Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 flCRAAJIfl Með morgunkaffinu Mér fannst kynlífssenan mjög sannfærandi. Það gerðist ekkert! Bættu þúsundkalli á reikn- inginn fyrir að missa ekki út úr þér hvað frúin hafi breyst mikið. HOGNI HREKKVISI „ PtZZ-AN HAN6 fZBDIET A /VUG. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691329 - Símbréf 681811 Sund fyrir fötluð börn Frá Guðlaugu Sveinbjarnardóttur: SUND er þjóðaríþrótt íslendinga, miðað við þátttöku almennings. Ástæður eru m.a. þær, að hér hafa fólki verið búnar góðar aðstæður til sundiðkunar. Næstum allir geta stundað sund sér til heilsubótar og ánægju, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir, fatlaðir eða ófatlaðir. Fyrir marga hreyfihamlaða er sundið eina íþróttin þar sem þeir geta reynt á allan líkamann og unnt er að auka þrek og þol. Því er mjög mikilvægt að fötiuð böm venjist snemma við æfingar í vatni sem búa þau undir sundnám. Frá Friðborgu Maríu Elísdóttur: Ég flutti til Bergen um síðustu áramót. Tíkin mín, sem er af golden retriever kyni, flutti að sjálfsögðu með mér. Að koma til Noregs frá íslandi sem hundaeigandi er vægast sagt eins og að koma í paradís úr víti. Hér eru hundar í fylgd með eigendum sínum alls staðar vel- komnir, má þar nefna strætisvagna, pósthús og banka. Fyrir utan marg- ar matvöruverslanir eru meira að segja hundabásar. Bíllausir hunda- eigendur hér eru því ekki í vandræð- um. Það sem mér fannst yndislegast var þegar ég fór að kynna mér Norsk kennel klubb (norska hunda- ræktarfélagið) og samvinnuklúbba hans, komst ég að þeirri niðurstöðu að Hundaræktarfélag íslands stendur eldri og stærri erlendum hundaræktarfélögum hvergi að baki. Námskeiðin og fyrirlestrarnir sem Hundaræktarfélag íslands hef- ur staðið fyrir eru fyrsta flokks samanborið við það sem er á boð- stólum hjá Norsk kennel klubb. Það er ekki lítils virði fyrir hundaáhugafólk sem flytur frá ís- landi að ættabókarskírteini frá Hundaræktarfélagi íslands skuli vera fullgild hvar sem er. Hundaeig- endur géta því tekið þátt í hunda- sýningum og ræktun með hunda sína hvar sem þeir eru í heiminum staddir. Þetta kemur til af aðild Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra hefur frá upphafi lagt áherslu á að nýta kosti vatnsþjálfunar fyrir skjólstæðinga sína. Þegar félagið hóf rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn í Reykjadal í Mosfellssveit, árið 1963, var fljótlega byggð laug á staðnum. Hefur sund og leikur í vatni alla tíð verið mjög mikilvægur þáttur í starfsemi sumarbúðanna. Gamla laugin í Reykjadal er nú að hruni komin, enda byggð af van- efnum á sínum tíma og uppfyllir ekki nútímakröfur um hreinlæti. Næsta verkefni félagsins er að end- urnýja laugina, því erfitt er að hugsa Hundaræktarfélags íslands í NKU (Nordisk kennel union) og FCI (Federation cynologique inemati- onale). Hundaræktarfélag íslands væri ekki aðildarfélag þessara fé- laga nema vegna þess að lög og reglur félagsins uppfylla kröfur þeirra. Hversu dýrmætt þetta er grunar mig að margir geri sér ekki grein fyrir. Mér'finnst það aldeilis frábært þegar borinn er saman aldur og stærð þessara félaga. Norsk kennel klubb er tæplega 100 ára, stofnað 1898, félagatal næstum 100.000 og Hundaræktarfélag íslands, rétt rúmlega tvítugt, stofnað 1969, fé- lagatal 1.000. Hvað vel hefur tekist til að tína saman gullkomin frá eldri erlendum hundaræktarfélögum og gera úr þeim einn gullmola á ís- landi, Hundaræktarfélag íslands. Hundaræktarfélag Islands til hamingju með árangurinn sem náðst hefur á síðustu tuttugu og þrem árum. Guðrún Guðjónssen formaður og hennar samstarfsfólk, þið eigið heiður skilið fyrir vel unn- in störf. Vonandi eigið þið eftir að fá frið til að áorka meiru fyrir félag- ið. Félagsmenn haldið vörð um litla og unga félagið okkar, það er svo auðvelt að skemma en erfitt að byggja upp. FRIÐBORG MARÍA EIÍSDÓTTIR Bergen, Noregi. sér sumarbúðir þar sem 120 börn dvelja um lengri eða skemmri tíma yfir sumarið, án sundlaugar. Fötluð böm þurfa oft langan tíma til að venjast vatninu og ná valdi á - líkamanum og önduninni, þannig að raunveraleg sundkennsla geti hafist. Byrjað er á að kenna börnun- um að Ioka fyrir öndun eða blása frá sér þegar vit þeirra fara í kaf. þetta er gert með alls konar leikjum, sem gera smám saman meiri kröfur þar til börnin eru óhrædd við að kafa t.d. gegnum hring eða eftir hlut á botninum. Þar sem öndun hreyfihamlaðra barna er oft mjög grunn og þol lélegt eru slíkar köf- unaræfingar mjög gagnlegar. Ann- að mikilvægt atriði er að hjálpá bömunum að draga úr vöðvaspennu og ná valdi á að fljóta á baki án flotholta. Þetta tekur oft langan tíma, því hreyfihömluð börn, einkum þau sem era spastísk, eru oftast mjög stíf og halda illa jafnvægi í vatni, þ.e. þau vilja velta út á hlið þar eð önnur hliðin er oftast stífari en hin. Vegna þess hve líkaminn er léttur í vatni er gott að æfa þar göngu og ýmsar aðar hreyfingar. Gripið er einnig gott að þjálfa með því að halda sér í bakkann og færa sig úr stað með höndunum. Það eru notaðir alls konar leikir og söngvar til að gera sundæfingar sem skemmtilegastar og fá börnin til að gleyma vatnshræðslu sinni. í þessum sundtímum þarf að vera aðstoðarmaður fyrir hvert barn, þar sem ekki era notaðir kútar við sund- æfíngarnar. í lok tímans fá þó krakkarnir kútáf syo þeir geti leikið lausum hala og .er þá farið í leiki til að fá þá til að reyna á sig til hins ýtrasta. Köttur og mús, stór- fískaleikur, boltaleikir og eltinga- leikir eru vinsælir. Hreyfihömluð börn geta sjaldnast hlaupið á þurru landi. Þau hafa því mjög gaman af slíkum leikjum í sundinu og þjálfa upp þrek og þol um leið og þau læra að béygja sig undir vissar leik- reglur. Sundþjálfun hefur mjög marga kosti fyrir hreyfihömluð börn og gefur möguleika til þjálfunar, sem ekki fæst með öðrum hætti, auk þeirrar vellíðunar og kátínu sem að jafnaði fylgir þessari þjálfun. GUÐLAUG SVEIN- BJARNARDÓTTIR sjúkraþjálfari. Hundaræktarfélag Islands Víkverji skrifar Eins og sjá mátti hér í blaðinu í fyrradag er nú að hefjast hefð- bundið rifrildi milli banka annars vegar og hagsmunasamtaka launa- fólks og atvinnurekenda og raunar stjómvalda einnig hins vegar um það, hvort tilefni sé til að lækka vexti. Aðilar vinnumarkaðar og ríkis- stjórn hafa samið um vaxtalækkun en talsmenn ríkisbankanna sögðu í samtali við Morgunblaðið í fyrradag, að líklegra væri að vextir mundu hækka! Fengin reynsla er bezti mæli- kvarðinn á það, hvort líklegt sé að vextir lækki. I kjarasamningunum, sem gerðir voru fyrir rúmu ári var gert ráð fyrir vaxtalækkun, sem ekki varð. í aðgerðum ríkisstjórnar í nóv- embermánuði sl. var gert ráð fyrir vaxtalækkun, sem ekki varð að nökkra marki. Líkurnar á því, að einhver raunveraleg vaxtalækkun verði nú, eins og allt er í pottinn búið era sáralitlar. Þess vegna er skynsamlegast fyrir bæði atvinnufyr- irtæki og einstaklinga að gera ekki ráð fyrir nokkurri vaxtalækkun, sem máli skiptir. Þótt hægt sé að færa ákveðin rök fyrir því, að tilefni sé til að lækka vexti kemur tvennt á móti, sem dregur úr líkum á því. í fyrsta jagi aukin lánsfjárþörf ríkis- sjóðs. I öðru lagi vaxtaskattur í byrj- un næsta árs. En aðalástæðan er auðvitað sú, að bankarnir þurfa á miklum vaxtamun að halda til þess að standa undir gífurlegum útlán- atöpum. xxx Fólk talar mikið um kreppuna og framtíð lands og þjóðar. Ein kenning, sem færa má rök að er sú, að ísland sé nú í áþekkri stöðu, þeg- ar horft er hingað frá Evrópu eins og ýmis byggðarlög, sem nú eru komin í eyði, voru fyrir nokkrum áratugum, þegar horft var til þeirra frá suðvesturhominu. Yfirleitt var þróunin sú, að unga fólkið flutti fyrst í burtu, eldra fólkið þraukaði lengur en gafst líka upp og fór í burtu og eignimar urðu verð- lausar af því, að enginn hafði áhuga á að kaupa þær. Verður þróunin sú sama hér? Unga fólkið, sem hefur aflað sér alþjóðlegr- ar menntunar flytur á brott og hazl- ar sér völl í öðram löndum, þar sem möguleikar eru meiri. Eldra fólk og þeir, sem hafa minni menntun verða eftir. Aflinn minnkar stöðugt, eignir lækka í verði og fólksflótti ágerist. Þetta er svört mynd en kannski raun- særri en margan grunar. xxx Hvemig á að bregðast við? Til dæmis með því að draga úr væntingum og lækka lífskjarastigið. Það hefur hvort sem er gefið ranga mynd af afkomumöguleikum í land- inu vegna þess, að við höfum búið við stríðsgróða í hálfa öld og að auki blekkt sjálf okkur með miklum er- lendum lántökum. Nú er stríðsgróð- inn að hverfa, lánamöguleikar tak- markaðir og þá kemur í ljós hver afkoma okkar raunverulega er. Hef- ur þjóðin þrek til þess að horfast í augu við þann raunveruleika?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.