Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1993 Bosníu-Serbar leita skjóls Hermenn úr liði Bosníu-Serba hlaupa í skjól skammt frá borginni Brcko í norðurhluta Bosniu, skammt frá landamærum Serbíu. Bandaríkjamenn semja um málamiðlun við Evrópuríki um stríðið í Bosníu Snúa baki við múslim- um og friðaráætluninni Lundúnum, Brussel. Reuter, The Daily Telegraph. BANDARÍKJAMÖNNUM og bandamönnum þeirra í Evrópu tókst um helgina að jafna ágreining sinn um hvernig bregðast skyldi við stríðinu í Bosníu en að mati fréttaskýrenda virðast þeir um leið hafa gert út af við friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna sem miðaði meðal annars að því að Serbar afsöluðu sér hluta þeirra landsvæða sem þeir hafa náð á sitt vald. Múslimar í Bosníu urðu fyrir miklum vonbrigðum með málamiðlunina, sem þeir telja til marks um að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafi snúið við þeim baki til að tryggja einingu innan Atlantshafsbandalagsins. Eystrasalts- stofnunin var KGB-bæli SÆNSKA ríkisútvarpið skýrði í gær frá því að Eystrasalts- stofnuninni í Stokkhólmi hefði árum saman verið stjórnað af útsendurum sovésku leyniþjón- ustunnar KGB. Stofnunin var sett á laggirnar árið 1970 til að rannsaka og koma á fram- færi tungumálum og menningu Eystrasaltsríkjanna og greiddi sænska ríkið hluta rekstrar- kostnaðar. Í fréttaþættinum Ekot var vitnað í KGB-skjöl frá árinu 1987 þar sem fram kom að fjölmargir njósnarar störf- uðu við stofnunina og sendu reglulega skýrslur til Eystra- saltsdeildar leyniþjónustunnar. Stofnunin var oft gagnrýnd fyrir að vera hliðholl Kremlar- bændum og höfðu um 20 virtir vísindamenn sagt skilið við hana vegna þessa, áður en Sov- étríkin leystust upp árið 1991. Eritrea sjálf- stætt ríki ERITREA, sem til þessa hefur verið hluti Eþíópíu, varð að sjálfstæðu ríki á miðnætti á sunnudag. Mikil hátíðahöld voru á götum höfuðborgarinnar Asmara vegna þessa og komu stjórnarerindrekar frá um fimmtíu ríkjum til að vera við- staddir þau. Isayas Afewerki, leiðtogi Frelsishreyfingar Eri- treu (EPLF) fagnaði þessum áfanga og sagði hann marka nýtt upphaf fyrir þjóð sem hefði ekki kynnst öðru en borgara- styrjöld áratugum saman. íbú- ar Eritreu telja 3,5 milljónir manna. Talið er að það muni kosta um 2 milljarða Banda- ríkjadala að endurreisa efna- hagslíf landsins úr rústum en til þessa hafa Eritreumenn ein- ungis fengið loforð um 28 millj- óna dala aðstoð. Stephanie fær bætur SÆTTIR náður í gær í skaða- bótamáli sem Stephanie Móna- kóprinsessa hafði höfðað á hendur breska blaðinu Daily Mirror. Blaðið hafði haldið því fram í mars í fyrra að prinsess- an hefði farið fram á 100 þús- und dala þóknun fyrir að koma fram á góðgerðarsamkomu á írlandi. Lögmenn hennar sögðu að hún hefði aldrei fallist á að koma fram á samkomunni hvað þá farið fram á þóknun. Lög- menn Daily Mirror hafa fallist á þetta, lagt fram afsökunar- beiðni og fallist á að greiða „viðeigandi" skaðabætur, sem hafa ekki fengist uppgefnar, og allan málskostnað. Danskajáið flýtir fyrir samningnm SVÍAR koma til með að hagn- ast á því að Danir skyldu sam- þykkja Maastricht-sáttmálann í þjóðaratkvæði fyrir skemmstu, að sögn eins helsta samningamanns Svía, Anders Olanders. Hann telur að þegar í sumar muni komast skriður á viðræðúr um landbúnaðarmál og ríkiseinokun á áfengissölu, hvortveggja mál sem talin eru geta orðið ásteytingarsteinar. Mats Hellström, einn af leiðtog- um stjórnarandstöðu jafnaðar- manna, er sama sinnis en dreg- ur þó í efa að tímaáætlun stjórnvalda standist. Ríkis- stjórn borgaraflokkanna hyggst ljúka samningnum á þessu ári. Utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna, Rússlands, Bretlands, Frakk- lands og Spánar samþykktu á fundi sínum í Washington á laugardag nýja stefnu í málefnum Bosníu. I yfirlýsingu utanríkisráðherranna kemur fram að Bandaríkjastjórn hefur endanlega fallið frá tillögu um loftárásir á serbnesk skotmörk í Bosníu og afnám banns við sölu vopnatifmúslima í Bosníu. í yfirlýs- ingunni eru ekki boðaðar neinar aðgerðir til að fá Bosníu-Serba til að afsala sér landsvæðum en þess í stað er áhersla lögð á að binda enda á bardagana og koma í veg fyrir að þeir breiðist út til Kosovo- héraðs í Serbíu og Makedoníu. Bandaríkjamenn fallast með semingi á griðasvæði Samkvæmt nýju stefnunni verð- ur komið upp griðasvæðum fyrir múslima á svæðum sem Serbar sitja um, eftirlitsmenn verða sendir til landamæra Bosníu að Serbíu og hugsanlega Króatíu, stofnaður verður dómstóll sem fjalla á um stríðsglæpi og hermönnum fjölgað í Kosovo og Makedoníu. Stjórn Clintons neitar enn að senda her- menn til fyrrverandi lýðvelda Júgó- slavíu en býðst til þess að vemda friðargæsluliða Sameinuðu þjóð- anna á griðasvæðunum verði á þá ráðist. Warren Christopher, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, tók skýrt fram að Bandaríkjamenn myndu aðeins verja friðargæslulið- ana en ekki múslimska borgara og aðeins ef þeir yrðu beðnir um það. Bandaríkjamenn myndu þá aðeins gera loftárásir og landhernaður af þeirra hálfu kæmi ekki til greina. Christopher hafði verið andvígur hugmyndinni um griðasvæði af sið- ferðilegum og hernaðarlegum ástæðum. Bill Clinton lét einnig í ljós efasemdir um hugmyndina á föstudag og sagði hana enga varan- lega lausn. Christopher sagði á sunnudag að Bandaríkjastjórn hefði ekki skipt um skoðun en ákveðið að standa ekki í vegi fyrir hug- myndinni þar sem ríkin, sem hafa sent hermenn til Bosníu, væru hlynnt henni. Mesta diplómatíska stórslys nútímasögunnar? Mikilvægi yfírlýsingar utanríkis- ráðherranna felst aðallega í því að leitast ér við að bæta samskipti Bandaríkjanna og Evrópuríkja eftir langvarandi ágreining í Bosníumál- inu. Málamiðlun utanríkisráðherr- anna er mikið áfall fyrir múslima í Bosníu, sem höfðu bundið miklar vonir við tillögur Clintons úm loft- árásir og afnám vopnasölubannsins. Múslimarnir virðast nú standa einir og yfírgefnir því þótt þeir njóti mikillar samúðar í ríkjum trú- bræðra sinna hafa þau ekki gripið til neinna aðgerða og flest þeirra virða vopnasölubann Sameinuðu þjóðanna. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), hafði ráðlagt múslimunum að sætta sig við þau landsvæði sem þeim biðust, sama hversu lítil og dreifð þau væru, því enginn myndi koma þeim til bjargar. Arafat reyndist þar sannspár. í ríkjum múslima eru margir þeirrar skoðunar að tilraunir Chri- stophers til að fá Evrópuríkin til að fallast á afnám vopnasölubanns- ins hafi misheppnast einfaldlega vegna þess að Bandaríkjastjóm hafi viljað að þær mistækjust svo Clinton yrði ekki sakaður um að hafa ekki reynt að efna kosninga- loforð sín. Hann hafi verið að koma sökinni yfir á Evrópuríkin. Þessi kenning þykir þó ólíkleg á Vesturlöndum. „Þetta var í raun og veru mesta diplómatíska stórslys nútímasögunnar," sagði bandarísk- ur stjórnarerindreki. „Nýju strák- arnir í Hvíta húsinu, og þeir eru í raun og veru strákar, vita ekkert í sinn haus um útlönd. Þeir halda að ef menn bregðist strax við vandan- um í fyrrverandi Júgóslavíu verði allt eins og í Bandaríkjunum.“ Friðaráætlunin í raun búin að vera ' Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn- íu-Serba, fagnaði yfirlýsingu utan- ríkisráðherranna og sagði hana til Margir voru þegar farnir í gær þegar myndin sem ýmsir telja áhrifamesta framlagið, safn heim- ildarmynda þar sem lýst er skelfi- legum örlögum óbreyttra borgara í Bosníustríðinu, var sýnd. Ahorfend- ur voru aðeins um 50. Búist er við að gullni pálminn marks um meira raunsæi. Hann vill nú að stofnað verði sambands- ríki í Bosníu sem verði skipt í þrjá hluta. í friðaráætlun Cyrus Vance og Owens lávarðar, milligöngu- manna Sameinuðu þjóðanna og Evrópubandalagsins, er gert ráð fyrir mun flóknari skiptingu Bosníu í tíu héruð og til að framfylgja henni þyrfti að senda þangað um 70.000 hermenn. Þar sem ekki næst samstaða um slíkt verða vest- urveldin að leita einfaldari lausna. Stjórnarerindrekar segja að frið- aráætlun Sameinuðu þjóðanna sé nú í raun búin að vera þótt utanrík- isráðherrarnir hafi ekki sagt það berum orðum. í yfirlýsingu þeirra segir meðal annars að til að koma á varanlegum friði í Bosníu mætti „byggja á Vance-Owen ferlinu og aukinni alþjóðlegri samvinnu". Stjórnarerindrekar sögðu það at- hyglisvert að friðaráætlunin virtist nú vera orðin að „ferli“. „Notkun orðsins er mikilvæg því í því felst minni skuldbinding, meira svigrúm til breytinga," sagði stjórnarerind- reki í Brussel. „Þeir vilja ekki gefa út formlegt dánarvottorð en þeir forðast hér augljóslega að nefna hlutina sína réttu nafni.“ falli að þessu sinni í skaut annað- hvort kínversku myndinni „Kveðja til ástmeyjar minnar“ eða myndar- innar „Píanó“ sem gerist á Nýja- Sjálandi á 19. öld. Þar er ástarsaga á ferð en kínverska myndin lýsir ferli leikara Peking-óperunnar á þessari öld umbyltinga. Kvartað í Caunes Cannes. Reuter. GESTIR á kvikmyndahátíðinni í Cannes kvarta undan því að mynd- aúrvalið sé óvenju lélegt að þessu sinni. Tímaritið Variety segir að framboðið á þessu ári hafi verið afspyrnu lélegt, engir „óvæntir dýrgripir sem valda því að áhorfendum finnst að þeir hafi uppgöt- vað nýtt, mikilvægt hæfileikafólk".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.