Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 60
MORGVNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SlMI 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Flöskuskeyti frá íslenskum sjómanni fannst á Suðureyjum í Skotlandi eftir langa sjóferð Afgreiðsla kjarasamninganna hafin Fimm ASÍ-félög hafa samþykkt NÝGERÐIR kjarasamningar voru samþykktir á félagsfundum í nokkrum aðildarfélögum Alþýðusambands íslands I gær- .kvöldi. 114 manns sóttu fund sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur boðaði til á Hótel Sögu þar sem samningurinn var tekinn til afgreiðslu í gærkvöldi og var hann samþykktur eftir nokkrar umræður í skriflegri atkvæðagreiðslu með 100 atkvæðum gegn 13. Kjarasamningurinn var sam- þykktur samhljóða á félagsfundi í verkakvennafélaginu Framsókn í gærkvöldi en um 100 félagskonur sátu fundinn. Að sögn Rögnu Bergmann, formanns félagsins, kom fram talsverð óánægja með samninginn við umræður á fund- inum og lýstu konurnar aðallega áhyggjum sínum út af atvinnu- ástandinu og vegna útboða á ræst- ingum. Samningarnir voru samþykktir með 21 atkvæði gegn 5 við skrif- lega atkvæðagreiðslu á 30 manna fundi í Verkalýðsféiagi Akraness í gærkvöldi og einnig voru samn- ingarnir samþykktir samhljóða á fundi í Verslunarmannafélagi Ár- nessýslu. Engir aðrir kostir Hansína Stefánsdóttir, formað- ur félagsins, sagði að fundurinn hefði verið ágætlega sóttur en fram hefði komið að fólk væri ekki ánægt með þessa samninga þó það sæi enga aðra kosti í stöðunni en að samþykkja þá. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson GRÁGÆS Á HREIÐRI í VATNSMÝRINNI Svaríð barst eftir þrjátíu ár NÝLEGA fannst á Suðureyjum við norð- anvert Skotland íslenskt flöskuskeyti sem sent hafði verið frá Nýfundnalandsmið- um fyrir 33 árum. Skeytið mun hafa rek- ið á land rétt hjá bænum Stornoway. Árni Bryiyólfsson sendi skeytið frá sér er hann var 15 ára gamall kyndari með togaranum Apríl GK-122 árið 1960. „Faðir minn var fyrsti vélstjóri um borð í togaranum og ég var með honum í minni fyrstu veiðiferð er ég sendi skeytið frá borði,“ segir Árni. „Ég man ekki nákvæmlega af hverju skeytið var sent en minnir að mig hafi langað til að kynnast einhveijum í Bandaríkjunum. Skeytið hefur því farið í þverofuga átt við það sem því var ætlað.“ Ámi Brynjólfsson rekur nú eigið renni- verkstæði í Hafnarfírði og vinnur töluvert við að breyta bílum. Töluvert er síðan hann hætti á sjó og hann segir að það hafi komið sér verulega á óvart er haft var samband við hann frá Skotlandi og honum tilkynnt um að skeytið hefði fundist. Grein mun birt- ast um málið í skoska blaðinu Sunday Mail á næstunni. Flöskuskeytið harst umAtlantshafiðmeð straumum í 33 ár úns það bar að landi í Stotlandi W St. John't Morgunblaðið/Árni Sæberg Fékk svar 33 árum seinna ÁRNI Brynjólfsson I fjörunni í Hafnarfirði með flösku líka þeirra sem hann sendi skeytið með fyrir 33 árum. Svarið er nú komið frá norðanverðu Skotlandi. Talið er að flaskan hafi jafnvel farið til stranda Skotlands og síðan suður með Evrópu til Portúga, þaðan með staðvindabeltinu aftur til Ameríku, lent þar í Golfstrauminum á ný og svo koll af kolli eins og sjá má á kortinu. Spíssari á botnvörpungi Þegar skeytið var sent var togarinn Apríl staddur á 48. gráðu norður og 48. gráðu vestur eða skammt undan St. John á Ný- fundnalandsmiðum á karfaveiðum. Árni seg- ir að upphaflega haft togarinn haldið á veið- ar á miðin undan Vestur-Grænlandi en síðan frétt af góðri karfaveiði undan Nýfundna- landi. Siglt var þangað og skipið fyllt á þrem- ur dögum. Flöskuskeytið er dagsett sunnudaginn 9. október 1960. í þvi segir Árni að hann sé spíssari á botnvörpungnum Apríl og gefur upp nafn og heimilisfang. Svend Aage Malmberg hjá Hafrannsókna- stofnun segir að miðað við strauma á norðan- verðu Atlantshafí sé eðlilegt að flöskuskeyt- ið hafí borist frá Nýfundnalandi til Skot- lands með Golfstrauminum. Hins vegar sé ekki eðlilegt að það taki allan þennan tíma að ferðast þá leið, það er 33 ár. „Það er því spurning um hvort skeytið hafi ekki farið nokkrar hringferðir á Atlantshafí," segir Svend Aage. Sljórnendur Landsbanka Islands ákveða enn frekari hagræðingu 74 starfsmönnum sagt upp um mánaðamótin STJÓRNENDUR Landsbanka íslands hafa ákveðið að segja upp 74 starfsmönnum bank- ans um næstu mánaðamót, samkvæmt örugg- um heimildum Morgunblaðsins. Ákvörðunin er liður í þeim hagræðingaraðgerðum sem unnið hefur verið að í bankanum um nokkurt skeið. Hafa forráðamenn bankans haft samráð við starfsmannafélag Landsbankans og for- svarsmenn Sambands íslenskra bankamanna. Starfsmönnum Landsbankans hefur verið fækk- að nokkuð að undanförnu með því að ráða ekki í stöður starfsmanna sem láta af störfum auk ,þess sem dregið hefur verið úr yfirvinnu. Munu uppsagnimar, sem ákveðið hefur verið að hefjist um næstu mánaðamót, ná til útibúa bankans um allt land. Er reiknað með að þær verði tilkynntar innan bankans í dag eða á morgun. Alls störfuðu 1.037 starfsmenn við bankastörf í Landsbankan- um um sínustu áramót. Skilyrði um aðhald Unnið hefur verið að ýmsum spamaðar- og hagræðingarráðum í rekstri bankans á undanföm- um 2-3 ámm en um seinustu áramót tóku gildi nýjar alþjóðlegar reglur (BIS) um 8% eiginfjárhlut- fall innlánsstofnana. Þegar ríkisstjómin ákvað í vetur að veita bankanum rúmlega 4 milljarða króna til að styrkja eiginfjárstöðu bankans var rík áhersla lögð á aðhald í rekstri í kjölfarið. Stjómendum bankans þótti ganga hægar að fækka störfum við bankann en stefnt hafði verið að með því að ráða ekki í störf sem losnuðu og því þótti óhjákvæmilegt að grípa til uppsagna nú. Þá er fækkun útibúa til umíjöllunar hjá bankaráði. Stjómendur Landsbankans eða formaður starfs- mannafélagsins vildu ekki tjá sig um þetta mál í gærkvöldi. Anna ívarsdóttir, formaður Sambands íslenskra bankamanna, vildi heldur ekki staðfesta uppsagnimar. Hún sagði að sambandið hefði átt fund með forsvarsmönnum Landsbankans en samningar bankamanna væru lausir og í viðræðum um þá væm atvinnumál sett á oddinn. 912 bílar voru enn á nöglum í SAMEIGINLEGU umferð- arátaki lögreglumanna á Suðvesturlandi í síðustu viku voru höfð afskipti af 1.155 ökumönnum. 912 þeirra óku enn á negld-. um hjólbörðum, 134 höfðu ófullnægjandi skráningarmerki á ökutækjum sínum en 109 vom ökumenn vinnuvéla sem gera þurfti athugasemdir við. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfírlög- regluþjóns voru langflestir öku- mannanna einungis áminntir en nokkrir þeirra þó sektaðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.