Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 Að vera atvinnulaus er ekki bara að vera atvinnulaus eftir Hildigunni Ólafsdóttur Ég skrifa þetta bréf til ykkar félagar atvinnulausir til þess að fá viðbrögð. Ég er líka atvinnulaus. Og mér líkar það illa. Ég hef verið atvinnulaus lengi, þó margir hafi verið lengur. Og ég er orðin svo reið og bitur. Það er alveg ótrúlegt hvað atvinnulausir þurfa að þola Við getum þaggað niður í þeim flestum Sendum í póstkröfu! Gott verð — Gæðaþjónusta ISETNING A STAÐNUM Verslio hjó fagmanninum. Bílavörubú&in Skeifunni 2, Sími 81 29 44 mikla niðurlægingu. Að vera at- vinnulaus er ekki bara að vera at- vinnulaus. Það er svo miklu meira. Það er hreinlega búið að svipta mann frelsinu. Maður er fangi laga, reglna og viðhorfa sem manni datt ekki í hug að maður ætti eftir að upplifa. Maður ræður ekki lengur sínu lífi. Þetta eru stór orð, en þau eiga líka að vera það. Þau vekja kannski einhvetja til umhugsunar. Að missa vinnuna táknar auðvit- að fyrst og fremst að þú hefur misst rekstrartekjurnar sem þín afkoma byggist á. Þú færð greiðsl- ur frá Tryggingastofnun en þær miðast ekki við þær tekjur sem þú hafðir, þó að greiðsla þín til starfs- mannafélagsins og önnur greiðslu- plön hafi miðast við þær. Atvinnu- leysisbætur eru ekki laun, heldur tryggingagreiðslur sem þú átt rétt á að fá af því að þú hefur greitt iðgjöldin! Upphæð bótanna eru að sjálfsögðu til skammar. Það vita allir að enginn lifir af þeim. Þetta á að vera tekjutengt. Það er þá allavega von til að fólk geti staðið við sínar skuldbindingar með því að skera niður eyðslu. Upphæðin í dag dugir ekki einu sinni fyrir nauðsynjum. Að missa vinnuna táknar líka að þú missir tengsl við atvinnulífið, fólkið. Það er áfall að missa vinn- una og mörgum hættir til að loka sig inni þegar það skeður og eiga svo erfitt með að koma sér aftur „út“. Að missa vinnuna táknar að þú verður að skera niður alla eyðslu. Og auðvitað er „óþarfanum" fómað fyrst. Svo sem dagblöðum, sjón- varpi, tómstundum og svo auðvitað barnagæslunni. Öll tilbreyting hverfur úr daglega lífinu og ein- ungis áhyggjumar og skuldimar standa eftir. Fljótlega er komin upp sú staða að maður er ekki orðinn umræðuhæfur um neitt annað en áhyggjurnar þar sem það er ekkert annað í kringum mann. Og þá fer manni að finnast maður leiðinlegur og maður hættir að fara til vina og kunningja svo maður sé nú ekki að ofþreyta þá með þessu væli. Nema maður sé svo „heppinn" að eiga atvinnulausa kunningja. Það aukast alltaf líkumar á því. Að missa vinnuna táknar rýrnun. Þá meina ég að sú starfsreynsla sem þú hefur aflað þér rýrnar. Þú ferð að efast um að þú sért lengur hæfur til þeirra starfa sem þú kunnir svo vel. sig á bæinn hét þetta nú í gamla daga og þótti ekki gott. Hvernig væri að breyta þessu? Sleppa þessu sumarfríi. Hafa það frekar þannig að þú fáir bætur allt árið, en fáir frí frá mætingu í 1 mánuð, eins og aðrir? Nú, og hver er réttur þinn, fyrir utan það að fá þessar trygginga- greiðslur sem þú hefur keypt þér rétt til að fá? Hann er enginn. Það eina sem fylgir þessum peningum eru kvaðir. Fullt af reglum sem þú mátt ekki btjóta. Þú verður að mæta til skráningar einu sinni í viku og alltaf á sama degi. Ef þér verður það á að gleyma þér þá missirðu viku laun! Er svona refs- ing einhversstaðar á vinnumark- aðnum? Eftir fyrsta mánuðinn verðurðu að taka hvaða vinnu sem þér býðst. Hvort sem hún er á þeirri braut sem þú hefur tileinkað þér eða ekki. Ef þú neitar eru greiðslurnar stoppaðar! Þú ert skikkaður í 3ja mánaða „sumarfrí", greiðslulaust. Og þú átt ekkert orlofi. Þurfum við ekki að borða í 3 mánuði? Halda menn að það sé eitthvað fri að vera at- vinnulaus? Nei góði minn, en þér er velkomið að sækja um fram- færslustyrk hjá bænum. Að segja En þeir heppnu fá vinnu tíma- bundið vegna svokallaðs atvinnu- átaks, sem er einhverskonar „lausn“ á vanda atvinnulausra. Þér er boðin vinna í 2-3 mánuði til að dekka sumarfríið! Sumarfríið okkar er sem sagt öfugt við alla hina! Ríkið er nefnilega að hjálpa okkur aumingjunum svo við verðum ekki gjörsamlega tómir og vanhæfir. En hvað finnst okkur um þessa átaksvinnu? Mér finnst þetta ekki vera neitt annað en ánauð. Það er verið að skikka menn í vinnu sem maður hefur kannski aldrei sinnt. Og í boði eru laun sem eru kannski örlítið hærri en bætumar sjálfar. Og hvað þýðir það fyrir okkur? Jú, samkvæmt minni reynslu, þá er besta leiðin til að láta bæturnar endast sem lengst að starfa heima. Vinna á heimilinu þá vinnu sem maður var farinn að kaupa þegar maður hafði laun. Þá meina ég að heimilið er rekið allt öðru vísi. Maður kaupir enga vinnu, maður gerir allt sjálfur. Vinnsla matar og fatnaðar t.d. Bílnum er lagt til að spara í bensíni, tryggingum o.þ.h. ogþessir jafnfljótu notaðir í staðinn eða strætó. En hvað skeður svo þegar maður er hnepptur í svona atvinnuátak. Tekjumar aukast ekki nema að litlu leyti. Og engan veg- inn nóg til að jafna þann kostnaðar- auka sem af þessu skapast. Það verður ekki tími til að baka brauð- ið, labba í búðina, sauma fatnaðinn og sinna öllum þeim verkum sem Hildigunnur Ólafsdóttir gerðu manni næstum því fært að lifa af þessu litla skítti. Nú og svo ertu í flestum tilfellum að vinna einhveija vinnu sem þú hefur ekki stundað áður og ert rétt búinn að ná tökum á henni þegar þér er kastað út í kuldann aftur. Gott hjá þér vinur, þú ert búinn að afplána þinn tíma og nú máttu fara á bæt- ur aftur! Ég kalla þetta ekkert annað en ánauð. Svo eru þessi átaksstörf oftast einskis verð. Þú ert ekki til neins gagns. Þetta var bara gert fyrir þig, aumingjann, svo þú getir haldið bótunum þínum! Þú mátt náðarsamlegast koma í vinnu svo þú getir sagt að þú sért í vinnu. Fyrir sjálfsöryggið, þú skil- ur. Hvert leiðir þetta allt? Jú, það get ég sagt þér. Fyrirtæki keppast um að fá þessa þræla. Þarna er nefnilega fullt af færu fólki sem vinnur vel, en ríkið borgar megnið af laununum fyrir það! Fyrirtæki eru hætt að auglýsa stöður lausar. Það er mikið hagstæðara að fá bara fólk af atvinnuleysisskrá, borga lágmarkslaun og fá at- vinnuátaksstyrk frá ríkinu á móti. Við vitum öll hvað þessi aðferð leiddi af sér í Danmörku. Fyrirtæki voru farin að segja upp fólki til að geta fengið þessa þræla í vinnu. Gleymt er þá gleypt er eftir Bjarna Kjartansson Það er sorglegt að hlusta á úr- tölu ogöfundarkvak úr barka þeirra sem heldur ættu að samgleðjast FAGOR VPPÞVOTTAVELAR Vestfirðingum nú þegar aðstoð býðst á þeirra ögurstundu. Ekki er úr vegi að minna á ýmis- konar aðstoð og „sértækar" aðgerð- ir, þeim til handa, sem nú rymja af vandlætingu þess sem syndlaus er. Einnig ber að fríska upp á minni þeirra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, sem nú kjósa að koma í bak ráðherra flokksins með óskilj- anlegum yfirlýsingum um stefnu- breytingu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. 12 manna 7 þvottakerfi Hljóölát 40dB Þvottatími 7-95 mín Sjálfv.hitastillir 55-65% Stillanlegt vatnsmagn Sparnaöarrofi Hitaþurrkun HxBxD: 85x60x60cm Án topp-plötu: 82x60x58cm VINSAMtEGAST ATHUGIÐ NÝTT HEIMIUSFANG RONNING BORGARTUNI 24 SÍMI 68 58 68 N° VÉjfV r.VEBÐlÐ' TT Ég man ekki betur en að á síð- ustu tveimur landsfundum, hafi verið gerður góður rómur að áætl- unum um „vaxtarsvæði“. Svæði þessi grundvölluðust á landfræði- legum aðstæðum og auðlindum, styrktum aðgerðum í samgöngu- málum, framlögum til aðstoðar at- vinnulífinu á hverju svæði í tengsl- um við sameiningu og samstarf sveitafélaga, stækkunar eininga og aukinnar hagkvæmni. Ekki trúi ég því að menn hafi „steingleymt" þessari umræðu, þar sem þeir eru ekki tilbúnir til að breyta hugsunar- ganginum frá gamla „sósafarinu". Þessir menn ættu að muna manna best að slíkar áætlanir voru settar niður á blað við myndun ríkis- stjómar Davíðs Oddssonar, landslýð til heilla og undirbúnings nýs framfaraskeiðs í fslenskum-byggða- og atvinnumálum. Norðlendingum væri hollt að láta hugann líða ekki svo ýkja langt aftur í tímann, þá vandræði vom í þeirra ranni, atvinnumálin ekki á vetur setjandi. Er Landsbanki ís- lands ekki á vegum hins opinbera? Útgerðafélögum var gert kleift að komast á koppinn með því að færa „reynsiu“ milli fyrirtækja með skip- „Ég fagna hinu drengi- lega átaki Davíðs Odds- sonar til þess að hrinda í framkvæmd áætlun- um um vaxtarsvæði á landsbyggðinni. Ég tel afskaplega mikilvægt og reyndar stórmann- legt að hefjast handa þar sem skórinn krepp- ir hvað fastast.“ stjórnarmönnum. Fagna ber árangri ýmissa „sértækra" aðgerða sem vissulega hafa skilað glæsileg- um árangri víða t.d. á Norðurlandi. Samheijamönnum væri meiri sómi í að tala á lægri nótum en þeir gera nú. Margur gleymir gjaf- ara. Ekki man ég betur en að rækju- iðnaðurinn á Norðurlandi vestra hafi einnig fengið stoð, Siglfirðing- ar komu ekki að lokuðum dyrum né aðrir norður þar. Austfirðingar hafa nú ekki liðið neina sérstaka nauð af hendi vaid- hafa. Benda má á tiifærslu grá- iúðukvóta og færslu byggðalaga milli „norður og suðursvæðis“ sælia minninga. Ekki vafðist fyrir ráða- mönnum að skorða úthlutanir á síldveiðunum við „reynslu" fárra ára aftur í tímann. Ekki fengu vestfirskir skipstjórar sem áður voru aflakóngar á síld mikið til hlut- ar í kvóta. Reyknesingar fengu sérstakan styrk úr hermanginu og væm' ekki við hið minnsta, ekki eru til| tölulega mörg ár síðan að afla- tryggingasjóður var í reynd milli- færslusjóður fjármuna frá Vest- fjörðum til „suðursvæðisins“. Ekki nöldruðu menn vestra þá, töldu sig aflögufæra. Hér væri hægt að hafa langan lista aðgerða sem telja mætti „sértækar", bæði nýlegar og eldri en ekki er ráð að elta ólar við það. Skilur hver sitt. Minna má þó, til gamans, á að aðrir heilagir ættu að muna þá þeir fengu dijúgan úr hendi Margrétar Thatcher. Magga taldi slíkt sjálf- sagt, þegar var verið að byggja upp atvinnufyrirtæki á Humbersvæð- inu. Ekki telja S.H. menn Möggu böivaða sósabullu, eða hvað? Ég fagna hinu drengilega átaki Davíðs Oddssonar til þess að hrinda í framkvæmd áætlunum um vaxtar- svæði á landsbyggðinni. Ég tel af- skaplega mikilvægt og reyndar stórmannlegt að hefjast handa þar sem skórinn kreppir hvað fastast. Ég vona að menn geri sér ljósari grein en áður fyrir því að fjórðunga- rígur hefur ætíð verið Akkiiesar- hæll landsbyggðarinnar. Rígur og öfund hittir hvem hinn sama fyrir. Kjósendur munu ekki þola frammá- mönnum sínum slíkt gjálfur til lengdar. Hagsmunir heildarinnar em oftlega aðrir en þröngir fjör- baugsgarðar „gróðapunga". Ég eggja þingmenn sjálfstæðis- manna til að standa nú fast við bak ráðherra okkar í þessu máli og öðr- um þeim er til heilla horfa atvinnu- vegunum. íslendingar verða að bregðast samhentir við aðsteðjandi vanda, þar má enginn undan líta. Forysta um þjóðþrifamál er nú sem ætíð á höndum og færi Sjálf- stjeðisflokksin&W(5Íáúrík stjómui
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.