Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 51 Þegar svo vígsludagurinn, 6. febr- úar 1988, rann upp veittist mér sá heiður að fá að bera mítrið (biskups- húfuna) til O’Connor kardínála sem hann síðan setti á höfuð hins nýja biskups. Þó að biskupstíð Alfreðs væri stutt, var hún viðburðarík og liggur mikið starf eftir hann. Helsti við- burðurinn var, eins og gefur að skilja heimsókn páfa til Islands I júní 1989. Meðal þess sem hann beitti sér fyrir var þjónusta við nýbúa og ferðamenn í formi reglu- legs messuhalds á ensku og hann tilnefndi einnig sérstakan prest fyr- ir nýbúa. Hann beitti sér fyrir því að stofnuð var íslandsdeild Caritas- hjálparsamtakanna. Hann lagði mikla áherslu á samstarf og sam- vinnu við önnur trúfélög, heiðrun forníslenskra kirkjumanna svo sem heilags Þorláks, Jóns Ögmundsson- ar og Jóns Arasonar. Hann vann að réttarbótum varðandi hjóna- bandsógildingar með því að senda prest í nám í kirkjurétti í Róm. Hann beitti sér fyrir stofnun kaþ- ólska kirkjublaðsins og var alla tíð ötull stuðningsmaður þess. Hann stóð fyrir tölvu- og tæknivæðingu biskupsstofu. Hann lagði alla tíð mikla áherslu á að rækta persónu- leg tengsl við sem flesta, innan kirkju og utan. Hann tók eða lét taka fjölda ljósmynda sem margar hveijar eru merkilegar fyrir þær sakir að sem biskup átti hann greið- an aðgang að stöðum sem ljós- myndarar komast alla jafna ekki á, og má þar t.d nefna matsal páfa. Oft var hann líka eini maðurinn á staðnum sem var með myndavél. Hann sótti marga fundi biskuparáðs Norðurlanda og tók að sér störf í þágu þess, svo sem að leiða píla- grímsferð Norðurlandabúa til Lourdes. Meðal merkra athafna sem hann . leiddi má nefna kaþólsku messuna í Skálholti síðasta sumar, þar sem minnst var áttahundruðustu ártíðar Þorláks helga og vígslu Jósefskirkju í Hafnarfirði síðasta haust. Óg eflaust mætti nefna margt fleira, sem mér hugkvæmist ekki nú. Af framantöldu þekki ég best aðdragandann að stofnun kirkju- blaðsins. Þar vorum við sammála um að auka þyrfti upplýsinga- streymi frá kirkjunni til meðlima hennar í formi frétta um hvaðeina sem fólk kynni að hafa áhuga á í kirkjustarfinu. Ennfremur að blaðið gæti verið vettvangur fyrir skoðan- ir manna á kirkjuiegum málefnum. Hann var sannur öðlingur - góð- menni, sem ávallt var reiðubúinn að gera það sem í hans valdi stóð til að greiða götu þeirra sem til hans leituðu og margra annarra og gera gott úr öllu. Fráfall hans er því mikill missir, bæði fyrir kaþ- ólsku kirkjuna sem og marga ein- staklinga, hérlendis sem erlendis. Megi ljósið eilífa lýsa honum - hann hvíli í friði. Ragnar Brynjólfsson. á undan Áslaugu. Einn kjörson áttu þau, Halldór, sem kvæntur er Ingi- björgu Pétursdóttur. Þau eiga syn- ina Pétur, Karl og Gunnar. Þegar Ingólfur, tengdafaðir Ás- laugar, lét af störfum hjá félaginu Heyrnarhjálp tók Áslaug við starfí hans þar, varð framkvæmdastjóri og vann þar fram yfir áttrætt. Síðustu árin voru þeim hjónum báðum erfið svo hvíldin er kærkom- in. Áslaug var föðursystir mín og einn af föst.u punktunum í tilveru minni og reyndar þau hjón bæði. Þó get ég ekki sagt að samgangur hafi verið mjög mikill. Ég virti Áslaugu og mér þótti vænt um hana. Ef til vill var það vegna þess hve lík hún var föður mínum í útliti og að ýmsu leyti í skapgerð að ég fann til meiri sam- kenndar með henni en ýmsum öðr- um. Eitthvað var það sem gerði að mér þótti gott að tala við hana og ég sakna þess. Ég sakna þeirrar Áslaugar sem var en ég samgleðst þeirri sem þurfti þó ekki að bíða lengur. Vertu sæl Áslaug frænka og þakka þér fyrir samveruna. Sigríður Valdimarsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA PÉTURSDÓTTIR, Lækjartúni v/Vatnsveituveg, Reykjavík, lést 25. mars. Guðrún Lárusdóttir, Arne Jonasson, Pétur E. Lárusson, Þórunn E. Lárusdóttir, Jakob Jakobsson, barnabörn og langömmubörn. t Systir mín, VIKTORÍA KRISTJÁNSDÓTTIR KENNETT fædd i Reykjavík 27. júlí 1916, lést í Englandi 20. mars. Jarðarförin hefur farið fram. Sigurður Kristjánsson. t Móðir mín, AMANDA INGIBJÖRG BALDVINSDÓTTIR, Ránargötu 9A, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 30. mars kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Sólveig Guðmundsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför HARALDAR STEFÁNSSONAR, Austurbergi 36. Sjöfn Helgadóttir, Ragna Jóna Haraldsdóttir, Halla Sjöfn Jónsdóttir. t Sambýliskona mín, móðir og tengdamóðir, SELMA GUNNHILDUR GUÐNADÓTTIR, Vatnsnesvegi 28, Keflavík, er lést á heimili sínu laugardaginn 26. mars, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 2. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þóroddur Vilhjálmsson, Guðni Þór Andrews, Jong Dee Palawong. t Innilegar þakkir fyrir sýndan hlýhug og samúð við fráfall og útför bróður míns, JÓHANNS HANS JÓNSSONAR frá Kambshóli, Þórufelli 14, Reykjavik. Fyrir hönd vandamanna, Sólveig Jónsdóttir. t Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ÞÓRÐARSON varaslökkviliðsstjóri í Haf narfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 30. mars kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Þroskahjálp. Kristín Friðriksdóttir, A. Wilhelm Sigurðsson, Helga Þórunn Sigurðardóttir, Pétur Gunnarsson, Þórður Kr. Sigurðsson, Erna K. Sigurðardóttir, Haukur Leifs Hauksson og barnabörn. t Við þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður, mágs, systursonar og föðurbróður, THORS JÓNS PETERSEN, Njálsgötu 4. Ása og Börge Petersen, Sigrún og Ingolf J. Petersen, Berglind og Orn J. Petersen, Gyða Stadil og bræðrabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, KOLBRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Fagrabæ 5, Reykjavík, verður jarðsungin frá Árbaejarkirkju, miðvikudaginn 30. mars kl. 10.30. Sveinn Gísiason, Sigríður Sveinsdóttir, Gfsli Sveinsson, Kristi'n Theodóra Sveinsdóttir, Brynjólfur Magnús Sveinsson, Þorsteinn Sveinsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför BERGÞÓRU JÓRUNNAR GUÐNADÓTTUR, Álfhólsvegi 82, Kópavogi. Sérstakar þakkir til Félags íslenskra sjúkraþjálfara, starfsfólks Grensásdeild- ar og sjúkraþjálfunar Borgarspítalans, S.E.M.-hópsins og annarra samtaka fatlaðra Sigurður Guðmundsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, Hringbraut 109, / Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. mars kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Árni Stefánsson, Björgvin Árnason, Rakel B. Ragnarsdóttir, Ragnar Björgvinsson, Sigríður Helgadóttir, Guðjón I. Eiríksson, Brynja Helgadóttir, Helga Helgadóttir og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við frá- fall og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HELGA HELGASONAR, Fornastekk 17. Anna Guðmundsdóttir, Maria Helgadóttir, Friðrik G. Gunnarsson, Inga Lára Helgadóttir, Ólafur H. Jónsson, Björk Helgadóttir, Sigurður Hauksson, Helgi Helgason, Guðmundur R. Helgason og barnabörn. t Hugheilar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginkonu minnar, systur, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU HREFNU INGÓLFSDÓTTUR, Holtagötu 5. Fyrir hönd allra aðstandenda, Pálmi Jónasson. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. BSS. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.