Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 Vinnsla mjólkur er nauð- synleg og ekki hættuleg eftir Ingu Þórsdóttur og Hildi Atladóttur Undanfarið hefur töluvert borið á þeim misskilningi að gerilsneyðing og fitusprenging kúamjólkur hafi slæm áhrif á næringar- og hollustu- gildi hennar og að hér séu jafnvel á ferðinni vinnsluferli sem beinlínis geri mjólkina hættulega. Þessi mis- skilningur hefur öðru hveiju komið fram í blaðagreinum en það er erf- itt að meta hversu alvarleg áhrif skrifín hafa á hinn almenna neyt- anda. Ef til vill eru áhrifin lítil þar sem flestir íslendingar hafa ungir lært töluvert um hollustugildi mjólk- urvara, til dæmis sem kalk- og B- vítamíngjafa, og um tilgang vinnsl- unnar, til dæmis gerilsneyðingar- innar. Það verður hins vegar tví- mælalaust að teljast alvarlegt ef misskilningur á borð við þennan veldur því að sjúkdómar fái_ ekki rétta greiningu og meðferð. Ýmsir utan venjulega heilbrigðiskerfisins sem fólk leitar lækninga hjá hafa ráðlagt foreldrum að hætta að gefa börnum gerilsneydda og fitu- sprengda mjóik þar sem hún valdi margvíslegum kvillum eins og of- næmi, óþoli eða jafnvel eyrnabólgu. Þetta er ekki á rökum reist og veld- ur því einu að mataræði barnsins verður fábreytilegra og snauðara af næringarefnum. Hvers vegna er mjólk gerilsneydd og fitusprengd? í heilbrigðum kúm er mjólk gerla- snauð. Mjólkin mengast. við mjaltir hversu hreinlega sem unnið er, af umhverfinu, af kúnni, með ryki, lofti, geymsluílátum og í flutning- um. Tala má um tvenns konar örver- ur eða gerla í mjólkinni, rotnunar- gerla og sjúkdómsvaldandi gerla eða sýkla. Rotnunargerlamir geta skemmt nýja ógerilsneyddda mjólk mjög hratt, en dæmi um slíkar skemmdir eru súrnun, þránun og útfelling próteina. Dæmi um sjúk- dóma sem sýklar í ógerilsneyddri mjólk geta valdið em heiftarlegir magaverkir, niðurgangur og upp- köst. Við gerilsneyðingu er mjólkin meðhöndluð með háum hita í stuttan tíma. Þetta er gert þar sem örver- umar sem við viljum losna við þola ekki háan hita og drepast þar af leiðandi og næringarefnin sem við viljum halda í þola illa hitun í lang- an tíma. Gerilsneyðing eyðir því sýklum og rotnunargerlum eins og reyndar felst í orðinu sjálfu á meðan næringarefnin haldast óskert. Mjólkin er viðkvæm vara og ekki verður séð fyrir endann á öllum þeim vandamálum sem upp kæmu við geymslu og flutning á ógeril- sneyddri mjólk til neytenda. Einu tilvikin þar sem hægt er að neyta ómeðhöndlaðrar mjólkur er þegar hún kemur beint úr kúnni á borðið eins og tíðkast til sveita. Þá eru lík- ur á örveruvexti ekki miklar þar sem flutningar og geymsla er í lágmarki. Fitusprenging er í raun fítujöfnun og hefur ekki áhrif á fitumagn eða samsetningu fitunnar eins og magn mettaðrar og ómettaðrar fítu. Mjólk sem ekki hefur verið fítusprengd skilst sem þýðir að fítan safnast efst og myndar rjómalag eða eins konar tappa en undir er hálfgerð undanrenna. Fitusprenging minnk- ar fitukúlur og er fýrst og fremst áferðar- og útlitsatriði sem kemur í veg fyrir að mismunandi lög mynd- ist í pakkningunni. Gerilsneyðing minnkar ekki næringar- og hollustugildi mjólkur Gerilsneyðing fer fram í stuttan tíma í þeim tilgangi að halda nær- ingarefnum óskertum. Næringar- efni eru þau því sömu og í sama magni í gerilsneyddri mjólk og í nýrri ógerilsneyddri mjólk. Því hefur verið haldið fram að gerilsneyðing drepi mjólk en hún sé að öðrum kosti lifandi. Það virðist svolítið mismunandi hvað átt er við með hugtökunum lifandi og dauð mjólk. En eitt af því sem nefnt hef- ur verið í þessu sambandi og talið ókostur við gerilsneyðingu er eyði- legging eða óvirkni ensíms sem hjálpar til við meltingu eða niður- brot mjólkurinnar. En þegar við Inga Þórsdóttir Hildur Atladóttir „Gerilsneyðing og fitusprenging mjólkur rýrir ekki hollustugildi hennar nema síður sé.“ mannfólkið neytum kúamjólkur, gerilsneyddrar eða ógerilsneyddrar, brjótum við þetta ensím niður sem hvert annað prótein og þá skiptir engu máli hvort það er virkt eða óvirkt. Ensímið er kálfum nauðsyn- legt til þess að þeir geti brotið niður mjólkina en fyrir okkur mannfólkið hefur þetta nákvæmlega enga þýð- ingu. Við getum melt mjólkina bæði með og án umrædds ensíms. í stuttu máli má segja að geril- sneyðingin hafi eingöngu jákvæð áhrif á næringar- og hollustugildi mjólkur fyrir okkur mannfólkið þar sem hún kemur í veg fyrir að óSeski- legar örverur nái sér á strik. En fitusprenging? Kenning sem sett var fram á sjötta áratugnum fjallaði um það að styrkur ákveðins efnis (xanthine oxidasi), sem hækkar í mjólk við fitusprengingu, tengdist skemmd- um á æðum og hjarta- og æðasjúk- dómum. í kringum 1970 var litið svo á að þessi kenning væri afsönn- uð, meðal annars af upphafsmann- inum. Mannslíkaminn framleiðir sjálfur margfalt meira af umræddu efni en fyrirfinnst í fítusprengdri mjólk og það ruglaði fyrstu mæling- arnar sem gerðar voru til að athuga sannleiksgildi kenningarinnar. Þrátt fyrir að hún teljist nú löngu afsönn- uð skýtur hún öðru hvoru upp kollin- um í umræðunni um mjólk og holl- ustu. í feitum mjólkurvörum er hins vegar mettuð fita en mikil neysla hennar getur stuðlað að of háu kó- lesteróli í blóði sem er einn helsti áhættuþáttur æðakölkunar eða hjarta- og æðasjúkdóma. Það er fyrst og fremst þess vegna sem fullorðnum er ráðlagt að nota fitu- skertar mjólkurvörur. En fitu- sprenging mjólkurinnar hefur ekk- ert að segja varðandi magn mettuðu fítunnar. Ofnæmi, óþol eða eyrnabólga tengjist ekki vinnslu mjólkur Mjólkurofnæmi er ofnæmi fyrir Húsnæðismál láglaunafólks eftir Sigurð T. Sigurðsson Mikill húsnæðisskortur hefur ver- ið áratugum saman hér á höfuðborg- arsvæðinu og þrátt fyrir margítrek- uð loforð stjórnvalda um úrbætur hafa efndirnar einungis orðið þær að húsnæðisvandræði tekjulægstu þjóðfélagshópanna aukast ár frá ári. Öll loforð um úrbætur hafa stjórn- völd svikið og allar fullyrðingar þeirra um að þeim hafí tekist að bægja þessum vágesti frá dyrum láglaunafólks eru rakalaus ósann- indi. Ófagleg vinnubrögð Það er heldur ekki til að bæta ástandið að mikið þekkingarleysi ríkir hjá yfírmönnum Húsnæðis- stofnunar ríkisins á húsnæðismálum lágtekjufólks. Þeir virðast alls ekki hafa kynnt sér hvar húsnæðisþörfin er mest. Sú ákvörðun stofnunarinnar t.d. að úthluta Hafnfirðingum ein- ungis 25 félagslegum íbúðum á árinu 1993 segir meira en margt annað um ófagleg vinnubrögð í fjárveiting- um til félagslegra ibúða. Þetta er gert þrátt fyrir að yfír 300 fjölskyld- ur og einstaklingar í Hafnarfírði séu á hrakhólum með húsnæði. Réttindalaust láglaunafólk Þegar rætt er um úrbætur í hús- næðismálum lágtekjufólks, skulum við ekki gleyma þeim sem vinna á svo lágum kauptöxtum að þeir eiga hvorki rétt í almenna húsnæðislána- kerfinu né því félagslega. Það er kallað á stofnanamáli að hafa ekki nógu gott greiðslumat, en í atvinnu- leysinu undanfarna mánuði og ár hefur því fólki sem þannig er ástatt hjá fjölgað um þúsundir. Þetta fólk neyðist til að vera á hinum svokallaða ftjálsa leigumark- aði og greiða þar leigu sem er langt fyrir ofan fjárhagslega getu þess. Leiti það til yfírvalda húsnæðismála er því oftast vísað til félagsmála- stofnana sveitarfélaga, sem í alltof mörgum tilfellum hafa engin önnur úrræði en að setja fólk á langa bið- lista eftir húsnæði. Það er ekkert gæfulegt að lenda í þannig aðstöðu því þar ræður stofnunin öllu og lengd biðtíma eftir íbúð ræðst þá oft eftir persónulegum kunningsskap og póli- tískum skoðunum umsækjanda. Niðurgreitt húsnæði Það er löngu kominn tími til að stjórnvöld taki raunhæft á öllum þáttum húsnæðismálanna og hætti skömmtunarstefnu sinni á húsnæði til lágtekjufólks og komi til móts við eðlilegar kröfur um félagslegar íbúð- ir á kjörum sem það ræður við. Það er í hæsta máta óeðlilegt að ætla fólki, sem er með 40-50 þúsund krónur í mánaðarlaun að greiða húsaleigu fyrir sömu upphæð, eins og algengt er í dag. „Annaðhvort að hækka lægstu laun um a.m.k. 50% án allra annarra verðhækkana eða gefa láglaunafólki kost á niðurgreiddu húsnæði, sem það getur verið öruggt með að vera ekki hrakið úr.“ Þennan vanda verða yfirvöld og aðilar vinnumarkaðarins að leysa og til þess eru tvær leiðir. Annaðhvort að hækka lægstu laun um a.m.k. 50% án allra annarra verðhækkana eða gefa láglaunafólki kost á niður- greiddu húsnæði, sem það getur verið öruggt með að vera ekki hrak- ið úr. Hengingarfrestur Þeir sem nú búa við atvinnuleysi og minnkandi heimilistekjur sjá fram á að geta hvorki staðið í skilum með afborganir af húsnæðislánum né öðrum skuldbindingum. Frestun gjalddaga eða nýjar lántökur við slíkar aðstæður eru í flestum tilfell- um éngin lausn heldur hengingar- frestur. Okurvextir og sjálfvirkar hækk- anir á húsnæðisskuldum kalla nú daglega gjaldþrot yfir alþýðuheimil- in í landinu. Hækkun vaxta um 140% Sigurður T. Sigurðsson í félagslega húsnæðiskerfinu var ekki til að auðvelda fátæku fólki róðurinn. Niðurfelling skulda Fólk sem áður gat með löngum vinnutíma haft tekjur til að standa skil á afborgunum af íbúð á nú ekki lengur fyrir brýnustu nauðsynjum. Það dregur nú margt hvert fram líf- ið á skertum atvinnuleysisbótum og safnar skuldum. próteinum í kúamjólk. Það er helst meðal barna og vex sem betur fer oftast af þeim. Norrænar tíðnitölur segja að kúamjólkurofnæmi fyrir- fínnist hjá 2-3 prósentum nýfæddra bama. Við þriggja ára atdur hafa flest böm með kúamjólkurofnæmi læknast, 9 af hveijum 10. Samsvar- andi norrænar tölur fyrir fullorðna benda til þess að tíðni kúamjólkur- ofnæmis sé innan við 0,1 prósent. Þar sem gerilsneyðing og fitu- sprenging hafa ekki áhrif á næring- arefni mjólkur, þar með talin pró- teinin í mjólkinni, hefur vinnsla mjólkurinnar ekkert að segja hvað varðar mjólkurofnæmi. Próteinin í unninni og óunninni mjólk eru hin sömu. Mjólkuróþol er óþol fyrir mjólkur- sykri og stafar af skorti á ensíminu laktasa í smáþörmunum. Laktasi er ekki í mjólkinni sjálfri, hvorki unn- inni né óunninni, heldur í heilbrigð- um smáþörmum mannsins. Skoitur á laktasa er yfirleitt tímabundinn og óþolið þá svokallað annars stigs óþol með niðurgangi. Ástæða er til að neyta ekki mjólkur svolítinn tíma eftir niðurgangspest sem ekki lækn- ast fljótlega, meðan virkni laktasa í smáþörmunum er að byggjast upp. Fyrsta stigs mjólkursykuróþols staf- ar hins vegar af erfðafræðilegum skorti á laktasa á fullorðinsárum og er vel þekkt meðal sumra kyn- stofna Asíu og Afríku. Eins og fyrr segir hefur gerilsneyðing og fitu- sprenging engin áhrif á næringar- innihald mjólkur og því verður eng- in breyting á mjólkursykri við vinnsluna. Einstaklingur með mjólk- uróþol þolir því hvorki óunna né unna mjólk. Eyrnabólga er sýking, ekki óþol eða ofnæmi, hvorki fyrir mjólk né öðrum matvælum. Þess vegna er ekkert samband milli tíðni eyrna- bólgu og vinnslu mjólkur. Það má þó nefna að liggi ungbarn og drekki úr pela er ákveðin hætta á að mjólk geti lekið í hlustina og á þann hátt átt þátt í að valda eyrnabólgu. Vinnsla mjólkur hefur vitanlega engin áhrif á þetta. Af ofangreindu má vera ljóst að gerilsneyðing og fitusprenging mjólkur rýrir ekki hollustugildi hennar nema síður sé og ástæða er til þess að vara við staðhæfingum um að ýmsir kvillar og þá sérstak- lega meðal barna stafí af þessari vinnslu á mjólkinni. Inga er dósent í næringarfræði og forstöðumaður Næringarstofu Landspítala. Hildur ernemi í matvælafræði og matartæknifræðingur. Til að koma heimilum út úr þess- um vítahring þarf meira en frestun afborgana af húsnæðislánum, eins og félagsmálaráðherra er að tala um, það verður að ganga lengra og fella þær niður ásamt vöxtum þann tíma sem tekjuskerðingin varir. Verði það ekki gert munu skuldir og gjaldþrot setja svip sinn á fram- tíð flestra þeirra sem nú eru atvinnu- lausir og hafa fyrir heimili að sjá. Allar tekjurnar í liúsaleigu Það gildir einu hvort um félags- lega húsnæðiskerfíð er að ræða eða hinn svokallaða frjálsa fasteigna- markað, almennt launafólk ræður ekki við þá miskunnarlausu greiðslu- pólitík sem þar ríkir. Alþingi íslendinga gerir ekki ráð fyrir að þeir sem vinna á lægstu kauptöxtunum geti búið í mannsæm- andi húsnæði og greiði fyrir það eðlilegan hluta tekna sinna. Því mið- ur virðist löggjafinn ætlast til að verkafólk búi í misjafnlega heppileg- um leiguíbúðum og greiði fyrir það stærstan hluta tekna sinna. Alþingismenn! Þið hafið eytt dýr- mætum tíma þingsins í ræðuhöld um bágborin laun ykkar sjálfra. Þið viljið hækka þau, þó svo að þingfar- arkaup sé fjórfalt hærra en venjuleg- ir kauptaxtar verkafólks. Nær væri ykkur að eyða tímanum í að sam- þykkja tillögur um lífskjarajöfnun og hvernig minnka skuli launamun- inn í landinu. Með því mynduð þið stuðla að bættum hag þeirra sem lægstu launin hafa og um leið efna ykkar eigin kosningaloforð. Höfundur er formaður Vcrka- mannafélagsins Hlífar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.