Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993
11
Frumflutningur
Fimmtungfur hreþpsbúa fagnaði afmæli Tónlistarskóla Bessastaðahrepps og hiustaði á frumflutninginn.
Rókókókókflöskusvíta á afmæli
í TILEFNI af 5 ára afmæli Tónlistarskóla Bessastaðahrepps samdi
Alftnesingurinn John Speight tónverk sem nemendur skólans
frumfluttu 15. maí, síðastliðinn,
Verkið er samið við hnyttnar
barnagælur eftir fyrrverandi Alft-
nesing, Þórarinn Eldjárn, og er
heiti þess, Rókókókókflöskusvítan,
í samkomuhúsi hrepsins.
sótt í gælurnar.
í skólanum er hálft hundrað
nemenda, eða þriðjungur skóla-
barna hreppsins, og höfðu þeir
allir hlutverki að gegna í tónverk-
inu. Þeir yngstu sungu trallal, en
hinir stálpaðri skipuðu kór eða
glímdu við flókið hljómfall á fiðl-
um, flautum, píanói og hinum fjöl-
breytilegustu slagverksfærum.
Raney og Stórsveitin
__________Jass_____________
Guðjón Guðmundsson
RÚREK ’93 var sett í hátíðarsal
FÍH sl. laugardag og við það
tækifæri fluttu Heimir Steins-
son útvarpstjóri og Markús Örn
Antonsson borgarstjóri ávörp,
en RÚV og Reykjavíkurborg
standa að hátíðinni ásamt jass-
deild FÍH. Borgarstjórinn hvatti
til stofnunar stórsveitar, jafnvel
í samvinnu við höfuðborgir
hinna Norðurlandanna.
En það var stórsveit FÍH sem
lék fyrstu tónana á hátíðinni.
Sveitin er skipuð nemendum við
skólann. Stjómandinn Edward
Frederiksen hefur náð upp frá-
bærri stórsveit, kraftmikilli og
blæbrigðaríkri. Innanborðs eru
líka góðir sólóistar, eins og te-
nórsaxófónleikararnir Oskar
Guðjónsson og Gestur Pálsson,
Úlfur Eldjárn altósaxófónleikari
og Veigar Margeirsson trompet-
og flygilhornleikari. í April in
Paris söng _ung og hæfileikarík
söngkona, íris Guðmundsdóttir
með hljómsveitinni.
Doug Raney hljómar ekki
ólíkt Jim Hall, en hann ásamt
Jazzkvartetti Reykjavíkur flutti
nokkur lög í lok opnunarhátíðar-
innar. Þar á meðal lék hann hina
gullfallegu Estade, ítalska
sömbu sem margir kannast við
af disk Jon Hendricks Freddie
Freeloader en þar heitir það In
Summer. Reyndar flutti Raney
og kvartettinn tvær útgáfur af
sömbunni, þá fyrri í FÍH-salnum
en þá seinni á Sóloni íslandusi
síðar um kvöldið. Sú útgáfa var
lengri og sóló Raneys voru lengri
og dýpri. Afbragðs gítarleikari.
Það var kvintett Arna Schev-
ing sem sló botninn í sveifluna
á Sóloni með gömlum jassperl-
um. Ólafur Gaukur, sem alltof
sjaldan heyrist til núorðið, lék
frábæran sóló í Take the A tra-
in, og eins og Raney minnir á
Hall þá hefur Ólafur Gaukur
jafnflottan hljóm og George
Benson og hljómagangurinn var
verulega jassaður. Ámi er
óborganlegur á víbrafóninn og
Þorleifur Gíslason leikur fallega
sólóa en leiðindaískur í blaðinu
hans dró nokkuð úr gæsahúð-
inni.
í kvöld rennur stóra stundin
upp á Rúrek, en þá leikur
Freddie Hubbard og kvintett
hans í Súlnasal Sögu. Viðburður
sem margir hafa beðið eftir.
Þrír lista-
menní
Listhúsi
Þrír listamenn hafa opnað sam-
sýningu í Listhúsinu í Laugardal.
Þetta em þau Inga Elín, Oli Már
og Þóra Sigurþórsdóttir sem öll
em með vinnustofur á Álafossi í
Mosfellsbæ.
Þóra útskrifaðist úr keramik-
deild MHÍ árið 1990 og hefur
unnið á eigin vinnustofu síðan.
Þetta er fyrsta sýning Þóru og
sýnir hún bæði stóra leirskúlptúra
og minni verk sem unnin eru í
postulín og steinleir.
Óli Már lauk námi frá MHÍ árið
1980. Þetta er fyrsta sýning hans
í Reykjavík en áður hefur hann
m.á. sýnt í Slunkaríki á ísafirði
og var reyndar einn af þeim sem
kom því á fót. Óli Már sýnir minni
og stærri akryl-verk sem unnin
eru á pappír og striga.
Inga Elín stundaði listnám hér
heima en hélt síðan utan til fram-
haldsnáms við „Skolen for Brugs-
kunst“ í Kaupmannahöfn og lauk
prófi frá keramik- og glerdeild
skólans. Hún hefur haldið fjöl-
margar sýningar hér heima og
erlendis. Inga Elín sýnir verk sem
em unnin í gler, járn og postulín.
Sýningin í Listhúsinu er opin
alla daga kl. 10-18 nema sunnu-
daga 14-18. Henni lýkur 6. júní.
(Fréttatilkynning)
Kynningartilboð til
CANCUN 10. júní
TAESA býður 25 heppnum
íslendingum til Cancun
í Mexíkó f 2 vikur
fyrir 49.900 kr.
Beint leiguflug til Mexíkó frá íslandi
Kr. 59.700,-
2 í stúdíó 10. júní, 2 vikur
Aquamarina Beach Hotel.
Kr. 49.900,-
Hjón með 2 börn 2-14 ára
í herbergi 10. júní, 2 vikur.
í tilefni þess að fyrsta flug
Heimsferða með TAESA
flugfélaginu fór fullt til
Mexíkó í gær með 220
manns býður TAESA okkur
nú 25 sæti í næsta flugi á
sérkjörum til að kynna
þennan heillandi
áfangastað, sem sameinar
það besta í Mexíkó og
fegurstu strendur
Karíbahafsins. Farþegar
gista á glæsilegu, nýju 4
stjörnu íbúðarhóteli við
frábæran aðbúnað og njóta
þjónustu reyndra fararstjóra
Heimsferða í Cancun.
Flugvallaskattar:
Flugvallaskattar og forfallatrygging
fullorðinna kr. 3.770, barna kr. 2.515.
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600