Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 4
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1993 InnflutningTir á hestakerrum gegnum Siglufjörð í rannsókn Sýslumaður grunaður um aðild að smyglmáli SÝSLUMÍAÐURINN á Siglufirði er grunaður um aðild að tollalaga- broti og hefur Rannsóknarlögregla ríkisins fengið mál hans til með- ferðar. Fjárreiður embættisins eru til rannsóknar hjá Ríkisendur- skoðun. Sýslumaður hefur tekið sér leyfi meðan málið er til rannsókn- ar. Það kom upp í tengslum við innflutning á hestakerru sem tollaf- greiða átti á Siglufirði þann 14. þessa mánaðar en rannsóknin bein- ist nú einnig samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins að innflutn- ingi á nokkrum hestakerrum til landsins í gegnum Siglufjörð í fyrra og hafa fleiri starfsmenn embættisins verið yfirheyrðir vegna þess. Samkvæmt innflutningspappír- um átti að vera um að ræða eina hestakerru og var skráður innflytj- andi hennar eiginkona sýslumanns. Kerran var flutt til landsins frá Þýskalandi með skipi til Reykjavík- ur en umskipað þar og flutt til Siglufjarðar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins voru tollverðir úr Reykjavík á Siglufirði þegar skip með kerruna kom þangað og unnu að tollskoðun kerrunnar en það hefði að öðrum kosti komið í hlut VEÐUR löggæslumanna á Siglufirði og sýslumanns sem var samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins staddur við höfnina þegar kerrunni var skipað upp. Reiðtygi Við athugun tollvarðanna kom í ljós að kerran var full af ýmis kon- ar vamingi, einkum reiðtygjum en einnig t.d. áfengi. Heimildir Morg- unblaðsins herma að verðmæti varningsins hafi numið hundruðum þúsunda króna. Þá herma heimildir Morgun- blaðsins að til rannsóknar sé inn- flutningur frá því í fyrra á nokkrum hestakerrum, sem voru sendar að talið er frá aðila í Þýskalandi og tollafgreiddar á Siglufirði, án þess að hafa haft frekari viðdvöl hjá aðilum í bænum. Tveir menn frá RLR hafa verið á Siglufirði nýlega vegna rannsókn- ar þessa máls og samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hafa menn frá Ríkisendurskoðun einnig hafið rannsókn á íjárreiðum embættis sýslumanns í umboði dómsmála- ráðuneytis. Hjá RLR fékkst í gær staðfest að mál þetta væri til rann- sóknar þar og hjá dómsmálaráðu- neytinu fékkst upplýst að sýslumað- urinn á Siglufirði hefði tekið sér leyfi. Hins vegar fengust ekki upp- lýsingar um efnisatriði málsins eða niðurstöður úr rannsókn Ríkisend- urskoðunar. I DAG kl. 12.00 Heimitó: Veðurstofa Istands (Byggt á veðurspá KJ. 1$.15 í gær) VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 11 alakýjaö Reykjavfk 9 alskýjað Bergen 14 alskýjað Helsinki 15 skýjað Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Narssarssuaq 13 skýjað Nuuk 2 rigning Ósló 24 léttskýjað Stokkhólmur 25 léttskýjað Þórshöfn 7 alskýjað Algarve 20 skúrir Amsterdam 20 hátfskýjað Barcelona vantar Berlín 19 léttskýjað Chicago 17 léttskýjað Feneyjar 23 léttskýjað Frankfurt 24 hálfskýjað Glasgow 18 skýjað Hamborg 18 skýjað London 24 skýjað LosAngeles 17 skýjsð Lúxemborg 23 skýjað Madrid vantar Malaga 21 skýjað Mallorca 32 léttskýjað Montreal 12 rigníng NewYork 18 alskýjað Orlando 20 létlskýjað Paria 23 skýjað Madelra 19 skýjað Róm 26 léttskýjað Vín 20 hálfskýjað Weshington vantar Winnipeg 8 skýjað Verðlaunahafar VIÐIR Stefánsson og Petrea Guðmundsdóttir sem unnu til verð- launa í Birmingham í Bretlandi í gær. Islenskt par vinnur til dansverðlauna ÍSLENSKU dansararnir Víðir Stefánsson og Petrea Guðmunds- dóttir unnu í gær til verðlauna í opinni áhugamannakeppni 24 ára og yngri í suður-amerískum (,,latin“) og „ballroom" dönsum i Birmingham í Bretlandi í gær. Þau komust í undanúrslit í flokki áhugamanna og urðu í ljórða sæti í flokki sem kallast ungir meistarar í „ballroom" dansi. Þau unnu bæði áhuga- mannaflokkinn og þann sem kall- ast ungir meistarar í suður-amer- ískum dansi. „Við unnum í öllum fimm dönsunum," sagði Víðir í samtali við Morgunblaðið í gær. . Sl. laugardag tóku þau þátt í sterkari keppni þar sem 60 pör tóku þátt og voru einu stigi frá því að komast í undanúrslit keppninnar. Víðir sagði gott að fá þessa viðurkenningu og vonað- ist til að þau fengju aukna at- hygli í kjölfarið, einkum meðal dómara. Þau halda til Blackpool á fimmtudaginn til þess að taka þátt í keppni sem kallast „British Open“. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins Vatnstjón nema mflljarði á ári ÁRLEGA verða tjón vegna vatnsleka í heimahúsum sem metin eru á um einn milljarð króna og þar af hafa tryggingafélögin bætt um helming skaðans, að sögn Hákons Ólafssonar, forstöðu- manns Rannsóknastofnunar byggingariðnað^rins. Hákon segir að litlar rannsóknir og þróun hafi átt sér stað innan lagnaiðnaðar- ins hérlendis. Rannsóknastofnunin hefur nú hleypt af stokkunum átaksverkefni til tveggja ára til að stemma stigu við vatnstjónum. Tryggingafélögin kosta verkefnið að hálfu leyti en ýmsir aðrir hagsmunaaðilar að öðru leyti. Stefnt er að því að setja ýmsa staðla um lagnir og koma á gæða- eftirliti með vinnu á þessu sviði. „Lagnageirinn hefur verið veru- lega afskiptur hvað varðar rann- sóknir og þróun. Það hefur ekki verið mikil rannsóknastarfsemi á þessu sviði fyrr en með stofnun lagnadeildar innan Rannsókna- stofnunarinnar fyrir tveimur árum,“ sagði Hákon. Ekfei séríslenskt Hann sagði að þetta vandamál væri ekki séríslenskt heldur ættu nágrannalöndin við sama vanda að stríða. Bæði hérlendis og á hinum Norðurlöndunum væru vatnstjónin stærri bótaþáttur hjá tryggingafé- lögunum en bruna- og innbrotstjón samanlagt. Ataksverkefnið er unnið undir stjórn Einars Þorsteinssonar deild- arstjóra lagnadeildarinnar og snýst það m.a. um vottun efnisgæða í lögnum. Einnig verður unnið að gerð kennslumyndbands. ♦ ♦ ♦ Níu sækja um að stjórna lögregluskóla NÍU hafa sótt um stöðu skóla- sljóra Lögregluskóla rikisins, en Bjarki Elíasson yfirlögreglu- þjónn er að láta af því starfi um þessar mundir. Umsækjendur eru: Amar Guð- mundsson, deildarlögfræðingur hjá RLR, Arnar Jensson, kennari við Lögregluskóla ríkisins, Bjarni J. Bogason, rannsóknarlögreglumað- ur, Björgvin Björgvinsson, rann- sóknarlögreglumaður, Gunnlaugur Snævarr, yfirkennari, Helgi Skúla- son, kennari við Lögregluskóla rík- isins, Magnús Einarsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn, Ómar Smári Ár- mannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn og Þröstur Brynjólfsson, yfir- lögregluþjónn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.