Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 - Um lax og þorsk: Rökleys- ur í málflutningi fískifræð- inga á Veiðimálastofnun eftir Krislján Þórarinsson Þrír fiskifræðingar á Veiðimála- stofnun hafa að undanförnu gert harða hríð að þeirri grein vísinda- legrar fiskifræði sem fjallar um stofna langlífra sjávarfiska. Þeir hafa komist að því, sem reyndar er alkunna, að umhverfisskilyrði hafa umtalsverð áhrif á nýliðun. Að auki gefa þeir sér þá forsendu, án þess að styðjast við mæligögn, að umhverfísskilyrði hafi veruleg áhrif á náttúrulega dánartölu í veiðistofnum langlífra físka. Af þessu draga þeir síðan þá ályktun að veiðar og stærð hrygningar- stofns ráði minna en umhverfísskil- yrði um sveiflur í þessum stofnum og því sé til lítils að stjórna veiðum eða að reyna að byggja t.d. ís- lenska þorskstofninn upp. Þessi málflutningur fiskifræð- inga Veiðimálastofnunar byggist á rökleysum. Þessar rökleysar eru nokkuð augljósar flestum þeim sem hafa reynslu af úrvinnslu gagna um dýrastofna, en ekki er við því að búast að almennir lesendur sem hafa haft öðrum hnöppum að hneppa sjái í gegnum þær í fljótu bragði. Vegna þessa hefur eðlilega verið tekið meira mark á málflutn- ingi fískifræðinga Veiðimálastofn- unar en efni stóðu til. Áhrif hrygningarstofns og seiðafjölda Það er talsvert flóknara að hugsa um þorsk en lax. Þetta stafar af því að stofnsamsetning og aldurs- dreifing þorsks er flóknari en hjá laxi. Sumar þær rökleysur sem ógilda málflutning fískifræðinga Veiðimálastofnunar um þorsk má einnig finna í ályktunum þeirra varðandi lax. Það er því einfaldast að byrja að skoða þessar rökleysur í því sem þeir segja um laxinn. í erindi um niðurstöður þeirra félaga, sem Þórólfur Antonsson, fískifræðingur á Veiðimálastofnun hélt í Líffræðifélaginu rúmri viku eftir að niðurstöður þeirra birtust fyrst í Morgunblaðinu, kom fram að uppgötvanir þeirra félaga ættu rætur sínar að rekja til þess að eigendur veiðiréttar í laxveiðiám á norðausturhorni landsins vildu leita leiða til að jafna sveiflur í laxa- gengd og laxveiði. Rannsóknir þeirra hefðu hins vegar leitt í ljós að sveiflur stöfuðu aðallega af breytilegum áhrifum umhverfis- skilyrða á lax í sjó og fjöldi seiða skipti þar minna máli. Þetta má vel vera rétt. En út frá þessu má ekki álykta, eins og Þór- ólfur gerir, að seiðafjöldi hafi ekki veruleg áhrif á laxagengd né að ekki sé hægt að draga nokkuð úr sveiflum. Ef þéttleikaháðir þættir hafa ekki þeim mun sterkari áhrif í sjónum, þá má fá fleiri laxa í öll- um árum, bæði góðum og slæmum, með því að sleppa vönduðum sjó- gönguseiðum í árnar. Miðað við sama veiðihlutfall héldist þá nokk- urn veginn sama sveifla í veiðinni og þar með hefðu sleppingar ekki veruleg áhrif á sveifluna, en samt veiddust fleiri laxar á hverju ári. Með því að einblína á sveifluna missir Þórólfur sjónar á aflanum. Möguleikar á sveflujöfnun mundu aukast til muna ef hægt væri að sjá fyrir hvenær seiðum muni reiða illa af í sjó. í þeim árum þegar sýnt þætti að seiðum muni reiða illa af í sjó mætti sleppa nokkrum fjölda gönguseiða í ána til að draga úr niðursveiflunni. Það er kaldhæðnislegt að þeim félögum skuli hafa yfirsést þessi möguleiki þar sem það átti að vera aðal fram- lag laxafræða þeirra til þorskveiðir- áðgjafar að sjá mætti fyrir um- hverfis- og stofnsveiflur á íslands- miðum með nokkrum fyrirvara. Væntanlega hafa eigendur veiði- réttar meiri áhuga á að auka laxa- gengd í lélegum árum en að minnka laxagengd í góðum árum. Það ættu því að vera möguleikar á að koma nokkuð til móts við óskir veiðirétt- areigenda og er þá aðeins spurning um kostnaðinn. Það er því öldungis ótímabært að gefast upp. Að enn einum möguleika þarf einnig að huga. Eftir því sem seið- in verða fleiri aukast líkurnar á að þau nýti sér fleiri og fjölbreyttari Kristján Þórarinsson „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fiskifræðing- ar Veiðimálastofnunar varpa bombu inn í þorskveiðiumræðuna á viðkvæmasta tíma.“ búsvæði í sjó. Ef umhverfissveiflur eru ekki í takt á öllum þessum mögulegu búsvæðum ættu seiða- sleppingar að geta jafnað sveiflur í laxagengd. Svipuð sjónarmið eiga við um þorskinn. Sá er þó munurinn að vegna þess að þorskurinn er lang- lífur fiskur sem getur hrygnt ár eftir ár er óþarfi að leggja út í kostnaðarsamt seiðaeldi. Ráðið sem dugar er að stilla sókninni í hóf og tryggja þannig aukinn fjölda eldri og þyngri fiska og stærri hrygningarstofn. Með stærri hrygningarstofni en nú er, og þar með fleiri seiðum á fleiri og fjöl- breyttari búsvæðum, mætti að öðru jöfnu fá fleiri nýliða í flestum árum, bæði góðum og slæmum, jafnvel þótt sveiflan í nýliðun héldist nán- ast óbreytt og stjórnaðist að mestu af umhverfisskilyrðum. Ekki má því einblína um of á sveiflur og missa sjónar á nýliðun, stofnstærð og afla. Það skiptir verulegu máli hvort nýliðun þorsks sveiflast í kringum 120 eða 220 milljónir þriggja ára fiska, hvort stofnstærðin sveiflast í kringum 600 þúsund tonn eða t.d. eina og hálfa milljón tonna, og hvort aflinn sveiflast í kringum 200 þúsund EURodPTEX PIPU- UNION PQAM EINANGRUN í sjálflímandi rúllum, plötum og hólkum. Þ. Þ0RGRIMSS0N &C0 ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640 Þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Píta m/buffi <er kr 469, ) nú kr.250,- Píta m/grænmeti (erkr.38o,-) nú kr. 200,- tonn eða 350 þúsund tonn. Sveiflan sjálf og taktur hennar skiptir minna máli. Áhrif veiða á þorskstofninn Áhrif veiða á íslenska þorsk- stofninn koma meðal annars fram í því að stofnstærðin sveiflast í kringum sífellt lægri gildi (sjá 1. mynd). Einnig eru vísbendingar um það, að léleg nýliðun undanfarinna ára (sjá 2. myn) stafi að hluta af vöntun á hrygningarfíski (sjá 3. mynd) og þá e.t.v. einkum af fækk- un á eldri hrygningarfiski (sjá 4. mynd) sem rekja má til mikillar sóknar um langt árabil. Auðvitað vona allir að þorsk- stofninn braggist sem allra fyrst og að óhætt verði að auka aflann. Nú þegar telja sumir sig sjá þess nokkur merki að þorskstofninn sé e.t.v. að braggast nokkuð, enda hafa umhverfisskilyrði verið með betra móti um þriggja ára skeið og nóg er af æti handa þorskinum og einstaklingsvöxtur því góður. En uppistaðan í þorskafla utan hrygningartíma er ungur fiskur, þriggja til fjögurra ára (sjá 5. mynd) sem aukið gæti þyngd sína verulega á 1-2 árum við góð ætis- skilyrði ef honum væri leyft að lifa. Ótímabær aukning aflaheimilda mundi leiða til þess að fljótt sækti í sama farið, eða verra, og gætu því aflaheimildir þurft að minnka enn frekar frá því sem nú er. Ekki er heldur víst að ætisskilyrði hald- ist góð í mörg ár enn. Þegar um- hverfisskilyrði versna og æti minnkar verður þorskstofninn að vera kominn í betra horf, því að annars væri okkur nauðugur sá kostur að draga verulega úr þorsk- veiðum frá því sem nú er og jafn- vel að hætta þeim um tíma. Það þarf því engan að undra að fiski- fræðingar leggi mikla áherslu á fiskveiðistjórnun við þessar að- stæður. Meinlokan um áhrifaleysi veiða Fiskifræðingar Veiðimálastofn- unar hafa bent á veikt en athyglis- vert samhengi í sveiflum fiski- stofna á stóru hafsvæði, svo langt sem það nær. Sterkast virðist sam- hengið vera í sveiflum laxastofna. Hefðu þeir haldið sig við að ræða það samhengi sem gögnin sýna hefðu skrif þeirra fengið allt öðru- vísi umfjöllun hjá kollegum þeirra, en væntanlega litla athygli hjá blaðamönnum. En þeir gengu mun lengra. Kjarninn í málflutningi þeirra, og það sem athygli vakti, er sú álykt- un að umhverfíð skipti svo miklu máli fyrir afdrif íslenskra þorsk- stofnsins að hrygningarstofn og fiskveiðistjórnun hljóti að skipta minna máli. Þeir hafa að vísu ekki athugað áhrif hrygningarstofns og veiða, en samt telja þeir sig þess umkomna að draga stórar ályktan- ir um þá hluti í nafni vísindanna. Á milli línanna liggur, lítt falið, að þess vegna sé óþarfi að halda aftur af veiðum og er það að vonum vin- sæll boðskapur. Rökleysan í þessum málflutningi verður best skýrð með dæmi. Hver ætli yrðu viðbrögð sérfræðinga í læknisfræði ef einhver kollegi þeirra tilkynnti í Morgunblaðinu einn góðan veðurdag að tóbaks- reykingar hafi ekki slæm áhrif á heilsufar manna? Hann hefði að vísu ekki athugað áhrif reykinga á heilsufar, en hann hefði athugað áhrif mataræðis á heilsufar og komist að því að slæmt mataræði hefur slæm áhrif á heilsufar. Af þessu hefði hann dregið þá ályktun Önnur tilboö í gangi yfir páskana. Opið helgidagana nema páskadag. Afsláttarkort gilda ekki í sambandi viö tilboð. Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og heillaóskum á 80 ára afmœli mínu 10. mars. Lifið heil. Magnús Sigurjónsson, Hvammi. \ i i i \ i i I > I > I > > > > > > > > > l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.