Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 61 Umræðan sem aldrei er Hvers vegna tapast öll vígi í vímuefnastyrjöldinni? Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: Halldór frá Kirkjubóli kemur með nokkrar þarfar ádrepur í vímuefna- umræðuna sl. laugardag í bréfi til blaðsins (12.3.94). Tilefnið var reyndar hinn broslegi „umræðuþátt- ur“ í Ríkissjónvarpinu um þessi mál um daginn. Táningurinn sem kynntur var sem þáttastjórnandi frá „skrifstofu fram- kvæmdastjóra" var reyndar lang- harðasti bjórtalsmaðurinn í þættin- um svo hlægilegt sem það nú ann? ars var. (Hvenær gæti svona „skrif- stofu-framkvæmdastjóra“-b- randarar nokkurn tímann gerst á BBC eða annarri alvöru sjónvarps- stöð í veröldinni? Að minnsta kosti hvergi norðan miðbaugs.) Halldór beindi spjótum sínum réttilega að bjór- og brennivínsvin- um landsins, að ógleymdum frjáls- hyggjutalsmönnunum sem sífellt heimta „meira-frelsi-í-sölu-vímu- efna“. Samt gleymir Kirkjubólsbóndinn, sem nánast allir aðrir, grundvallar- atriðum umræðunnar; hvers vegna tapast hvert stríðið á fætur öðru í vímuefnastyijöldinni sem nú geisar í mannheimum? Þær staðreyndir virðast bara ekk- ert ætla að koma þessari umræðu við. Umræðan virðist hafa alveg sjálfstætt líf óháð því hvers vegna Vesturlandabúar, sem flestir aðrir mennskir íbúar þessa hnattar, snúa sér sífellt meira til vímuefnanna. Umræðan er öll um tæknileg atriði og hve hratt undanhaldið eigi að vera. En undanhald verður ástandið óumdeilanlega að kallast. Stanslaust undanhald. Hvert vígið á fætur öðru Gagnasafn Morgunblaösins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. tapast og umræðan er öll ofan og neðan við rætur vandans. Á það fyrir mannkyninu að liggja að tapa allri siðmenningu sinni niður skólpræsi vímuefnanna? Það liggur ekkert annað fyrir þegar hver víg- staðan er undanhald til næstu. Á því virðist ekkert lát. Það er enginn endir sjáanlegur á þessari þróun verði „modelinu" i mannfélaginu er Frá Lárusi Jóni Guðmundssyni Sumt gamalt fólk á við minnis- leysi og sljóleika að stríða og fær jafnvel einkenni sem lýsa sér í rugli og vitrænum breytingum. Það eru langoftast sjúkdómar sem liggja að baki, sá þekktasti og sennilega al- gengasti er alzheimer-sjúkdómur- inn. Orðin sem notuð hafa verið til að lýsa þessum einkennum öllum eru mörg og flest slæm að mati þeirra sem nota þau. Það sem hefur náð mestri útbreiðslu er orðið „heilabil- un“. Það er þýðing á tveimur lat- neskum orðum, „de“ og „mens“ sem þýða frá og hugur. Helsti agnúinn á þessu orði er hin neikvæða skír- skotun sem felst í lýsingarorðsmynd- inni „heilabilaður". Fólk með heila- bilun er ekki geðveikt heldur þjáð af langvinnum sjúkdómi. Önnur orð sem notuð hafa verið til að þýða „demens" eru „vitglöp“, „elliglöp", „elliórar", „kölkun" og „heilarýrnun“. Flest orðin geta falið í sér neikvæða skírskotun. Fyrirsögn þessa ritstúfs er tilraun til að fínna hlutlaust orð sem getur falið í sér lýsingu á þessu ástandi. Orðið „heilakröm“ vísar til heilans þar sem sjúkdómurinn kemur fram og leggur jafnframt áherslu á að þetta er sjúkdómur, orðið „kröm“ (ef. kramar, no. kvk.) er skv. Orða- bók Menningarsjóðs, „langvinnur, þjakandi sjúkdómur“. Sambærileg orð eru t.d. beinkröm og ellikröm. Notkun orðsins gæti t.d. verið eftirfarandi: Hann þjáist af heila- kröm, hún er með heilakröm, þetta er deild fyrir fólk þjáð af heilakröm, stofnun fyrir einstaklinga með heila- kröm, hún hefur einkenni heilakram- ar, o.s.frv. Undirritaður gerir því að tillögu sini að orðið „heilakröm“ verði notað ekki breytt. Það er ástæðulaust að þora ekki að horfast í augu við þess- ar staðreyndir fyrr en of seint. Þessa hluta rökræðunnar vantar ykkur alveg, kæri Halldór og aðrir hugsandi einstaklingar siðmenning- arinnar. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, Grettisgötu 40b, Reykjavík. til að lýsa þeim sjúkdómsmyndum sem hingað til hefur oftast verið lýst með orðinu heilabilun. LÁRUS JÓN GUÐMUNDSSON, yfirsjúkraþjálfari endurhæfingar- deildar Hjúkrunarheimilisins Eir- ar. Pennavinir SAUTJÁN ára norsk stúlka með áhuga á tónlist auk mikils íslandsá- huga: Line Ruud, Barnálveien 4, N-3960 Stathelle, Norge. SAUTJÁN ára bandarísk stúlka með áhuga á frímerkjum, ljósmynd- un, kvikmyndum, íþróttum, tölvum og flugvélum: Pamela Fry, P.O. Box 12664, Upper St. Clair, Pennsylvania 15241, U.S.A. NÍTJÁN ára finnsk stúlka með áhuga á frímerkjum, handavinnu, blómarækt, tónlist o.fl.: Mirkka Niemi, Ostuakink. 5 AS 29, 20750 Turku, Finland. EINHLEYP 26 ára Ghanastúlka með áhuga á matargerð, tónlist og póstkortum: Rebecca May Ampomah, c/o Kate P.O. Box 1222, Cape District, Gold Coast, Ghana. ÞÝSKUR 25 ára karlmaður með margvísleg áhugamál: Andreas Rudig, Irisstrasse 9, 4100 Duisburg 28, Germany. Heilakröm VELYAKANDI GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS HÁLFDÁN hringdi með eftirfar- andi ábendingu: Morgunblaðið býður fólki að- gang að gagnasafni sínu á þann- ig kjörum að einstaklingar hafa ekki möguleika á að nýta sér þjónustuna. Fólk sem t.d. hefur áhuga á ættfræði vildi gjarnan fá takmarkaðan aðgang sem ef til vill er ekki möguleiki á eins og t.d. minningargreinum. Eins og þetta er núna kostar aðgang- ur að gagnasafninu mánaðarlega átta þúsund krónur sem er í lagi fyrir fyrirtæki. En eitt hundrað þúsund krónur á ári fyrir ein- stakling er ógjörningur. Er ekki hægt að koma til móts við þessa einstaklinga og aðra sem óska eftir takmörkuðum aðgangi? LJÓÐ TIL VINAR ÁRNI Helgason í Stykkishólmi biður Velvakanda um þetta ljóð til vinar síns Bergsveins Breið- fjörð. Við göróttu aldrei ég lindinni lít og læt þér nú eftir minn skammt. Af lífsbrunni gæða og nægta ég nýt því nóg er af bölinu sarnt. Ég hefi séð nóg til að flýja það fen og flækjast þar snðrunni í. Að vaka og biðja og vera til. En ég veit þú ert sammála því. Ég þakka svo Ijóðið. Og segi það satt að sjómennskan er ekkert grín. Með innilegri kveðju til Berg- sveins sem er einn af mínum kæru vinum. TAPAÐ/FUNDIÐ Kápa tapaðist DÖKKBLA síð ullarkápa var tekin í misgripum á skemmtun Árnesingakórsins í Rvík. þann 4. mars sl. í Drangey, Stakkahlíð 17. Önnur Ijósari minni kápa var skilin eftir. Sá sem kannast við þetta vinsamlega hafi samband við Laufey í síma 672542. Hanski tapaðist SVARTUR mótorhjólahanski tapaðist á bensínstöðinni við Álfheima eða þar í nágrenni. Finnandi vinsamlega hringi í síma 871971. GÆLUDÝR Síamskött vantar heimili AF SÉRSTÖKUM ástæðum óskar eins árs blíðlyndur síamsfressköttur eftir góðu kattelsku heimili. Búið er að gelda hann og sprauta. Uppl. í síma 77393. :M9 .tniiri'ivööAÍ 'k.ti •inyl 6i(n ÍTALSKUR 23 ára piltur með margvísleg áhugamál vill skrifast á við 17-22 ára pilta og stúlkur: Paolo Pizzimenti, Via Giotto 16, 41043 Formigine (MO), Italy. FINNSK 26 ára stúlka vill skrifast á við 25-30 ára karlmenn: Maarit Paavola, Pla 270 E, 07960 Ahvenkoski, Finland. TVÍTUG Ghanastúlka, námsmaður, með áhuga á ferðalögum, tónlist, ljósmyndun, íþróttum o.fl.: Rita Foreigner, P.O. Box 236, Agona-Swedru, Ghana. Vinningstolur laugardaginn FJÖCDI VINNINGSHAFA UFWŒÐAHVERN VINNINGSHAFA 1. 2.021.912 117.188 92 6.591 4. 2.780 509 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4-394.868 kr. Royal skyndibúðingur Látið t.d. súkkulaði og vanillu- búðing í mislit lög í há glös með þeyttum rjóma. gqill Guttormsson-Fjölval hf. Mörkin 1 • Pósthólf 8895 • 128 Reykjavík • Simar: 81 27 88 og 68 86 50 • Fax: 3 58 2Í KAUPMENN - INNKAUPASTJORAR Umbúbapappír Fallegt og fjölbreytt úrval af umbúðapappír í mörgum breiddum og lengdum á fráhflprn vprfii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.