera á varð- bergi, gera þær ráðstafanir er dregið geta úr líkum á innbrotum og vinna með lögreglunni að því að koma höndum yfír þá sem fást við þá ódáinsiðju, sem innbrot eru. Þá hlýtur al- menningur að gera þá kröfu á hendur handKöf- um réttarkerfísins að þeir sjái til þess að skil- virkni þar megi vera sem best gagnvart þeim sem uppvísir verða að innbrotum. Oftar en ekki er um sömu einstaklingana að ræða aft- ur og aftur án þess að um sýnileg viðbrögð sé að ræða gagnvart þeim. Lögreglan skráir stöðugt þau mál, sem tilkynnt eru til hennar eða hún upplýsir. Starfssvæðinu er skipt í 40 einingar og málum raðað inn á svæðin eftir því hvar þau eiga sér stað. Þannig má sjá að sum svæði hafa mun hærri tíðni innbrota en önnur. Lögreglan mun á næstunni reyna að upplýsa fólk um stöðu mála eftir því sem hægt er. Um helgina var t.d. farið inn í geymslur húss við Rauðarárstíg, veitingastað við Hverf- isgötu, í hús við Laugaveg, í fyrirtæki við Þverholt, í geymslur við Hjarðarhaga, í þvotta- hús við Bergstaðastræti, í bílskúr við Lindar- götu, í geymslur húss við Asparfell, í verslun við Laugaveg, geymslur við Skúlagötu og Hjarðarhaga, í skrifstofu við Bergstaðastræti, í íbúð við Ix)gafold, læknastofu við Lækjar- götu og í bifreiðir við Hverfisgötu, Yatna- garða, Flétturima, Lyngrima, Geithamra, Kringlunni og Aðalstræti. Þá voru tveir menn handteknir eftir að hafa brotist inn í fískbúð við Freyjugötu og tveir drengir vora handtekn- ir við að reyna að komast inn í myndbanda- leigu við Seljabraut. A laugardagskvöld ætluðu tvær stúlkur að sitnga af frá ógreiddum reikningi á veitinga- stað í miðborginni. Afgreiðslustúlka veitti þeim eftirför og náði þeim í húsasundi við Hótel Borg. Þar snerust stúlkurnar til varnar og slógu afgreiðslustúlkuna í höfuðið með kampavínsflösku. Höggið var það öflugt að afgreiðslustúlkan missti meðvitund og þurfti að flytja hana á slysadeild. Stúlkurnar tvær voru handteknar og fluttar á lögreglustöðina. Fimmtán ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri um helgina, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Ekki er vitað til þess að ölvaðir ökumenn hafí lent í umferðar- óhöppum. Alls þurfti lögreglan að hafa af- skipti af ölvuðum einstaklingum í 72 tilvikum, auk þess sem ölvaðir einstaklingar komu við sögu í fjölda annarra mála, s.s. sjö líkamsmeið- ingamála, 21 hávaðamáli, tveimur heimilisó- friðarmálum og fjórum ágreiningsmálum. Viðar Sigurgeirsson á vélsmíða- braut. Bestum árangri í læknaritar*- námi náði Helga I. Sigurðardóttir • en bestum árangri í sjúkraliðanámi náði Inga Ólafsdóttir. Við útskriftarathöfnina, sem fram fór í íþróttahúsi Fjölbrautar- skólans í Breiðholti á laugardag, söng kór skólans undir stjóm Emu Guðmundsdóttur. Þá sungu tveir nýstúdentar einsöng, þau Elísabet Hermundardóttir og Stefán Helgi Stefánsson. —efþú spilar til að vinna! 20. Ielkvika, 22.-23. mai 1993 1 Nr. Leikur: Rððin: 1. IFK Göicborg - HScken 1 2. Halmstad - Trelleborg 1 3. Helslngborg - Degerfora 1 4. Norrköping - Brage 1 - - 5. Örebro-AIK - - 2 6. Assyriska - Brommap. - X - 7. Gcfle - Hammarby - - 2 8. Sirius - GIF Sundsvall - - 2 9. IFK Sundsvall - Lule& - - 2 10. Landskrona - Forward 1 - - 11. Lund - GAIS - - 2 12. MJSUby - Uddevalla 1 - -> 13. Skövde - HSssleholm 1 Heildarvinnlngsupphseðin: 88 milljón krónur 13 réttir: | 39.090 l 12 réttir: j 1.570 1 kr. 11 réttir: | 190 1 kr. 10 réttir: 0 I kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.