Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994
Kristjana Jónsdótt-
ir — Minning
Fáeinar minningar um vinkonu
mína Kristjönu Jónsdóttur, Sjönu,
eins og ég ávallt kallaði hana. Þeg-
ar Anna dóttir hennar hringdi og
sagði mér að mamma hennar væri
dáin, þá fannst mér guð hafa tekið
til sín góða og göfuga konu, en það
er einmitt það sem Sjana var.
Margar góðar minningar hrann-
. ast upp eftir um hálfrar aldar kunn-
ingsskap við þau hjón, Sjönu og
Gísla, og þeirra elskulegu böm. Oft
—var glatt á hjalla á Laugamesvegi
57. Sameiginlega áttum við mörg
áhugamál, fómm í ferðalög og út
að dansa. Sjana var mikil og góð
húsmóðir, veislurnar hennar vom
orðlagðar og gott að fá að njóta
þeirra. Allt er þetta liðin tíð, en
minningarnar lifa.
Mest gat ég dáðst að henni þeg-
ar hún var í handavinnu á Afla-
granda að mála á dúka og fleira
með sína litlu sjón og skertu hreyf-
ingar. Ekki vantaði viljann hjá
henni og allt bar hún þetta með
einstakri þolinmæði. Það mesta sem
hún sagði við mig var: „Verst hvað
maður er orðinn aumur til að gera
eitthvað sér til gamans.“
Síðustu samverustundirnar okk-
ar voru hinn 26. október síðastlið-
inn, en þá hélt hún upp á 85 ára
afmælið sitt hjá Unu dóttur sinni,
með allri sinni stóm og gjörvulegu
fjölskyldu og vinum.
Gísli minn, Snorri, Bói, Leifi, Una
og Anna, guð blessi ykkur minning-
amar um góða og göfuga eiginkonu
og móður.
Far þú í friði, friður guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Asta Jónsdóttir.
í dag er sæmdarkonan Kristjana
Jónsdóttir kvödd, en hún lést hinn
17. mars sl. 85 ára að aldri eftir
langvarandi veikindi. Hún fæddist
á ísafirði hinn 26. október, fluttist
kornung til Reykjavíkur, ólst þar
upp og bjó þar síðan.
Kristjana giftist eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Gísla V. Guðlaugs-
syni vélstjóra og til margra ára
yfirverkstjóra í vélsmiðjunni Héðni,
hinn 29. marz 1930. Þau eignuðust
fjögur börn og ólu auk þess upp frá
fæðingu sem sitt eigið barn, dóttur
Lárusar, bróður Kristjönu. Þá
dvaldi móðir Kristjönu á heimili
þeirra hjóna árum saman svo og
Þorleifur bróðir hennar, en hann
var fjölskyldunni og ekki síst börn-
unum, alla tíð mjög kær. Það var
því oft mikið umleikis hjá Kristjönu
og mæddi mikið á henni með stórt
heimili, en maður hennar oft við
vinnu úti á landi svo vikum skipti
í sambandi við starf sitt.
Á fyrri árum þegar algengt var
að fólk færi á milli landshluta til
vinnu var ósjaldan að ættingjar
utan af landi dveldu á heimilinu um
lengri eða skemmri tíma.
Á Laugarnesvegi 57 bjuggu þau
hjón nær allan sinn búskap og var
heimilið til fjölda ára miðpunktur
fjölskyldunnar. Með sínu alúðlega
viðmóti og gestrisni naut hún þess
að taka á móti fólki og þá ekki síst
börnum sínum ásamt fjölskyldum
þeirra. Þá var ekkert til sparað að
gleðja gestina, allt það besta sem
til var hveiju sinni var borið á borð.
í nokkur ár tók Kristjana þátt í
félagsstarfi aldraðra í Reykjavík, á
meðan kraftar og sjón entust, og
eftir hana er til fjöldi útsaumaðra
og málaðra hluta og munir úr
keramik, allt frábærlega unnið.
Kristjana var mjög góð saumakona
og vann við fatasaum á sínum yngri
árum sem kom sér vel á þeim tímum
sem erfítt var að fá keyptan fatnað
í verslunum, en þá saumaði hún
nær öll föt sem heimilisfólkið þurfti
og eins og á mörgum öðrum heimil-
um var oft saumað upp úr gömlum
flíkum.
Síðustu æviárin voru henni erfið,
heilsunni hrakaði og síðustu þijú
árin var hún í hjólastól. Þá var sjón-
in farin að gefa sig og hún hætt
að geta lesið en naut þess að hlusta
á sögur af spólum frá Blindrabóka-
safninu.
Kristjana hafði mikla ánægju af
að horfa á sjónvarp. Því voru það
henni mikil vonbrigði þegar hún gat
ekki lengur lesið textann á skjánum
og síðar þegar hún sá myndina
ógreinilega. Það var því ánægjuleg
sjón að sjá ástríkan eiginmann
hennar lesa upphátt fyrir hana text-
ann á skjánum til að auðvelda henni
að fylgjast með efninu í sjónvarp-
inu. Þetta var aðeins eitt af mörgum
tilfellum þar sem hann sýndi henni
umhyggju og ástúð sem hún þurfti
mjög á að halda undir það síðasta.
Nafna hennar og ömmubarn sem
dvelur erlendis sendir henni sína
síðustu kveðju, en þegar þær nöfn-
urnar kvöddust fyrir tæpu ári þá
lofaði amma hennar að taka á móti
henni þegar hún kæmi aftur. Örlög-
in hafa gripið í taumana.
Hvíli hún í friði og hafí þökk
fyrir allt.
E.M.
Kveðja frá dætrum
Sæll var ég eins og blómið bjarta
brosandi móti sólaryl,
vafðist að þínu hreina hjarta,
heimsins ég þekkti ekkert til.
Faðmur þinn ðll mín veröld var;
vísast ég átti skjólið þar.
Sá ég það ei, er sorgin þunga
særði þig djúpri hjartaund.
Ætíð var söm þín engiltunga,
ástúðarmild á hverri stund.
Gullið þíns hjarta gafstu mér;
get ég slíkt aldrei launað þér.
Minning
Bergþóra Jórunn
Guðnadóttir
Fædd 4. mars 1922
Dáin 10. mars 1994
„Hún amma er dáin.“ Amma?
Nei, ekki hún amma. Svo lífsglöð.
~Svo „ung“. Svo góð ...
Sorg, ólýsanleg sorg. Brostnar
vonir. Minningar. Tilfínningar. Tár.
Söknuður. Svo mikiil söknuð-
ur...
„Hún amma er dáin“ var það sem
pabbi tilkynnti okkur fimmtudaginn
10. mars. Það var ólýsanlegt áfall
að heyra þessi fáu orð sem snertu
hjartarætur okkar og fengu okkur
til þess að gráta þrátt fyrir að við
trúðum þeim ekki. Þesi orð fengu
okkur til að hugsa til hennar ömmu
okkar.
Við sáum hana fyrir okkur í garð-
inum með bros á vör í kringum blóm-
in sín. Við sáum hana fyrir okkur í
öllum jólaboðunum í gegnum árin,
'stjanandi við okkur öll eins og henni
einni var líkt. Hún var aldrei róleg
nema þegar hún var að gera eitt-
hvað fyrir einhvern og það var alveg
saman hver bónin var. Hún hafði
þær breiðustu herðar í heimi hér og
ekkert var of þungt til að bera.
Við sjáum hana fyrir okkur bak-
andi flatbrauðið sem við aldrei gát-
um fengið nóg af og aldrei fór neitt
ÍslamlsKostur
Ij'íidrykkjiii'
Verð Irá 750 kr. á mann
<)1 48 4<>
okkar í burtu af höfuðborgarsvæðinu
án þess að hún kæmi með stafla í
förina.
Kannski framar öllu þessu sjáum
við systurnar hana fyrir okkur með
langömmubörnunum sínum tveimur
sem hún elskaði svo heitt og þau
undu sér hvergi betur en heima hjá
henni og afa. Ef þau hefðu bara
getað fengið að njóta hennar lengur.
Enginn unni landinu okkar heitar
en hún amma. Hún sá enga ástæðu
til að eltast við fjarlæg lönd því það
fegursta væri beint fyrir framan
okkur. Þessi ást til landsins er eins
og fræ sem hún hefur sáð í hjörtu
okkar og það heldur áfram að vaxa
þó hennar njóti ekki lengur við, enda
vonum við að fjölskylduferðirnar
verði enn farnar á hveiju sumri eins
og hún hefði viljað.
Elsku amma, við þökkum þér fyr-
ir allar ljúfu stundirnar sem við átt-
um saman. Þú lifír áfram í hjörtum
okkar allra. Elsku afí, við vottum
þér okkar innilegustu og dýpstu
samúð. Megi Guð styrkja þig í sorg-
inni.
Alma Dögg, María Anna
og Sigurður.
Ég slasaðist alvarlega fyrir tæp-
um sex árum og hlaut mænuskaða
með varanlegri þverlömun. Eftir
tveggja mánaða sjúkralegu á Borg-
arspítalanum var ég settur í sjúkra-
þjálfun á endurhæfingardeild spít-
alans og þar kynntist ég Bergþóru,
sem starfaði við aðstoð hjá sjúkra-
LEGSTEINAR
- VETRARTILBOÐ -
sÆ? SÍMI 91-652707
þjálfurum. Ég var ekki beint beisinn
þá. Andlegt og líkamlegt ástand al-
veg í lágmarki um langt skeið. Það
var ekki síst við þessar aðstæður sem
sjúklingar skynjuðu, að Bergþóra
tengdist fólki á óvanalegan hátt. Það
er e.t.v. ekki auðvelt fyrir heilbrigt
fólk að átta sig á því hvaða átak
það er að sætta sig við lömun á háu
stigi. Og margir voru verr farnir en
ég. Það var í þessu umhverfí sem
Bergþóra starfaði og naut sín, sí-
starfandi með bros á vör og orðin
sem fylgdu báru þess vott, að hún
skynjaði ástand sjúklinga og veitti
þeim styrk og kjark eða hjálp við
að glíma við volæði. Þegar fólk kom
til meðferðar tók hún strax eftir því
og sendi vinalega kveðju eða veif-
andi hendi í sama skyni með bros á
vör.
Þegar ég rita þessi fáu orð minn-
ist ég þess, sem hún eitt sinn sagði
við mig. Einn ágætur maður, sem
notið hafði sjúkraþjálfunar á sömu
deild, skrifaði þakkargrein í dagblað
og fór sérstökum þakkarorðum um
Bergþóru. Hún vissi, að ég hef skrif-
að töluvert í dagblöð. „Það veit ég
að þú gerir mér ekki svona lagað.“
Á rómi hennar mátti heyra, að henni
mislíkaði hólið. Reikna ég einnig
með að henni hafi ekki líkað, að
henni hafi verið hrósað svo mjög
umfram aðra starfsmenn. Þetta lýsir
henni vel. Hún taldi sig vera að sinna
skyldum sínum og ekkert meir. Ég
þykist þess fullviss, að ágætt starfs-
fólk Endurhæfingardeildar Borgar-
spítalans veit, að henni verða seint
fullþökkuð störf hennar.
Bergþóra var vel að sér í ýmsum
þjóðlegum fróðleik og það var gam-
an að spjalla við hana um slík mál.
Einnig var hún vel að sér um landið
okkar enda vissi ég að hún hafði
ferðast mikið með eftirlifandi eigin-
manni sínum. Tilkynningin um and-
lát Bergþóru kom sem reiðarslag.
Hún hafði nýlega lokið störfum og
virtist vel á sig komin í líkamlegu
tilliti. En það er eins og þar stend-
ur: Enginn ræður sínum næturstað.
Eftirlifandi eiginmanni, afkom-
endum og öðrum skyldmennum svo
og vinum votta ég samúð mína.
Guð blessi minningu einstakrar
sómakonu.
Jónas Bjarnason.
Þegar ég fór úr faðmi þínum,
fá voru gullin mín og smá.
Þegar ég svaf í sorgum mínum,
sátu mér tárin kinnum á.
- Bænin þín hreif þau, móðir mín,
mild eins og blessuð höndin þín.
Nú er ég sæll í salnum þínum,
sumarið tekur hæstu völd.
Horfinn er vetur. Huga mínum
heiðríkjan ljómar björt í kvöld.
Ástgjöf þín dýrst er, móðir mín,
máttuga, hreina trúin þín.
Hvar sem ég fer um haf og hauður,
hjarta þitt dregur mig að sér.
Aldrei ég mun um ævi snauður,
arfurinn þinn mun duga mér;
þess vegna aldrei sælli sýn
sé ég en gleðibrosin þín.
Guliin frá þér í guðdómsljóma
geyma ég vil, unz ævi dvín.
Þau hafa leyst úr dauðans dróma
dýrustu vonarblómin mín.
Flest það, sem göfugt önd min á,
er þínu hjarta runnið frá.
(Jón Magnússon)
Miðvikudaginn 16. mars hringdi
ég i Önnu vinkonu og tilkynnti
henni lát móður minnar þann sama
dag. Morguninn eftir hringir Una
vinkona, systir Önnu, „Bugga mín,
ég votta þér samúð, en ég verð að
segja þér að hún mamma dó í morg-
un“. Ég varð alveg ringluð, alveg
tóm. Gat þetta verið? Þessar tvær
konur sem í tugi ára hafa fýlgst
hvor með annarri og okkur vinkon-
unum. Og er árin færðust yfir, ellin
sagði til sín og sjúkdómar tóku að
heija á, þá spurðu þær ætíð hvor
eftir annarri.
Minningar mínar um Sjönu eru
svo miklar perlur, eitt af því dýr-
mætasta sem ég á. Ég sagði oft
að hún væri sem mín önnur móðir,
en hún var líka mín besta vinkona.
Ég var svo lánsöm að öðlast vin-
áttu fjölskyldunnar á Lauganesvegi
57. Þar var alltaf opið hús og nóg
hjartarými. Veit ég að margir mín-
ir jafnaldrar minnast þess. Eldhús-
krókurinn hennar Sjönu á sérstakan
sess í huga mínum. Þar var mikið
spjallað, málin leyst, hlegið saman,
oft yfír heitri eplaköku sem allt í
einu var komin á borðið, beint úr
ofninum.
Heimili mitt og heimilið á Laug-
arnesveginum voru að mörgu leyti
svo lík. Þar var heimilið starfsvett-
vangur móðurinnar, sem bar henni
fagurt vitni.
Sjana var eindæma listræn, unni
öllu fögru. Það kom enn betur í Ijós
á efri árum, er hún fór í föndur
með eldri borgurum. Hún saumaði
og málaði svo aðdáunarvel mörg
falleg stykki. Ég gæti sagt svo
margt fleira, en þessar línur eiga
aðeins að tjá þakklæti mitt fyrir
allt hjá þeim hjónum, Sjönu og
Gísla.
Elsku Gísli, við geymum minn-
inguna um yndislega konu, sem gaf
okkur svo mikið. Guð blessi fjöl-
skyldu Sjönu.
Þó í okkar feðra fold
falli allt sem lifír.
Enginn getur mokað mold
minningamar yfír.
Far þú í friði.
Guðbjörg H.
Það var hlýtt og gott að koma á
heimili þeirra hjóna, Kristjönu og
Gísla. Þau voru bæði hjálpsöm og
góð. Við munum margar góðar
stundir hjá þeim. Aldís saknar
Kristjönu sárt. Hún var henni alltaf
svo góð og reyndist sannur vinur.
Ég kom oft við á heimili þeirra
hjóna í ferðum mínum um bæinn.
Þá var gott að hvílast hjá þeim og
þiggja góðar veitingar. Það var eins
og það væri léttara að stíga hjólið
í sendiferðum þegar maður hafði
hvílst hjá þeim hjónum og spjallað
við þau. Það var jafnan hressandi.
Guð veri með Kristjönu og styrki
Gísla og fólk hans.
Stefán Konráðsson,
Aldís Ágústsdóttir.
Minning
Sigmjón Jónsson
Fæddur 14. júní 1941
Dáinn 12. mars 1994
Hvernig kveð ég kæran vin sem
mér þykir vænt um? Sama hvað
maðurinn er veikur, það er alltaf
jafn mikil sorg, en þó smá léttir
þegar ég veit að minn kæri vinur
hefur þjáðst mjög mikið og barist
með mikilli reisn fram á síðasta
dag. Þá er hvíldin honum kærkom-
in. Ég var svo lánsöm að kynnast
Góa 12. mars 1993 í Hveragerði
og tókst strax með okkur mikill og
innilegur vinskapur.
Gói hafði þurfti að þola ýmsar
erfiðar raunir en þrátt fyrir það var
hann alltaf jafn léttur og kátur og
sá bjartar hliðar á öllum málum.
Ég held að svo einstökum og sterk-
um manni kynnist maður bara einu
sinni á lífsleiðinni. Og ég þakka
forsjóninni að ég var ein af þeim
heppnu. Það voru margir góðir og
skemmtilegir hlutir sem við gerðum
saman og þær minningar mun ég
alltaf eiga.
Því miður þá veikist Gói alvarlega
snemma sumars og náði sér aldrei
upp úr því, en það var sama hversu
veikur hann var, hann hafði alltaf
meiri áhyggjur af mér en sér. Þyrfti
ég að fara í smá aðgerðir lagði
hann mikið á sig til að getað hugs-
að um mig t.d. elda matinn og
hugsa um heimilið og passa upp á
að ég væri í rúminu að hvíla mig.
Það lýsir best hversu umhyggju-
samur og traustur vinur hann var.
Einnig var ég svo lánsöm að
kynnast Diddu systur hans og Halla
mági sem var i miklu uppáhaldi hjá
Góa. Halli var mjög góður og
traustur vinur hans því iðulega
heyrði ég Góa segja, ég þarf að
hringja í Halla og spyija hann um
hitt og þeta, og ég fann hversu
mikla virðingu Gói bar fyrir Halla
mági sínum. Eins var Jón Páll, son-
ur Diddu og Halla, Góa mjög góður
og traustur og kom hann eins oft
og hann gat í kaffi til Góa frænda
til að spjalla og bjóða hjálp sína.
Ég bið Guð að styrkja Diddu,
Halla og Jón Pál því að söknuður
þeirra er mikill. Og eins vil ég minn-
ast á Grétar, Magna, Palla og Millu
sem voru góðir og traustir vinir Góa
alla tíð.
Gói reyndist mér og syni mínum,
Magnúsi Þór, ómetanleg stoð og
stytta þetta tímabil í lífí okkar og
erum við innilega þakklát fyrir það.
Ég sakna Góa mikið og mér finnst
tómarúm í lífi mínu. En ég veit að
nú þjáist hann ekki lengur. Ég votta
foreldrum hans og systkinum mína
innilegustu samúð.
Bryndís Erna Garðarsdóttir.