Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 37
 i______________ . ______________________ fift-’l .nt; MlinAUJUilM imMMUM_________________________________________________m MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 37 Vortónleikar Lúðrasveit- ar Laugarnesskóla Vortónleikar Lúðrasveitar Laug- fimmtudaginn 30. maí kl. 14. Kaffi- arnesskóla verða haldnir í skólanum veitingar verða á boðstólum. 8 milljónir til landgræðslu Í TILEFNI 50 ára afmælis Landgræðsluflugvélarinn- ar Páls Sveinssonar afhenti Olís Landgræðslunni 8 milljónir kr. á hátíðardagskrá Landgræðslunnar á Reykjavíkurflugvelli síðastliðinn sunnudag. Þetta er framlag félagsins og viðskiptavina þess til land- græðslustarfa. Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því Olís gerðist þátttakandi í átaki til uppgræðslu landsins og verndunar íslenskri náttúru undir kjör- orðinu Græðum landið með Olís. Með framlagi Olís um helgina hefur félagið samtals lagt fram ásamt viðskiptavinum þess 16 milljónir til landgræðslu- mála á einu ári. Myndin sýnir Einar Benediktsson forstjóra Olís afhenda Sveini Runólfssyni land- græðslustjóra framlagið. Indverskar mottur í sumarbústaðinn Tölvunám- skeið fyr- ir krakka TÖLVUSUMARSKÓLI Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar hefur nú sitt fimmta sumar. Á árinu 1992 sóttu um 100 krakkar og ungling- ar námskeið í Tölvusumarskólan- um og framhaldsnámskeið um veturinn. í sumar verða 18 námskeið í boði í Tölvusumarskólanum og hefjast þau fyrstu 1. júní nk. en síðustu námskeiðin verða í ágúst. Boðin eru tveggja eða þriggja vikna löng nám- skeið fyrir eða eftir hádegi. Kennt er á Macintosh eða PC tölvur eftir óskum hvers og eins. Námsefnið er miðað við að nám- skeiðin nýtist krökkunum við skóla- námið og eru verkefnin valin með tilliti til þess. Kennd er vélritun, rit- vinnsla, tölvuteiknun og upplýsinga- söfnun. Þá fá krakkarnir að kynnast notkun myndskanna og geisladiska sem m.a. geyma alfræðibækur með myndum og hljóðupptökum. Heim- sótt er tölvufyrirtæki til þess að kynnast því sem krakkarnir hafa verið að vinna á námskeiðinu. Allar nánari upplýsingar má fá hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. (Fréttatilkynning) Faxafeni við Suðurlandsbraut, sími 686999. íjJíd IiijJl wn 33 mmn Heimsþing réttarheim- < spekinga , áíslandi HALDIÐ verður á íslandi dagana 26. maí til 2. júní nk. 16. heims- t þing Hinna alþjóðlegu samtaka um heimspeki, rétt og menningu (International Vereinigung fiir Rechts- und Sozialphilosophie, eða IVR). Þingið er haldið á vegum Háskóla Islands, Norræna hússins og Vettvangs, sem er íslandsdeild IVR-samtakanna. Um 300 þátttak- endur koma erlendis frá til að sitja þingið og gert er ráð fyrir 50-100 þátttakendum héðan. IVR-samtökin voru stofnuð í Þýskalandi árið 1909. í dag hafa þau þúsundir félaga í 42 löndum. Á síð- ustu árum kalda stríðsins voru sam- tökin vettvangur opinnar umræðu milli fólks austan og vestan jám- , tjaldsins. Þau gegndu mikilvægu og . jákvæðu hlutverki í þeim miklu þjóð- félagsbreytingum sem átt hafa sér stað í Austur-Evrópu á undanförnum ( árum. Mörg þeirra erfíðu réttarfars- legu vandamála sem tengjast sam- mna Evrópubandalagsríkjanna hafa ( verið rædd og rannsökuð innan IVR og á sama tíma hefur umræða um tengsl iðnríkja og þróunarríkja feng- ið síaukið vægi innan samtakanna. Heimsþingið sem haldið verður í Reykjavík ber yfírskriftina: „Réttur, réttlæti og ríkið“. Þar verður t.d. fjallað um stöðu lítilla þjóðríkja í hinni nýju Evrópu og ætti umræðan á þinginu að skipta íslendinga miklu. Hugmyndin að baki því að halda heimsþingið á íslandi á þessum tíma var einmitt sú að hér býr lítil þjóð sem taka þarf afstöðu til inngöngu í bandalag sem mun að nokkru leyti má út landamæri ríkja. Önnur erindi á þinginu varða íslendinga líka á einn eða annan hátt, t.d. verður fjall- ( að um það hvernig þjóðir upplifa og skynja réttarkerfí sín, réttindi smárra og fátækra ríkja sem og ( minnihlutahópa, s.s. flóttafólk, bama, fátæklinga og fanga. Hátt í tvö hundmð erindi verða ( flutt á þinginu og koma fyrirlesar- arnir hvaðanæva að. Fyrirlestramir verða fluttir á ýmsum tungumálum, en aðallega þó á ensku og allir verða þeir gefnir út á ensku í sérstakri bók sem seld verður á þinginu. Heims- þing um rétt, réttlæti og ríkið er öllum opið, en þátttakendur verða engu að síður að skrá sig. Skráning fer fram í Tæknigarði miðvikudaginn 26. maí, frá kl. 9 til 20. (Fréttatilkynning) Rarik-kórinn. Tónleikar Rarik-kórsins 25. maj nk. og hefjast þeir kl. 20.30. Á söngskránni eru innlend og erlend lög. Stjórnandi kórsins er Violeta Smid, tónlistarkennari og undirleik- ari Pavel Smid, tónlistarkennari. Rarik-kórinn mun síðan leggja upp í söngferð til Finnlands hinn 7. júní nk. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. HINIR árlegu vortónleikar Rar- ik-kórsins verða halndir í Fella- og Hólakirkju þriðjudagskvöldið Ný gerö barnabílstóla * Fyrir böm frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Sttllanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa fristandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. * Verðkr. 10.998,- Símt: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 Borgartúni 26 TANAKA vélorf, sterkbyggö og þægileg. Meö sjálfvirkum þráöamatara (sláttuhaus. Fjölbreytt úrval af sláttuvél- um, akstursvélum, valsavél- um, loftpúöavélum, vélorf- um, limgerðisklippum, jarö- vegstæturum, mosatæturum, snjóblásurum o.fl. STlGtK HAMRAB0RG 1-3 KÖPAV061 SÍMI 91-641864 ( ( ( Upplýsingalína Flugleiða Upplýsingar um brottfarar- og komutíma Flugleiðavéla í millilanda- og innanlandsflugi. Alltaf nýjustu upplýsingar. Sjálfvirk símsvörun allan sólarhringinn alla daga. FLUGLEIDIR Traustur íslenskurferðafélagi PT SKÝRSLURNAR • Leynireikningar í útlöndum. • Erlendar skattaparadísir. Sendum bækling (á ensku). SCOPE - DALI Sími: 11855 • Fax: 11666
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.