Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 Trjáklippingar Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 282 Ágæti lesandi. Þá er einmánuður hafinn, dag- urinn orðinn lengri en nóttin og fyrstú krókusarnir farnir að blómstra undir húsveggnum, þar sem snjóinn hefur tekið upp. Því er tímabært að Blóm vikunnar fari að bæra á sér, en óvenju lang- ur vetrarsvefn stafar e.t.v. af því að snjór hefur þakið jörð flesta daga frá áramótum. En nú eru líka hundrað hlutir, sem okkur finnst við þurfa að tala um í einu, sáning, stofublóm, garðskálap- löntur, vetrarúðun, klippingar o.m.fl. Þegar við fréttum að á næstu dögum kæmi út rit um tijáklipp- ingar eftir Stein Kárason garð- yrkjufræðing fannst okkur tilvalið að biðja þann um að reifa klipp- ingar lítils náttar. Umsj. Trjáklippingar — Hvers vegna? Nauðsynlegt er að laga til vöxt viðarpiantna í görðum. Með því að afkvista árlega á markvissan og ákveðinn hátt næst betri rækt- unarárangur. Tijáklippingar eru vandasamt verk og rétt klipping fæst aðeins með æfingu og hald- góðri þekkingu á hverri tegund. Með því að lesa sér vel til og fá leiðbeiningar hjá fagfólki eða vön- um aðilum má öðlast góða reynslu. Tijáklipping sem fram- kvæmd er á réttan hátt gefur gróðrinum meira notagildi og meira yndis má af honum njóta. Hægt er að hafa áhrif á blóm- myndun í þá veru að auka blómg- un, aldin- og beijavöxt. Rangar aðferðir geta hins vegar leitt til hins gagnstæða. Aðalklippingatíminn er að vetri meðan gróðurinn er í sem mestri hvíld, enda er hægast að átta sig á vaxtarlagi tijáa og runna þegar greinar eru ekki huldar laufi. Háannatími þeirra sem fást við tijáklippingar er frá áramótum fram í maímánuð, eft- ir tíðarfari og landshlutum. En það þarf einnig að klippa á öðrum árstíma en vetri, vorklipping, sumarklipping og haustklipping eiga einnig sinn tíma, allt eftir tegundum, aðstæðum og ástandi plantna. Allar meiriháttar klippingar ber að framkvæma að vetri. Blæðing: Áhersla skal lögð á að með klippingu er fengist við lifandi gróður og öll meðhöndlun og umgengni á að vera með hlið- sjón af því. Þegar frumuvefur plöntu er rofinn með klippingu myndast opið sár. Út um sárið verður alltaf eitthvert vökvatap, annað hvort í formi útgufunnar eða að næringarvökvinn rennur úr sárinu. Plöntunni blæðir. Þýð- ingarmikið er að ljúka klippingu svokallaðra blæðara tímanlega. í venjulegu árferði fer blæðingar úr birki á Reykjavíkursvæðinu að gæta fyrri hluta aprílmánaðar. Munað getur einni til tveimur vik- um á blæðingu úr birki sem vex í íbúðarhverfum sem hátt liggja og birkis í hverfum sem neðar liggja. Helstu blæðarar í görðum hérlendis eru birki, hlynur og elri. Einnig vottar fyrir blæðingu úr rifsi við sérstakar aðstæður. Hætta á skaða af völdum blæðing- ar er meiri ef stíft er handahófs- kennt þvert á greinar, en ef klippt er á réttum stað við stofn eða greinar, þar sem náttúruleg hæfni plöntunnar til að mynda sáravef er mest. Klipping þrótt- mikilla birkilimgerða að vori, þar sem aðeins árssprotarnir eru skertir kemur venjulega ekki að sök, enda þótt örlítið dropi úr sprotaendum. Blæðara má einnig klippa lítillega ef þurfa þykir eftir að plönturnar hafa náð að laufg- ast, en það er venjulega í júnímán- uði. Klipping viðkvæmra tegunda sem hætt er við kali s.s. gljávíðis og nokkurra kynbættra rósa- afbrigða ætti að bíða einna lengst fram á vorið, eða þar til mesta frosthætta er liðin hjá. Sé þess ekki gætt gæti þurft að klippa að nýju vegna kals af völdum vorhreta. Limgerði þarf að klippa einu sinni til þrisvar sinnum að sumri, auk vetrarklippingar, til að þvinga fram þéttan og fallegan vöxt. Einkum á það við um grófvaxta tegundir s.s. alaskavíði svo og við skúlptúrklippingu, það er meðal annars þegar klippt er í kúluform. Stytta þarf langar og veikbyggðar greinar eftir lauffall að hausti svo þær sligist ekki undan snjóþyngsl- um eða í vondum veðrum. Vetrarúðun: Vetrarúðun er skynsamlegast að framkvæma að aflokinni klippingu tijáa. Henni er beint gegn eggjum meindýra, tijámaðks og blaðlúsa í vetrardv- ala. Úða verður í þurru, kyrru og frostlaustu veðri áður en gróður fer að bæra á sér. Einungis má úða á lauftré. Barrtré, sígrænar plöntur og gras sviðna undan efn- inu. Það vetrarúðunarefni, sem nú er á boðstólum í verslunum er selt undir heitinu Sterilite og er flokkað í hættuflokk C. Hálfan lítra af efninu þarf í 10 lítra vatns. Samkvæmt upplýsingum á um- búðum er ráðlagt að nota allt að helmingi meiri styrkleika gegn meindýrum sem hjúpa um sig varnarvef. Betra er að nota volgt vatn, um 25°. Það bætir dreifingu efnisins og eykur á virkni þess. Vökvinn, jafnt blandaður sem óblandaður veldur húðertingu. Klæðist hlífðarfaþnaði og forðist að úði berist í vit, augu og á húð. Úði má heldur ekki berast á hús, bíla eða þvott. Vökvinn þarf að dreifast jafnt á stofna sem grein- ar og smjúga vel inn í allar glufur á berkinum. Ekki má rigna mikið eða fijósa næstu klukkustundir eftir úðun. Fullnægjandi árangur af vetrarúðuninni ætti að nást, haldist frostlaust og þurrt í sólar- hring eftir úðun. Að öllu jöfnu er ekki þörf á notkun sterkra eitur- efna að sumri ef vetrarúðun hefur verið beitt. Steinn Kárason Fiskveiði- stjórnun eftir Hermann Stefánsson Staðan í dag Sjávarútvegsráðherra skipaði nefnd um mótun sjávarútvegsstefnu í ágúst 1991. Nefndin var skipuð átta mönnum, fjórum frá hvorum stjórnarflokki. Tveir formenn voru skipaðir, einn frá hvorum flokki, til að annar flokkurinn væri ekki í for- svari nefndarinnar frekar en hinn. Stærsti kosturinn við það að hafa þennan háttinn á var þó sennilega sá að nefndin var kölluð Tvíhöfða- nefndin og er hún einna frægust fyrir það. Nefndinni var falið að móta heild- stæða sjávarútvegsstefnu, setja sjávarútveginum framtíðarmarkmið og koma með tillögur um hvernig megi ná þeim markmiðum sem sett verða þannig að sem víðtækust sátt takist í þjóðfélaginu um sjávarút- vegsmálin. Einnig var nefndinni fal- ið það verkefni að endurskoða lög um stjórn fiskveiða frá maí 1990. Ekki ætla ég að rekja tillögur nefndarinnar hér en þær báru þess flestöll merki að það voru málamiðl- anir milli tveggja flokka sem réðu ferðinni. Nefndin skilaði drögum að skýrslu til sjávarútvegsráðherra í apríl 1993 og með hliðsjón af skýrslunni var svo soðið saman frumvarp að nýjum lögum um stjórn fiskveiða, og átti að leggja það fram í upphafi haust- þings. Það dróst eitthvað fram á haustmánuði og þegar frumvarpið var sent hagsmunaaðilum til um- sagnar kom í ljós að mikil andstaða var við það og lýstu fulltrúar hags- munasamtakanna því yfir, hver á eftir öðrum, að frumvarpið færi aldr- ei óbreytt í gegnum þingið. Þannig var málið komið í alvarlegan hnút sem enn hefur ekki verið höggvið á, hvað þá að hann hafi verið leyst- ur! Það verður reyndar að teljast býsna eðlilegt þar sem ekkert sam- ráð var haft við þessa aðila við mótun sjávarútvegsstefnunnar. Nú er svo einnig komið að flokks- stjórn Alþýðuflokksins, sem á aðild að frumvarpinu, hefur samþykkt ályktun sem gengur þvert á margt sem var í frumvarpinu, en fyrir jól höfðu stjórnarflokkarnir komist að samkomulagi um þessi mál. Kratarnir vilja nú kvótakerfið burt, en bæði var það niðurstaða Tví- höfðanefndarinnar að rétt væri að viðhalda aflamarkskerfinu í öllum aðalatriðum og einnig var það rauði þráðurinn í frumvarpinu. Og nú síð- ast lýsti einn af ráðherrum þeirra því yfir að við skyldum auka þorskk- vótann í 220 - 230 þúsund tonn, eða um 30 - 40%! Annaðhvort hefur maðurinn dottið í hálkunni eða er þegar farin að huga að atkvæðum sínum á Vestijörðum. Tilgangur kvótakerfísins er að stjórna umgengni um fiskistofnana í hafinu umhverfis okkur þannig að þeir verði ekki veiddir upp, heldur byggðir upp. Og þrátt fyrir þennan hávaða í flokkstjórn Alþýðuflokks eru flestir þeir sem velta fyrir sér þessum málum sammála um það að kvótakerfið sé besta lausnin í stjórn fiskveiða hér við land. Menn er einn- ig flestir sammála um að kerfið sé ekki gallalaust, þó svo sitt sýnist hveijum um það hveijir helstu gall- arnir séu. Að mínu mati eru það „götin“ í kerfinu sem eru helstu gallarnir; þ.e. línutvöföldun og krókaleyfi. Þetta hvorutveggja ber að afnema sem fyrst. Páskamót Hjálpræðis- hersins á Löngumýri PÁSKAMÓT Hjálpræðishersins verður haldið á Löngumýri í Skaga- firði og verða aðalkennarar og ræðumenn kapteinhjónin Anna Marie og Harold Reinholdtsen frá Noregi, en þau veittu forstöðu starfi Hjálp- ræðishersins á Akureyri árin 1977-1982 og í Reykjavík árin 1984-1990. Á páskadag verður haldin sam- koma í Sauðárkrókskirkju kl. 17. Þar munu mótsgestir flytja söng, tónlist og vitnisburði og er samkoman öllum opin. Stjómandi samkomunnar verð- ur yfirforingi Hjálpræðishersins á íslandi, majór Daníel Óskársson, en kapteinarnir Anne Marie og Harold munu syngja og tala. Annan í Páskum og þriðjudaginn 6. apríl munu þau hjónin Anne og Harold syngja og tala í Hersalnum á Akureyri að Hvannavöllum 10. skólar/námskeið ■ Barnfóstru- námskeið 1994 1. 16., 17., 21. og 22. mars. fi. 6., 7., 11. og 12. aprfl. 3. 13., 14., 18. og 19. apríl. 4. 27., 28. apríl og 2. og 3. maí. 5. 4., 5., 9. og 10. maí. 6. 25., 26., 30. og 31. maí. 7. L, 2., 6. og 7. júní. 8. 8., 9., 13. og 14. júní. Kennsluefni: ^ Umönnun barna og skyndihjálp. Upplýsingar/skráning: Sími 688188 kl. 8-16. - Erlend tungumál. - Starfsmenntun, s.s. bókfærsla, ferða- þjónusta, tölvubókhald, siglingafræði, vélavarðarnám. - Auk þess teikning, sálarfræði o.m.fl. Sendum ókeypis kynningarefni. Hringdu! Hlemmi 5, pósthólf 5144, 125 Reykjavík, síml 91-629750. fullorðinsíræðslan Hábergl 7 í. 71155 ■ 50% afsláttur til 1. aprfl! ■ Grunn- og framhaldsskóla- prófáfangar, námsaðstoð Fullorðinsnámskeiðin „Byrjun frá byrjun" í ensku, norðurlandamálum, þýsku. íslensk og ensk stafsetning, ísl. f. nýbúa. Sam- ræmd próf og framhald: Námskeið/auka- tímar. ýmislegt ■ Sparaðu tíma og ferðakostnað - Nám á framhaldsskólastigi. starfsmenntun myndmennt ■ Námskeið hjá Stjórnunarfélagi fslands: Þrjú mikilvæg árangursstoðtæki 5. april kl. 15.00-19.00. Árangursrík sala 6. april kl. 13.00-17.00. Leiðin til árgangurs (Phoenix) 6., 7. og 8. apríl kl. 12.00-18.00. Hvernig skal standa að ráðningum og uppsögnum? 7. aprfl kl. 13.00-17.00. Stjórnun sölufyrirtækis 11. aprfl kl. 13.00-17.00. Þekking - þjálfun - þátttaka (námskeið f. konur) 12. apríl kl. 13.00-17.30. Nánari upplýsingar í síma 621066. ■ Málun - myndlist Vornámskeið fyrir byrjendur að hefjast. Undirstöðuatriði fyrir vatnslitun og olíu- málun. Upplýsingar og innritun í síma 611525 eftir kl. 13.00. Rúna Gísladóttir. MYNDUSTA- OG HANDÍÐASKÓLI ÍSLANDS auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 1994-95. Umsóknarfrestur í fomám er til 20. apríl og í sérdeildir 10. maí nk. Upplýsingar og umsóknargögn fást á skrifstofu skólans, Skip- holti 1, Reykjavík, si'mi 19821. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Nú er rétti tíminn til að sauma sumarföt- in. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. tónlist ■ Söngsmiðjan auglýsir Nú geta allir lært að syngja. Ný námskeið að byrja eftir páska. Upplýsingar og skráning í síma 612455. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.