Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 17 Sjúkraliðar - stoðstétt allra heilbrigðisstétta? eftir Astu Möller Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra hefur tilkynnt að hann hyggist leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraliða til afgreiðslu á vorþingi. Hafa sjúkraliðar þrýst hart á ráð- herrann í þessa veru. Hugmyndir um breytingu á lögum um sjúkra- liða koma í kjölfar skýrslu nefnd- ar, en hún hafði m.a. það verkefni að ijalla um hugsanlegar breyting- ar á og um nám þeirra. Nefndin skilaði af sér í desember sl. Nefnd- in var sammála um að lögvernda bæri starfsvið sjúkraliða, en klofn- aði í afstöðu sinni um 5. gr. frum- varpsins, sem Qallar um útvíkkun á starfssviði sjúkraliða. Meirihluti nefndarinnar, þ. á m. fulltrúar sjúkraliða, vildi að sjúkraliðar störfuðu á hjúkrunarsviði, en eftir- leiðis einnig á lækningasviði undir stjórn og á ábyrgð læknis eða sér- fræðings. Minnihluti nefndarinnar lagði til að sjúkraliðar störfuðu á hjúkrunarsviði eins og núgildandi lög segja til um. Afstaða minnihlut- ans byggist á faglegum rökum um þarfir heilbrigðisþjónustunnar fyrir sjúkraliða og um skipulag heil- brigðisþjónustunnar. Mikil þörf fyrir sjúkraliða á núverandi starfssviði Þörf fyrir sjúkraliða til starfa innan hjúkrunarsviðs er í dag eng- an veginn uppfyllt. Skv. könnun frá 1992 var einungis 41% stöðuheim- ilda sjúkraliða á öldrunarstofnun- um setin sjúkraliðum og um 82% stöðuheimilda á sjúkrahúsum. í framtíðinni er aukin þörf fyrir starfsfólk í umönnunarstörfum m.a. vegna fyrirsjáanlegrar fjölg- unar aldraðra á íslandi. Það þjónar því ekki hagsmunum samfélagsins að beina sjúkraliðum til starfa á öðrum sviðum en þeir eru menntað- ir til. Sjúkraliðar eru menntaðir á hjúkrunarsviði Sjúkraliðar eru menntaðir til starfa á afmörkuðu sviði hjúkrunar sem er framkvæmd hjúkrunar- verka við umönnun sjúkra á sjúkra- stofnunum undir stjórn hjúkrunar- fræðinga. Menntun sína hljóta sjúkraliðar í fjöibrautaskólum landsins. Til að fá réttindi til að starfa sem sjúkraliði þarf viðkom- andi að ljúka alls 117 einingum, þar af 32 einingum í sérlegu bók- legu sjúkraliðanámi og 32 eining- um í launaðri starfsþjálfun á sjúk- rastofnunum. Hinar 53 einingarnar eru almennar grunngreinar í fram- haldsskólum s.s. íslenska, tungu- mál, íþróttir o.fl. Hinn bóklegi hluti sjúkraliðanámsins samsvarar 1 ‘/2—2 önnum í skóla (meðaltal 18 ein. á önn skv. uppl. frá Pjölbrauta- skólanum í Breiðholti). Til saman- burðar má nefna að nám hjúkrun- arfræðinga er fjögurra ára nám í háskóla. Sjúkraliðar eru eina sérmennt- aða stoðstétt hjúkrunarfræðinga. Það er skoðun hjúkrunarfræðinga að sjúkraliðar geti ekki undirbún- ingslaust og án frekari menntunar orðið aðstoðarstétt annarra heil- brigðisstétta. Hvetjum dettur t.d. í hug að læknaritarar, lyfjatæknar og aðstoðarmenn tannlækna fari að starfa sem slíkir við að aðstoða aðra heilbrigðisstarfsmenn. Þessar stéttir hljóta menntun sína við hlið sjúkraliða í fjölbrautaskólum og sitja í mörgum tilfellum sömu nám- skeið og sjúkraliðar í hinum sér- hæfða hluta náms síns. Með hugmyndum um breytt starfssvið sjúkraliða er verið að beina þeim inn á brautir sem þeir hafa ekki menntun til að starfa á. Hjúkrunarfræðingarnir er sæti áttu í fyrrgreindri nefnd um endurskoð- un á sjúkraliðalögum lögðu til að sjúkraliðar fengju að loknu viðbót- arnámi að starfa á öðrum sviðum en hjúkrunarsviði, en það fékk lít- inn hljómgrunn hjá viðkomandi stéttum; sjúkraliðar töldu að þeir þyrftu ekki að bæta við sig námi og t.d. sjúkraþjálfarar og iðjuþjálf- ar höfnuðu þessari hugmynd og töldu að sjúkraliðar hefðu ekki þann menntunargrunn sem þeir væru að leita eftir hjá aðstoðarfólki sínu. Ringulreið á heilbrigðisstofnunum? Stjórnskipulag innan hjúkrunar er þess eðlis að hjúkrunarfræðingar skipuleggja hjúkrun þeirra sjúk- linga sem þeir bera ábyrgð á hveiju sinni. Komi sjúkraliðar til með að starfa bæði á lækninga- og hjúkr- unarsviði mun það skapa ringulreið í stjórnkerfí heilbrigðisstofnana þar sem ekki væri ljóst hvenær hjúkrunarfræðingur væri yfirmað- ur sjúkraliðans og hvenær læknir eða aðrar heilbrigðisstéttir er falla undir lækningasvið. Engin kynning hefur farið fram Hugmyndir um breytingar á starfssviði sjúkraliða hafa ekki ver- ið formlega kynntar þeim heilbrigð- isstéttum sem málið varða og þeim jafnvel ókunnugt um þau áform að sjúkraliðar verði hugsanlega stoðstétt ýmissa stétta innan heil- brigðiskerfisins, s.s. sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, meinatækna, röntgen- tækna, eðlisfræðinga, sálfræðinga, auk lækna. Viðbrögð þeirra er hafa með einhveijum ráðum komist í tillögur nefndarinnar, þ.e. hjúkr- unarfræðinga og ófaglærðs starfs- fólks, hafa verið á einn veg, þeir hafa hafnað drögunum í núverandi mynd. Hjúkrunarfræðingar vara við hraðri afgreiðslu svo umfangsmik- ils máls sem hefur í för með sér miklar breytingar á verkaskiptingu starfsstétta og skipulagi heilbrigð- isþjónustu og skapar hættu á veru- iegum ágreiningi milli heilbrigðis- Ásta Möller „Það þjónar ekki hags- munum samfélagsins að beina sjúkraliðum til starfa á öðrum sviðum en þeir eru menntaðir til.“ stétta. Sá flýtir sem einkennir með- ferð þessa máls er óskiljanlegur. Eðlileg umræða meðal þeirra er málið varðar þarf að fara fram og er skorað á yfirvöld heilbrigðismála að standa fyrir því. Virðing fyrir samstarfsfólki Að lokum. Hulda Karen Ólafs- dóttir sjúkraliði talar um virðingu fyrir öðrum í grein sinni um þetta málefni í Mbl.,18. mars sl. Hjúkrun- arfræðingum, Sóknarfólki og öðru samstarfsfólki sjúkraliða fannst sjúkraliðar sýna sér litla virðingu er þeir leituðu eftir áritun á undir- skriftalista til heilbrigðis- og trygg- ingamálaráherra um að hraða af- greiðslu sjúkraliðafrumvarpsins. Sjúkraliðar misbuðu trausti sam- verkafólks með því að gefa misvís- andi upplýsingar um eðli frum- varpsins. Ég tek hins vegar undir með Huldu Karenu um nauðsyn þess að samskipti heilbrigðisstétta ein- kennist af gagnkvæmri virðingu fyrir starfi og starfssviði viðkom- andi. M.a. af virðingu fyrir sjúkral- iðum er þessi grein skrifuð, til að gera grein fyrir á hvaða grunni afstaða hjúkrunarfræðinga til sjúkraliðafrumvarpsins er byggð. Höfundur er formaður Félags íslenskrfl hjúkrunarfræðinga og átti sæti ínefnd um endurskoðun á lögum um sjúkraliða. wiÍPMim na uliuwnii Á 10MÍR EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað. Settu HATTING smábrauð eða rúnstykki í ofninn og aðeins 10 mín. síðar er brauðið tilbúið, nýtt og rjúkandi á borðið. c, tMTlN BAGERI «»Sá . • . k- ■■ ’ S ....-'&c. — ■--V- - - ----
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.