Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 12
12 i- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 GR0NNINGEN 1994 lítið ástæða til. Sýningin hafði gengið vel og margt var um mann- inn í sýningarsölunum, auk þess sem rauðir miðar sáust víða við hlið mynda. Það sem helst vakti athygli mína, en þó öllu meira félaga míns, var hve uppsetning sýningarinnar í hin- um mörgu sölum var lífleg. Hér var markmiðið fyrst og fremst að verk hvers og eins nyti sín sem best, en mun síður hugsað um „samstæða sýningu", sem er löngu úrelt og einungis er stefnumark- andi á útjöðrum mannabyggða. Ýmsar syndir voru drýgðar, sem t.d. hér á landi getur varðað við heimsendi, en þær juku einungis á fjölbrejúnina og ögruðu skoðand- anum. Grönningen er eins og margur veit virtasti listhópur í Danaveldi, og býr yfir mikilli listrænni breidd, sem hefur ekki síst stuðlað að vel- gengni hans. Þá hafa meðlimir skilið mikilvægi þess að slaka hvorki á listrænum kröfum né láta glepjast af bendiprikum og nýj- ungagirni, en mest er þó um vert að menn hafa þorað að framkvæma hlutina og taka á sig áhættu. Þann- ig var svo glæsilega staðið að sýn- ingunni á erfiðum tímum fyrir ári, að tap varð á henni sem nam tæp- lega tveim milljónum íslenzkra króna. Menn urðu því að halda vel á spöðunum í ár og þarafleiðandi var engin litmynd í hinni veglegu sýningarskrá að sinni, og sýningar- tíminn styttur um helming. Þá er það til frásagnar, að er ég fyrst fór að fikta við sjónvarps- tækið á hótelherberginu, birtist fréttamynd á skjánum frá uppsetn- ingu verka á Grönningen (!), ásamt viðtali við nokkra listamennina. Hef ég ekki í annan tíma séð skil- virkari né betur tekna fréttamynd frá listsýningu, og má vera einsýnt að íslenzkir sjónvarpsmenn hafa hér sitthvað að læra af Dönum. Minnti þetta mig á, er ég kom til Barcelona fyrir tæpum þrem árum og svo til datt inn fyrir þröskuldinn á Picasso-safninu sem ég var ekk- ert frekar að leita að, og allajafna er erfitt að finna, þar sem það er staðsett á þröngri hliðargötu. Ég hef í þessari samantekt öðru fremur lagt áherslu á að segja frá Grönningen-listhópnum, vegna þess að við eigum að bera okkur saman við hið besta á Norðurlönd- um, og gera hér engu minni kröf- ur. Löngu er kominn tími til að hér séu settar upp metnaðarfullar sam- sýningar listamanna á borð við haustsýningarnar á áttunda ára- tugnum, til að almenningur fái nokkra yfirsýn yfir íslenzka mynd- list og það helsta sem er að gerast- í dag. Slíkt er útilokað í því fári smásýninga, sem haldnar eru ár hvert í listhúsum borgarinnar og alla ruglar. í næstu grein hermi ég frá fleiri listviðburðum I Kaupmannahöfn, en áður langar mig í framhjáhlaupi að víkja aðeins að færeyskri sýn- ingu í Asnæs í nágrenni Kaaiund- borgar, sem er um 80 kílómetra frá Kaupmannahöfn. f þessu litla þorpi hefur risið upp listamannanýlenda, en þær eru margar í Danmörku, og eru með- limir hennar mjög samhent fólk. Þannig hafa þeir gert upp gamalt hús og nefnist það „Huset í Asnæs“. Þar eru haidnar norrænar sýningar og munu t.d. nokkrir ís- lendingar eiga þar verk á komandi sumri. Vil ég minna á og vísa til þess, að þar sem er framkvæmda- vilji þar er líf. Var ég viðstaddur opnun sýning- arinnar, sunnudaginn 27. marz, og var það ánægjuleg dagstund. Mik- ill fjöldi fólks streymdi að og sala var lífleg. Fyrir okkur er nokkur ávinningur af að sölukóngur dags- ins var Zakarías Heinesen, sem fyrir skömmu sýndi í listhúsinu Borg, en hann hóf listferil sinn hér á landi 1956, er hann stundaði nám við MHÍ. Zakarías seldi m.a. eina mynd til listafélags lögreglunnar á staðnum (!). Hvað skyldu annars vera starfandi mörg listafélög með- al íslenzku lögreglunnar? Sýningin bar mikinn svip af heimaslóðum og sterkum náttúru- lifunum og það var meginstyrkur hennar. Kaupmannahafnardagar Myndlist Bragi Ásgeirsson Það hefur lengi verið draumur minn að sækja heim höfuðborgir Norðurlanda í febrúar eða marz, því að ég veit að þá er mikið um að vera í sýningaflóru borganna og einkum á vettvangi listhópa. Þetta er nú ejnmitt það, sem er líkast eyðimörk hér á landi er svó er komið, að ógleymdum sýningum Listmálarafélagsins, en það var frekar metnaðarlítil framkvæmd er blasti við mönnum í Hafnarborg að þessu sinni. Þótt hér séu haldn- ar samsýningar af ýmsu tagi, þá eru ekki til listhópar sem halda stíft saman og sýna árlega líkt og t.d. Grönningen, Desembristerne, Kammeraterne o.fl. í Kaupmanna- höfn, en sýningar þeirra teljast mikill viðburður og stöðugur straumur gesta er á þær. Jafnframt hljóta þær alveg sérstaka umfjöilun í fjölmiðlum. Til viðbótar eru svo opnar sýningar listasamtakanna bæði vor og haust, og ekki vekja þær minni athygli né umtal. Listhóparnir starfa sem félög en eru óháðir heildarsamtökum lista- manna, en þetta form þekkist varla hér á landi þrátt fyrir að við höfum átt listhópa líkt og September, Septem- og SÚM, en þeir voru frek- ar afmarkaðir og lausformaðir, lifðu stutt og höfðu að auki ekki markaða stefnuskrá. Og á meðan hver bókin kemur út af annarri, sem segir starfssögu hinna dönsku listhópa í gegnum langt tímabil, segjum 30-50 ár, er engin skráð heimild til um haust- sýningarnar FÍM í áranna rás, auk þess sem „metnaðarfullum" hefur tekist að myrða framkvæmdina og allt fyrra uppbyggingarstarf. Menn minnast þó þeirra daga er árvissar haustsýningarnar voru einn aðalviðburðurinn í listalífi höf- uðborgarinnar og þá einkum á fyrri hluta áttunda áratugarins. Er mér gafst óvænt tækifæri til að bregða mér utan til Kaupmanna- hafnar í miðjum febrúarmánuði, tók ég því umsvifalaust, og tengdi ferðina vikudvöl í Ósló. Öðru frem- ur vegna þess að hálf öld er frá andláti Edvards Munc.hs, og sértök sýning var í því tilefni í Munch- safninu og hátíðarupphenging verka hans í Þjóðlistasafninu. Þá hafa og tvö vegleg söfn samtíma- listar verið opnuð í borginni frá því ég var síðast á ferð, auk þess að bæði Munch- safnið og safn Henie - Onstad á Hövikodda voru nýopn- uð eftir stækkun og gagngerar breytingar. Sýningarinnar á verkum Munchs hefur verið veglega getið I blöðum á Norðurlöndum, en það er alltof sjaldan að við fáum slík tíðindi hingað í einangrunina, svo að tími er til að rjúfa hana og koma okkur inn á hið norræna landakort í list- inni, og vel að merkja I stærra samhengi en því sem markast af listamiðstöðinni í Svíavirki. — Febrúardagamir I Kaup- mannahöfn voru flestir kaldir og hryssingslegir, en engu að síður einhveijir þeir ánægjulegustu sem ég minnist um langt skeið. Af nógu var að taka um viðburði á listavett- vangi, þannig að ellefu dagar í borginni dugðu varla til, þannig að margt sem ég hefði viljað skoða á söfnum verður að bíða betri tíma. En svo vill fara þegar ferðir eru ekki skipulagðar út ( æsar fyrir- fram, en satt að segja fékk ég nóg í Iífsmalinn og sem ég nýt ríkulega og verð lengi að melta. Sú bylgja aðsóknar, sem söfn og stórsýningar vestan hafs og austan njóta, virðist nú loks hafa náð til Norðurlanda, og þá fyrst til Danmerkur, enda er landið áfast meginiandinu að sunnanverðu og þannig næst menningarflæði stór- borga Evrópu. Svo til á hverju ári á ég leið um Kaupmannahöfn á ferðalögum mlnum út í heim, og hef tekið eft- Færeysku listamennirnir í húsinu í Asnæs ásamt Tryggva Ólafssyni og þekktu dönsku skáldi sem opnaði sýninguna: Eyðun av Reyni, Olivur Við Neyst, Amariel Norðoy, Bárður Jákupsson, Tr. Ó1 og skáldið og loks Zakarías Heinesen. spjaldi sýningarinnar. Auðvitað var svo biðröð fyrir framan setrið en af slíku þarf ég ekki að hafa tiltak- anlegar áhyggjur, og naut félagi minn þess einnig. En þar af leið- andi gengum við beint inn í verzl- unarrýmið og var þar illþolandi fyrir þrengslum. Ekki var síður þröng á þingi á sýningunni sjálfri, og í raun alls staðar í byggingunni, svo við flúð- um á kaffistofuna, því að komið var fram yfir nón og ég vissi af reynslu að senn mundi fólkinu fara að fækka. Metaðsókn hafði verið á sýning- una frá opnun hennar 8. október, og þó var mun lakara úrval verka meistarans en t.d. á Bonnard-sýn- ingunni í desember 1992. Hins vegar var skipulagið í kringum framkvæmdina frábært og hér eru frændur vorir I stöðugri framför. Monet-sýningunni lauk svo 6. marz, en þá tók við önnur sýning sem opnaði föstudaginn 18. marz, og telst bæði nær nútímanum sem sýnu fjær. Er um að ræða sýningu á verkum frumbyggja Ástrallu, sem eru sagðir hafa komið þangað frá Suðaustur-Asíu fyrir 50.000 árum, en hefði allt eins getað verið I gær! Þetta er steinaldarfólk, sem viðheldur enn siðum sínum og venj- um, þótt það hafi farið að hagnýta Tvær broshýrar íslenzkar eiginkonur myndlistarmanna í Dan- mörku. Til vinstri er ónefnd eiginkona myndhöggvarans John Rud, sem hélt minnisstæða sýningu í Norræna húsinu fyrir áratug eða svo. Til hægri er Gerður Sigurðardóttir freyja Tryggva Ólafs- sonar. sér sumt I nútímanum á síðari árum. Sýnishorn af list frumbyggjanna (aborginal art) hefur farið milli heimslistasafnanna á undanförnum árum og vakið óskipta athygli, og þykja hin ævafornu vinnubrögð slá við flestu I núlistum fyrir fersk- leika, og man ég t.d. hve höggdofa ég varð er ég sá hana fyrst I Borg- arlistasafninu í Tókýó I desember- byrjun 1992. Mun ég væntanlega gera henni skil fljótlega. Á Chariottenborg bar okkur að garði á laugardagseftirmiðdegi og var þá mikið um að vera. Sýning -Grönningenhópsins hafði staðið yfir I eina viku og margir meðlimir hans voru staddir á kaffistofunni og virtust með hýrri há, enda vafa- ir vaxandi aðsókn á söfn og sýning- ar, en aldrei orðið jafn áþreifanlega var við það og í síðustu tveim heim- sóknum mínum. Ég hafði lesið um hina miklu aðsókn á sýningu hins ágæta mál- ara Vilhelms Lundströms (1893- 1950) á Charlottenborg í desember og janúar, og sem var sett upp I tilefni þess að öld var liðin frá fæðingu hans. Náði þá biðröðin stundum í gegr.um tvö opin rými fyrir framan bygginguna og langj; út á Kóngsins Nýjatorg (!) og mun slíkt vart hafa gerst áður í langri sögu sýningarhalds á staðnum. Lundström var prófessor við fagur- listaskólann (listakademíuna), og lést árið 1950 aðeins 57 ára að aldri. Vorið 1951 var haldin stór minningar- og yfirlitssýning á verkum hans á sama stað. Var það fyrsta stórsýning á verkum dansks málara, sem ég minnist að hafa séð um dagana, og hafði hún dijúg áhrif á mig. Held ég að ekki hafí verið haldin önnur slík sýning á verkum hans síðan, svo að forvitni landa hans var skiljanleg. Það gerist svo sunnudaginn 20 febrúar, að ég og félagi minn gerð- um okkur ferð á Monet-sýninguna á Lousiana, og er við fórum úr lest- ini í Humlebæk, var líkast sem við værum í skrúðgöngu á gönguleið- inni til listasetursins, og að önnur skrúðganga væri á leið þaðan í átt til brautarstöðvarinnar! Flestir héldu á fínum gagnsæjum pokum með sýningarskrám og bókum í, og mjög margir á rúllum með vegg- Forsíða sýningarskrár Grönningen 1994, sem hinn nafnkenndi málari Mogens Andersen hefur myndlýst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.