Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 29 Morgunblaðið/Þorkell Fundað um unglinga og fjölmiðla SAMSTARFSHOPUR Foreldrasamtakanna um velferð barna og unglinga hittist s.l. fimmtudagr til að ræða það sem betur mætti fara í umfjöllun fjölmiðla um málefni barna og unglina. Finnst þeim vera of mikil áhersla lögð á ungiinga sem neytendur, umfjöllunin ætti heldur að snúast um unglinga sem venjulegar manneskjur og hugsandi fólk. I stað þess að ýta undir neyslu unglinga væri til dæmis nær að líta á inn í hvaða framtíð unglingar stefndu, til dæmis varðandi starfsval og framtíðarhorfur. Frá vinstri sitja Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi, Vilborg Ingólfsdóttir, sem starfar hjá landlæknisembættinu, Irma Sjöfn Oskarsdóttir, prestur, Eiríkur Ingólfsson, formaður Foreldrasamtakanna og Ólafur Ólafsson, land- læknir. Alþingi samþykkir breytingar á lögum um kaupleiguíbúðir Lánstími lengdur Vinstri listinn í Vestmannaeyjum Þrír flokkar sameinast ÞRÍR flokkar, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur £ Vestmannaeyj- um, munu bjóða fram sameigin- legan lista fyrir bæjarsljórnar- kosningarnar í vor. Ber hann heitið Vestmannaeyjalistinn og verður listabókstafurinn V. í 1. sæti listans er Guðmundur Þ.B. Ólafsson tómstunda- og íþróttafulltrúi, 2. sæti Ragnar Óskarsson kennari, 3. sæti Svan- hildur Guðlaugsdóttir ræstinga- stjóri, 4. sæti Guðný Bjarnadóttir ljósmóðir, 5. sæti Guðmunda Steingrímsdóttir forstöðumaður, 6. sæti Skæringur Georgsson framkvæmdastjóri, 7. sæti Lárus Gunnólfsson stýrimaður, 8. sæti Hörður Þórðarson leigubifreiða- stjóri, 9. sæti Stefán Jónasson verkstjóri, 10. sæti Guðrún Erl- ingsdóttir formaður Verslunar- mannafélags Vestmannaeyja, 11. sæti Katrín Freysdóttir leiðbein- andi, 12. sæti Þuríður Bernódus- dóttir fiskverkandi, 13. sæti Vil- hjálmur Vilhjálmsson vaktmaður og 14. sæti Róbert Marshall nemi. Handsmíðaðir íslenskir skartgripir VZterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamióill! ALÞINGI hefur samþykkt lög um að eigendum kaupleiguíbúða verði heimilt að skuldbreyta svonefndu 20% láni, sem nú er til 5 ára, þannig að lánstíminn verði lengdur í 25 ár. Þá hefur verið rýmkuð heimild til að veita lánþegum greiðslufrest, verði þeir fyr- ir verulegri tekjuskerðingu, en 280 umsóknir um slíkt höfðu borist Húsnæðisstofnun í janúarlok. Tvennskonar lán eru veitt eru til kaupa á almennum kaupleiguíbúðum tvennskonar. Annars vegar eru 20% lán sem áður voru veitt til fimm ára og 70% lán sem veitt eru til 43 ára. Nú hefur Alþingi breytt þessum regl- um þannig, að kaupanda er heimilt að fá 20% lán til 25 ára og þeir sem hafa fengið slík lán til 5 ára geta lengt þau í allt að 25 ára. Sú heim- ild verður tímabundin út þetta ár. 110 almennar kaupleiguíbúðir hafa verið seldar og 5 ára lán á þeim gjaldfelld. Samkvæmt útreikn- ingum Húsnæðisstofnunar lækkar árleg greiðslubyrði af 1 milljónar króna láni til 5 ára með 4,9% vöxt- um, úr rúmlega 230 þúsund krónum í rúmlega 70 þúsund krónur á ári þegar lánið hefur verið lengt í 25 ár. Skuldbreyting Lögum um Húsnæðisstofnun hef- ur einnig verið breytt til að koma á mots við þann hóp sem sótt hefur um skuldbreytingu og fyrirgreiðslu vegna verulegrar tekjuskerðingar vegna atvinnuleysis eða veikinda. Reglugerð sem gefin var út á síð- asta ári hefur ekki dugað til að leysa vanda þeirra sem verst eru staddir. 280 umsóknir bárust Húsnæðis- stjórn um skuldbreytingu á þessum forsendum frá 1. október 1993 til Aðspurður hvers vegna fyrirtæk- ið lækkaði ekki verð bílanna í stað- inn fyrir að bjóða kaupbæti sagði Júlíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Ingvars Helgasonar og Bílheima, að fyrirtækið teldi að þetta tilboð væri hagstæðara fyrir viðskiptavinina. „Með þessu móti getum við komist að ákveðnu sam- komulagi varðandi farseðlaverð sem hver og einn getur ekki kom- ist að, þannig að kúnninn og við erum báðir að græða,“ sagði hann. Júlíus sagði að fyrirtækið hefði ákveðið að reyna þessa aðferð fyrst og fremst vegna þess hve óvenjuleg hún væri og sagði að viðbrögð hefðu strax verið mikil og góð. Aðspurður um hvort kannað hefði verið hvort kaupbætir af þessu tagi samrýmdist samkeppn- islögum sagðist Júlíus Vífdl telja að svo væri. „Samkvæmt ákvæðum samkeppnislaga verðum við að gera kúnnanum grein fyrir því hvað það er sem þetta jafngildir fyrir okkur og það kemur í ljós þegar hann kemur til okkar og við segjum hon- um hvað hann fær mikinn afslátt af bílnum og þar með erum við búnir að sýna fram á það hvað það er sem býr að baki þessu tilboði. janúarloka 1994. Af þeim hafa 118 umsóknir verið afgreiddar, 56 voru samþykktar en 62 var synjað. Nú geta þeir fengið greiðslufrest sem hafa orðið fyrir verulegri tekju- skerðingu vegna atvinnuleysis, minnkandi atvinnu, veikinda eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna. Með þessu nær heimildin til einstakl- inga sem orðið hafi fyrir tekjuskerð- ingu þótt ekki sé um atvinnumissi eða veikindi að ræða, til dæmis þeirra sem lenda í félagslegum vanda, svo sem hjónaskilnaði. JEPPITILSOLU - sá fallegasti í bænum! Einn með öllu: 4.3 lítra vél, sjálfskiptur, svartur, litað gler, ekinn 48.000 km. Sami eigandi frá upphafi Verð kr. 2.990.000. Skipti á ódýrari bíl koma til greina Uppl. í símum 20620/22013 og á kvöldin í síma 44122. Flugfarseðlar í kaup- bæti með nýjum bíl BÍLHEIMAR heita hverjum þeim sem kaupir eða pantar Opel-bíl af fyrirtækinu fyrir páska tveimur flugfarseðlum frá Flugleiðum til Amsterdam, Kaupmannahafnar eða Hamborgar. Þeir sem ekki taka því boði, geta valið um að fá I staðinn vetrardekk eða útvarp með bílnum eða 40 þúsund króna afslátt. af kaupverðinu. Samkvæmt samkeppnislögunum er það skilyrði fyrir því að hægt sé að bjóða einhvern óvenjulegan hlut að menn viti hvað býr að baki hon- um,“ sagði Júlíus Vífill Ingvarsson. Hann vildi ekki staðfesta að fyrir- tækið greiddi Flugleiðum 20 þús- und krónur fyrir hvern farseðil og aðspurður hvort fyrirtækið greiddi Flugleiðum hærra verð en sem næmi þessum afslætti vildi hann ekki útiloka að svo væri. AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1980-1 .fl. 15.04.94- 15.04.95 kr. 351.662,40 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi-1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1994. SEÐLAB ANKIÍSLANDS Þrekpallur + myndband + kennslubæklingur Þú setur spóluna í tækið og gerir æfingarnar heima í bílskúr þegar þér hentar. 1,2, 3, 4 eða 1 - þú ræður. Frábært fyrir þá, sem þurfa að sækja langt í líkamsrækt. ST5P Rccbok Einnig til án spólu og bæklings fyrir líkamsræktarstöðvar, leikfimihús eða félagsmiðstöðvar. OTUR hf. Mávahlíð 25, sími 619477, fax. 619419. Pantið strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.