Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 27
Sjávarútvegur MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 landhelgina bæði á rækju og út- hafskarfa. Aðalfundur ÚA verður haldinn þann 20. apríl nk. Þar verður lagt til að greiddur verði 10% arður og hlutafé verði aukið um 10% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Verulegur bati í afkomu UA VERULEG umskipti urðu í rekstri Útgerðarfélags Akureyringa hf. (ÚA) á sl. ári. Nam hagnaður félagsins alls 112 milljónum samanbor- ið við um 10 milljóna hagnað árið 1992. Batinn í afkomu félagsins er þó enn meiri en þessar tölur segja til um því inn í veltu ársins 1992 kom 92 milljóna greiðsla úr verðjöfnunarsjóði. „Miðað við aðstæður þá teljum við þetta viðunandi afkomu. Við höfum þurft að þola mikla skerðingu á aflaheimildum og afli á úthaldsdag hef- ur verið að minnka," sagði Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri ÚA. Hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins var 202 milljónir á árinu 1993. Þar frá dregst gengistap umfram verðlagsbreytingar og aðr- ir óreglulegir liðir auk skatta þann- ig að endanlegur hagnaður varð 112 milljónir. Veltufé frá rekstri var alls um 475 milljónir samanbor- ið við um 357 milljónir árið 1992. Heildareignir í árslok voru 4.020 milljónir og eigið fé þar af 1.833 milljónir. Eiginfjárhlutfall var því 45,6%. Heildartekjur ÚA voru tæplega 3.679 milljónir en að teknu tilliti til afla af eigin skipum til vinnslu var veltan 2.932 milljónir. Veltan jókst um 20% frá árinu á undan en framleiðsluverðmætið um 25%. Misræmi þarna á milli skýrist af greiðslunni úr Verðjöfnunarsjóði. Nam heildarframleiðslan til sjós og lands tæplega 12 þúsund tonnum á móti 10.300 tonnum .árið áður. Gunnar sagði að margir sam- verkandi þættir skýrðu aukið fram- leiðsluverðmæti á síðasta ári. Fé- lagið hefði átt kvóta frá árinu áð- ur, aflað viðbótaraflaheimilda og meiri þorskur hafi verið unninn en áður. Hann sagði að félagið hefði reynt að aðlaga sig að kvótakerfinu og hagræða í samræmi við það. Þá hefði félagið fengið 2.400 tonn af hráefni til vinnslu frá öðrum aðilum. Aukin framleiðsla í neytendapakkningar ÚA hefur verið að auka fram- leiðslu á karfa í smásölupakkning- um fyrir Evrópumarkað. Einnig hafa verið unnin flök fyrir veitinga- hús á Bandaríkjamarkaði. Félagið rekur fimm ísfisktogara og tvo frystitogara. Afli þeirra á síðasta ári var um 20.800 tonn eða um 800 tonnum minni en árið áður og vegur þar þyngst samdráttur í afla frystitogaranna. Afkoma þeirra batnað þó frá árinu áður. Gunnar segir að frystitogararnir hafi t.d. veitt mikið af grálúðu sem hafi hækkað mikið í verði á sl. ári í Japan. Félagið hefur fest kaup á frystitogara frá Kanada sem verður m.a. sendur til veiða fyrir utan Lopez spáir VW miklum arði 1995 ÞINN FYRIR AÐEINS 59.507 kr. PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, slmi 91-63 66 80 Söludeild Kringlunni, sími 91-63 66 90 Söludeild í Kirkjustræti, slmi 91-63 66 70 og á póst- og símstöðvum um land allt. MOTOROLA ■ transtur tengiliður. Nú gefst þér kostur á að eignast Motorola Associate 2000 farsíma á góðu verði, aðeins kr. 59.507* staðgreitt m.vsk. Hann fæst einnig á frábærum greiðslukjörum, afborgunarverðið er kr. 63.611 m.vsk. Nú er tækifærið að slást í hóp þeirra þúsunda íslendinga sem nota Motorola farsímann daglega í leik og starfi. Gríptu tækifærið! Tilboðið stendur aðeins til 8. apríl nk. Wolfsburg, Þýzkalandi. Reuter. UMDEILDUR framleiðslustjóri Volkswagen (VW), Jose Ignacio Lopez de Arriortua, spáir því að fyrirtækið muni skila lítils háttar hagnaði á þessu ári og eiga mikilli velgengni að fagna á næsta ári. Hann sagði að spænska dóttur- fyrirtækið SEAT, sem hefur verið rekið með halla, mundi koma slétt út 1995, þótt við töluverða erfið- leika væri að etja í svipinn. Lopez spáði miklum umskiptum á Bandaríkjunum. Hann sagði að tíu sinnum fleiri bílar yrðu seldir á þessum mesta bílamarkaði heims 1977 og hélt því fram að örlítil markaðshlutdeild Volkswagen þar mundi aukast í um 5%. „Við þurfum að smíða tegund, sem hentar Bandaríkjamönnum betur,“ sagði hann. Um og eftir 1970 seldi Volkswagen allt að 600.000 bíla á ári í Bandaríkjunum, en 1993 seld- ust aðeins 60.000. Að sögn Lopez munu helmingi fleiri bílar seljast á þessu ári og 600.000 árið 1997. Þótt Volkswagen tapaði 1,94 millj- örðum marka 1993 er Lopez því bjartsýnn á framtíðina. Lopez starfaði áður hjá fyrirtæk- inu General Motors, sem hefur sak- að hann um að hafa tekið með sér leynileg GM-skjöl til Volkswagen. Um þær ásakanir vildi Lopez aðeins segja að hann hefði ekkert heyrt frá bandarískum dómsvöldum og að hann hefði ekki í hyggju að fara til Bandaríkjanna. Hann sagði að blaðaskrif um GM-málið væru ekki eins neikvæð og þegar hann hóf störf hjá Volks- wagen í marz í fyrra. „Nú er hlut- fallið sjö jákvæðar greinar á móti hverri einni, sem er neikvæð, og við höfum komizt að því að sami maðurinn skrifar alltaf neikvæðu greinina.“ Lopez neitaði því að hann hefði talað niðrandi um Þjóðverja í ræðu í fyrra og sagt þá skorta sköpunar- gáfu og hugmyndaflug. „Þetta er fjarstæða," sagði hann. „Þýzkir verkamenn eru fyrsta flokks ... Stjórnendurnir eru líka mjög góðir.“ Hann spáði algerri kúvendingu hjá Volkswagen á næstu tveimur árum. Síðan fyrirtækið hefði tekið upp 12 manna „verkstæðis-“eining- ar í fyrra hefði framleiðni aukizt um 25%. Um 30.000 verkamenn starfa í slíkum einingum og 30.000 bætast við á þessu ári. SEIKOSHA SpeedJET20O Bleksprautu prentari 25.900 ytPPir w SKIPHOLTI 17 ■ 105 REYKJAVlK ____ SlMI: 91-627333 - FAX: 91-628622 Cl(_»t_J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.