Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 46
46 : MQRGiUNBLAÐIÐ ÞKIDJUDAGUK ,25. MAÍ 1993 t HERMANN ÓLAFSSON, Grettisgötu 98, lést í Borgarspítalanum 22. maí. Lárus Sveinsson, Ólafur Sveinsson, Dana Mortensen, Jón E. Clausen, Ragnhildur Friðriksdóttir, t Faðir minn, tengdafaðir og afi, VIGGÓ SIGURJÓNSSON bifreiðastjóri, ' Stóragerði 10, lést 23. maí. Ingibjörg Viggósdóttir, Jón Bergvinsson og börn. t Maðurinn minn, BRYNJÓLFUR BJARKAN, lést af slysförum að kvöldi 17. maí. Fyrir hönd barna minna, Halldóra Gunnarsdóttir. t Ástkaer sonur okkar og bróðir, SIGFÚS ÞÓR STEFÁNSSON, lést á vökudeild Landspítalans þann 14. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Þóra Guðrún Samúelsdóttir, Stefán Jónsson, Samúel Ingi Stefánsson, Jón Agnar Stefánsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÉTA SIGURBORG GUÐJÓNSDÓTTIR, lést í Borgarspítalanum 22. maí sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Elm G. Ólafsdóttir, Edda S. Ólafsdóttir, Katrín M. Ólafsdóttir, Guðjón E. Ólafsson. Minning Guðmunda Jóna Krisijánsdóttir Fædd 23. september 1912 Dáin 17. maí 1993 Elsku amma mín, Guðmunda Jóna Kristjánsdóttir, er látin. í brjóstum okkar sem eftir stöndum er söknuðurinn sár. En nú er hún komin til afa og við vitum að henni líður betur núna. Mig langar að þakka fyrir allar stundirnar sem ég hef átt með ömmu og fyrir alla þá gullmola sem hún hefur látið mér í té. Eftir stendur minningin um ákveðna, heilsteypta og umfrám allt gamansama og söngelska konu. Hjarta mitt er fullt trega er ég kveð elsku ömmu mína, en þó veit ég að hún verður alltaf hjá okkur og gætir okkar, og að lokum mun- um við hittast aftur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Guðmunda Kristjánsdótt ir. Kveðjustundin er runnin upp. Núna ætlum við, um fimmtíu af- komendur, að kveðja þessa konu sem við þekktum misvel og kannski ekkert okkar til fulls. Hún var stór- brotin kona, hafði mikinn viljastyrk og þrek, hún var glæsileg og falleg, söngelsk og glaðlynd, en hún gat líka verið hörð því hún þurfti oft að beita sér í lífinu og hafa fyrir hlutunum. Hún átti gott með að tjá sig, var vel máli farin og var lagin á ýmsan hátt. Lífið var ekki bara leikur, eins og hún sagði svo oft sjálf, það mótaði hana og herti og bugaði hana að lokum. Móðir mín var fædd í Hnífsdal árið 1912, á gangnadaginn. hún var dóttir hjónanna Jónínu Guðnadóttur frá Bjarnarfirði á Ströndum og Kristjáns Sigurðssonar frá Meiri- bakka í Skálavík. Hún var næst- yngst fjögurra systkina sem upp komust. Nöfnin sín fékk hún frá Guðmundi, sem var gamall maður á Hólmavík og reyndist móður hennar vel þegar hún var þar ung stúlkr og frá Jóni, sem var vinur föður hennar sem varð úti á heið- inni á milli Skálavíkur og Bolungar- víkur. Fljótlega fluttist fjölskyldan að Kroppsstöðum í Skálavík. Þar er mjög fallegt, annars vegar fjöllin og hins vegar himinn og haf. Ég sé fyrir mér litlu stúlkuna við bæjar- lækinn og í litla bænum. Systkinin sváfu andfætis í litlu rúmunum sín- um í litlu baðstofunni. Mamman hafði mikið að gera við að útbúa fæði og klæði fyrir fjölskylduna. Faðirinn sótti sjóinn. Það hefur ver- ið hörð lífsbarátta. Það var mikið sungið í litlu baðstofunni. Sálma- bókin var víst bara ein og þegar margir sungu saman, varð litla stúlkan stundum útundan, en hún vildi fá að syngja með. Þá var henni rétt lítið póstkort og með það gat hún gert sig ánægða og gat tekið þátt í söngnum. Hún upplifði það að missa systur sína sem lést á fyrsta ári, það var erfitt. Þegar þröngt er í búi er erfitt að fæða marga munna, það kom til tals að Guðmunda litla Jóna færi í varanlegt fóstur til hjóna í Bolung- arvík. Hún var búin út að vetri til, kannski fjögurra ára gömul, bundin á bak föður síns sem lagði af stað með hana gangandi eftir snjóbreið- unni yfir heiðina. Hún horfði á Minning Arndís Kristrún + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁGÚSTA RAGNARS, sem andaðist 17. maí sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu- daginn 28. maí kl. 13.30. Gunnar Ragnars, Guðrfður Eiríksdóttir, Karl Ragnars, Emilfa Jónsdóttir, Guðrún Ragnars, Jens B. Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ömmu okkar, ÁSTRÍÐAR EINARSDÓTTUR, Hringbraut 53, Reykjavík. Þorvarður Jón Guðmundsson, Jón Axel Pétursson, Ástríður Guðmundsdóttir, Pétur Axel Pétursson, Halldóra Guðmundsdóttir, Jón Guðmann Pétursson, Þóra Steinunn Pétursdóttir. + Móðir okkar og stjúpmóðir, JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, Álfhólsvegi 61, lést í Borgarspítalanum 20. maí. Herdis Holm, Ásgeir Holm, Reynir Holm, Hreiðar Holm. Kristleifsdóttir Fædd 26. nóvember 1913 Dáin 17. maí 1993 Kveðja frá tengdadóttur Elskuleg tengdamóðir mín, Am- dís Kristleifsdóttir, varð bráðkvödd á heimili sínu á Hrafnistu í Reykja- vík 17. maí. Það leið að stórri stund í fjölskyldunni 22. maí, brúðkaupi Stefaníu dóttur okkar, silfurbrúð- kaupi okkar Kjartans og gullbrúð- kaupi foreldra minna. Við ætluðum að koma suður og halda daginn hátíðlegan með fjöl- skyldu og vinum. Dísa hlakkaði mjög til þessa dags, og síðast þegar við komum til Reykjavíkur sýndi hún mér falleg föt sem hún hafði keypt sér fyrir brúðkaupið. Ekki óraði mig fyrir að það væru okkar síðustu samverustundir. Dísa og Kolli, eins og þau voru alltaf kölluð, tóku mér opnum örm- um þegar ég kom á heimili þeirra á Hofteignum. Dísa var mér eins og önnur móðir, alltaf reiðubúin að hjálpa og leiðbeina. Hún var sívinn- andi, féll aldrei verk úr hendi. Heim- ili hennar var notalegt og fallegt, prýtt fallegum munum sem hún hafði unnið í höndunum. Hún átti alltaf með kaffinu og enginn bak- aði betri skonsur en hún. Henni þótti vænt um fjölskyldu sína og bamabörnin hændust að henni. Hún saumaði og prjónaði á litla fólkið og enginn fór frá henni með tóman maga. Dísa og Kolli seldu íbúðina sína á Hofteignum og fluttust í þjónustu- íbúð við Jökulgrunn, en eftir að heilsu Kolla hrakaði mjög, fluttust þau upp á Hrafnistu. Þar tók Dísa virkan þátt í öllu sem fólkinu stóð til boða. Hún saumaði, málaði, þrykkti á tau og nýlega fór hún að syngja með Hrafnistukómum. Eg bið góðan Guð að veita tengdaföður mínum styrk til að ganga í gegngum þessa raun. Með djúpum söknuði kveð ég Dísu mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Helga. Öldmð alþýðukona hefur kvatt þennan heim, minnisstæð öllum þeim sem hana þekktu. Heil og hreinskiptin í allri sinni gerð og miðlaði öðrum af sínu hlýja hjarta- þeli, vinaföst og trygg. Líf hennar mótaðist ekki af auði né áhrifum, húsmóðurskyldan með allri sinni önn í hversdagslegu lífi sveitakonunnar var hennar æðsta skylda sem vörðuð var mikilli og þrotlausri vinnu bæði í borg og sveit, en hennar hlutskipti var að kynnast bæði sveita- og borgarlífi og una því vel og hún kunni að meta kosti þess og galla og greina kjarnann frá hisminu. Ég sem þessar línur rita þekkti þessa mætu konu ekki fyrr en hún móður sína eins lengi og hún gat sem stóð við bæinn og snúrustaur- ana, sem hölluðu sér hvor að öðr- um, og veifaði henni í kveðjuskyni. En dvölin í Bolungarvík i það skipt- ið var ekki löng. Faðir hennar fór fljótlega aftur yfir heiðina til að sækja stúlkuna aftur heim. Þegar hún var um tíu eða ellefu ára göm- ul fluttist fjölskyldan til Bolungar- víkur. Faðir hennar fékk pláss á bát, sem kokkur. Heilsan hefur verið farin að bila hjá móðurinni, sem lést árið sem Guðmunda fermd- ist. í Bolungarvík eignaðist hún vini sem hafa lýst henni sem þrek- inni, hávaxinni, ungri stúlku með þykkt og mikið dökkbrúnt hár, og himinblá augu, sem var glaðlynd og elskuleg og góður vinur. Skömmu eftir lát móður hennar fluttist hún tit ísafjarðar, þar sem hún fékk húsnæði og vinnu af Hjálpræðishernum. Þegar hún var á sautjánda ári fluttist hún til Reykjavíkur, fyrst á Hjálpræðisher- inn, þar sem hún vann og bjó. Síð- ar fer hún sjálf að búa. Hún kynnt- ist reykvískum manni, Oskari Glad- stone Jóhannssyni, syni mikils at- hafnamanns í Reykjavík um alda- mótin. Þau eignuðust fyrsta barnið sitt þegar hún var tæpra nítján ára gömul og giftu sig skömmu síðar. Saman eignuðust þau þrjú börn, sem eru: Björn Jóhann, Sigurbjörg Edda og Sjöfn. Það átti ekki fyrir þeim að liggja að eyða mörgum árum saman. þau slitu samvistum um 1939. Þá reyndi á ungu konuna með börnin þrjú. Hún hefur sjálf- sagt staðið sig eins og hetja, með reisn. Fór hún fyrst að Álafossi og síðan að Korpúlfsstöðum. Þar var mikið bú og mikið af ungu fólki. Þar kynntist hún manni norðan úr landi sem hét Ingimundur Þor- steinsson. Hann var barnakennari og vann á sumrin við heyskap á Korpúlfsstöðum. Þau heilluðu hvort annað og ákváðu að rugla saman reytunum. Þau fluttust norður í land árið 1944 og bjuggu lengst af þar á Dvergasteini í Kræklinga- hlíð við Eyjafjörð. Saman eignuðust þau þrjú börn, sem eru: Kristján Pétur, Þorsteinn og Inga Ólöf. Fjöl- skyldan var stór og búskapurinn hefur sjálfsagt verið erfiður. Heils- var komin á efri ár, en strax frá minni fyrstu heimsókn til þeirra hjóna, bundust með okkur traust vináttubönd sem aldrei bar skugga á. Hjá þeim var ávallt hlýju og öryggi að finna. Þau voru ætíð reiðubúin að miðla öðrum af sínum dýra reynslusjóði sem þau varð- veittu með sér og létu öðrum eftir að njóta með sér. Arndís Kristrún fæddist í Bakka- búð á Brimilsvöllum á Snæfellsnesi 26. nóv. 1913, dóttir hjónanna Kristleifs Jónatanssonar og Soffíu Árnadóttur sem þar bjuggu. Átti hún sjö systkini og einn uppeldis- bróður. Á öðru ári fluttist hún með foreldrúm sínum að Hrísum í sömu sveit. Árið 1944 giftist hún Kol- - beini Guðmundssyni frá Kílhrauni á Skeiðum. Byijuðu þau búskap sinn í Reykjavík. Nokkru seinna hófu þau búskap að Nethömrum í Ölfusi og bjuggu þar í þrjú ár, en fluttust þá að Laugum í Hraun- gerðishreppi. Árið 1946 byggja þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.