Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 45 Hestamót Gusts Góðar einkunnir í B-flokki og frjálslegar kappreiðar Svarti Pétur frá Rvíabekk bar af í Ingólfur Magnússon. unghrossakeppninni, knapi er Veðrið virðist leika við Gustsmenn þegar þeir halda samkomur þetta árið og vonandi endist þeim þessi velvild veðurguðanna til næsta árs þegar þeir halda Islandsmót. Þátttaka var ærið misjöfn eftir flokkum, í barnaflokki voru keppendur 12 sem þykir mjög gott en aðeins 7 í A-flokki gæðinga svo dæmi sé tekið. Einkunnir frekar lágar í A-flokki en betra í B-flokki. Stígandi sigraði þar annað árið í röð en Hljómur frá Hala sigraði í A-flokknum. Kapp- reiðar voru með afar frjálslegu sniði að þessu sinni þar sem knap- ar skráðu á staðnum og menn ekkert að hengja sig á neinar regl- ur heldur bara spilað af fingrum fram. Jörfi frá Höfðabrekku sýndi góð flokki, knapi Atli Guðmundsson. tilþrif á skeiði og sigraði Úrslit urðu annars sem hér segir: A-flokkur Hljómur f. Hala, eig. Sigrún Ingólfsdóttir kn. Kristinn Guðna- son, 8,20. Þytur f. Hóli, eig. Magnús R. Magnúss. og Magnús Matthíass., kn. Magnús R. Magnússon, 8,15. Mökkur f. Þóreyjarnúpi, eig. og kn. Jón Gísli Þorkelsson, 8,19. Funi f. Ásgeirsbrekku, eig. Magnús Ólafsson, kn. Einar Þór Jóhannss., 7,85. Feykir f. Kópavogi, eig. og kn. Bjarni Sigurðsson, 8,08. B-flokkur Stígandi f. Uxahrygg, eig. Örn Þorvaldsson, kn. Friðfinnur Hilm- arsson, 8,55. Hörður f. Bjarnastöðum, eig. og kn. Halldór G. Victorsson, 8,49. Morgunblaðið/Helga Halldórsdóttir Þátttakendur á reiðnámskeiðinu að Söndum í Dýrafirði ásamt reiðkennaranum, Olil Amble. Reiðnámskeið á Söndum í Dýrafírði Þingeyri. ÁRLEGT reiðnámskeið var haldið á Söndum í Dýrafirði dagana 7.-15. maí sl. Námskeiðið var haldið á vegum Arnar- og Dýrafjarðar- deildar hestamannafélagsins Storms. Þátttakendurnir voru 21 þar af voru þrjú börn. Reiðkennari var Olil Amble sem búsett er í Stangarholti í Mýrar- sýslu, en hún er norsk og íslending- um að góðu kunn úr hestamennsk- unni. Að sögn Sigþórs Gunnarssonar, formanns deildarinnar, gekk nám- skeiðið í alla staði mjög vel. Þátttak- endur, sem bæði voru byijendur og þaulvanir hestamenn, voru mjög ánægðir og fengu kennslu við hæfi hvers og eins. Óhætt er að segja að skipst hafi á skin og skúrir hvað veðurfar snerti en námskeiðið hófst í roki og rign- ingu, hélt áfram í sól og blíðu og endaði með firmakeppni á fannhvítri jörð. Styrktaraðilar firmakeppninnar voru 24 einstaklingar og fýrirtæki og var keppt í fjórum flokkum, karlaflokki, kvennaflokki, ba "ia- og ungiingaflokki og í flokki tamn- ingatrippa. Sigurvegari í karlaflokki var Svanberg Gunnlaugsson á Neista sem keppti fyrir Ferðaþjónustú bænda í Álviðru, í kvennaflokki sigr- aði Kristín Auður Elíasdóttir á Blakk, en hún keppti fyrir Sigurvin ÍS 452, og í flokki barna- og ung- linga varð Brynhildur Kristjánsdóttir á Isabell hlutskörpust og keppti hún iyrir Félagann ÍS 116. Sumartilboð hjá Sjanghæ KÍNVERSKT sumar er nú gengið í garð hjá veitingahúsinu Sjanghæ við Laugarveg. Veitingahúsið býður þá sérstakt sumartilboð. Um er að ræða einn matseðil með mörgum réttum og fordrykk. Forréttur er grænmetisssúpa eða kjötseyði og aðalréttir eru djúp- steiktur humar, Szechuan súrsætt svínakjöt, Ma lak-lambakjöt og Swanton-kjúklingur. I eftirrétt er Pisan Goreng djúpsteiktir bananar og ís. Verð á fordrykk og öllum réttunum er samtals 1.390 krónur á mann. Sjanghæ er sérhæft kín- verskt veitingahús með fjölbreyttan matseðil. Veitingastðurinn fær reglulega kínverska gestakokka í heimsókn og kynnir hver þeirra fyrir sig ýmsar nýjungar. Sikill f. Álfsnesi, eig. og kn. Gríma Sóley Grímsdóttir, 8,50. Eljar f. Stafholtsveggjum, eig. og kn. Jón Gauti Birgisson, 8,36. Adam f. Götu, éig. Helga Helga- dóttir, kn. Einar Þór Jóhannsson, 8,27. Unglingar Ásta Dögg Bjarnadóttir á Dollar f. Flagbjarnarvöllum, 8,19. Sandra Karlsdóttir á Junior f. Glæsibæ, 8,07. Haukur Guðmundsson á Fífli f. Vallanesi, eig. Rósa Eiríksd., 7,85. Maríanna Bjarnleifsdóttir á Vini, 6,67. Börn Sigurður Halldórsson á Frúar- Jarpi f. Grund, eig. Jóhanna Geirsd., 7,30. Tinna Þorvaldsdóttir á Krulla f. Búðarhóli, eig. Þóra Ásgeirsdóttir, 7,49. Sigurður Bjarnason á Hæringi f. Gerðum, 7,47. Sigríður Þorsteinsdóttir á Hregg, eig. Sigrún Sigurðard., 7,30. Inga Rut Hjaltadóttir á Glæsi f. Svaðastöðum, eig. María Sig- mundsd., 7,31. Glæsilegasti hestur mótsins var Stígandi, eigandi Örn Þorvaldsson. Unghross í tamningu Grámann f. Hafsteinsstöðum, eig. Magnús Matthíasson. Lótus f. Vindási, eig. Björg Þórsdóttir. Djákni f. Uppsölum, eig. Sævar Kristjánsson. Sigurvegari í flokki tamninga- trippa varð Þorkell Þórðarson á Fleyg sem keppti fyrir Öldu ÍS 191. Sparisjóður Þingeyrarhrepps gaf verðlaunapeninga og vildi Sigþór koma á framfæri þökkum frá hesta- mönnum til allra styrktaraðila. Vel heppnuðu námskeiði og keppni lauk síðan með fjölmennri kvöldvöku í Knapaskjólii Haukadal, en það er félagsheimili hestamanna á Þingeyri. Þar voru samankomnir hestamenn og velunnarar og skemmtu sér hið besta. Arnar- og Dýrafjarðardeild er ein fimm deilda hestamannafélagsins Storms á Vestfjörðum og framundan er sameiginlegt félagsmót Storms sem haldið verður á Söndum í Dýra- firði um miðjan júlí. - Helga. NÁMSKEIÐ FYRIR HRESSA KRAKKA vvvvvv ssssss *5500 C3 ambassadeur Lengi getur gott batnað Margir veiðimenn halda því fram að betri hjól en hin sígildu Ambassadeur hafi enn ekki verið framleidd. Þetta kemur okkur ekki á óvart, því Ambassadeur hefur verið í stöðugri þróun síðustu 40 ár og verður betra með hveiju ári. Gerðu þér ferð og kynntu þér 93 módelin og þær nýjungar seni í þeim er að finna, það gæti skipt sköpum í næstu veiðiferð. Tegund drifhlutfall magn línu m/mm verö kr. *5500 C3 6,3:1/3,8:1 180/0,35 12.352,- *6500 C3 6,3:1/3,8:1 190/0,40 13.903.- 5500 C3 5,3:1 180/0,35 11.390,- 6500 C3 5,3:1 190/0,40 12.395,- 6000 C3 5,3:1 190/0,40 10.720.- 7000 *tveggja liraða 4,1:1 250/0,45 15.913,- Umboðsmenn Abu Garcia eru um land allt. HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK ■ SÍMAR 91-16760 & 91-14800 Skemmtileg sumarnámskeið fyrir fróðleiksfiísa krakka í fjögur ár höáim við boðið fróðlciksfusum krökkum að sækja sumarnámskeið um tölvur oi tölvunotkun. Við viljum vekja athygli ykkar á að enrinn annar skóli hefur jafnmikla reynslu af að kenna bömum og unglingum á tölvur. Við bjóðum þvi reyndusm kennarana og spennam námskeið sem er aðlagað að þörliim krakkanna. Kennd er tölvufræði, vélritun, ritvinnsla, notbn geisladiska og skanna, teikning, upplýsingasöfnun og úrvinnsla og margt fleira. Þau geta sótt 2ja eða 3ja vikna námskeið á motgnana eða eftir hádegi og þau geta valið um hvort þau læra á Macintosh eða PC tölvu. Þátttökugjaldi er stillt mjög (hóf. Námskeið hefjast 1. júní, 21. júní, 19. júlí, 3. ágúst og 16. ágúst. Leitaðu nánari upplýsinga hjá okkur. Tölvusumarskóli fyrir 10-16 ára %tt V// og verkfræöiþjónustan ' ,J- Rey ' Tölvu _a------- __ Grensásvegi 16 • 108 Reykjavlk © 68 80 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.