Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 11 Vox feminae _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Sönghópur úr Kvennakór Reykjavíkur, sem nefnir sig Vox Feminae, undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, ásamt Ingu Back- man sópransöngkonu og Svönu Víkingsdóttur píanóleikara, hélt tónleika sl. laugardag í Seltjarnar- neskirkju. Á efnisskránni voru nær eingöngu trúarleg tónverk, m.a. sjö Maríuvers. Tónleikarnir hófust á Ave Mar- is Stella, eftir finnska tónskáldið Heikki Klemetti (1876-1953), sem var frægur kórstjóri þar í landi. Þá voru tvær Ave Maríur sungnar, sú fyrri eftir Kodály og síðari Bach-Gounod gerðin. Öll lögin voru fallega sungin og auð- heyrt að Vox Feminae er efni í góðan kór, undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Inga Backman söng How be- autyful are the feet, úr Messias eftir Handel, og seinna á tónleik- unum Ave Maríu, eftir Schubert, aríuna Casta diva, úr Normu eftir Bellini, Agnus Dei eftir Bizet og einsönginn í Panis angelicus eftir C. Franck, allt með miklum glæsi- brag, sérstaklega þó Agnus Dei og Panis angelicus, enda hefur Inga náð því að teljast í hópi okk- ar bestu söngkvenna, bæði fyrir raddgæði og kunnáttu, svo og sterka tilfinningu fyrir dramatísk- um átökum. Ave María Schuberts var sung- in við latneskan texta og að því að sagt er, vera vegna þess, að kirkjunnar menn geti ekki sætt sig við þýska textann, sem er upphaflega á ensku og ortur af Sir Walter Scott. Latneski textinn fer ógnarilla við lag Schuberts, þrátt fyrir að Inga og Svana flyttu það ágætlega. Það er auðvitað ljóst að mörg laga, sem kvennakór hefur úr að velja, eru útsetnignar, eins og t.d. Ave Verum, eftir Mozart og eðli- lega vantaði mikið í þessa perlu, sem samin er fyrir blandaðan kór, þó kórinn færi ágætlega með það. Laudate pueri Dominum, Mótetta op. 39, nr. 2, eftir Mendelssohn og Laudi alla Vergine Maria, úr Quatro pezzi sacri eftir Verdi, eru samdar fyrir kvennaraddir og bæði verkin góðar tónsmíðar. Mótettan eftir Mendelssohn var fallega sungin, en Laudi eftir Verdi, var þeim konunum nokkuð erfið á köfium. Tvö falleg lög eftir Faure voru nokkuð vel flutt en tónleikunum lauk með glæsilegum tilþrifum í Panis angelicus. Það er óhætt að spá Vox Feminae góðu gengi, því margt var fallega gert og ekkert að, sem ekki hverfur með lang- vinnum æfingum og vinnu. Fallega tónlistin Fallega tónlistin er yfirskrift tónleika, sem Caput-hópurinn stóð fyrir á Kjarvalsstöðum sl. laugar- dagskvöld. Á efnisskránni voru þijú verk, Adagio eftir Aldo Cle- menti, Grand Duo Concertante eftir Atla Heimi Sveinsson og Seven 2 eftir John Cage. Sagt er í efnisskránni, að Aldo Clementi hafi lært hjá Schönberg, sem er ekki rétt, því rétt er að hann lærði hjá Sangiorgi, sem hins vegar var nemandi Schön- bergs. Clementi vinnur mikið út frá óreiðu og fábreytileika í rit- hætti, sem byggist nokkuð á end- urtekningum innan hverrar radd- ar fyrir sig, leitar gjarnan ytri marka í styrk sen nær að gæða verk sín ákveðnu og samfelldu flæði, eins kom vel fram í verkinu Adagio, áheyrilegu smáverki frá 1981, sem er mjög samfellt og þétt ofið en skal að minnsta kosti leikið þrisvar og þá sífellt hægar og veikar. Besta verkið á tónleikunum var Grand duo conertante eftir Atla Heimi Sveinsson og var það leikið á flautu og klarínett og segul- band. Verkið byggist á tilvísunum til tónverka eftir Schumann, án þess að um sé að ræða stælingar en undir það síðasta breytist hljóð- taka segulbandsins, úr leikhljóð- um barna, m.a. í rómantískan strengjaleik, líklega úr verki eftir Schumann, í samspili við hljóðlát- an samleik á fiautu og klarínett. Verkið var mjög vel flutt af Kol- beini Bjarnasyni og Guðna Franz- syni og er fyllt upp með skemmti- legum og leikandi tónmyndum. Eftir hlé var flutt Seven 2, eftir John Cage, sem tókst öllum mönn- um fremur að vekja upp umræðu, þar sem menn greindi oft hastá- lega á, allt frá því að telja, að hann væri að rústa tónlistina, til þess að menn töldu hann óumdeil- anlegan snilling. Verkið er undar- lega fábrotið, stakir tónar í sam- spili við ýmis slagverkshljóð, all- sendis án hryns og lagferlis, nema hvað varðar líðandina og tilfærslu frá einum tóni til annars. Þetta hægferðuga hljóðverk, sem minnti undirritaðan oft á vaknandi hafn- arstemmningu, þar sem alls konar vélar og skip eru að undirbúa kom- andi dag, tók 57 mínútur í flutn- ingi. Það reynir nokkuð á þolin- mæðina að hlusta á þetta verk en það leið hjá, eins og stund, þegar staldrað er við og litið er yfir kyrr- stætt umhverfi og hin tímagreinda skynjun hverfur, þar sem ekkert skeður, hvorki það sem er leiðin- legt né skemmtilegt. Jöklarannsóknafélag íslands og Ferðaklúbb- urinn 4x4 vilja benda ferðamönnum á að hefðbundnar leiðir upp Tungnaárjökul í átt að Grímsvötnum eru stórvarasamar vegna nýrra sprungna. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 684444. AUGNASKOT ________IVIyndlist__________ Bragi Ásgeirsson SPRON í Mjódd heldur áfram lofsverðum listkynningum sínum, en heldur virðist framkvæmdinni hafa daprast flugið. Ljóst má vera, að vanda þarf mjög til slíkra framkvæmda og kynna hvern listamann á þann hátt sem gert var í upphafi, en nú er svo komið að tiltektin hefur svip af hverri annarri myndverkasýn- ingu í listhúsum borgarinnar, og einungis liggur frammi einblöðung- ur með nafni sýnandans. Þá er ekki lengur um nafnkennda listamenn að ræða og þannig þekki ég lítið til listar núverandi sýnanda, sem er Þórdís Árnadóttir. Á veggjunum getur að líta á annan tug málverka og eru þetta allt ábúðarmiklar fígúrur og helst eru það augun sem menn taka eft- ir, en þau eru öll mjög svipuð og ákaflega áberandi og ágengur þátt- ur myndgerðarinnar. Minna málverkin mig allnokkuð á hið óhefta tjáningarform ný- bylgjumálaranna, er þeir komu fyrst fram í upphafi níunda áratug- arins, og þá einkum Elviru Bach. Eitthvað er. þetta þó óklárt og stefnulaust í útfærslu og hið út- hverfa innsæi ósannfærandi auk þess, sem hér er eins og um endur- tekningar á sama myndefninu sé að ræða. Þá eru myndverkin full ágeng og áleitin í húsnæðinu, en hér er mikilvægt að velja réttar stærðir og taka tillit til rýmisins í einu og öllu. Það hefur einmitt vilj- að brenna við að myndverk ein- stakra sýnenda hafi ekki fallið inn í rýmið og mæli ég því með nokk- Þórdís Árnadóttir urri uppstokkun og að næst verði gengið út frá hinu gefna rými t.d. með innsetningu—„Installation" ... Kynning verka Þórdísar Árna- dóttur stendur til 22. apríl. Pílagrímsferð Á veggjum Mokka hanga næstu vikurnar uppi myndverk eftir Stein- grím Eyfjörð Kristmundsson og ber hún yfirskriftina „Pílagrímsferð Stefaníu Georgsdóttur í gegnum biblíuna". Samanstendur sýningin af sýnis- hornum af ljósrituðum minnismiðum sem liggja milli síðna á þeirri biblíu er fylgdi Stefaníu Georgsdóttur frá Seyðisfírði í gegnum lífið sem og opnunum sjálfum sem miðarnir vísa í, leynt og ljóst. Verkin munu vera hluti af stærri heild sem listamaður- inn vinnur að og er inntak hennar rannsókn og hugleiðing um ferðalag þessarar konu í gegnum höfuðrit og hornstein okkar menningarsamfé- lags. Lyklar í verkinu ganga að óop- inberum svæðum í hugarheimi vest- ræns samfélags en sömuleiðis stöð- um sem Stefanía heimsótti á and- legri pílagrímsferð sinni um hug- myndarými hins helga rits. Steingrímur hefur unnið með fleiri bókmenntaverk svo sem Her- varar sögu, Heiðreks sögu, og Völs- ungasögu og einnig óperu Wagners „Parsifal" og svo James Bond. Slík verk og goðsögur virðist vera það sem á huga listamannsins allan um þessar mundir. Að sjálfsögðu er hér um bók- menntaíegan grunntón að ræða með ívafi heimildarsöfnunar og mögulegt væri að setja upp þúsund- ir sýninga af slíku tagi og þyrfti ekki myndlistarmann til. Hinn list- ræni veigur í athöfnum Steingríms Eyfjörð virðist hins vegar vera sá, að hann stimplar inn á síðurnar kennitáknum frá eigin hendi og áritar að auki hverja opnu. Þar með er komin eins konar hugmynda- fræðileg viðbót og er athöfnin ekki óalgeng meðal áhangenda hug- myndafræðilegrar listar af þeim geira er aðhyllist bókmenntalegt inntak og ívaf. Sjónrænt er þetta naumast áhrifamikið og það þyrfti helst sprenglærðan listheimspeking til að fjalla hér um, en síður myndlistar- mann, því að hér er um nokkurt hliðarspor frá myndrænni tjáningu að ræða. Stofnlánadeild landbúnaðarins Skuldabréfaútboð Stjórn Stofnlánadeildar landbúnaöarins hefur ákveöiö aö leita inn á innlendan lánsfjármarkað í því skyni aö draga úr vægi erlendra gjaldmiðla í inn- og útlánum og til aö lækka vaxtakostnaö sjóösins og þar með vexti á nýjum útlánum. Útgáfudagur, útboöstími og nafnverð skuldabréfa Útgáfudagur og fyrsti söludagur skuldabréfanna er 29. mars 1994. Útboðstími er til 29. júlí 1994. Heildarverðmæti útboðsins er 350 milljónir króna að nafnvirði. Lánstími og einingar Skuldabréfin eru til 12 ára. Bréfin verða gefin út i milljón króna einingum og 10 milljón króna einingum. Gjalddagar, vextir, ávöxtunarkrafa og sölugengi Gjalddagi bréfanna er 1. mars ár hvert. Af skuldabréfunum reiknast 5,00% vextir ofan á lánskjaravísitölu. Ávöxtunarkrafa á útgáfudegi þann 29. mars 1994 er 5,20% og sölugengi 0,989827. Fjárhagslegur styrkleiki og ábyrgö í árslok 1993 var eigiö fé Stofnlánadeildar tæpur 1,8 milljarður króna og eiginfjárhlutfall um 20%. Skuldabréfin eru með einfaldri ríkisábyrgö. Útboösgögn, söluaöíli og umsjón meö útboöi Útboöslýsing og önnur gögn um útboðiö og Stofnlánadeild landbúnaöarins liggja frammi hjá Kaupþingi hf. sem hefur umsjón með útboðinu. Sala bréfanna fer fram hjá Kaupþingi hf. Kaupþingi Noröurlands hf. og hjá Búnaöarbanka íslands. Kaupþing hf. löggill verfibréfafyrirtivki Kringlunní 5 Sími: 689080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.