Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 41 Hermann Stefánsson „Tilgangur kvótakerf- isins er að stjórna um- gengni um fiskistofn- ana í hafinu umhverfis okkur þannig að þeir verði ekki veiddir upp, heldur byggðir upp.“ Haldist þau iög sem nú eru í gildi óbreytt verða allir þeir bátar sem hafa krókaleyfi komnir með kvóta 1. september næstkomandi. Heild- arkvóti þessa flokks verður þá á milli þijú og fjögur þúsund tonn, miðað við svipaðan heildarkvóta og nú er og skipt á milli báta eftir afla- reynslu þriggja undanfarinna ára. Þessi flokkur veiddi hinsvegar um 21.000 tonn á síðastliðnu fiskveiði- ári. Það er því augljóst að það verð- ur ekki mikið sem kemur í hlut hverrar trillu og rekstrargrundvelli verður kippt undan flestum þeirra. Það má hins vega,r ekki gerast, því slíkt myndi valda verulegri röskun á atvinnu manna og jafnvel byggða- röskun. Bn hvernig stendur á því að þessi flokkur sprengdi kerfið svona gjör- samlega utan af sér? Gegndarlaus fjölgun þessara báta á fyrstu árum kvótakerfisins er sennilega aðai- orsökin og einnig það fyrirkomulag sem verið hefur verið á veiðunum, þ.e. að láta þessa báta vera að keppa innbyrðis um framtíðarhlutdeild í heildarkvótanum. Þetta fyrirkomu- lag hefur leitt af sér að menn end- urnýjuðu (og stækkuðu) bátana og tækin til að vera samkeppnisfærir auk þess sem bátar voru gerðir út af meiri liörku en ella, t.d. með því að vera með tvær áhafnir á bátunum o.s.frv. Reyndar er það svo að örfáir bát- ar hafa verið að veiða svo miklu meira en flestir hinir og skekkja heildarmyndina talsvert. Það er mín skoðun að þegar kvóti verður settur á þennan flokk báta eigi að vera eitthvert hámark þannig að bátur sem skráður er 5,9 tonn geti ekki fengið meira en t.d. 150 tonn. Hvað er til ráða? Þann 1. september nk. verður að koma kvóti á þessar trillur. Þessi kvóti má þó ekki verða það lítill að smábátaútgerð leggist af og verður því heildarkvótinn að vera miklu meiri en þau þijú til fjögur þúsund tonn sem nú er gert ráð fyrir. Þetta yrðu sennilega að vera hátt í 20 þúsund tonn. En hvar á að taka þennan kvóta? Eins og fram kemur framar í grein- inni vil ég að stoppað verði í götin í kerfinu, og nefndi ég þar króka- leyfi og línutvöföldun. Við úthlutun kvóta er gert ráð fyrir 15 þúsund tonnum aukalega vegna línutvöföld- unarinnar. Með því að afnema þessa tvöföldun mætti nota þennan „auk- akvóta" til að leiðrétta klúðrið með krókaleyfin í eitt skipti fyrir öll og stoppa þannig í bæði götin. Sú umræða hefur reyndar verið uppi að þessum aukakvóta eigi að skipta á milli þeirra sem þegar hafa nýtt sér tvöföldunina, á grundvelli aflareynslu. Það er mín skoðun að þessir aðilar hafi þegar fengið sína umbun fyrir að stunda þessar veiðar og ef þeir fengju varanlega aflahlut- deild út á þessar veiðar er alveg óvíst að þeir myndu halda línuveið- um áfram. Það sem helst hefur verið talið þessum línuveiðum til tekna er t.d. að línufiskur sé svo gott hráefni og einnig það að veiðarfærið línan er talin vistvæn. Ekki ætla ég að full- yrða að línufiskur sé lélegt hráefni og vildi ég reyndar frekar borða þorsk veiddan á línu en í troll. En hinsvegar er það umhugsunarefni að stórir kaupendur eins og t.d. Marks & Spencer leggja til jafns fimm daga gamlan trollfisk og þriggja daga gamlan línufisk í gæða- stuðlum sínum! Einnig er það stað- reynd að skv. rannsóknum Hafrann- sóknastofnunar veiðist að meðaltali smærri fiskur á línu en bæði í net og botntroll (Sjávarmál 5. tbl., 1. árg.). Hvort iínan sé vistvæn ætla ég ekki að dæma um, en velti hinsveg- ar fyrir mér hugtakinu vistvænt. Er vistvænt veiðarfæri þannig gert að það hefur góð áhrif á fiskistofnana í sjónum? Eða er átt við það að veið- arfærið brotni auðveldlega niður í náttúrunni? Eða er átt við það að veiðarfærið skemmi ekki botn og botnlög? Og hvað af þessu hefur línan fram yfir önnur veiðarfæri? Ég minni á að botn þar sem t.d. dragnót og troll eru notuð er oft aðeins sandur og leir sem vandséð er að þessi veiðarfæri geti haft önn- ur áhrif á en að róta upp sandi sem sest aftur. Ég minni einnig á það sem áður var nefnt um stærð þess fisks sem fæst á línu. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á línuveiðar, heldur er tilgangur minn aðeins að fá menn til að taka engu sem gefnu í þessum efnum, heldur athuga málið gaumgæfilega. Of stór floti? Einn af þeim frösum sem notaðir eru í umræðunni um fiskveiðar er að flotinn sé allt of stór og geti veitt allt of mikinn fisk. Menn hafa líka sagt að flotinn sé sá öflugasti í heimi og geti eytt hvaða fiskistofni sem er á skömmum tíma. Sennilega er þetta rétt. En er skýringin á því að við getum eytt heilu fiskistofnunum sá að flotinn sé of öflugur? Eða veið- ir flotinn kannski vitlaust? Auðvitað væri best að hafa flotann sem öflug- astan ef hægt væri að nýta hann betur, þ.e. ekki veiða bara meira og meira heldur reyna að nota umfram- afkastagetuna til að „velja“ fiskinn. Það eru allir sammála um það að smáfískadráp er slæmt fyrir stofn- inn, en hvað gera menn í því að koma í veg'fyrir það? Reglugerðir um stærð möskva og svæðalokanir eru helstu vopnin sem beitt er. Hvað með nýjungar eins og t.d. smáfiskaskilju sem Norðmenn, vinir okkar og frændur, hafa verið að prófa með góðum árangri? Reyndar hefur verið gerð ein tilraun með slík- ar skiljur hér við land (haustíð 1992), en að mínu mati hefur henni ekki verið fylgt eftir af fullum krafti. Ráðuneytið hefur t.a.m. engin af- skipti af þessu, en af reynslu Norð- manna og reyndar úr tilraun okkar íslendinga einnig, skilar þessi skilja verulegum árangri í friðun smáfísks. Norðmenn hafa ekki lögleitt skiljuna ennþá, en þeir sem nota þær fá tals- verðar ívilnanir frá stjórnvöldum eins og t.d. kvóta og einnig hafa þarlend stjórnvöld leyft skipum með skiljuna að fara inn á lokuð svæði. Höfundur stundar nám í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. [_ ATVINNA ÍBOÐI Tónlistarkennarar Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar vantar píanókennara og tónmenntakennara til starfa á næsta skólaári. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 97-41375. Stjórn Tónlistarskóla Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Enskunám Er ekki rétt að bæta við enskukunnáttuna? Skólinn English 2000, School of English, í Bournemoth býður þig velkominn til náms. Upplýsingar gefur Páll G. Björnsson, sími 98-75888, heimasími 98-75889. íbúð óskast til leigu Óskum eftir að taka á leigu 4ra-5 herb. íbúð í góðu hverfi fyrir bandaríska fjölskyldu. Góðri umgengni heitið og reglusemi. Æskilegur leigutími tvö ár eða lengur. Upplýsingar á skrifstofu fasteignasölunnar Stakfells, sími 687633, eða í heimasíma 33771, Gísli eða Þórhildur. Digraneskirkja - útboð flísar Tilboð óskast í sölu á postulínsflísum til utan- hússklæðningar ásamt upphengibúnaði. Magn 380 fm. Stærð 60x60 cm. Gögn og aðrar upplýsingar fást hjá Verk- fræðistofu Magnúar Bjarnasonar FRV, Lækj- arseli 9, sími 670666. Tilboð verða opnuð 12.04/94 á sama stað. Garðabær Útboð Viðbygging leikskóla Bæjarsjóður Garðabæjar óskar eftir tilboðum í viðbyggingu og innréttingar leikskólans Lundabóls. Um er að ræða 146 fm hús úr forsteyptum einingum. Verkinu skal lokið að fullu 1. október 1994. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstof- unum í Garðabæ, Sveinatungu við Vífils- staðaveg, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila fyrir kl. 11 þann 19. apríl 1994 á skrifstofu bæjarverkfræðings. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ. Slysavarnadeildin Ingólfur Björgunarsveit Ingólfs Aðalfundur 1994 Aðalfundur slysavarnadeildarinnar Ingólfs í Reykjavík og björgunarsveitar Ingólfs verður haldinn þriðjudaginn 6. apríl 1994 kl. 20.00 í Gróubúð, Grandagarði 1, Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnirnar. Aðalfundur Félags matreiðslumanna verður haldinn í Þarabakka 3 í sal IOGT í dag, þriðjudaginn 29. mars, kl. 14.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum veröur háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Norðurbraut 2, 780 Höfn, þingl. eigandi Bjarni Garðarsson, gerðar- beiðendur Lífeyrissjóður Austurlands, Ríkissjóður Arnarhvoli og sýslumaðurinn á Höfn, 5. apríl 1994 kl. 14.00. Smárabraut 19, þingl. eigandi Jón Haukur Hauksson, gerðarbeið- andi Tryggingastofnun ríkisins, 5. apríl 1994 kl. 13.00. Sýslumaðurinn á Höfn, 28. mars 1994. SlttCI auglýsingar □ EDDA 5994032919 III 2 Fr!. □ HLfN 5994032819 VI 2 □ FJÖLNIR-5994032919 I Pf. Snæfellsnes Gisting fyrir hópa og einstakl- inga. Páskatilboð. Ferðir á Snæfellsjökul. Sundlaug. Einnig svefnpokapláss og eldun- araðstaða. Gistihúsið Langaholt á sunnanv. Snæfellsnesi, s. 93-56789 og 93-56719. i/ V ADKFUK Holtavegi Fundur í Kyrruviku í kvöld kl. 20.30. Kristin Möller sér um fundarefnið. Allar konur velkomnar. UTIVIST [Hallveigarstig 1 • simi 614330 Lengri ferðir um páskana 31. mars-4. apríJ: Sigalda - Landmannalaugar - Básar. Skíðagönguferð. örfá sæti laus. Esjufjöll. Skiðagönguferð. Fullbókað er í ferðina. 1 -3. apríl: Bðsar við Þórsmörk. Gönguferðir fyrir alla fjölskylduna. Sérstök dagskrá fyrir börnin. Nánari uppl. og miðasala á skrif- stofu Útivistar. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Páskaferðir Ferðafélagsins: 1) 31/3-4/4 kl. 9.00: Land- mannalaugar, skíðagönguferð, fimm eða þrír dagar. Ekið að Sigöldu og gengið þaðan á skíðum í Laugar. Jeppar flytja farangur. 2) 31/3-4/4 kl. 9.00: „Lauga- vegurinn", skíðagönguferð (5 dagar), hefst íLandmannalaug- um. Gist í sæluhúsum á leiðinni til Þórsmerkur. Ath.: Aðeins 10 manns komast með! 3) 31/3-4/4 kl. 9.00: Mikiafell - Sfðujökull - Lakagígar í sam- vinnu við heimamenn á Klaustri. Á skíðum að Miklafelli, Síðujökli og Lakagígum. Gist í skálum og séð veröur um flutning á far- angri á milli skála. 4) 31/3-2/4 (3 dagar); Snæ- fellsnes - Snæfellsjökull. Geng- ið á Snæfellsjökul, 7-8 klst. ganga, einnig verða skoðunar- feröir á láglendi. Gist á Lýsuhóli í Staðarsveit. 5) 2/4—4/4 kl. 9.00: þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Tilvalin fjölskylduferð. Göngu- ferðir um Mörkina. Nánari upplýsingar og farmiða- sala á skrifst. í Mörkinni 6. Ferðafélag íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.