Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 Sífellt þrengt að sjúkraliðum þeim niðurstöðum sem komist verður að. Trúnaðarmenn Sjúkraliðafélags Islands á Borgarspítalanum hafa nú ritað stjórnárformanni Sjúkra- eftir Sif Knudsen Fyrir liggur nú frumvarp til laga um sjúrkaliða sem væntanlega verður lagt fyrir Alþingi innan tíð- ar. Aðdragandi að því hefpr verið bæði langur og strangur og fæðing frumvarpsins hefur tekið tvö ár. Nefnd sem heilbrigðisráðherra skipaði til þess að semja frumvarp- ið klofnaði því miður. Nefndin varð sammála um allar greinar frumvarpsins nema 5. grein þess. í meirihluta nefndarinnar eru Ingi- mar Sigurðsson skrifstofustjóri sem er formaður, Matthías Hall- dórsson aðstoðarlandlæknir, Kristín Á. Guðmundsdóttir for- maður Sjúkraliðafélags íslands og Gunnar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjúkraliðafélags ís- lands. Fimmta greinin sem nefndin klofnaði um er svohljóðandi: „Sjúkraliði starfar á lækningasviði samkvæmt fyrirmælum og undir handleiðslu og ábyrgð læknis eða sérfærðings, að svo miklu leyti sem slík störf eru ekki falin öðrum með lögum eða reglugerðum." Minnihlutinn, þær Vilborg Ingólfs- dóttir fyrrv. formaður Hjúkrunar- félags Islands, Ásta Möller fyrrv. formaður félags háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga og núver- andi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, mótmælti þessu og lagði til að fimmta grein- in yrði þrengd frá því sem hún er í dag, en hún hljóðar svo: „Sjúkra- liði starfar á hjúkrunarsviði og vinnur undir stjóm þess hjúkrun- arfræðings sem fer með stjóm við- komandi stofnunar, deildar eða hjúkrunareiningar og ber ábyrgð á störfum sínum gagnvart honum. Þar sem hjúkrunarfræðingur hef- ur ekki fengist til starfa að undan- genginni auglýsingu getur sjúkral- iði borið ábyrgð á störfum sínum gagnvart þeim sérfræðingi sem hlotið hefur viðurkenningu heil- brigðisráðuneytisins. Þó skal slík skipan ekki standa lengur en eitt ár í senn og er þá skylt að aug- lýsa á ný eftir hjúkrunarfræðingi." Minnihlutinn vildi að seinni hluti greinarinnar yrði felldur niður frá þar sem stendur „þar sem hjúkr- unarfræðingur..." o.s.frv. Fulltrúar hjúkrunarfræðinga vilja óbreytta stöðu Þær Ásta og Vilborg skiluðu séráliti með frumvarpinu þar sem fram kemur að þær telja ekki þörf á því að sjúkraliðar víkki út verk- svið sitt og fái þar með að vinna undir stjórn og á ábyrgð annarra heilbrigðisstétta en hjúkmnar- fræðinga. Hvers vegna fæ ég ekki skilið. Því ættum við sjúkraliðar ekki að geta unnið með læknum, sjúkraþjálfurum, þroskaþjálfunm, röntgentæknum og fleiri heilbrigð- isstéttum? Ég býst við að það komi fleirum en mér æði spánskt fyrir sjónir að nú í lok 20. aldarinnar skuli vera til stétt á íslandi sem gerir skýlausa kröfu til þess að ríkja yfir annarri stétt og vera einráð um hvað hún má gera og ekki gera. En við hvað eru hjúkrunarfræð- ingar hræddir? Þegar þeir eru spurðir beint út eru svör gjarnan á þann veg að þeir treysti ekki t.d. læknum til að vinna með okk- ur sjúkraliðum þar sem læknar hafi ekkert vit á hjúkrun!!! En M A X I Handhægar • sterkar • fjölbreyttar Raðskúffur sem varðveita smáhlutina 0DEX1ON SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI31- SÍMI62 72 22 mergurinn málsins er einmitt sá að sjúkraliðar vilja fá að vinna á fleiri sviðum en hjúkrunarsviðinu einu og vilja ekki lengur sæta því að vera lögbundnir af því að vinna aðeins undir yfirstjóm einnar heil- brigðisstétttar — hjúkrunarfræð- inga. Sjúkraliðar vilja að starf þeirra geti þróast í takt við breytt- ar forsendur og viðhorf í heilbrigð- ismálum. Þeir vilja fá svigrúm til að 'þróa nám sitt og námsmögu- leika til að geta mætt nýjum kröf- um. Á vegum Sjúkraliðafélagsins er einmitt nú þegar starfandi nefnd sem vinnur að menntunar- málum sjúkraliða. Nú þegar starfa sjúkraliðar víða í heilbrigðiskerfinu á öðrum svið- um en hjúkrunarsviði, en í þeim tilfellum að enginn hjúkrunar- fræðingur er á staðnum til að uppfylla lagakröfuna um yfirstjórn yfir verkum sjúkraliðanna, verður að kalla störfin einhveijum öðrum nöfnum en sjúkraliðastörf, t.d. aðstoðarstörf eða eitthvað í þeim dúr, bara af því að yfirmaður er læknir, tannlæknir, eða þroska- þjálfi. Getur þetta kaliast eðlilegt? Sjúkraliðum ýtt út? Það er sífellt verið að þrengja að sjúkraliðum. Bæði eru stöður sjúkraliða víða um landið mannað- ar ófaglærðu fólki en auk þess hefur stöðugildum sjúkraliða á stórum sjúkrahúsum í landinu ver- ið að fækka töluvert að undan- fömu. Sem dæmi má nefna Borg- arspítalann, en þar fækkaði stöðu- gildum sjúkraliða á árunum 1989- 1992 um 13. Á sama tíma fjölg- aði stöðugildum hjúkrunarfræð- inga um 45,6. VERSLUN, PÖNTUNARÞJÓNUSTA OG MYNDBANDAVINNSLA Kvikmyndir: Lawnmower man Dir. cut, Abyss Dir. cut, Aliens Dir cut, Under Siege, Unforgiven, Spartacus Dir. Cut, Akira Sp. Ed. Bambi, Beauty and the Beast o. fl. Tónlis tarmy nd bönd: Alice in Chains: Live, Brian May: Live, Skid Row: Roadkill, Brian Adams: So Far So Good, Pantera: Vulgar video o. fl. Laserdiskar: Last Action Hero (PAL-CLV), Beauty and the Beast (NTSC-CAV), Chaplin (PAL-CLV), laws (NTSC-CLV), Dances With Wolfes (PAL-CLV), Dr. Strangelove (NTSC-CAV) o. fl. Fræðsluefni: World at War, Patton, Rommel, Waffen SS, Tank, Stalingrad, Search For Titanic/Bismark, Stephen King's world of horror, From Star Wars to Jedi o. fl. WIDESCREEN SURROUND 2001, HVERFISGÖTU 61B (Frakkastígsmegin), SIMI 612220 Sif Knudsen „Það er nú einu sinni stofnana Reykjavíkurborgar, Árna Sigfússyni, bréf þar sem óskað er eftir hlutlausu mati á mönnunar- þætti þessarar sjúklingaflokkunar sem tekin hefur verið upp á Borg- arspítalanum. Menntun sjúkraliða hefur þró- ast jafnt og þétt frá upphafi, allt frá því þegar nám þeirra fór ein- vörðungu fram inni á sjúkrahúsun- um. Nú er þetta orðið þriggja ára nám í framhaldsskóla. Sömuleiðis hefur menntun hjúkrunarfræðinga þróast frá því að vera nám í Hjúkrunarskóla íslands til þess að vera nú háskólanám og það orðin vísindi og að hjúkra sjúku fólki. Hjúkrunarkonan varð hjúkrunar- fræðingur. Sjúkraliðar eiga nú í dag mögu- leika á að bæta við menntun sína með því að sækja heillar annar námskeið á ýmsum greinum sem nýtast á sérsviðum, svo sem í barnahjúkrun, geðhjúkrun og í heilsugæslu. þannig að þótt hjúkrun- arfræðingar leggi sig fram við að halda sjúkraliðum inni í þröngum afmörkuðum bás þá munu þeir ekki verða lokaðir inni held- ur leita fram til nýrra farvega í takt við al- menna þróun í heil- brigðisgeiranum. “ Blindgatan opnuð Hlutleysi í þágu eins aðila Munur á launum hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða er veruleg- ur og á Borgarspítalanum eru laun þeirra fyrrnefndu um 50% hærri. Það hlýtur því að teljast nokkuð einkennileg framkvæmd yfirlýstr- ar aðhalds- og sparnaðarstefnu í rekstri spítalans að fækka sjúkra- liðum en fjölga hjúkrunarfræðing- um margfalt í þeirra stað. Hjúkrunarstjórnir sjúkrahús- anna hafa það hins vegar alger- lega í sínum höndum og eru ein- ráðar um hvernig stöðugildi á hjúkrunarsviði skiptast milli hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða og það vill svo til að hjúkrunarstjómimar em einungis skipaðar hjúkrunar- fræðingum. Lítum nú aðeins nánar á þessa könnun. Hverjir undirbjuggu könnunina? Hjúkrunarfræðingar. Hveijir framkvæmdu könnunina? Hjúkrunarfræðingar. Hveijir unnu úr könnuninni? Hjúkrunarfræð- ingar. Hveijir nota könnunina núna? Hjúkmnarfræðingar. Er hægt að kalla þessa framgöngu alla hlutlausa? Nei. En það er ekki allt upptalið enn: Nú hefur verið tekin upp svo- kölluð sjúklingaflokkun, en með henni á að mæla mönnunarþörf hverrar spítaladeildar frá degi til dags. Hver skyldi nú framkvæma þetta verk? Hjúkmnarfræðingar auðvitað og fá sjúkraliðar hvergi nærri að koma en skulu samt lúta Það er nú einu sinni þannig að þótt hjúkmnarfræðingar leggi sig fram við að halda sjúkraliðum inni í þröngum afmörkuðum bás þá munu þeir ekki verða lokaðir inni heldur leita fram til nýrra farvega í takt við almenna þróun í heil- brigðisgeiranum. Ég vil því hvetja alþingismenn til að samþykkja lagafrumvarpið um sjúkraliða eins og það kemur frá meirihluta nefndarinnar. Þrátt fyrir þennan ágreining milli sjúkraliða og hjúkrunar- stjórnenda þá ríkir almennt góður andi milli almennra hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða sem starfa hlið við hlið á sjúkrahúsum lands- ins. Sjúkraliðar hvorki geta né vilja leggja undir sig störf hjúkrunar- fræðinga. Sjúkraliðar vilja fyrst og fremst halda áfram að vinna þau störf sem þeir hafa gegnt hingað til. En aðstæður hafa breyst á þeim 28 ámm sem liðin eru síðan sjúkraliðastéttin varð til og sjúkraliðar vilja eiga kost á að víkka sjóndeildarhringinn og bæta við menntun sína eins og aðrar heilbrigðisstéttir og fá að njóta hennar í bættri starfsaðstöðu og aukinni íjölbreytni. Höfundur situr í stíórn SjúkraJiðafélags Islands. Þegar stjórn og trúnaðar- mannaráð Sjúkraliðafélags ís- lands hafa spurst fyrir um hvemig á þessari þróun standi er ætíð vís- að til svokallaðrar IKO-könnunar, eða tíðnimælinga sem gerð var meðal annars á Borgarspítalanum árið 1985, en í þessari könnun átti að mæla óvirknitíma starfs- fólks spítlans. Útkoman var sjúkraliðum vægt sagt mjög í óhag og niðurstöður sögðu að óvirkir tímar sjúkraliða væru 29,1%. Óvirkir tímar hjúkrunarfræðinga voru hins vegar sagðir ekki nema 14,3%. Eðlilegt telst að óvirkur tími sé um 18%. Helgi Hálfdanarson Tamið frelsi í Morgunblaðinu 26.3. birtist grein eftir blaðamann, þar sem sagt er frá flutningi Leikfélags Reykjavíkur á þremur grískum harmleikjum. Fyrirsögnin er HIÐ TAMDA FRELSI. Þar stendur m.a. feitletrað í upphafi: „Að til- einka sér braginn gersamlega og gleyma honum svo, það er kúnst- in. ... efnið ætti að taka á hon- um hæfílegt mark og án þess að brjóta hann niður ætti leikarinn að njóta sín. Hið tamda frelsi... er undirstaða allrar listar.“ Mér þykir augljóst, að þessi ummæli ásamt sjálfri fyrirsögn greinarinnar hafí blaðamaður tekið upp úr greinarkomi, sem undirritaður hripaði hér um árið og birti í riti íslenskrar málnefnd- ar, Málfregnum (3.2.1989), und- ir fyrirsögninni Lítið eitt um flutning bundins máls á leikritum Shakespeares. Ekki hef ég neitt við það að athuga, að það sem hér um ræð- ir er sótt I prentaða grein; og engin ástæða finnst mér til að geta þess, né hvar hana er að finna. En eins og til hagar, hefði ég fremur kosið, að betur væri til skila haldið því sem þarna er mergurinn málsins. En þar segir „Ef til vill er það ráðlegast um allan flutning á stakhendu að byrja á því að fara með hana svo nærri bragnum sem komizt verð- ur, lesa hana jamba fyrir jamba og línu fyrir línu án alls tillits til gerðar og merkingar orðanna, en láta síðan smám saman á það reyna hvað bragformið þolir mik- ið undanlát fyrir eðlilegum flutn- ingi setninganna. Þá er von til þess að flytjandinn geti fyrr en varir leyft sér að gleyma bragn- um án þess að ganga af honum dauðum. Og þá hefur hann öðl- azt það tamda frelsi sem er for- senda listrænnar túlkunar.“ Það hugtak, sem hér er kallað „tamið frelsi", hef ég ekki ann- ars staðar séð eða heyrt nefnt svo. Og víst mætti sem bezt bæta því við, að það sé forsenda „allrar listar“, því að í raun og veru er tamið frelsi forsenda allr- ar mennmgar. Þessari athugasemd beini ég í allri vinsemd til blaðamannsins, sem ég vona að misvirði ekki við mig slettirekuskap um hégóm- lega smámuni. i ( i \í i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.