Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 F Á að eyðileggja Gilsfjörð? eftir Guðmund A. Guðmundsson og Kristin H. Skarphéðinsson Vegagerð ríkisins ætlar að loka mynni Gilsfjarðar með vegi, milli Kaldrana í Saurbæ og Króksfjarðf- arness í Reykhólasveit. Gert er ráð fyrir tæplega fjögurra kílómetra langri uppfyllingu og aðeins 60 metra brú. Sjávarföll í mynni Gils- íjarðar eru þau mestu sem um get- ur hérlendis, en tillögur Vegagerð- arinnar gera ráð fyrir nær fullri heftingu þeirra innan hins fyrirhug- aða vegar. Þvi mun um 27 ferkíló- metra lón myndast í Gilsfirði og yrði það 6. stærsta stöðuvatn lands- ins. Víðáttumiklum ijörum, alls um 10 ferkílómetrum, verður sökkt og líkur eru á að flesta vetur og fram á vor verði íshella á lóninu. Að okk- ar mati munu þessar framkvæmdir stofna fuglalífi fjarðarins í mikla hættu og valda gífurlegum náttúru- spjöllum — hinum mestu af völdum vegagerðar á íslandi til þessa. Aug- lýstar tillögur um veg yfir Gilsfjörð boða stefnubreytingu í umhverfís- málum að hálfu Vegagerðarinnar sem hefur hingað til leitast við að valda sem minnstri röskun á fjöru- svæðum. Þijár leiðir yfir Gilsfjörð komu til greina að mati Vegagerðarinnar (sjá mynd): milli Kaldrana og Króks- fjarðamess (leið 1), milli Ólafsdals- eyra og Múla (leið 2), og loks endur- bygging vegarins eins og hann ligg- ur í dag (leið 3). Vegagerðin telur leið 1 (Kaldrani-Króksfjarðarnes) hagkvæmasta af ýmsum ástæðum. Náttúruverndarráð samþykkti með semingi í október 1990 að leggjast ekki gegn því að fjörðurinn yrði stíflaður og bar fýrir sig mikinn kostnað við langa brú. í þeirri um- ræðu sem fram hefur farið opinber- lega til þessa hefur iðulega verið rætt um brú yfír Gilsfjörð. Því kom það okkur í opna skjöldu þegar við fréttum haustið 1993 að fallist hefði verið á að stífla flörðinn, ekki síst að svo afdrifarík ákvörðun hefði verið tekin án nokkurrar opinberrar kynningar. Umræða um raunveru- legar fyrirætlanir er nú loks hafin í fjölmiðlum og framkvæmdin hefur verið auglýst formlega. Þessi grein er ætluð til þess að vekja almenning til umhugsunar um framkvæmd sem ráðgert er að hefjist innan skamms. Sem betur fer er ekki of seint að endurskoða þessar áætlanir. Rök gegn auglýstum tillögum • Umhverfísráðherra hefur lagt fram á Aiþingi frumvarp til Iaga um vemdun Breiðafjarðar. Eyði- legging Gilsfjarðar er því í hrópandi ósamræmi við stefnu stjórnvalda um vemdun svæðisins. • Aðrir kostir em fyrir hendi, þ.e. að byggja langa brú og tryggja þar með full vatnsskipti í fírðinum eða leggja veginn innar og hlífa þar með ytri hluta fjarðarins. Sú leið sem nú er ráðgert að fara veldur langmestum náttúmspjöllum af þeim leiðum sem taldar em koma til greina. Viðkomustaður rauðbrystinga Rauðbrystingur er lítill vaðfugl sem fer um ísland vor og haust á leið sinni til varpstöðva á Norðvest- ur-Grænlandi og í Norður-Kanada. Um 270.000 rauðbrystingar af deili- tegundinni sem kennd er við ísland (Calidris canutus islandica) fara um landið á vorin. Rúmlega 80.000 þeirra hafa viðdvöl á svæðinu frá Fagradal á Skarðsströnd að Reyk- hólum, þ.e. innan 15 km frá Króks- fjarðarnesi. Um 15-20.000 rauð- brystingar hafa sést innan fyrirhug- aðrar veglínu í Gilsfírði. Þetta er 5-6% af heildarstofni þessarar deili- tegundar sem telur alls um 350.000 fugla. Því hefur Gilsfjörður ótvírætt alþjóðlegt vemdargildi samkvæmt skilgreiningu Ramsarsáttmálans sem miðar við að 1% stofns nýti eitthvað svæði reglulega. Röskun búsvæða rauðbrystings er fjarri því hámarkstölur gefa til kynna, vegna þess að þeir em að koma og fara á sömu ijöm. Einnig getur dagamun- ur verið á því hvernig einstaklingar nýta fjörðinn. Mun ítarlegri rann- sókna er þörf til að svara þessum spumingum. Arnarvarp í hættu „ Yið förum þess ein- dregið á leit við stjórn- völd að horfið verði frá framkvæmdum í fyrir- hug’aðri mynd og kann- aðir að nýju aðrir kostir í lagningu vegar um Gilsfjörð.“ að vera einkamál íslendinga. Rauðbrystingar millilenda á ís- landi á vorin til þess að byggja upp orkuforða til áframhaldandi flugs til varpstöðvanna. Þeir em algerlega háðir sjávarföllum við fæðuöflun sína, því þeir ná aðeins til smádýr- anna sem þeir nærast á þegar lág- sjávað er. Aðstæður í Gilsfirði em óvenjulegar því sjávarföll þar em mun seinna á ferð vegna grynninga í firðinum. Því geta rauðbrystingar á þessu svæði varið allt að 18 klst. á dag til fæðuöflunar en utan fjarð- arins er aðeins 14 klst. fæðuöflunar- tími í boði. Rannsóknir sýna að rauðbrystingar þurfa að veija um 9 klst. daglega við fæðuöflun til þess eins að lifa af. Sá tími sem býðst umfram þessar 9 stundir getur því nýst til forðasöfnunar. Á svæðum þar sem sjávarföll em óheft eiga þeir því eftir rúmar 5 klst. dag hvern til þess að fíta sig. Rauðbrystingar í Gilsfirði fá allt að 4 klst. til viðbót- ar, eða alls 9 stundir á dag, til forða- söfnunar. Þeir geta því þyngst nær tvöfalt hraðar en rauðbrystingar á öðmm svæðum. Miklu skiptir fyrir farfugla að geta á sem skemmstum tíma byggt upp forða til áframhaldandi flugs. Því kunna aðstæður eins og í Gils- fírði að skipta sköpum fyrir suma fugla. Hugsanlegt er að mun fleiri rauðbrystingar noti Gilsfjörð en íslenski amarstofninn var nær aldauða á fyrri hluta þessarar aldar en hefur vaxið lítið eitt síðastliðin 25 ár. Fyrirhugaður vegur mun setja tvö amarsetur sem em rétt við fyrirhugaða veglínu í Gilsfírði í verulega hættu. Arnarpar verpir aðeins 1-2 km innan við fyrirhugað vegarstæði. Þetta varpsvæði er með þeim betri hérlendis og vægi þess mikið þegar haft er í huga að að- eins um 15 pör, af þeim tæplega 40 sem nú em á landinu, hafa stað- ið undir viðkomu arnarstofnsins á síðustu ámm. Þrátt fyrir að núverandi vegur sé aðeins nokkru fjær arnarsetrinu en sá sem ætlunin er að leggja er ólíku saman að jafna. Nýi vegurinn verður mun meira áberandi í um- hverfinu og liggur yfir veiðilendur arnanna. Þá munu aukin ísalög og eyðilegging fjörunnar sem fylgja þvemn íjarðarins rýra fæðuöflunar- möguleika arnanna og gera svæðið illbyggilegt, því emir halda sig í grennd við varpstöðvar sínar allt árið. Annað amarpar verpir í Króks- íjarðarnesi, 3-4 km utan veglínu og er líklegt að það muni verða fýrir tmflunum vegna vegarins, a.m.k. meðan á framkvæmdum stendur. Lokaorð Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkmm atriðum er varða vemdun Gilsfjarðar. Hætta steðjar að öðm fuglalífi, svo sem stóm æðarvarpi og varpi dílskarfs í eyjunum á Gils- fírði. Við fömm þess eindregið á leit við stjórnvöld að horfíð verði frá framkvæmdum í fyrirhugaðri mynd og kannaðir að nýju aðrir kostir í lagningu vegar um Gilsfjörð. Jafn- framt hvetjum við alla, sem láta náttúmvemd sig einhveiju varða, að kynna sér tillögur Vegagerðar- innar en þær liggja frammi hjá sveitarstjórnum Reykhólasveitar og Saurbæjarhrepps og hjá Skipulagi ríkisins. Athugasemdir við auglýstar tillögur verða að berast einhveijum þessara aðila fyrir 4. maí. Að okkar mati er hægt að bæta mikið sam- göngur í Gilsfirði, án þess að gjör- breyta ásýnd fjarðarins og náttúm- fari. Slíkt væri t.d. hægt með því að velja leið 2 sem er aðeins 6 kíló- metmm lengri en leið 1 og styttir núverandi leið um 11 kílómetra. Helstu rök gegn auglýstum tillög- um að vegi yfir Gilsfjörð em að okkar mati: • Lón í Gilsfirði mun kaffæra um 10 ferkílómetra fjömsvæði, um 5% af fjörum Breiðafjarðar og 2-3% af ijörum landsins (lífvana sandfjör- um er sleppt hér). Fjömrnar í Gils- firði em aðallega leimr og er flatar- mál þeirra 4-5% af öllum leirum landsins. • Gilsfjörður er mikilvægt fuglasvæði, bæði á alþjóðlega- og landsvísu. Ljóst er að fuglalíf á þessu svæði mun bíða óbætanlegt tjón, ef vegur verður lagður yfir Qörðinn samkvæmt auglýstum til- lögum. Þetta stafar bæði af því að fjaran hverfur að mestu og einnig mun fjörðinn leggja fyrr á haustin og ís haldast á lóninu fram á vor. Það hefur m.a. í för með sér að fæðumöguleikar fugla verða afar takmarkaðir í firðinum mánuðum saman. Þá munu refir og minkar komast út í eyjamar á ís og valda röskun á varpstöðum, verði þeir eft- ir í eyjunum þegar ísa leysir. Refir og minkar hafa hingað til ekki ver- ið í þessum eyjum. • íslendingar hafa undirritað Ramsarsáttmálanh sém er alþjóð- legur samningur um verndun vot- lenda. Samkvæmt þeim viðmiðun- armörkum sem aðildarþjóðirnar hafa samþykkt telst Gilsfjörður al- þjóðlega mikilvægt svæði fyrir vot- lendisfugla.................. ~ Þrjár tillögur Vegagerðarinnar að vegarlagningu um Gilsfjörð. Fjarlægðir milli Brunnár i Saurbæ og Króksfjarðarness í Reykhólasveit eru gefnar innan sviga við hverja leið. Fjörusvæðin eru skyggð. Endur- teiknað eftir gögnum frá Vegagerð ríkisins. Höfundar eru líffræðingar og félagar í Fuglavemdarfélagi íslands. Fjársjóður, sem öllumer ætlaður • / eftir Sigurbjörn Þorkelsson Nú í vikunni fyrir páska ætti ekki að vera úr vegi að hvetja til lesturs i Biblíunni. Þessi vika er oft nefnd bæna vika eða kyrra vika. Þessir sérstöku dagar eru sérlega vel fallnir til bænar, íhug- unar og Biblíulesturs. Biblían er mikill fjársjóður, sem þó ekki verður metinn til fjár. Fjár- sjóður, sem öllum mönnum er ætl- aður. Biblían hefur að geyma boð- skap, sem lesa þarf af alúð. Menn þurfa að sökkva sér niður í text- ann. Biblían hefur veitt mörgum þrek á erfiðum tímum og margir fundið huggunarrík orð í sorg. Þeir sem Biblíuna lesa verða snortnir af orðum hennar. Hún er þó ekki alltaf auðveld aflestrar enda verða menn að lesa hana í einlægni og í bæn til Drottins. Við lestur í þessari bók bókanna kemur alltaf eitthvað nýtt upp. Hún er fersk þótt gömul sé, órð hennar er gott að lesa aftur og aftur. Kjami þeirra bóka og bréfa sem Biblían hefur að' geyma mið- „Biblían sýnir okkur hver vandi mannkyns er og hvaða lausn Guð býður fram.“ ast þó að hinu sama, að leiða menn í sannleikann um fagnaðar- og frelsisboðskap Guðs, sem er Jesús Kristur. „Því svo elskaði Guð heim- inn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh. 3:16.) Biblían sýnir okkur hver vandi mannkyns er og hvaða lausn Guð býður fram. Hvað sem annars er hægt að segja um Biblíuna þá veit ég eitt fyrir víst að hún er mörgum afar kær og hefur orðið mörgum til ómetanlegrar blessunar. Sigurbjörn Þorkelsson Lifandi og kröftugt orð I fjórða kafla Hebreabréfsins í Nýja testamentinu getum við lesið þessi orð; „Því að orð Guðs er lif- andi og kröftugt og beittara hveiju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og-anda, liða- móta og mergjar, það dæmir hugs- anir og hugrenningar hjartans.“ f fangelsi Mér er minnisstæð kona ein, sem ég átti eitt sinn samtal við. Hún sagði: „Veistu að ég á svona l Nýja testamenti. Það var góður vinur minn, sem dvalið hefur tví- vegis í fangelsi, sem gaf mér það. Hann kynntist Nýja testamentinu, orði Guðs, í fangelsinu og það hjálpaði honum mikið á erfiðum stundum. Þegar hann yfirgaf fangelsið í seinna skiptið spurði hann hvort hann mætti ekki eiga þetta Nýja testamenti, sem í klef- anum hans hafði verið. Hann fékk jákvætt svar við þeirri bón. Nokkrum árum seinna gaf hann mér, vinkonu sinni, þetta Nýja testamenti, þegar ég átti í erfið- leikum og þurfti á styrk að halda. Þessi bók hefur yerið mér alveg ómissandi síðan. Ég get sagt það því ég veit það af eigin raun að í orðum Nýja testamentisins er fólg- in sérstök blessun.“ Get ekki annað Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagn- aðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hveijum þeim sem trúir. Því get ég ekki annað en talað það, sem ég hef séð og heyrt. fc fc > Höfundur er framkviemdastjóri Gídeonfélagsins á fslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.