Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994
Mótmæli
ungmenna
skiluðu
árangri
EDOUARD Balladur, for-
sætisráðherra Frakklands,
féll í gær frá umdeildri laga-
setningu, sem fól í sér launa-
lækkun ungmenna í starfs-
þjálfun. Mikil ólga hefur verið
síðasta mánuðinn í Frakklandi
vegna laganna og hafa stórir
hópar ungs fólks staðið fyrir
mótmælum í stærstu borgum
landsins.
Verðandi ráð-
herra dregur
si g í hlé
VERÐANDI fjármálaráð-
herra Póllands, Dariusz
Rosati, bauðst í gær til að
draga sig í hlé, ef það mætti
verða til þess að leysa deilu
Lech Walesa, forseta landsins,
og samsteypustjórn vinstri
manna. Walesa neitaði að
skipta Rosati, sem er fyrrver-
andi kommúnisti, í embætti
fjármálaráðherra og olli sú
ákvörðun miklu fjaðrafoki í
ríkisstjórninni. Hún hefur ver-
ið án fjármálaráðherra síðustu
sjö vikur.
Leiðtogi
öfgamanna
drepinn
ALSÍRSKAR öryggissveitir
drápu í gær, Sayeh Attia, hinn
nýja leiðtoga GIA-skæruliða-
hreyfíngar öfgasinnaðra
múslima þegar þeir gerðu til-
raun til að ráðast á flutninga-
lest hersins. Hreyfing Attia
var sökuð um að hafa staðið
að morðunum á 12 króatísk-
um verkamönnum í desember
sl.
Atök við gæslu-
Kða í Sómalíu
TIL átaka kom á milli eg-
ypskra friðargæsluliða og
sómalskra skæruliða við höfn-
ina í Mogadishu, höfuðborg
Sómalíu, í gær, annan daginn
í röð. Sómalir sögðu einn
skæruliða og þijá óbreytta
borgara hafa særst, en það
hefur ekki verið staðfest. Svo
virðist sem skæruliðarnir hafi
hafið skothríðina. Ekki er vit-
að til þess að gæsluliðarnir
hafi særst.
Þjóðverjum
ekki boðið
FULLTRÚAR þýsku stjórnar-
innar ættu ekki að vera við-
staddir athöfn til minningar
um að 50 ár eru liðin frá frels-
un útrýmingarbúða nasista í
Auschwitz í Póllandi. Maurice
Goldstein, forseti Auschwitz-
nefndarinnar, lét svo ummælt
í gær en talið er, að í Ausch-
witz hafi meira en milljón
manna látið lífið, aðallega
gyðingar. Til athafnarinnar
verður boðið meðal annarra
Nelson Mandela, leiðtoga Afr-
íska þjóðarráðsins, og Lech
Walesa, forseta Póllands.
Reuter
I líkingu hakakrossins
FELAGI í Sósíalíska þjóðarflokknum, öfgasinnuðum samtökum þjóðernissinna, veifar úkraínska fánanum í aðalstöðvum flokksins í Lvov.
Merki flokksins minnir á hakakrossinn og baráttumálin eru hreinleiki kynþáttarins og andstaða við Moskvuvaldið.
Kosningarnar í Úkraínu á sunnudag áfall fyrir Leoníd Kravtsjúk forseta
Djúpstæður klofning-
ur meðal landsmanna
Kíev. Reuter.
KOSNINGARNAR í Úkraínu um helgina
ieiddu í ljós, að verulegur klofningur er
meðal landsmanna, milli þjóðernissinna i
vesturhlutanum og kommúnista og tals-
manna nánara sambands við Rússland í aust-
urhlutanum. A Krím var einnig samþykkt
að auka sjálfstjórn landshlutans og efla
tengslin við Rússa. Kjörsókn var miklu meiri
en spáð hafði verið eða um 75% en í flestum
kjördæmum verður að kjósa aftur á milli
efstu manna.
Að minnsta kosti 47 af 450 þingmönnum
náðu kosningu í fyrri umferðinni á sunnudag,
fengu 50% atkvæða eða meira, en seinni umferð-
in verður 10. apríl. Kom stuðningurinn við
kommúnista í austurhlutanum ekki mjög á óvart
þar sem Rússar eru þar fjölmennir og víða í
miklum meirihluta en auk þess að vilja aukin
tengsl við Rússland samþykktu þeir, að rúss-
neska yrði opinbert tungumál við hlið úkra-
ínsku. „Nýtt sambandsríki Rússlands, Úkraínu
og Hvíta Rússlands er óhjákvæmilegt," sagði
Júrí Boldyrev, varaborgarstjóri í Donetsk, helstu
borg í Donbass-héraði í Austur-Úkraínu.
A Krím, sem Rússar gáfu Úkraínu 1954 til
minningar um 300 ára samband ríkjanna, var
samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að efla
sambandið við Rússland en 70% íb.úanna eru
Rússar. Það kom hins vegar á óvart, að kjörsókn
í þingkosningunum þar var meiri en 50% þótt
forseti Krímar, Júrí Meshkov, hefði hvatt fólk
til að hunsa þær. í Vestur- og Mið-Úkraínu
vegnaði frambjóðendum Rúkh-flokksins, hóf-
samra þjóðernissina, hins vegar vel.
Ósigur Kravtsjúks
Niðurstöður kosninganna verða líklega ekkert
fagnaðarefni fyrir Leoníd Kravtsjúk, forseta
Úkraínu, en hann hafði áður lýst yfir, að hann
myndi sækjast eftir meiri völdum ef afar flókin
kosningalög og lítil kjörsókn kæmu í veg fyrir,
að unnt yrði að kjósa nema tvo þriðju hluta þing-
manna. Meðal þeirra, sem náðu kosningu í fyrri
umferðinni á sunnudag, voru Leoníd Kútsjma,
fyrrverandi forsætisráðherra, en hann segir
stjórn Kravtsjúks „hættulega fyrir land og þjóð“
og gefur í skyn, að hann muni bjóða sig fram
í forsetakosningunum í júní.
„Þótt endanlegar niðurstöður verði ekki kunn-
ar fyrr en síðar er ljóst, að Kravtsjúk hefur
beðið ósigur," sagði Volodymyr Lanoviy, fyrrver-
andi aðstoðarforsætisráðherra. Hann og Víktor
Pynzenyk reyndu um tíma að móta ákveðna
stefnu í úkraínskri markaðsvæðingu en Kravt-
sjúk veik þeim báðum til hliðar. Þeir náðu báðir
kjöri í fyrri umferðinni á sunnudag. Svo var einn-
ig um fráfaranda forseta þingsins, ívan Plushch,
sem átt hefur í útistöðum við Kravtsjúk og er
talinn hugsanlegur keppinautur hans í forseta-
kosningunum, og leiðtoga Rúkh, Vjatsjeslav
Tsjornovíl. Aðeins einn ráðherra náði kjöri nú
en nokkrir komust í seinni umferðina.
Til kosninganna var boðað til að leysa úr
þeim stjórnarskrárvanda hver hefði í raun um-
boð til að stýra landinu og greiða um leið fyrir
efnahagslegum umbótum. Til þessa hafa þær
ekki falist í öðru en ráðstöfunum gegn verðbólgu
og einkavæðingaráætlun.
Að minnsta kosti 37 létust er skýstrókar gengu yfir suðausturhluta Bandaríkjanna
Skýstrókur
*• / SUÐUR \
| KARÓLÍNA: \
\ SjÖ skýstrókar N
\ gengu yfir en tjón
varö ekki míkiö
Kirkjan lagðist saman
undan veðurofsanum
Atlanta. Reuter.
SKÝSTRÓKAR, sem riðu yfir suðausturhluta Bandaríkjanna á sunnu-
dag, kostuðu að minnsta kosti 37 manns lífið. Um 250 manns eru
slasaðir, flestir eftir að þéttsetin kirkja í smábænum Piedmont, Alab-
ama lagðist saman er skýstrókarnir gengu yfir. Þeir skildu eftir sig
slóð eyðileggingar í fimm ríkjum, Norður- og Suður Karólínu, Alab-
ama, Georgíu og Tennessee,
Um 140 manns voru inn í kirkj-
unni í Piedmont er hún gaf sig í
óveðrinu, um kl. 18 að íslenskum
tíma á sunnudag. Létust 18 kirkju-
gestir, flestir undan þunga þaksins.
Maður, sem var á ferð nærri kirkj-
unni, lést þegar símstaur rifnaði upp
og féll á bíl hans. Þá létust tveir til
viðbótar í Alabama er veðrið fór yfir
(búðahverfi.
Tveir létu lífið er eldingu laust
niður í Norður-Karólínu og fjórtán
dauðsföll urðu í Georgíu og yfir 100
slösuðust, flestii; í dreifbýli. Sex
KYSTROKAR GANGA YFiR BANDARIKIN
hinna látnu bjuggu I hjólhýsa-
hverfi, sem lagðist í rúst. Höfðu
starfsmenn Rauða krossins í nógu
að snúast við að aðstoða fólk sem
misst hafði allt sitt í veðurofsanum.
Þá var einnig unnið að því að koma
rafmagni á að nýju en 150 rafmagns-
staurar á 1,6 km línu féllu.
Engin dauðsföll urðu í Suður-
Karólínu en yfirvöld sögðu að sjö
skýstrókar hefðu gengið yfir ríkið.
Að sögn veðurfræðinga mynduðust
þeir er heitt, rakt loft frá Mexíkó-
flóa, lenti á köldum veðraskilum.
Fjöldi skýstróka ollu miklu tjóni
f suöausturhluta Bandarfkjanna
á sunnudag, 37 létust og
hundruö slösuöust
Piedmont, ALABAMA:
18 létust og 90 slösuðust
þegar þéttsetin kirkja
féll saman er ský-
strókur gekk
yfir
NORÐUR
KARÓLÍNA:
jjyeir létust er þeir
uröu fyrir eldingu
Lott sem leitar
I ! niöuráviö
1 m f; Ryk
1 Ml
svæöi
REUTER
GEORGfA:
14 létust er
19 skýstrókar
gengu yfir
dreifbýl svæöi
Hvirlill
Loft hringsnýst
upp á við og sogar
upphlutiaf griöar-
legu afli, t.d. blla
Veöuiiræölngar
sögDu skýslrókana
hala skapasl er heitl
rakl lotl Irá Mexíkóllóa
komab kölfum skllum