Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993
3&-
HLUTAVELTA. — Þessar stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða
krossi íslands og söfnuðu 1.170 krónum. Þær heita Hildigunnur Helga-
dóttir, Sólveig Lilja Viktorsdóttir, Kristín Edda Sigurðardóttir og Inga
Sigríður Snorradóttir.
SUS vill breyta rekstrarformi RUV
STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismanna skorar á menntamála-
ráðherra að hefja þegar í stað undirbúning að breyttu rekstrarformi
RUV. Það hefur lengi verið skoðun ungra sjálfstæðismanna að ríkið
eigi ekki að standa að rekstri sem einstaklingar eða hópar þeirra
geti sinnt jafn vel, segir í ályktun stjórnar SUS.
Nú er komin nokkurra ára
reynsla af fijálsri fjölmiðlun á ís-
landi og er ekki sjáanlegt að einka-
aðilar á markaðnum séu síður hæf-
ir til slíks rekstrar heldur en ríkið.
Það má reyndar færa rök fyrir
því að einkaaðilarnir séu hæfari
heldur en ríkið þar sem rekstrar-
kostnaður þeirra af sambærilegri
þjónustu er mun lægri heldur en
ríkisútvarpsins sem skilar sér á
endanum í pyngju neytenda. Sem
dæmi um þetta má nefna að frétta-
stofur RÚV kosta tvöfalt meira í
rekstri en fréttastofa íslenska út-
varpsfélagsins og rekstrarkostnað-
ur Rásar 2 er tugum mílljóna króna
hærri en Bylgjunnar, þrátt fyrir
svipaða dagskrá.
Það þarf ekki að tíunda hversu
óréttlátt það er gagnvart hinum
almenna borgara að hann sé skyld-
aður til áskriftar að einum fjölmiðli
frekar en öðrum. Jafnframt er það
óeðlilegt viðskiptasiðferði að ríkið
geti rekið fjölmiðil sem bæði nýtur
skylduáskriftar og keppir á almenn-
um auglýsingamarkaði við einiS^"
rekna fjölmiðla. Það er augljóst að
þetta - skapar ríkisfjölmiðlinum
óeðlilega samkeppnisaðstöðu þar
sem hann getur haldið niðri auglýs-
ingaverði á markaðnum og svelt
þannig aðra fjölmiðla.
í ljósi ofangreinds telur stjórn
SUS að þegar í stað beri að breyta
rekstrarformi RÚV og mynda um
reksturinn eitt eða fleiri hlutafélög
sem síðan verði seld einkaaðilum
eins fljótt og auðið er.
(Fréttatilkynning)
RADAUGt YSINGAR
Félagsstarf aldraðra
f Reykjavík
Sumar- og orlofsferðir
Hinar árlegu sumar- og orlofsferðir hafa ver-
ið skipulagðar og tímasettar.
Nánari upplýsingar eru í Fréttabréfi um mál-
efni aldraðra, sem sent er Reykvíkingum 67
ára og eldri og liggur frammi til kynningar á
öllum félagsmiðstöðvum.
Upplýsingar og pantanir í Félags- og þjón-
ustumiðstöðinni, Bólstaðarhlíð 43, í símum
689670 og 689671 frá og með mánudeginum
24. maí nk. milli kl. 9.00 og 12.00.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.
Höfðabakki 9 - bogahús -
skrifstofuhúsnæði
Til leigu er 450 fm húsnæði á 4. hæð og 425
fm húsnæði á 7. (efstu) hæð í húsinu.
Laust frá 1. desember nk.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 676166.
Skrifstofuherbergi
í Ásmundarsal við Freyjugötu er til leigu
16,5 fm skrifstofuherbergi á jarðhæð.
Aðgangur að eldhúsi. Laust 1. júní.
Upplýsingar í síma 11465 frá kl. 9.00-12.00.
SJÁLPSTÆDISPLOKKURINN
F É I. A G S S T A R F
Hvað hefur áunnist?
Samband ungra
sjálfstæðismanna og
Heimdallur boða til
fundar í tilefni þess
að nú eru tvö ár frá
því að ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar
tók við stjórnar-
taumunum. Fundur-
inn verður í Valhöll,
Háaleitisbraut 1,
fimmtudaginn 27. maí og hefst kl. 20.30.
Gestir fundarins verða ráðherrarnir Davíð Oddsson, forsaetisráð-
herra, Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, Halldór Blöndal, land-
búnaðar- og samgönguráðhera, og Þorsteinn Pálsson, dómsmála-
og sjávarútvegsráðherra.
Fundarstjóri verður Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna.
Sma auglýsingor
Lífsýn
Gróðursetningarferð i Heiðmörk
í dag kl. 17.00.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533
„íþróttir fyrir alla“
Ferðafélagið efnir til hverfa-
gönguferða í samvinnu við
„íþróttir fyrir alla“ þriðjudaginn
25. maí eins og hér segir:
1) Gönguferðir um Öskjuhlið.
Gangan hefst við Perluna.
Gengið um skógarstíga og hug-
að að stríðsminjum. Fararstjóri:
Kristján Sigfússon.
2) Ganga um Laugardal hefst
við Mörkina 6, hús Feröafélags-
ins. Gengið inn í Grasagarðinn
að gömlu Þvottalaugunum og til
baka um Laugarásinn. Farar-
stjóri: Þórunn Þórðardóttir.
3) Ganga um Seltjarnaqrnes
hefst við Seltjörn og verður
gengið um Suðurnes. Leiðsögu-
maður: Guðjón Jónatansson.
4) Ganga um Elliðaárdal hefst
við Mjódd og verður gengið upp
að Kermóafossi og til baka í
Mjóddina. Fararstjóri: Sigurður
Kristinsson.
Brottför f hverfagöngurnar
verður kl. 20.00 og tekur hver
gönguferð um eina klst.
Ókeypis ferðir.
Ferðafélag (slands.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533
Hvítasunnuferðir FÍ -
28.-31. maí
1) Snæfellsnes -
Snæfellsjökull.
Gist í svefnpokaplássi að Görð-
um í Staðarsveit. Jökullinn heill-
ar, en margt annað er í boði,
bæði á láglendi og fjöllum.
Silungsveisla. Stutt í sundlaug.
2) Öræfajökull - Skaftafell.
Gengið á Hvannadalshnjúk,
12-14 klst. ganga. Gist að Hofi.
Gönguferð og æfing ( Þjóðgarð-
inum.
3) Skaftafell - Öræfasveit -
Jökulsárlón. - Snjóbílaferð á
Skálafellsjökul í boði.
Göngu- og skoðunarferðir um
þjóðgarðinn og Öræfasveitina.
Góð gistiaðstaða í svefnpoka-
plássi eða tjöldum að Hofi.
Árbókin 1993: Við rætur Vatna-
jökuls eftir Hjörleif Guttorms-
son var að koma út. Ferðir 2
og 3 eru fyrstu af mörgum ferð-
um i sumar sem tengjast efni
hennar. Ómissandi í ferðir um
Austur-Skaftafellssýslu.
4) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs-
skála. Gönguferðir um Mörkina.
Brottför í ferðirnar er kl. 20.00.
Farmiðasala á skrifstofunni,
Mörkinni 6.
5) 29.-31. maí - Brottför kl.
08.00: Fimmvörðuháls - Þórs-
mörk. Ekið að Skógum og geng-
ið þaöan á laugardeginum yfir
til Þórsmerkur.
Upplýsingar og farmiðar á skrif- 7Í
stofunni, Mörkinni 6.
Ferðafélag íslands.
skólar/námskeið
myndmennt
■ Sumarnámskeið
Hvað ætlar þú að gera í sumar?
Haldin verða tvö 5 daga námskeið í júní
og júlí í myndsköpun í Lýsuhólsskóla
undir Jökli. Við vinnum með ólík efni,
s.s. náttúruefni, pappír og liti, leir og gifs.
Uppl. og skráning hjá Steinunni,
s. 11889, og Ólínu, s. 44105.
tölvur
■ Öll tölvunámskeið á PC og
Macintosh. Við kennum allt árið.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
■ Macintosh fyrir byrjendur.
15 klst. um stýrikerfi, ritvinnslu, gagna-
söfnun og töflureikni. 180 bls. handbók
fylgir. 1.-4. júní kl. 16-19.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
■ Windows og PC grunnur.
9 klst. um Windows og grunnatriði PC
notkunar 1.-3. júní kl. 16-19.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
■ Filemaker Pro gagnagrunnur.
15 klst. um gagnagrunninn vinsæla fyrir
Macintosh og Windows notendur.
7.-11. júm' kl. 9-12.
Tölvu- og verkfræðiþjón.;stan,
Grensásvegi 16, s. 6880þ0.
■ Excel töflureiknirinn.
15 klst. ítarlegra og lengra námskeið.
7.-11. júní kl. 16-19.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
■ Tölvusumarskóli fyrir 10-16 ára.
Morgun- og síðdegisnámskeið fyrir
hressa krakka. 2 eða 3 vikur. Fimmta
starfsár hefst 1. júní.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
■ Tölvuskóli f fararbroddi
Úrval vandaöra námskeiða. Reyndirleið-
beinendur. Kynntu þér námsskrána.
Tölvuskóli Stjórnunarfélags
íslands og Nýherja.
Sfmar 621066 og 697769.
■ QuarkXPress. Fréttabréf, auglýs-
ingar og bæklingar með þessu öfluga
umbrotsforriti. Macintosh og Windows
7.-11. júní kl. 13-16.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
H Windows, Excel og Word.
Ódýr og vönduð námskeið. Tónlist auð-
veldar námið. Næstu námskeið:
Windows 4. og 7. júm'.
Excel 7.-10. júní, kl. 13-16.
Word 8.-11. júní, kl. 9-12.
Tölvuskóli Stjórnunarfélags
íslands og Nýherja.
Símar 621066 og 697769.
■ Krakkar og foreldrar
Af tölvum má hafa bæöi gagn og gaman.
Tölvuskóli Reykjavíkur heldur 24 klst.
námskeið fyrir börn og unglinga á aldrin-
um 10-16 ára þar sem megin áhersla
er lögð á gagnið en gamanið er aldrei
langt undan. Eingöngu er kennt á PC
tölvur. Velja má um morgun- eða siðdeg-
istíma. Innritun er hafin.
■ Tölvunámskeið
Windows 3.1, 8 klst.
PC grunnnámskeið, 16 klst.
Word 2.0 fyrir Windows og Macintosh
14 klst.
WordPerfect fyrir Windows, 14 klst.
PageMaker fyrir Windows og Macin-
tosh, 14 klst.
Excel 4.0 fyrir Windows og Macintosh,
14 klst.
Word og Excel framhaldsnámskeið,
12 klst.
Námskeiö fyrir Novel netstjóra, 16 klst.
Innifaldar eru nýjar íslenskar bækur.
■ Tölvunám fyrir unglinga
hjá Nýherja i' sumar.
30 klst. á aðeins kr. 12.900!
Nám, sem veitir unglingum forskot við
skólanámið og verðmætan undirbúning
fyrir vinnu síðar meir. Fræöandi,
þroskandi og skemmtilegt nám.
• 8.-23. júní kl. 9-12 eða 13-16.
• 28. júní - 9. júh' kl. 9-12 eða 13-16.
• 9.-20. ágúst kl. 9-12 eða 13-16.
Upplýsingar í síma 697769 eða 697700.
NÝHERJI
tungumál
■ Enskuskóli nærri York
Alm. námskeið 2-20 vikur. StöðuprÆíA.
upphafi náms. Fámennir hópar (6-7).
Viðurkennd próf ef óskað er.
Upplýsingar gefa Marteinn eða
Ágústína, sími 811224 eftir kl. 19.
H Enskunám í Englandi
í boói fjölbreytt úrval námskeiða í hinum
virta Bell School, sem staðsettur er víða
í Englandi. Upplýsingar veitir
Erla Aradóttir,
25 Stylemanroad,
NR5 9ET, Norwich, England.
Sími 90-44-603-740-669.
nudd
■ Námskeið f ungbarnanuddi
fyrir foreldra með böm á aldrinum 1-10
mánaða.
Upplýsingar og innritun á Heilsunudd-.
stofu Þórgunnu, Skúlagötu 26,
símar 21850 og 624745.