Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993
43
Greiðsluerfiðleikar
- Greiðsluaðlöffun
eftir Guðbjörn
Jónsson
Miðvikudaginn 14. apríl sl. var
þess getið í fréttum, að nokkrir þing-
menn Alþýðuflokksins, væru að
leggja fram þingsályktunartillögu
um að skipuð yrði nefnd til þess að
kanna umfang greiðsluerfiðleika
fólks, og semja frumvarp til laga
um greiðsluaðlögun.
í viðtali við formann þingflokks
Alþýðuflokksins, Össur Skarphéð-
insson, kom fram að einkum væri
litið til þess sem nágrannalönd okk-
ar hefðu gert í þessum málum, en
Norðmenn t.d. hafa nýlega sett lög-
gjöf um þessi málefni.
Nýlega var hér á landi, á vegum
Neytendasamtakanna, Norðmaður-
inn Per Andres Stalheim, forstjóri
Forbrukerrádet, til þess að fjalla um
þessi málefni, á opnum fundi um
greiðsluerfiðleika heimilanna, sem
Neytendasamtökin gengust fyrir 19.
mars sl., í tilefni af 40 ára afmæli
samtakanna. Það vakti athygli mína
hvað fáir af ráðamönnum fjármála
og þjóðmála, voru á þessum mikil-
væga fundi.
A árinu 1989 virtist sem greiðslu-
erfiðleikar heimila væru að komast
í opna umræðu, þar sem þeir höfðu
verið til umræðu á alþjóðadegi neyt-
endaréttar snemma það ár. Því mið-
ur skilaði sú umræða sér ekki hing-
að. Á vordögum 1990, þegar ég var
farinn að fyllast bjartsýni um að
takast mundi að reka ráðgjafarstarf-
semi fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum,
hafði ég samband við Jóhannes
Gunnarsson, formann Neytenda-
samtakanna, og fór þess á leit við
hann að Neytendasamtökin könnuðu
hvaða aðferðum væri beitt við inn-
heimtu fjárskuldbindinga á hinum
Norðurlöndunum, og víðar í Evrópu,
þar sem þeir hefðu sambönd við
önnur neytendasambönd. Því miður
er ég ekkert farinn að heyra af þeim
málum enn, en kannski var þessi
fundur Neytendasamtakanna að ein-
hveiju leyti ávöxtur þess, og er það
þá vel.
Ekkert nýtt hér á landi
Greiðsluerfíðleikar heimila,
greiðsluaðlögun og óformlegir
nauðasamningar, eru ekkert ný mál
hér á landi. í ársbyijun 1990 var
rekin undir nafni G-samtakanna,
ráðgjafarþjónusta fyrir fólk í
greiðsluerfiðleikum, grundvölluð á
nokkurra ára þróunarverkefni mínu,
sem ég byijaði að vinna að, fljótlega
eftir að ég hóf störf í hagdeild Sam-
vinnubankans á árinu 1985. Trúlega
hefur því ísland lang lengsta reynslu
af úrlausnarvinnu í þessum málum,
því þegar ég hóf þessa þróunarstarf-
semi, mættu skuldbreytingar mikilli
Guðbjörn Jónsson
„Því miður virðist það
;vera þjóðarmeinsemd,
að vilja bara tala um
vandamálin, en alls
ekki grípa til aðgerða
til þess að útrýma þeim
með varanlegum lausn-
um.“
andstöðu hjá lánastofnunum, enda
var ísland þá eina landið sem átti
við þetta vandamál að stríða.
Alþýðuflokknum er vel kunnugt
um þessa starfsemi mína, enda veitti
félagsmálaráðherra fjárstuðning til
reksturs þeirrar ráðgjafarstarfsemi
sem ég setti á fót undir nafni G-sam-
takanna. í umræðum við afgreiðslu
fjárlaga fyrir árið 1991, var mikið
rætt um greiðsluvanda heimilanna
og fjallað um gagnsemi af þeirri
starfsemi sem ég stóð fyrir, enda
hafði verið sótt um fjárstuðning rík-
isins til áframhalds þeirrar starf-
semi.
Til marks um það, hvað Alþingi
þótti þetta mikilvæg starfsemi, var
samþykkt að veita þessari starfsemi
fjárveitingu að upphæð kr. 2 millj-
ónir. Því miður kom þetta fjármagn
aldrei til þeirrar starfsemi sem það
var veitt til, heldur horfðu ráðamenn
þjóðarinnar aðgerðarlausir á að því
væri sólundað til annarra hluta.
Við prófkjör Alþýðuflokks fyrir
þingkosningarnar, 1991, kynntiÖss-
ur Skarphéðinsson sér þessa starf-
semi og sagðist mundi beita sér á
Alþingi, í málefnum fóiks í greiðslu-
erfiðleikum, ef hann kæmist þangað.
Það er því ánægjulegt að sjá að
þetta málefni skuli vera komið á
dagskrá, þó það hefði mátt vera fyrr.
Tregða bankakerfisins
Fram til þessa, hafa helstu hindr-
anir til varanlegra lausna á þessum
málum verið, tregða lánastofnana
tii skuldbreytinga í samræmi við
greiðslugetu skuldara. Þar hefur
oftúlkun á útlánareglum verið látin
koma í veg fyrir að lánastofnanir
fengju endurgreitt, þegar útlánað
íjármagn.
Þau eru ófá bréfin sem ég er
búinn að skrifa bankastjórum, við-
skiptaráðherra og félagsmálaráð-
herra, um þessi málefni, þar sem
ég hef hvatt til þess að skynsemin
verði látin ráða í þessum málum, en
ekki túlkun útlánareglna um ný útl-
án. Ég hef bent á að skynsamlegast
væri fyrir lánastofnanir að tryggja
sem best, að greiðslugeta skuldara
skilaði sér að fullu til lánastofnunar,
með skynsamlegum skuldbreyting-
um, í stað þess að láta stóran hluta
greiðslugetunnar fara í hendur lög-
manna. Því miður virðist ekki vilji
fyrir hendi til þess að gera þetta.
Til þessara framkvæmda þarf
ekki lagasetningu, heldur fyrst og
fremst mannkærleika og samræmd-
ar vinnureglur lánastofnana annars
vegar. Hins vegar vandaða úttekt á
greiðslugetu skuldara, sem byggð
væri á raunhæfum framfærslukostn-
aði fjölskyldunnar, án þess að bruðl-
að væri með peninga. Snemma á sl.
hausti fór ég þess á leit við félags-
málaráðherra, að lánastofnanir sam-
ræmdust um sem líkastar vinnuregl-
ur um skuldbreytingar, þar sem til-
mælum mínum hafði ekkert verið
svarað. Því miður er ekkert farið að
gerast í þessum málum enn. Kannski
er ástæðan sú, að lánastofnanir geta
sótt mikinn hluta tapaðra útlána í
vasa þeirra sem greiða vexti af því
lánsfé sem þeir ná til baka, eða eins
og Landsbankinn, sótt tapið beint í
ríkissjóð.
Aðgerða er þörf
í mörg ár, er mikið búið að tala
um þessi málefni. Allir þekkja þau,
annaðhvort af eigin raun eða ein-
hvers í fjölskyldunni, eða af afspum,
í umræðum manna á meðal. Því
miður virðist það vera þjóðarmein-
semd, að vilja bara tala um vanda-
málin, en alls ekki grípa til aðgerða
til þess að útrýma þeim með varan-
legum lausnum. Ég er svo oft búinn
að ræða um leiðir til lausnar þessum
málum, að ég ætla ekki að endur-
taka þær hér. Þær eru flestum ráða-
mönnum vel kunn.
Höfunduv er forstödumnður
Nýrrar ráðgjafar.
t!
Nú seljum viö 20 notaöa bíla í eigu Globus hjá Bílahöllinni á einstöku tilboösveröi
og svo færöu ókeypis ábyrgöartryggingu í 1 ár frá Tryggingu hf. í kaupbæti.
Fáöu þér góöan bíl og þú sparar iögjald í heilt ár.
Saab 900Í árg. '87
Ekinn 120 þús. km. grænn, beinsk.
Tilboösverö 630.000 kr.
Ókeypis ábyrgöartrygging í 1 ár
Mazda 626 diesel, árg. 84
Ekinn 168 þús. km., brúnn, beinsk.
Tilboösverö 200.000 kr.
Ókeypis ábyrgöartrygging í 1 ár
Dodge Shadow, árg. '89
Ekinn 40 þús. km., rauður, sjálfsk.
Tilboösverö 820.000 kr.
Ókeypis ábyrgöartrygging f 1 ár
Saab 900Í árg. '87
Ekinn 115 þús. km., rauöur, beinsk.
Tilboösverö 630.000 kr.
Ókeypis ábyrgöartrygging í 1 ár
Ford Probe sportbíll, árg. '88
Ekinn 60 þús. km. brúnn, sjálfsk.
Tilboösverö 790.000 kr.
Ókeypis ábyrgöartryggfng í 1 ár
Ford Mercury Topaz, árg. '87
Ekinn 90 þús. km., blár, sjálfsk.
Tilboösverö 550.000 kr.
Ókeypis ábyrgöartrygging í 1 ár
Citroén AX 10, árg. '88
Ekinn 50 þús. km., blár, beinsk.
Tilboösverö 200.000 kr.
Ókeypis ábyrgöartrygging í 1 ár
Citroén AX 14, árg. '87
Ekinn 70 þús. km., svartur, beinsk.
Tilboösverö 330.000 kr.
Ókeypis ábyrgöartrygging í 1 ár
Chevrolet Celebrity, árg. '86
Ekinn 160 þús. km., blár, sjálfsk.
Tilboösverö 450.000 kr.
Ókeypis ábyrgðartrygging í 1 ár
SIMI 674949
ÞAÐ ER OPK> HJÁ OKKUR:
mónud. til föstud. kl. 9.00 - 18.30
og laugardaga kl. 10.30 - 17.00
GOTT FÓLK / SlA