Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994
31
Jeltsín virðist ráðlaus en varar andstæðinga sína við valdaránsdraumum
Grafið undan áliti forset-
ans með heilsubrestssögum
Moskvu. The Sunday Telegraph og Reuter.
BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti sneri á sunnudag heim til Moskvu
frá Svartahafi þar sem hann hafði verið í tveggja vikna leyfi. Áður
en það hófst hafði forsetinn orðið fyrir ýmsum pólitískum skakka-
föllum. Afturhaldsmeirihlutinn a’ þingi hafði komið því til leiðar að
leiðtogar uppreisnar þingsins sl. haust voru látnir lausir úr Lef-
ortovo-fangelsinu. Neðri deild nýja þingsins, Dúman, hefur frá upp-
hafi verið forsetanum andsnúin og heita má að allir fóttaekir um-
bótasinnar hafi yfirgefið ríkisstjórnina. Áhugaleysi almennings um
stjórnmál kemur fram í einstaklega lélegri þátttöku í sveitarstjórnar-
kosningum að undanförnu; í Pétursborg varð að framlengja kjör-
fund um einn sólarhring til að þess að lágmarksfjöldi, 25% atkvæðis-
bærra manna, hefði sig á kjörstað.
Forsetinn bar sig þó vel er hann
ræddi við fréttamenn í Sotsí við
Svartahaf áður en hann hélt heim-
leiðis. Jeltsín sagðist hafa unnið
að Borgarasáttmálanum sem hann
vonar að öll stjómmálaöfl í landinu
undirriti og kveður á um verklag
í sambandi við stjórnarskrárbreyt-
ingar, kosningar og samstarf þings
og forseta. Jeltsín vísaði af gefnu
tilefni harkalega á bug orðrómi um
lélegt heilsufar sitt, sagðist hafa
leikið tennis og synt. „Gæti veikur
maður synt í sjónum í átta gráðu
hita?“ spurði hann.
Sagt var í fréttum bandarísku
NBC-sjónvarpsstöðvarinnar fyrir
skömmu að Jeltsín væri sjúkur
maður, hefði verið með skorpulifur
í mörg ár. Glöggir menn þykjast
nú þekkja handbragð liðsmanna
KGB, öryggislögreglu Sovétríkj-
anna gömlu, á skorpulifrarsögunni.
Notuð sé sovésk aðferð sem kölluð
hefur verið „disinformation“ þ.e.
vestrænir fjölmiðlar eru með lævís-
legum hætti fóðraðir á sannferð-
ugum lygum sem erfitt getur
reynst að afsanna, enn erfiðara að
finna raunverulega höfunda. Að
þessu sinni reyndust þeir vera
„tveir fyri-verandi, rússneskir
stjórnarerindrekar".
„Tveir hundar undir teppi“
Andstæðingar Jeltsíns eiga
reyndar hægt um vik því að fótur
er fyrir veikindasögunum. Tíðar og
langar fjarvistir forsetans hafa ver-
ið skýrðar með því að hann væri
„með kvef“, rétt eins og opinbera
viðkvæðið var þegar örvasa gamal-
menni stjórnuðu Sovétríkjunum úr
öndunarvélum upp úr 1980. Margir
Rússar eru reiðubúnir að trúa því
að Jeltsín sé fársjúkur, þeir eru
vanir pólitískum skollaleikjum og
blekkingum valdhafa. Ekkert sann-
færir þá um hið gagnstæða, hvorki
tennisleikurinn né fyrirhugaðar ut-
anlandsferðir Jeltsíns.
Forsetinn er talinn vínhneigður,
hann fær þunglyndisköst og liðið
geta vikur án þess að hann fái rif-
ið sig upp úr doða og aðgerða-
leysi. Geðsveiflunum er lýst vel í
skopsögu sem sögð var áður en
staða Jeltsíns varð jafn veik og hún
er nú. „Er forsetinn á lífi?“ spyr
blaðamaður einn af aðstoðarmönn-
um forsetans. „Nei ekki enn þá“,
er svarið. Nú er ekki lengur hlegið;
andrúmsloft í Moskvu er þrungið
samsæriskennd. Gömul lýsing
Winstons Churchills á valdabaráttu
í Kreml, „Tveir hundar slást undir
teppi", kemur upp í hugann.
Samsæriskenningar
Heimildarmenn í Moskvu segja
að sögumar um heilsuleysið séu
oft liður í valdabaráttu, allt sé not-
Reuter
Sællegur að sjá
JELTSIN tók í gær á móti Nursultan Nazarbajev, forseta Kazak-
hstans, í Moskvu. Til vinstri er Viktor Tsjernomýrdín, forsætisráð-
herra Rússlands. Margir telja hann líklegastan til að taka við for-
setaembættinu ef Jeltsín verður bolað burt.
að til að grafa undan áliti Jeltsíns.
Sjálfur virðist hann vera að missa
tökin og fullyrt er að nánir ráðgjaf-
ar haldi frá honum óþægilegum
tíðindum og gagnrýnendum.
Stjórnarskráin veitir honum að
nafninu til völd til að gera nánast
það sem honum hentar en forsetinn
er eins og Hamlet, getur ekki gert
upp hug sinn. Efnahagsumbætur
sitja á hakanum og á meðan hrifs-
ar rússneska mafían til sín völdin
yfir megninu af því sem eftir er
af efnahagslífi risaveldisins.
Þingmaðurinn og umbótasinninn
Sergej Sjakraj segir að ráðamenn
í risastóm fyrirtækjasamsteypun-
um gömlu frá sovétskeiðinu og
ýmsir valdamenn í héruðunum úti
á landi hafi sameinast gegn stjórn-
málamönnunum í Moskvu. Hinir
siðarnefndu séu sakaðir um að
misnota aðstöðu sína til að auðg-
ast, stjóm Jeltsíns sé kölluð „ræn-
ingjabæli". Aðrir segja að reynt
verði að ýta Jeltsín strax til hliðar,
t.d. með því að segja hann óhæfan
vegna heilsubrests og þvinga þann-
ig fram nýjar forsetakosningar.
Rússneskir fjölmiðlar hafa einn-
ig velt sér upp úr frásögnum af
áætlun um valdarán, „Hugmynd
númer 1“, þar sem samvinna yrði
milli háttsetts hershöfðingja, náins
ráðgjafa Jeltsíns og Júrís Lúz-
hkovs, borgarstjóra.- í Moskvu.
Mennirnir þrír hafa allir vísað þessu
á bug sem uppspuna. Tímaritstjóri
nokkur fullyrðir að áætlunin sé
aðeins „skilgreining" sem hann
hafi átt í tölvunni sinni og hafi
verið stolið. Yfirlýsing ritstjórans
hefur þó ekki nægt til að drepa
áhugann á málinu.
I viðtali við dagblaðið Izvestíju
um helgina varaði Jeltsín andstæð-
inga sína við valdaránsdraumum.
„Venjulega kemst fljótt upp um
svona ráðabrugg og við erum nægi-
lega sterkir til að geta gripið til
viðeigandi ráðstafana og tryggt
stöðugleika í Rússlandi".
Lækkandi olíuverð
Ognun við
Norðursjó?
Amsierdam. Reuter.
SVO KANN að fara að vinnslu á
kostnaðarsömum olíusvæðum í
Norðursjó verði hætt fyrr en
ætlað var, ef verð á olíu heldur
áfram að lækka vegna þeirrar
ákvörðunar Samtaka olíusölu-
ríkja, OPEC, að draga ekki úr
framleiðslu á þessu ári að sögn
sérfræðinga.
Þótt kostnaður af olíuvinnslunni
í Norðursjó sé ennþá talsvert lægri
en núverandi verð er á mörkunum
að kostnaðarsömustu borpallarnir
beri sig og halli yrði á þeim ef verð-
ið lækkaði ennþá meir.
„Lækkun olíuverðs yrði slæm
frétt fyrir olíuframleiðendur," sagði
sérfræðingur eins þeirra í Edinborg.
„Hætta yrði vinnslu á sumum svæð-
um fyrr en ráðgert hefur verið. En
verðlækkun verður ekki banabiti
Norðursjávar í heild. Yfirleitt er
vinnsla olíu þar tiltölulega ódýr.“
Olía lækkaði mikið í verði eftir
helgina vegna þeirrar ákvörðunar
OPEC að framleiðslan yrði óbreytt
eða 24,52 milljónir tunna. Um miðj-
an dag hafði viðmiðunarverð Norð-
ursjávarolíu lækkað um 91 cent í
13,20 dollara.
Kaupmenn segja að núverandi
framleiðsla Opec kunni að vera allt
að ein milljón tunna á dag umfram
eftirspum í sumar og að verð kunni
að lækka meir áður en botninum
verði náð.
Heathersvæði Unocal-fyrirtækis-
ins og Northwest Hutton-svæði
Amacos eru meðal þeirra svæða i
Norðursjó sem standa tæpt og meiri
verðlækkun gæti ógnað fleiri svæð-
um. Aðgerðir til að draga úr kostn-
aði hafa hins vegar gert olíuvinnslu
margra framleiðenda við Norðursjó
óháða flestum verðsveiflum.
Hráolía úr Norðursjó kostar að
meðaltali 6 til 7 dollara tunnan
meðaltali og framleiðslukostnaður
á tunnu eftir upphafsljárfestingu
er trúlega helmingi lægri.
u
Jim Leach, þingmaður repúblikana
Whitewater verður
Clinton ekki að falli
Washington, Little Rock. Reuter, The Daily Telegrapli.
ÞINGMAÐUR repúblikana, Jim Leach, sem hefur gagnrýnt Bill Clinton
Bandaríkjaforseta hvað mest, sagði á sunnudag að hann teldi ekki að
WHitewater-málið væri svo alvarlegt að það yrði forsetanum að falli.
Clinton fagnar sigri
BILL Clinton Bandaríkjaforseti með dóttur sinni, Chelsea, og eigin-
konu, Hillary, á körfuboltaleik í Texas í fyrrakvöld. Lið frá Arkansas,
Razorbacks, sigraði þar Michigan Wolverines með 76 stigum gegn 68.
Ionesco
látinn
París. Reuter.
LEIKSKÁLDIÐ Eugene Ion-
esco, einn helsti frumkvöðull
absúrdisma í Ieikritun, lést í
gær, 81 árs að aldri.
Ionesco
fæddist í
Rúmeníu 26.
nóvember árið
1912. Móðir
hans var
frönsk og fað-
ir hans rúm-
enskur lög-
fræðingur.
Skömmu eftir
að hann fædd-
ist fluttist fjölskyldan til Parísar
en þegar hann var 13 ára sneri
hún aftur til Rúmeníu. Hann
nam frönsku við háskólann í
Búkarest og fluttist til Frakk-
lands árið 1936. Hann var mik-
ill andstæðingur kommúnisma
og barðist gegn einræðisstjórn
Nicolae Ceausescu, leiðtoga
Rúmeníu.
Ionesco undirstrikar í leikrit-
um sínum fáránleika lífsins og
tilgangsleysi með orðræðum per-
sónanna sem oft og tíðum eru
samhengislausar og út í hött.
Verk hans höfðu gífurleg áhrif
á leikhús samtímans.
Þekktustu verk Ionescos eru
„La Lecon“ (Kennslustundin),
„Les Chaises“ (Stólarnir), „La
Cantatrice Chauve" (Sköllótta
söngkonan) og „Rhinoceros"
(Nashyrningarnir), sem voru öll
skrifuð á sjötta áratugnum.
Leach kvaðst ekki telja að ástæða
væri til lögsóknar á hendur forsetan-
um fyrir embættisbrot. Fjalla bæri
um málið sem einkamál en ekki saka-
mál, annað væri „ekki gott fyrir land-
ið eða sanngjarnt gagnvart forsetan-
um“.
Tom Foley, forseti fuiltrúadeildar
Bandaríkjaþings, sagði að vitna-
leiðslur í málinu gætu hafist á þing-
inu í maí. Hann sagði að Robert
Fiske, sérlegur rannsóknardómari í
málinu, hefði sagt að hann væri ekki
andvígur því að vitnaleiðslurnar hæf-
ust eftir að rannsókn hans lyki eftir
nokkrar vikur.
í nýjasta hefti vikuritsins Time,
sem kom út á laugardag, segir að
Robert Fiske sé að rannsaka hvað
hæft sé í ásökunum um að George
Stephanopoulos, helsti ráðgjafi Clint-
ons, og Harold Ickes, skrifstofustjóri
forsetans, hafl beitt sér fyrir þvi að
repúblikananum Jay Stephens yrði
vikið frá sem formanni nefndar sem
rannsakar nú gjaldþrot sparisjóðs í
Arkansas sem tengist Whitewater-
málinu. Stephens hefur gagnrýnt
stjórn Clintons frá því honum var
vikið frá sem umdæmissaksóknara í
Washington.
Lloyd Cutler, einn af ráðgjöfum
forsetans, varði Stephanopoulos í
gær og sagði að liann hefði aðeins
mótmælt því við embættismann í
fjármálaráðuneytinu að repúblikana
og andstæðingi Clintons skuli hafa
verið falið að stjórna rannsókninni.
Hann hefði aðeins látið í ljós skoðun
sína á þessu en ekki beitt sér fyrir
því að Stephens yrði vikið frá.
Barry Goldwater, sem nefndur
hefur verið faðir íhaldsstefnu nútím-
ans í Bandaríkjunum, olli miklu upp-
námi meðal repúblikana í vikunni
sem leið þegar hann efndi til blaða-
mannafundar til að skora á þing-
menn repúblikana að hætta árásum
sínum á Clinton vegna Whitewater-
málsins. Margir repúblikanar telja
að þessi áskorun og ýmis ummæli
frá Goldwater að undanförnu bendi
til þess að hann sé orðinn vinstrimað-
ur.
Goldwater er 85 ára gamall og
kvæntist nýlega hjúkrunarkonu sem
er 30 árum yngri en hann. Margir
repúblikanar telja að konan hafl gert
hann að vinstrisinna.
Sakaður um kynferðislega
áreitni
27 ára kona í Arkansas, Paula
Corben Jones, íhugar að höfða mál
gegn Bill Clinton vegna meintrar
kynferðislegrar áreitni. Hún hefur
lagt fram eiðfesta yfirlýsingu um að
atburðurinn hafí átt sér stað á Ex-
celsior-hótelinu í Little Rock 8. maí
1991, þegar Clinton var ríkisstjóri
Arkansas.
Konan segir í samtali við The
Sunday Telegraph að hún hafi starfað
við skráningu þátttakenda í ráðstefnu
á hótelinu á vegum iðnþróunamefnd-
ar Arkansas. Lögreglumaður hafí
sagt henni að ríkisstjórinn vildi tala
við hana og hún hafí því farið í her-
bergi hans á hótelinu. Clinton hafí
þá hneppt niður um sig buxurnar og
beðið hana um ’áð hafa við sig kyn-
mök. Hún lýsir framferði hans sem
„ruddalegu" og „fáránlegu". Þegar
hún hafí reynt að komast í burtu
hafí hann sagt að yfmnaður hennar
væri vinur hans. „Eg var hrædd um
að missa starfið,“ sagði hún.
Talsmenn Clintons vísa þessum
ásökunum á bug og segja að Clinton
hafi aldrei hitt konuna. Tveir starfs-
bræður hennar hafa skrifað eiðfesta
yfirlýsingu um að konan hafí sagt
þeim frá atburðinum skömmu síðar.
Hún hafi þá verið i miklu uppnámi.
Lögfræðingur konunnar segir að
ákveði hún að höfða mál gegn forset-
anum verði hún að gera það fyrir
8. maí, þegar þijú ár eru liðin frá
því atburðurinn átti sér stað.
Konan kveðst óttast að fjölskylda
hennar verði beitt ofbeldi ákveði hún
að höfða mál gegn forsetanum. Hún
segist þó staðráðin í að sjá til þess
að Clinton verði refsað á einhvern
hátt fyrir gerðir sínar. „Þetta er
spurning um réttlæti. Þetta verður
að fréttast, fólk verður að fá að vita
hvað hann gerði mér.“
Ásakanir konunnar hafa valdið
uppnámi innan Washington Post, þar
sem nokkrar blaðakonur eiai
óánægðar með að blaðið skuli ekki
hafa fylgt málinu nægjanlega eftir.
Hermt er að einum af helstu blaða-
mönnum blaðsins, Michael Isikoff,
hafí verið vikið úr starfi fyrir mót-
þróa við yfirboðara sína eftir að rit-
stjóramir hafí hafnað grein sem hann
hafi verið að undirbúa um Paulu
Jones og fleiri konur sem saka Clint-
on -um- kynferðislega-áreitni. -