Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993
RAÐAUGi YSINGAR
A TVINNA ÍBOÐI
MENNTASKÓLINN
í KÓPAVOGI
Frá
Menntaskólanum
íKópavogi
Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða
kennara í 10 stundir í sálfræði.
Einnig stundakennara í ferðagreinum.
Upplýsingar gefur skólameistari
í síma 43861.
Skólameistari.
Starf
forstöðumanns
Kertaverksmiðjan Heimaey, sem erverndað-
ur vinnustaður í Vestmannaeyjum, auglýsir
hér með eftir umsóknum um starf forstöðu-
manns.
í starfinu felst m.a. yfirstjórn á framleiðslu
og starfsmannahaldi, fjármálastjórn og bók-
hald í samvinnu við ríkisbókhald og Svæðis-
skrifstofu Suðurlands.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi áhuga á
starfi með fötluðum; reynsla á því sviði æski-
leg. Laun samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna.
Umsóknarfrestur er til 1. júní nk.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem
allra fyrst.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Suður-
landi, Eyrarvegi 37, Selfossi, sími 98-21922.
4ra til 5 herbergja eða
stærra óskast til leigu
4ra manna fjölskylda óskar eftir að taka á
leigu 4ra til 5 herbergja íbúð eða stærra í
Reykjavík eða Kópavogi frá 1. júlí.
Upplýsingar í sfma 40496 eftir kl. 17.00.
Fiskiskip - kvóti - til sölu
Rúmlega 100 brl. yfirbyggður stálbátur, sem
er búinn fyrir dragnót, humar og netaveiðar.
Báturinn er í góðu ástandi. Varanlegar afla-
heimildir fylgja, um 388 t. þorskígildi + 15 t.
af humarkvóta.
Einnig til sölu: 47 tonna eikarbátur með
kvóta og 36 tonna eikarbátur án kvóta.
Skipasala
Etgnahöllin
28850*26233 ^^76
Skúli Ólafsson
Persneskir kettlingar
Þrír persneskir kettlingar með ættbókar-
skírteini til sölu.
Upplýsingar í síma 658232 í dag og
næstu kvöld.
Til sölu
eru úr þrotabúi Sameinuðu auglýsingastof-
unnar hf., Síðumúla 15, Reykjavík, ýmis skrif-
stofubúnaður og fleira tilheyrandi rekstri
auglýsingastofu. Lausafé þetta verður selt á
auglýsingastofunni í Síðumúla 15, 3. hæð, í
dag, þriðjudaginn 25. maí, og miðvikudaginn
26. maí 1993 frá kl. 10.00-16.00.
F.h. þrotabús Sameinuðu auglýsingastof-
unnar hf.,
Skarphéðinn Þórisson hrl.,
skiptastjóri.
Sumarbúðir
Halló! Langar þig að gera eitthvað skemmti-
legt í sumar? T.d. að fara í sumarbúðir á
einum fegursta stað á landinu. Þar getur þú
verið í reiðskóla, farið í sund, göngur og
margt fleira. Fáein pláss laus í júní.
Miðskáli undir Eyjafjöllum
- margra ára reynsla, fagfólk.
Upplýsingar í síma 98-78951 Fríða og
91-623229 Guðbjörg.
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Skólaslit
verða í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 27. maí
kl. 14.00.
Aðstandendur nemenda og velunnarar
skólans eru velkomnir.
Bændaskólinn
á Hvanneyri
Atvinnutækifærum mun fjölga í sveitum
landsins á komandi árum. í landbúnaðar-
störf, sem og önnur störf í sveitunum, þarf
menntað fólk.
Ný námsskrá felur í sér þrjú svið;
★ Búfjárræktarsvið; menntun bænda fram-
tíðarinnar er staðist geta hina beinu og
óbeinu samkeppni sem framundan er í
landbúnaðinum.
★ Landnýtingarsvið; menntun til starfa er
varða landvörslu og nýtingu lands, s.s.
til útivistar, uppgræðslu eða undir mann-
virki.
★ Rekstrarsvið; sem varðar rekstur fyrir-
tækja (í sveitum), hvort sem það er bú-
rekstur eða rekstur smáfyrirtækis.
Auk þess er fjöldi valgreina, s.s. hrossa-
rækt, ferðaþjónusta, skógrækt, vinnuvélar,
svínarækt, sláturhúsastörf, kanínurækt,
garðrækt, ullariðn o.fl.
Ein önn af fjórum er verknámsdvöl á einu
af bestu búum landsins.
Námið er tveggja ára starfsnám.
Stúdentar geta lokið námi á einu ári.
Umsókn um skólavist næsta skólaár
sendist skólanum fyrir 10. júní nk.
Við veitum nánari upplýsingar í síma
93-70000.
Skólastjóri.
jljk Aðalfundi
Breiðabliks frestað
Aðalfundi Breiðabliks, sem vera átti í dag,
þriðjudaginn 25. maí, er frestað til miðviku-
dagsins 2. júní kl. 18.00.
Fundurinn verður í Félagsheimili Kópavogs.
Stjórnin.
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Félagsfundur verður haldinn í Bíóborg í dag,
þriðjudaginn 25. maí, kl. 13.15.
Fundarefni: Afgreiðsla nýrra kjarasamninga.
Félagar fjölmennum.
Stjórn Dagsbrúnar.
Félag járniðnaðarmanna
Félagsfundur
verður haldinn í dag, þriðjudaginn 25. maí,
kl. 17.30, á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
Dagskrá
1. Nýgerðir kjarasamningar verða teknir til
umræðu og afgreiðslu.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Akureyri
Fundur um einkavæðingu
verður haldinn á
Hótel KEA á Akur-
eyri í dag, þriðjudag-
inn 25. maí, og hefst
hann kl. 20.00.
Á fundinum verður
fjallað um starf og
stefnu ríkisstjórnar-
innar í einkavæð-
ingu.
Ræðumenn: Hreinn Loftsson, formaður einkavæðinganefndar og
Finnur Sveinbjörnsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu.
Allir velkomnir.
Framkvæmdanefnd um einkavæöingu.
Bíliðnafélagið Félagsfundur
verður haldinn í Bíliðnafélaginu í dag, þriðju-
daginn 25. maí 1993, á Suðurlandsbraut 30,
4. hæð, kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Nýgerðir kjarasamningar kynntir og born-
ir upp til afgreiðslu.
2. Önnur mál.
Stjórn Bíliðnafélagsins.
Félag
framreiðslumanna
Almennur félagsfundur verður haldinn í
Félagi framreiðslumanna í dag, þriðjudaginn
25. maí 1993, kl. 15.00 á Óðinsgötu 7.
Fundarefni:
1. Umræður og atkvæðagreiðsla um
nýgerðan kjarasamning.
2. Önnur mál.
Stjórnin.