Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 Hinu mjúka rétt- læti til vamar eftir Úlf Ragnarsson Er ekki nöturlegt til þess að vita að ein öflugasta kveikjan að ófriði og grimmd skuli vera réttlætis- kennd á refilstigum? Gott og frið- samt fólk breytist í grimmar hetj- ur, þegar blásið er til ófriðar af rugluðum áróðurssnillingum, sem kunna að spila á göfugar kenndir og leiða þær afvega. Vegið í sama knérunn Forsætisráðherra íslands hefur borist enn eitt bréfið frá Efraím Zúroff, stjórnanda Wiesenthal- stofnunar í Jerúsalem. Sá vill ekki una því að íslendingar fari eftir því sem þeim sjálfum þykir rétt. Hann hefur nú 835 undirskriftir sér til fulltingis, og virðist líta svo á, að fyrir slíku ofurefli beri okkur að afneita okkar eigin réttlæti og játast undir „réttlæti“ Zúroffs. Okkar réttlætiskennd breytist ekki við bandarískar undirskriftir, hversu mörgum sem saman væri safnað. Því fleiri sem játast undir miskunnarlaust „réttlæti", því mikilvægara verður, að nógir verði eftir sem hafna því. Annars verður stutt í ofbeldi og harðstjóm. Nauðsyn brýtur lög Og þó skal viðurkennt, að þann- ig getur á staðið á yfírstandandi tíma, að réttlætanlegt sé að grípa um stundarsakir til hins harða „réttlætis“, svo sem til dæmis það, að austur í Malasíu liggur dauða- sök við dreifingu og verslun með eiturlyf út frá því sjónarmiði að losaraháttur í slíku efni veldur þvílíku manntjóni, að jafnist á við fjöldamorð. Arangurinn þar er óumdeilanlegur. Þar getur fólk gengið um götur að næturlagi án þess að eiga á hættu ofbeldisárás- ir fólks undir annarlegum áhrifum. Hins vegar þjónar engum heiðvirð- um tilgangi að hundelta gamlan mann með þeim hætti, sem við sjáum dæmi um í aðför Wiesent- halstofnunar að Eðvaldi Hinriks- syni. Þar er ekki verið að bjarga mannslífum, heldur virðist þar á ferðinni hefnigimi undir yfírskini réttlætis. Hvers konar réttlæti? Manni kemur í hug það sem sagt var um mann einn: „Illt er að þola hans ranglæti, en verra er hans réttlæti!" þegar Efraím tekur til máls: „Þörfín á réttlæti hefur í engu minnkað, þótt tími sé liðinn frá glæpum Miksons“ segir í áskoruninni, sem trúlega er orðuð af Efraím sjálfum, manni sem fellir úrskurð fyrirfram án dóms og laga, svo sem fram kem- ur víðar í orðum hans varðandi meintan sakamann, sem ekkert hefur á sannast. „Réttlæti" Efra- íms er væntanlega náinn ættingi þess konar sýndarréttlætis, sem þjóðir heims hafa stunið undan um aldir, gyðingar jafnvel öðrum fremur. Ennfremur mælir Efraím svo: „Ég vil bæta því við, að með hveij- um deginum sem líður minnka lík- urnar á því að réttlætinu verði fullnægt, og því er brýnt að brugð- ist verði hratt við.“ Ömurlegt er að heyra! Varla verður þetta öðruvísi skil- ið en svo að Efraím, handhafi þessa sérstaka réttlætis, óttist að tæki- færið til að fullnægja því gangi honum úr greipum fyrir þá slysni að maðurinn gæti dáið og málið félli þar með undir dómara allra tíma. ^ Margur mundi ætla að sá dóm- ari væri færari um að fullnægja sönnu réttlæti en jarðneskir dóm- stólar út frá ótrúverðum gögnum og vitnisburðum fólks, sem á erfítt með að gera sér rétta grein fyrir eftir Kristján Arnason Þungi erlendra menningar- og stjómmálastrauma hingað til lands eykst sífellt, en allir eru á einu máli um það að standa beri vörð um menningu vora og tungu. Á sama tíma ec bent á mikilvægi þess fyrir íslendinga í erlendum samskiptum að hafa gott vald á tungumálum. Þetta hvort tveggja kallar á það að öll málrækt og málkennsla verði efld. Einhver gæti spurt hvort aukin rækt við erlend tungumál hafi ekki í för með sér hættu á því að móður- málinu hraki. Þetta þarf alls ekki að vera. Kennarar þekkja það vel að góður árangur í móðurmáli og erlendu máli fylgist að. Þeir sem kunna móðurmál sitt vel eiga auð- veldara með að tileinka sér erlent mál. Þeir sem eru lélegir í íslensku eru gjarna lélegir í erlendum tungu- málum. Þeim markmiðum og þörfum sem lýst var í upphafi verður ekki náð nema með því að öllu málnámi verði sýndur fullur sómi í skólastarfínU. Leggja þarf rækt bæði við móður- málskennslu og kennslu í erlendum tungumálum. Þar má enginn hlekkur bresta, ekki grunnskólar, ekki fram- atburðum, sem gerðust fyrir hálfri öld eða meira. Hver veit nema birti í hugskoti? Efraím virðist haldinn sömu áráttu og rak rabbínann, Saul, áfram til grimmilegra ofsókna gegn frumkristnum söfnuðum á sinni tíð. Sá maður leit samt mik- ið ljós á veginum til Damaskus og heyrði rödd sem spurði: „Hví ofsækir þú mig?“ Páll postuli var hann síðar nefndur eftir að hann áttaði sig á, að „réttlæti faríse- anna“ greiðir engum veg til Guðs- ríkis, ríkis þess friðar sem hjörtu mannanna þrá. Án innri friðar getur aldrei orð- ið friður á jörð. Friður í hjörtum mannanna er grunnforsenda ytri friðar. Það hlýtur að vera hveijum hugsandi manni ljóst. Hver veit, nema Efraím, sem virðist fremur geðugur maður, þegar hann er ekki í ham, eigi eftir að líta sama ljós og fari þá að vinna að friði á jörð? Mætti fara fram á að hann melti með sjálfum sér þessi orð, af munni haldsskólar, ekki Kennaraháskólinn, og kannski síst Háskóli íslands. íslendingar telja sig gjama mikla málamenn og þykjast geta bjargað sér víða um heiminn, eru höfðingja- djarfír og ræða við erlenda frændur og vini á þeirra tungum. Ekki er neinn vafi á því að þekking á erlend- um tungumálum er hér býsna al- menn. En spurningin er hversu hald- góð þessi tungumálaþekking er þeg- ar allt kemur til alls. Þrátt fyrir all- an gorgeirinn finna flestir til ein- hverrar vanmáttarkenndar þegar að því kemur að tjá sig á erlendu máli. Við slíkar aðstæður segja menn það sem þeir geta sagt, en ekki það sem þeir hugsa eða vildu sagt hafa. Menn ná ekki góðu valdi á erlendu tungumáli með því einu að sitja fyr- ir framan kvikmyndatjald eða sjón- varpsskjá og fylgjast nokkurn veg- inn með því sem gerist. Sú mála- kunnátta sem því fylgir er óvirk. Af sólarmerkjum að dæma er stefnt að því að flytja inn enskt og amer- ískt sjónvarpsefni í stórum stíl. For- senda þessa og afleiðing er að þjóð- in sé öll mellufær á ensku. Augljóst er að efla þarf íslenska tungu, þannig að hún geti þjónað okkur í nútíma þjóðfélagi. Þetta verður, auk eflingar skóla- og rann- sóknastarfs, m.a. gert með því að Úlfur Ragnarsson „Þá mun og helst friðar að vænta á jarðar- kringlunni, ef mið er af þeim orðum tekið, sem töluð hafa verið af dýpstri innsýn og mestri visku og eiga jafnt við um daglegt líf, trúmál, stjórnmál og hvað annað sem menn- irnir hafast að.“ „I Háskóla íslands hef- ur verið unnið að undir- búningi tillagna um nám, sem ætlað yrði þýðendum.“ efla innlenda nýyrðasmíð og íðorða- starf. En einnig er nauðsynlegt að huga að þýðingum og túlkun af er- lendum málum yfír á íslensku. Nokk- ur reynsla hefur fengist hér á landi af þýðingarstarfi ’ í tengslum við samninga um Evrópskt efnahags- svæði. Tryggja þarf að sú reynsla sem þar hefur fengist nýtist áfram, og tryggja þarf góða menntun þýð- enda. I Háskóla Islands hefur verið unnið að undirbúningi tillagna um nám, sem ætlað yrði þýðendum, og vonandi tekst að koma því á laggirn- ar innan skamms. Einnig þarf að treysta þá þekk- ingu sem í landinu er á erlendum tungumálum. Sérþjálfa þarf þýðend- ur og túlka og e.t.v. ekki síður við- skiptafróða, lögfróða og verkfróða sendimenn okkar sem sinna viðskipt- um við útlönd. Þetta á ekki bara við um ensku, heldur ekki síður önnur íslenskt mál og erlent Betrtt hdr og sterkari neglur Torfi Geirmundsson Nýju hárstofunni, Laugavegi 45 segir: „Ég hef selt og sjálfur notað Prof. Kervran's Original Silica töflur í mörg ár og fengið maigstaðfest áhrif þess á hár og neglur. Ef þú ert með húðvandamál, brothættar neglur, ffngert og þurrt hár, er líklegt að það sé af skorti á Silica. Þá hafa rannsóknir sýnt að menn, sem verða sköllóttir hafa lítið magn af Silica í húðinni. (Silica leysir samt ekki skailavandamái, heldur getur það hjálpað). Vísindamenn hafa bent á, að Silica byggir upp slagæðakerfið og að þeir, sem eiga ekki við nein hjartavandamál að stríða, hafi allt að því 14 sinnum meira af Silica í slagæðum a'S/V heldur en þeir, sem eru hjartveikir. f |1 Ég mæli eindregið með Prof. Kervrans Silica. I I L«| Það eykur ekki aðeins vöxt hárs og nagla' !■■■■■■■I | heldur bætir það útlit húðarinnar og heilsu mannsins." Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 Fœst á hárgreiðslusto/um, í apótekum og heilsuhúðum leilsuhúsið hans sem krossfestur var í nafni þesskonar sýndarréttlætis sem við Islendingar viljum vísa á bug? „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru. En farið þér og lærið hvað þetta þýð- ir: Miskunnsemi þrái ég en ekki fórn. Því að ég er ekki til þess kominn að kalla réttláta heldur syndara." Sjónarhóll greinarhöfundar Einhverjum kann að þykja klerklega til orða tekið af lækni, sem reynt hefur að kafa í sálar- djúp í leit að svörum. En því er til að svara, að trúarbrögð heims sækja viskuna og þróttinn í djúpa brunna hins lifandi vatns. Þá mun og helst friðar að vænta á jarðarkringlunni, ef mið er af þeim orðum tekið, sem töluð hafa verið af dýpstri innsýn og mestri visku og eiga jafnt við um daglegt líf, trúmál, stjórnmál og hvað ann- að sem mennirnir hafast að. Hornsteinar heilbrigðs samfélags Heilbrigt þjóðfélag byggist á fólki í öllum stéttum, sem kann að hlusta með hljóðum huga, eigin- leika, sem sumir nefna þögli. Þessi eiginleiki er í rauninni innsti kjarni þeirrar bænar, sem lykill er að Drottins náð að áliti Hallgríms Péturssonar. Áherslu verður að leggja á þess konar varúð, sem birtist sem að- gát í nærveru sálar. Ekki hvað síst þarf að varast að láta ekki leiðast til svika við sjálfan sig. Kristján Árnason heimsmál, eins og þýsku og frönsku, rússnesku eða japönsku. Þá kemur hin óhjákvæmilega spurning hvort þetta sé ekki allt of dýrt. Sérstaklega þegar þorskurinn er tregur? Þessari spurningu má eins snúa við. Hvað myndi það kosta ef þetta yrði ekki gert? Situr hér þá þjóð sem „bjargar sér“ á íslensku og ensku, reytir upp þá þorska og hvali sem henni er úthlutað í kvóta og horfir á gervihnattasjónvarp í landlegunum? Að sjálfsögðu er hér dregin upp dökk mynd, en til þess eru vítin að varast þau. Ef leita ætti tekjulinda til að fjár- magna þá rækt sem leggja þarf við þessi mál má m.a. benda á gjaldtöku af innflutningi á erlendu gervi- hnattaefni eða fyrir afnot af ljósvak- anum, sem hlýtur að teljast almenn- ingseign. Höfundur er prófessor í íslcnskri málfræði vjð Háskóla íslands og formaður íslenskrar málnefndar. ------------------ ■ Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð á mótum Mi- klubrautar, Skeiðarvogs og Réttar- holtsvegar um klukkan 20.50 að kvöldi 16. apríl sl. Þar rákust sam- an Toyota fólksbíll, sem ekið var suður Skeiðarvog áleiðis yfir gatna- mótin og áfram inn á Réttarholts- veg, og VW Polo á leið austur Miklubraut. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósanna á gatna- mótunum. ► i i l i i I i i i \ I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.