Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 Fríðrik Sophusson fjármálaráðherra um ríkisgármál í ljósi lqarasamninga V el í'erðarútgj öld verður að laga að verri efnahag FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra horfist nú í augu við fyrirsjá- anlegan þrettán milljarða halla á ríkissjóði í ár og átján milljarða á næsta ári, verði ekkert að gert. Fjármálaráðherra boðar breyting- ar á lögum og reglum um velferðargreiðslur, aflagningu og samein- ingu opinberra stofnana, lækkun millifærslna til atvinnuvega og enn frekari þátttöku notenda í kostnaði við opinbera þjónustu. Friðrik leggur áherzlu á að ríkisstjórnin hafi öll staðið að yfirlýsingu sinni í tengslum við kjarasamningana og hún muni öll bera ábyrgð á þeim niðurskurði og kerfisbreytingum, sem framundan séu. Að mati fjármálaráðherra verður kostnaður af kjarasamningunum um tveir milljarðar á yfirstandandi ári vegna niðurfellingar trygginga- gjalds, ókeypis útdeilingar veiði- heimilda Hagræðingarsjóðs, niður- greiðslna á matvöru og opinberra framkvæmda. Á næsta ári munu samningamir kosta ríkið um 3,7 milljarða. Annars vegar missir ríkið 2,7 miiljarða tekjur vegna lækkunar matarskatts og hins vegar fer millj- arður til nýrra framkvæmda. Þá er ótalinn kostnaður af samningum við opinbera starfsmenn, en náist samningar við þá á svipuðum nótum og á almennum vinnumarkaði, mun það kosta ríkið um 600 miiljónir í ár og sömu upphæð á því næsta, að sögn Friðriks. í heild verður því kostnaður ríkisins af kjarasamning- unum um 6,7 milljarðar króna. Frið- rik segir að á móti verði aflað 1.500- 2.000 milljóna króna tekna og bú- ast megi við einhverri tekjuaukn- ingu vegna áhrifa af auknum um- svifum í atvinnulífinu, sem fylgi samningunum. Fram hefur komið að halli ríkis- sjóðs í ár verði a.m.k. 13 milljarðar króna. Á næsta ári stefnir hins vegar í rúmlega 18 milljarða halla, að sögn fjármálaráðherra, annars vegar vegna kjarasamninganna og hins vegar vegna kerfislægrar út- gjaldaaukningar í almannatrygg- ingakerfinu, sem meðal annars or- sakast af breyttri aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar, sjálfvirkrar aukn- ingar í skólakerfinu, útgjaldaukn- ingar vegna atvinnuleysisbóta og tekjutaps vegna minnkandi inn- flutnings. Nálgumst hættuslóðir - Að samningunum gerðum stefnir í 13 milljarða halla í ár og 18 milljarða á næsta ári - er ekki komið að hættumörkum í ríkisbú- skapnum með yfir 30 milljarða halla á tveimur árum? „Það má færa góð rök fyrir því að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar færi okkur nær hættuslóðum í ríkisfjármálunum. Aðrarþjóðir, sem búa við svipuð vandamál, hafa und- anfarið lagt drög að því að greiða niður erlendar skuldir, í stað þess að auka þær eins og hætta er á að við séum að gera. Með þessúm aðgerðum erum við vitandi vits að fresta því að taka á þeim vanda til að ná fram öðrum markmiðum. Þetta er gert þótt ekkert bendi til að betri tíð sé framundan. Þvert á móti er ólíklegt að fiskafli aukist og verð hækki, jafnframt að álver verði byggt á næstunni. Við verðum iíka að hafa í huga að halli ríkis- sjóðs í dag verður kostnaður heimil- anna á morgun. Lækkun virðisaukaskatts á mat ekki bezta leiðin Þær skattalækkanir, sem ríkis- stjórnin samþykkti til að greiða fyrir samningum, ná til matvæla, sem allir verða að neyta, og útflutn- ingsgreina, sem reknar eru með miklum halla. Ég viðurkenni að lækkun virðisaukaskatts á matvæli er ekki sú skattalækkun, sem ég hefði viljað sjá, og ég tel hana reyndar óheppilega frá skattalegu sjónarmiði og út frá sjónarmiði jöfn- unar. Ég tel að betra hefði verið að lækka almenna skatthlutfallið á öllum vörum. Þetta var hins vegar forsenda fyrir samningum af hálfu Alþýðusambandsins og niðurstaðan varð sú að verða við þeim tilmæl- um. Þetta þýðir hins vegar að ann- ars staðar verður að finna tekjur til að brúa það bil, sem myndast hjá ríkissjóði. Það, sem réttlætir gerðir ríkis- stjórnarinnar, er sú mikla samstaða um stöðugleika, sem hefur mynd- azt. Hinn langi gildistími kjara- samninganna þarf að nýtast mjög Friðrik Sophusson vel. Við þurfum að leita allra leiða til að auka útflutning og koma í veg fyrir atvinnuleysi. Islenzk fyrir- tæki ættu að vera vel í stakk búin að takast á við þetta, þar sem þau eru nú skattlögð minna en fyrir- tæki erlendis. Ríkisstjórnin þarf að nota tímann vel til að endurstilla velferðarkerfið og draga úr tilfærsl- um. Loks þarf öllum að vera ljóst frá upphafi, að á þessari stundu er hagvöxtur ekki fyrirsjáanlegur í náinni framtíð. Þess vegna verður almenningur að nota tímann til að leggja grunn að sparnaðaraðgerð- um með ráðdeild og fyrirhyggju. Ég Iegg áherzlu á að ríkisstjóm- in stóð öll og einhuga að þeirri yfir- lýsingu, sem var gefin í tengslum við kjarasamningana og hefur rætt ýtarlega afleiðingar þeirrar jfirlýs- ingar fyrir ríkisfjármálin. I fram- haldi af því setti ríkisstjórnin sér ákveðin markmið fyrir fjárlaga- gerðina, sem miðar að því að draga verulega úr útgjöldum. Það er auð- vitað erfitt og vandasamt verk að draga úr útgjöldum með þessum hætti, en við væntum þess að mæta skilningi og eiga stuðning þjóðar- innar, og þá ekki sízt þeirra sem stóðu að kjarasamningunum.“ Verðum að endurstilla velferðarstigið - Hvaða aðgerðir em það ná- kvæmlega, sem ríkisstjórnin hyggst grípa til í fjárlagagerðinni? „í fyrsta lagi verðum við að laga velferðarútgjöldin að breyttum efnahag þjóðarinnar og það verður ekki gert nema með því að endur- skoða lög og reglur. Við verðum að gera okkur ljóst að kerfislæg útgjaldaaukning á næsta ári verður líklega tveir og hálfur milljarður, ef ekkert verður að gert. Það er ekki hægt að láta ríkisútgjöldin þenjast þannig endalaust sjálfvirkt út. Þegar á móti blæs verða menn að sjálfsögðu að stilla velferðarstig- ið upp á nýtt og taka tillit til breyttra aðstæðna. Það er ekki tímabært að segja hvaða breytingar verða gerðar í þessum efnum. Við setjum ráðuneytunum ákveðinn út- gjaldaramma og einstakir ráðherrar gera síðan tillögur um hvemig út- gjöldum verður háttað innan þess ramma. í öðru lagi er stefnt að því að lækka tilfærslur til atvinnuveg- anna. Þetta er gert vegna þess að við teljum skynsamlegra, með hags- muni atvinnulífsins fyrir augum, að flýta fjárfestingum sem sporna gegn atvinnuleysi og leggja jafn- framt grunn að hagvexti í framtíð- inni. Eg á sérstaklega við ýmiss konar samgönguframkvæmdir, sem hafa verulega þýðingu, t.d. fyrir stækkun atvinnusvæða og samein- ingu sveitarfélaga, en slíkt kemur auðvitað að gagni þegar til framtíð- ar er horft. Hér er um flýtingu á fjárfestingum að ræða, og við ger- um ráð fyrir að úr þeim verði dreg- ið þegar atvinnulífið fer að fjárfesta á nýjan leik. Stofnanir sameinaðar og lagðar niður í þriðja lagi er stefnt að því að draga enn úr rekstrarútgjöldum ráðuneyta og stofnana. Það er auð- vitað afar erfitt nú, vegna þess að þessi ríkisstjórn hefur þegar skorið verulega niður á undanfömum árum. Við leggjum áherzlu á að nú sé kominn tími til að leggja niður stofnanir og sameina. Slíkt verður auðvitað aðeins gert á grundvelli kostnaðarsamanburðar og for- gangsröðunar, og sú vinna fer ein- mitt fram um þessar mundir á veg- um íjármálaráðuneytisins, í sam- vinnu við önnur ráðuneyti. Ég hvorki get né vil segja frá því hvaða stofn- anir verður um að ræða. En það er ljóst að gera verður sömu kröfur til stofnana sem vinna á sama sviði. Þegar kostnaður stofnana er skoðað- ur, kemur hins vegar í ljós að hann er ákaflega misjafn frá einni til ann- arrar og augljóst að hægt er að ná verulegum árangri ef miðað er við þá, sem standa sig bezt, til dæmis með þjónustusamningum. Loks verður að leita leiða til að auka hlutdeild notenda í kostnaði fyrir veitta opinbera þjónustu. Það liggur í hlutarins eðli að við erfið efnahagsleg skilyrði er óréttlætan- legt að þeir, sem geta greitt fyrir þjónustuna, eigi að fá hana án greiðslu. Það leiðir aðeins til þess að færri fá notið þeirrar þjónustu, sem í boði er, því að ef ekki er greitt fyrir hana að einhveiju marki neyðumst við til að takmarka þjón- ustuna. Við höfum að undanförnu verið með tekjutengingu í þessum efnum, en það má vara sig á að fara of langt á þeirri braut. Með því erum við að hækka jaðarskatt umfram þau mörk, sem eðlilegt er, og það getur valdið því að fólk sjái sér leik á borði með því að draga úr vinnu, eða það sem verra er, að stinga undan tekjum í því skyni einu að ná í sinn hlut opinberum framlögum." Ríkisstjórnin öll ber ábyrgð Friðrik segir að það sé liðin tíð að fjármálaráðherrann einn standi í fjárlagagerð. „Það er ekki lengur þannig að fjármálaráðherrann geri tillögur um hvað eigi að standa í fjárlagafrumvarpinu, og síðan leið- rétti hinir ráðherrarnir það, sem þeir telja hafa farið úr skorðum, í samvinnu við þingið. Við höfum tekið upp ný vinnubrögð, sem hafa reynzt mjög vel; að fjárlagaundir- búningurinn á sér stað úti í ráðu- neytunum og öll ríkisstjórnin ber síðan ábyrgð á niðurstöðunni. Þess vegna hefur það gerzt að undanfar- in tvö haust hafa niðurstöðutölur fjárlaga sáralítið brejtzt frá því að fjárlagafrumvarp var lagt fram og þar til fjárlögin voru samþykkt. I fyrra gerðist það í fyrsta sinn í sögunni að útgjaldatalan, þegar upp var staðið, var lægri en útgjöld árs- ins áður í krónutölu og auðvitað talsvert lægri ef tekið er tillit til verðlagsbreytinga. Það má einnig benda á að árangur ríkisstjórnar- innar í glímunni við hina kerfislægu útgjaldaaukningu nemur nú þegar um átta milljörðum króna. Það er hins vegar ekki nándar nærri nóg, allra sízt þegar tekjur ríkissjóðs skreppa saman.“ Viðtal: Ólafur Þ. Stephensen Bankastjóri íslandsbanka um ummæli bankastjóra Búnaðar- og Landsbanka Forsendur eru fyrir nafnvaxtalækkun AÐILAR vinnumarkaðarins gagnrýna mjög ummæli Sverris Her- mannssonar, bankastjóra Landsbankans, og Stefáns Pálssonar, bankastjóra Búnaðarbankans, í Mórgunblaðinu á sunnudag, en þar sögðust þeir telja að nýgerðir kjarasamningar gætu valdið vaxta- hækkun vegna aukinnar lánsQárþarfar ríkissjóðs. Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka, telur hins vegar forsendur fyrir nafnvaxta- lækkun og verði ýmsar aðgerðir, sem lofað hafi verið í tengslum við kjarasamningana, að veruleika, geti skapazt forsendur fyrir raunvaxtalækkun einnig. Fjármálaráðherra segir bankana ekki hafa fylgt eftir vaxtalækkun á ríkisbréfum. Hannes G. Sigurðsson, hagfræð- Næsta hálfa ár má gera ráð fyrir ingur VSI, sagði að vextir á óverð- tryggðum útlánum væru nú 13,1% að meðaltali. Raunvextir á verð- tryggðum útlánum væru hins vegar 9,2%. „Munurinn þarna á milli er 9,2%, sem menn skyldu ætla að væri mat bankanna á verðbólg- unni. Samkvæmt ítrekuðum yfirlýs- ingum bankanna vilja þeir stefna að því að jafnvægi sé í ávöxtun þessara tveggja útlánaforma. Því jafnvægi ná þeir ekki nema að lækka vextina á óverðtryggðum skuldabréfum um 2-3% mjög fljót- lega, því að horfur um hækkun láns- kjaravísitölu eru mjög nálægt núlli. að hún hækki um 0,5-0,7%,“ sagði Hannes. Er Hannes var spurður álits á þeirri röksemd bankastjóranna að aukin lánsfjárþörf ríkissjóðs spennti upp vexti, sagði hann að lánsfjár- þörfin ykist ekki að ráði á þessu ári. Aðaláhrif samninganna á ríkis- sjóð kæmu fram á næsta ári. „Á hinn bóginn hafa samningsaðilar gert tilboð til ríkisins um að beita samræmdu átaki til þess að lífeyris- sjóðimir kaupi ríkispappíra í því skyni að fá raunvextina á þeim nið- ur, sérstaklega bréfum til skemmri tíma, sem ættu að skipta mestu máli varðandi vaxtaákvarðanir bankanna," sagði Hannes. „Það er ekki augljóst samhengi milli vaxta á spariskírteinum ríkissjóðs til átta ára og innlána í bönkum. Bankam- ir geta ekki verið að keppa við rík- ið um fé, sem fest er í húsbréfum eða til lengri tíma en fimm ára. Vörzlufé þeirra er yfirleitt óbundið eða hálfbundið á skiptikjarareikn- ingum.“ Hannes sagði vanda bankanna meðal annars vera háan rekstrar-' kostnað og miklar afskriftir. „Þessi kostnaður er 12 milljarðar, og hon- um verður ekki náð inn nema með vaxtamun. Hins vegar hafa þeir svigrúm til að minnka þann mun með lækkun innlánsvaxta. Þeir bjóða nú allt að 6,5% vexti á skipti- kjarareikningum og telja sig þar í samkeppni við ávöxtun á pappírum ríkissjóðs, en það er ekkert lögmál sem segir að þar sé órofa samhengi á milli,“ sagði Hannes. Hann sagði að á næsta vaxta- degi yrði því tvímælalaust tilefni til lækkunar. „Óvissu um verðlagsþró- un á næstunni hefur verið eytt og það er tilefni til lækkunar vaxta um tvö til þijú prósent." Bankana virðist ekki varða um þjóðarhag Hagdeild ASÍ sendi í gær frá sér harðorða yfirlýsingu vegna um- mæla bankastjóra um að kjara- samningarnir geti valdið vaxta- hækkun. Þar segir að óvissu um framvindu verðlagsmála hafi verið eytt með gerð kjarasamninga og bankarnir geti því ekki lengur fund- ið afsakanir fyrir því að lækka ekki nafnvexti, sem hafi verið óhemju háir undanfarna mánuði. ASÍ minnir á yfirlýsingu bankanna frá því í fyrravor, þar sem þeir sögðust myndu miða vaxtaákvarðanir sínar við 2% álag á kjörvexti vegna verð- tryggðra lána og 1% viðbótarálag vegna nafnvaxtalána. ASÍ telur að þetta þýði að meðalvextir eigi að vera 10,7%, í stað 13,1% eins og nú er. „Svigrúm bankanna miðað við þeirra eigin yfirlýsingar ætti því að vera til þess að lækka nafnvexti um 2,4% að meðaltali,“ segir ASI. „Þess má geta að þetta svigrúm er allt tilkomið vegna minni verð- bólgu og hefur ekkert að gera með frágang kjarasamninga eða kostn- að ríkissjóðs á þeim.“ Þá segir í yfirlýsingu ASÍ: „Raunvextir á almennum skulda- bréfum hafa verið 9,2% að meðal- tali hjá bönkunum, þrátt fyrir að ávöxtunarkrafa ríkisverðbréfa hafi lækkað undanfarið niður í 7%. Mið- að við yfirlýsingu bankanna frá því síðastliðið vor ætti því einnig að vera svigrúm til 0,2% lækkunar raunvaxta án tillits til gerðar kjara- samningsins." ASÍ spyr jafnframt hvort eðlilegt sé að gera ávöxtun- arkröfu á 5-8 ára ríkisskuldabréf- um grundvöll að öllu vaxtakerfi bankanna. „Fullyrða má að hvergi annars staðar í heiminum er þessu þannig háttað og að vextir í ís- lenzka bankakerfinu sóu hlutfalls- lega þeir hæstu í hinum vestræna I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.