Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 Morgunblaðið/Golli Systur í stífhigerð STÓRHUGA systur þær Inga Fönn og Gréta Ósk voru önnum kafnar við að stífla drullupollana í Oddagötu í góða veðrinu í gærdag, en slík iðja er í hugum margra tengd vorkomunni. Veðrið gaf hugsunum í þá átt líka byr undir báða vængi. Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Mývatnssveit Einangrunarstöð fyrir svín í Hrísey Tvær gyltur hafa gotið 17 grísum TVÆR af norsku gyltunum sem fluttar hafa verið í einangrunarstöð Svínaræktarfélags Islands í Hrísey hafa gotið 17 grísum samanlagt. Kristinn Árnason umsjónarmaður á einangrunarstöðinni sagði að allt hefði gengið að óskum og væru grís- irnir eldhressir. Fyrsta gyltan gaut fyrir helgi og hin á laugardag, önnur átta grísum og hin tíu, en einn var dauðfæddur, að sögn Kristins. Alls eru tíu gyltur í stöðinni og búist við að ein þeiiTa gjóti strax eftir páska, tvær í kringum 13. aprfl og ein síðustu vikuna í aprílmánuði, en hinar í maí og júní. „Við erum að gæla við það að hér verði um 100 grísir þegar þær hafa allar gotið, en meðaltalið er þetta 8-10 grísir á hveija gyltu,“ sagði Kristinn. Norðlenskir dagar haldnir á Grenivík NORÐLENSKIR dagar stoðu yfir hjá KEA fyrir skömmu og var þá ýmislegt gert til að fá fólk til að koma í verslanirnar. Þar má nefna alls kyns vörukynn- ingar þar sem kynntar eru fram- leiðsluvörur félagsins. Einnig er ýmislegt gert til skemmtunar, svo sem lifandi tónlist. Útibú KEA á Grenivík tekur að sjálfsögðu þátt í herlegheitunum með allskonar uppátækjum. Þar hefur verið flutt tónlist bæði af heima- mönnum og einnig frá Tóniistarskóla Eyjafjarðar. Leðuriðjan Tera sýndi framleiðslu sína, fluttur hefur verið kveðskapur og fólk yfirleitt reynt að vera skemmtilegra en venjulega þeg- ar það kemur í búðina. Iðnaðardeild KEA stóð fyrir get- raun þannig að ákveðið fræ var í glerkassa og áttu menn að giska á í hve mörg samlokubrauð fræið væri. Margir spreyttu sig enda verðlaunin glæsileg. Haukur Björk, Mývatnssveit. FERÐAMÁLAFULLTRÚI hóf störf hér í Mývatnssveit 12. janúar síðast- liðinn á vegum átaksverkefnisins. Það er Sigríður Þrúður Stefánsdótt- ir sem ráðin var í þetta starf í þijá mánuði og hún mun meðal annars starfa að málum sem tengjast ferðaþjónustu og vænta menn góðs af starfi hennar. Morgunblaðið/Haukur Ingólfsson V erðlaunahafar EINIR Heiðarsson, Víðir Örn Þorsteinsson, Pétur Axelsson útibússtjóri, María Steinunn Jóhannesdóttir og Heiða Dögg Jónasdóttir, en þessir krakkar unnu til verðlauna í getraun sem fram fór á norðlenskum dögum. Síðustu sýningar á Hafinu á Dalvík LEIKFÉLAG Dalvíkur hefur sýnt leikritið Hafið eftir Ólaf Hauk Símon- arson um mánaðarskeið en nú í vikunni verða allra síðustu sýningar á verkinu í Ungó. Þá verða sýningar orðnar átján talsins og hefur leikritið hlotið góðar viðtökur. Þá hefur Sigríður Þrúður unnið að undirbúningi vorhátíðar við Mý- vatn sem verður dagana 29. apríl til 1. maí. Hún hefst föstudaginn 29. apríl með jassfagnaði í Hótel Reyni- hlíð með Viðari Alfreðssyni og fleir- Lyftumar verða opnar alla hátíð- ardagana frá kl. 10 til 17 og boðið verður upp á skíðakennslu daglega frá kl. 11.00-13.00 og 13.00-15.00. Göngubrautir verða einnig lagðar daglega. Keppt verður í samhliða svigi 12 ára og yngri næstkomandi laugardag 2. apríl og hefst hún kl. 14.00. Sama daga verður brettakeppni við Strýtu sem hefst kl. 13.00. Á sama tíma verður einnig lögð þrautabraut fyrir skíðagöngu við Gönguhús. Ef veður um. Þar verður spilað, sungið og dansað fram eftir kvöldi. Á laugardaginn 30. apríl hefst dorgveiðikeppni Veiðifélags Mý- vatns, Dorgveiðifélags íslands og Ferðamálafélags Mývatnssveitar. Á leyfír sýna nokkrir ofurhugar skíða- fimj við Strýtu kl. 14.00. Á páskadag kl. 13.00 verður guðs- þjónusta við Skíðastaði sem séra Gunnlaugur Garðarsson sóknar- prestur í Glerárkirkju annast og klukkustund síðar hefst Flugleiða- trimm við gönguhúsið. Gengnir verða 4 eða 8 kflómetrar og verða verðlaun- in flugfarseðlar. Þá geta skíðamenn átt von á sælgætisregni einn daginn og ef til vill fleiri uppákomum af svipuðu tagi. laugardagskvöld verður í Skjól- brekku minningar- og heiðursdag- skrá um Jakobinu Sigurðardóttur skáldkonu sem félagar í ITC-Flugu flytja. Einnig verður flutt píanóverk eftir séra Örn Friðriksson sóknar- prest og prófast á Skútustöðum. Á laugardagskvöld verður í Hótel Reynihlíð boðið upp á fiskrétti og gefst þátttakendum í dorgveiði- keppninni kostur á að á fá nýveidd- ann silung sem matreiddur verður þar. Einnig verður boðið upp á lif- andi tónlist og dans. Gengið á Reykj'ahlíðarfjall Á sunnudagsmorgun 1. maí flytur séra Öm Friðriksson hugvekju í Reykjahlíðarkirkju. Þar verður einnig flutt tónlist. Síðdegis verða í barna- skólanum í Reykjahlíð árlegir vortón- leikar tónlistarskólans þar sem núver- andi og fyrrverandi nemendur koma fram. Sunnudaginn 1. maí gefst gott tækifæri til útivistar með þátttöku í 1. maí göngu á Reykjahlíðarfjall. Ragnar Jónsson heldur málverkasýn- ingu í Hótel Reynihlíð þá daga sem vorhátíðin stendur yfir. Á sunnudag- inn verða sérstök matartilboð á veit- ingastaðnum Hvemum í Reykjahlíð þar sem Kaupfélag Þingeyinga kynn- ir framleiðsluvörur sínar. Þar verður einnig mývetnskt bakkelsi og annað aðgengilegt gestum og gangandi. Vorhátíðin er skipulögð í tengslum við ferðaátakið íslandsferð fjölskyld- unnar. Krislján Flest atkvæði hlaut Guðbjörn Arn- grímsson, húsvörður og bæjarfull- trúi, Sigurbjörg Ingvadóttir kennari varð í öðru sæti, Björn Valur Gísla- son, sjómaður og bæjarfulltrúi, varð í þriðja sæti, Gunnlaugur Jónsson, formaður Sjómannafélags Ólafs- fjarðar, hafnaði í fjórða sæti, Sigur- jón Magnússon bifvélavirki varð í í Hafinu segir frá Þórði Haralds- syni og fjölskyldu hans, en hann rek- ur útgerð og fiskvinnslu í þorpi sem á allt sitt undir fyrirtækinu. Hyggst fimmta sæti og Jónína Óskarsdóttir bæjarfulltrúi í sjötta sæti. Undanfarin kjörtfmabili hafa ein- ungis verið tveir listar í kjöri í Ólafs- firði, H-listinn og listi Sjálfstæðis- flokksins. H-listinn er nú með þijá menn í bæjarstjóm og Sjálfstæðis- flokkur fjóra. SB hann draga sig í hlé og kallar börn sín á sinn fund til að ræða framtíð- ina. Sá fundur snýst upp í átök þar sem lýstur saman gömlum fjöl- skylduværingum og nýjum hags- munum sem kvótakerfið í íslenskum' sjávarútvegi hefur búið til. Leikritið hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar, nú síðast útnefningu til leikskáldaverðlauna Norðurlanda sem afhent verða 'í vor. Þá hefur Þjóðleikhúsinu verið boðið að sýna verkið á leiklistarhátíð í Bonn í Þýskalandi í sumar. Leikstjóri er Þórunn Magnea Magnúsdóttir en með hlutverk fara Kristján E. Hjartarson, Þórunn Þórð- ardóttir, Guðný Bjarnadóttir, Stein- þór Steingrímsson, Helga Matthías- dóttir, Björn Björnsson, Elín Gunn- arsdóttir, Ingveldur Lára Þórðardótt- ir, Amar Símonarson, Helga Stein- unn Hauksdóttir, Birkir Bragason, Sigurbjörn Hjörleifsson og Ixivísa María Sigurgeirsdóttir. Allra síðustu sýningar á Hafinu verða annað kvöld, miðvikudags- kvöld og á skírdag kl. 21.00 báða dagana. (Úr rréttatilkynningu.) 'e aih Vetrarparadís í hjarta norðursins Upplýsingar: Sími 96-24442. m/n Island Sækjum þaöheim! Páskar í Hlíðarfjalli Sælgætisregn, skíða- fimi og brettakeppni ÞAÐ verður mikið um að vera í Hlíðarfjalli um páskana og geta gestir m.a. átt von á sælgætisregni einhvem daginn og fleiri álíka uppákomum. Skoðanakönnun H-listans í Ólafsfirði Guðbjörn Arngríms- son hlaut flest atkvæði Ólafsfirði. H-LISTINN, sem er sameiginlegt framboð vinstri manna og óháðra í Ólafsfirði, efndi til skoðanakönnunar um val á frambjóðendum á framboðslista vegna komandi bæjarstjórnarkosninga í vor um síð- ustu helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.