Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF þriðjudagur 25. maí 1993 35 Innflutningsfyrirtæki Umfangsmiklar skipulags- breytingar hjá Sindra- Stáli í KJÖLFAR þess að Sindra-Stál tók á síðasta ári við innflutnings- starfsemi Landssmiðjunnar, sem m.a. var umboðsaðili fyrir Alfa- Laval, Atlas Copco og Dexion, voru gerðar umfangsmiklar skipulagsbreytingar hjá Sindra með aðstoð rekstrarráðgjafa frá Hagvangi. I kjölfar endurskipu- lagningarinar var fyrirtækinu skipt í þrjár deildir. Ein deildin fæst við fjármál og rekstur skrif- stofu, markaðsmálum er skipt í tvær deildir þar sem annars veg- ar er um að ræða sölu á smíðast- áli ýmiskonar en hins vegar sölu á vélum og verkfærum. Nú sinnir Sindra-Stál eingöngu innflutn- ingj en starfsmenn fyrirtækisins eru 32 talsins. Sindri var upphaflega stofnaður sem járnsmiðja á 3ja áratugnum. Síðar fór fyrirtækið í vaxandi mæli út í innflutning jafnhliða viðamikilli framleiðslu og brotajámsvinnslu. Fyrirtækið seldi smiðjureksturinn árið 1980 og brotajárnsvinnsluna árið 1989 og hefur verið hreint inn- flutningsfyrirtæki síðan. Sömuleiðis hefur fyrirtækið þróast úr því að vera fjölskyldufyrirtæki yfir í að vera hlutafélag í eigu óskyldra að- ila þar sem Útgerðarfélagið Freyr hf. er aðalhluthafi. Fyrirtækið þjónar í dag fyrst og fremst málmiðnaði og verktakaiðn- aði með efni, vélar og tæki og krefst þessi starfsemi mjög haldgóðrar tæknilegrar þekkingar hjá sölu- EININGABREF 2 EIGNARSKATTSFRJALS Raunávöxtun sl. 6. mánuði 10,3% KAUPÞING HF Löggi/f verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, stmi 689080 í eigu liúnabaritanka íslands og sparisjóðantia mönnum. Aðeins óverulegur hluti sölunnar er fyrir neytendamarkað en þar er þá helst um að ræða handverkfæri og garðvörur frá Black & Decker. Uppbygging véla- og tækjadeildar Að sögn Bergþórs Konráðssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins hefur Sindri undanfarin ár fyrst og fremst verið efnissali og verið með viðamikið lagerhald í smíðastáli ýmiskonar. „Mikill samdráttur í málmiðnaði hefur haft sín áhrif á reksturinn þannig t.d. að rekstrar- tekjur minnkuðu um 8% á síðasta ári. M.a. vegn'a þessara aðstæðna og minnkandi fjárfestinga og sam- dráttar í málmiðnaði og verktaka- iðnari, var þörf á að auka vöruúr- varlið. Því hefur verið markvisst unnið að uppbyggingu véla og tækjadeildar á síðustu mánuðum.“ Hann segir fyrirtækið selja fjöl- breyttan tækjabúnað, m.a. frá Alfa- Laval, Atlas Copco, Lincoln/Nor- weld, Ridgid og Black&Decker. Nýverið hefur Sindra-Stál hafið sölu á ELU handverkfærum en Bergþór segir ELU merið vel þekkt meðal iðnaðarmanna. ELU fyrir- tækið er í eigu Black & Decker samsteypunnar en ELU merkið er notað fyrir öfiugari verkfæri fyrir byggingariðnaðinn. Fyrst um sinn selur Sindri ELU vörurnar ein- göngu í verslun sinni að Borgartúni 31. NÁMSTEFNA UM BIÐLARA-MIÐLARA (Client-Server Computing) veröur haldin hjá Nýherja föstudaginn 4. júní 1993 kl. 9-17.30. Chris’ Hall frá QA Training Ltd í Bretlandi leiöir námstefnuna og fer hún fram á ensku. Vátryggingar _* HagnaðurBIum 12 milljónir HAGNAÐUR Brunabótafélags Islands (BÍ) á sl. ári varð um 12 inilljónir samanborið við um 6 milljónir árið 1991. Bókfært eig- ið fé jókst um tæp 5% milli ára í 323 milljónir. Brunatryggingar er eina vátryggingagreinin sem rekin er í BI þar sem aðrir trygg- ingastofnar voru fluttir yfir til V átryggingafélags íslands hf. (VÍS) eftir stofnun þess árið 1989. VÍS annast framkvæmd bruna- trygginganna í verktöku en í nafni BÍ og í ábyrgð þess. Iðgjöld ársins í þessari grein samkvæmt samning- um félagsins við sveitarfélögin í landinu námu alls á árinu 1992 um 291 milljón og hækkuðu um 7,7% milli ára. Tjón ársins námu um 201 milljón og lækkuðu um 13,3% milli ára. Viðskipti Forseti Chile á viðskipta- ráðstefnu Forseti Chile mun heimsækja Noreg í júnímánuði og í tilefni þess ætlar útflutningsráðið í Noregi að standa fyrir ráðstefnu í Osló þann 1. júní næstkomandi. Ræðismaður Chile á íslandi, Þor- lákur Helgason, vildi vekja athygli Islendinga á þeim viðskiptamögu- leikum sem felast í Chile enda hafa nokkur íslensk fyrirtæki átt við- skipti við aðila í Chile, með góðum árangri. Auk forsetans verða á ráðstefn- unni 25 viðskiptaaðilar frá Chile og Þorlákur sagði að á ráðstefn- unni myndu þeir t.d. lýsa yfir áhuga sínum með að kaupa strandferða- skip auk þess hafa þeir sérstaklega áhuga á auknu samstarfi við Norð- urlöndin á sviði ferðamála. Tryggingasjóður félagsins var í árslok 1992 um 346 milljónir og hafði vaxið um 2,5% frá fyrra ári. Eigin tryggingasjóður var um 17 milljónir eða um 118% af eigin ið- gjöldum. Hlutabréfaeign félagsins í árslok var bókfærð á um 524 milljónir en þar af eru hlutabréfin í VÍS bók- færð á um 402 milljónir. Hlutabréf í Líftryggingafélagi íslands eru fók- færð á 122 milljónir. Eiginfjárhlut- fall Brunabótafélagsins var í árslok um 34%. í stjórn sitja þeir Guðmundur Oddsson, formaður, Friðjón Þórðar- son, varaformaður og Jónas Hall- grímsson, ritari. í varastjórn eru Hreinn Pálsson, Andrés Valdimars- son og Valdimar Bragason. Um námsstefnuna: Hiö ódýra og sveigjanlega vinnsluafl PC einkatölva býður upp á dreifða tölvuvinnslu með vinnustöðvum tengdum á nærneti í stað miðlægrar vinnslu á millitölvu eða stórtölvu. Sífellt fleiri fyrirtæki flytja mikilvæg gögn yfir á nærnetsþjóna, og æ meiri biðlara-miölara (dient-server) hugbúnaður er þróaður til að nýta kosti þessa umhverfis. Námsstefnan mun skoða þessa þróun, þann hugbúnað sem er til f dag og þá stefnu sem líklegt er að þróun hugbúnaðarins muni taka. Námsstefnan er ætluð tölvudeildafólki og stjómendum tölvudeilda, tölvuráðgjöfum, þjónustuaöilum og öðrum tölvunotendum sem vilja kynnast biðlara-miölara tölvuumhver- fum. Gert er ráð fyrir þekkingu á DOS, Windows eöa OS/2. Efnisyfirlit: ► Grunnhugtök biðlara-miðlara (b-m) ^ Vélbúnaðarþörf ► Skilgreining kostnaðar ► Yfirlit yfir gagnagrunnsmódel ► "Host migration” ► Client-Server gagnagrunnar ► Venslaðir gagnagrunnar ^ Hagnýtar ábendingar Að lokinni námsstefnu eiga þátttakendur: Að skilja biðlara-miðlara umhverfið Gera sér grein fyrir kostum og áhættu viö það að dreifa gögnum um nærnet Vera í betri aðstöðu til að meta hvenær nærnetsvæðing og notkun b-m á viö Þekkja vélbúnaðarkröfur b-m kerfa Skilja lykilhlutverk SQL og staðlaðra pakka Hafa skoðað eiginleika helstu gagnagrunnskerfa (RDBMS) Gera sér grein fyrir hvert þróunin stefnir Þátttaka tilkynnist sem fyrst í símum 69 77 69 og 69 77 00. Takmarkaður sætafjöldi. NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SÍMI 69 77 OO AUtaf skrefi á undan ÁBURÐUR OG GRASFRÆ MR búðin«Laugavegi 164 sími 11125-24355 Ki Forysta í faxtækjum FYRR EN SEINNA VELUR ÞÚ FAX FRÁ RIC0H Jra SKIPHOLTI 17 ■ 105 REYKJAVlK w—. SÍMI: 91-627333 • FAX: 91-628622 CIV_>t__) kynnir nýja kynslóð LASER PRENTARA . Kynningar- verð frá 79.900 Gildir út maímánuó [ Afkastamiklir: 9-16 síóur á mín. Risc örgjafi: Grafísk vinnsla hraóvirkari Hermir effin HP LacerJet III, Epson FX-80 IBM Graphics printer IBM Proprinter Möguleikar: • Minnisstœkkun allt aó 9 MB • PostScript • Apple Talk og margt fleira Hverfisgata 103-101 Reykjavík Sími 627250 Fax 627252
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.