Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 Menntamálaráðherra í umræðum á Alþingi Safnahúsið verði áfram bókasafn ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra segist vera sammála hugmyndum um að Safnahúsið við Hverfisgötu, þar sem Lands- bókasafnið er til húsa, verði áfram safnahús fyrir bækur eftir að Landsbókasafnið flytur í Þjóðarbókhlöðu. Ólafur sagði að mennta- málaráðuneytið hefði verið andvígt því að Hæstiréttur flyttist í húsið. Menntamálaráðherra var að svara fyrirspum frá Valgerði Sverrisdóttur þingmanni Fram- sóknarflokks um framtíðarnýtingu Safnahússins. Ólafur sagði að eng- ar ákvarðanir hefðu verið teknar um það en öllum væri ljóst, að Safnahúsið væri friðað á grund- velli þjóðminjalaga og því yrðu ekki gerðar á því breytingar. Þá væru innréttingar hússins mjög merkilegar og því bæri að halda þeim í sama horfi og þær væru nú. Af þeim sökum væri það tak- mörkunum háð hvers konar starf- semi gæti orðið í húsinu í framtíð- inni og flestar hugmyndir sem komið hefðu fram hnygu í þá átt að þar verði áfram safnahús fyrir bækur. Arnasafn Ráðherra nefndi í því sam- bandi, að forsvarsmenn Stofnunar Árna Magnússonar hefðu lagt til að húsið yrði sýningar- og varð- veislustaður fyrir handritin. Jafn- framt yrði húsið tengt Þjóðarbók- hlöðu þannig að þar yrðu geymd öryggis- og varaeintök sameigin- legs safns Landsbókasafns og Háskólabókasafns. Valgerður Sverrisdóttir sagðist geta séð fyrir sér, að ýmis söfn sameinuðust um húsið sem eins- konar miðstöð sýninga á innlend- um menningararfi. Einnig mætti halda þar tónleika eða myndlistar- sýningar. Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalistans tók und- ir það sjónarmið, að nýta ætti húsið sem bókasafn og vinnustað fyrir fræðiiðkanir. VEÐUR f DAG kl. Heimild: Veðurstofa Iðlands (Byggt é veðurspá kf. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 29. MARZ YFIRLIT: Um 400 km vestur af Reykjanesi er víðáttumikil 956 mb lægö, sem hreyf- ist lítið í bili, en fer austur á bóginn á morgun. 1.010 mb haað er yfir Grænlandi. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Vestfjarðamíðum, Vesturdjúpi, Græn- landssundi, Norðurdjúpi, Suöausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi. SPÁ: Á Vestfjörðum verður norðaustanátt en suðvestlæg átt annars staðar, víðast kaldi eða stinningskaldi. Skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart veður víðast norðanlands og austan-. Kólnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðaustanstrekkingur allra syðst á landinu en annars hæg suðlæg átt. Um landiö norðanvert verður víða lóttskýjað en dálitil slydduél syðra. Hiti verður á bilinu 0-3 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG: Nokkuö hvöss norðaustanátt og slydda eða rigning norðanlands og austan- en skýjsð með köflum suðvestantil. Hiti verður á bilinu 2-6 stig. HORFUR Á FOSTUDAG: Norðtæg átt og slydduél norðanlands og suður með vest- urströndinni en annars lóttskýjað. Hiti verður á bilinu 1-5 stig. Nýir veðurfregnatfmar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svar- 8ími Veðurstofu fslands - Veðurfregnir: 990600. •0 <AÍ Ádk 'cli o Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. / r r * / * * * * . A * 10° Hitastig r r r r r * / / * / * * * * * V V V V Súld I Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él = Þoka ' FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30ígaer) Færð er með besta móti á öllum helstu þjóðvegum landsins, ef frá er talin hálka á heiðum á Vestfjorðum og Austurlandi. Aurbleyta er farin að gera vart við sig á Austurlandi og á Útnesvegi á Snæfellsnesi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirtíti í síma 91-631500 og á grænní línu, 99-6315. Vegagerðin. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 7 skýjað Reykjavlk 4 rigning Bergen 5 rigning Helsinki 3 téttskýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Narssarssuaq -i-5 snjókoma Nuuk +13 léttskýjað Ósló 3 skýjað Stokkhólmur 8 léttskýjað Þórshöfn 7 súld Algarve 18 hálfskýjað Amsterdam 9 súld Barcelona 18 místur Beriín 9 skýjað Chicago 1 skýjað Feneyjar vantar Frankfurt 10 skýjað Glasgow 10 skýjað Hamborg 9 skýjað London 12 alskýjað Los Angeles 13 aiskýjað Lúxemborg 11 skýjað Madríd 20 léttskýjað Malaga 17 mistur Mallorca 18 skýjað Montreal 1 þokumóða NewYork 9 rigning Orlando 24 alskýjað Parfs 14 skýjað Madeira 17 skýjað Róm vantar Vín 9 hálfskýjað Washington 9 skúrlr Winnlpeg +11 léttskýjað Morgunblaðið/Kristinn Hreinsað fyrir ferð NEMENDUR 10. bekkjar Æfingadeildar Kennaraháskóla íslands efndu til hreingerningamaraþons í skólanum um síðustu helgi. Maraþonið fór þannig fram að 10. bekkingar hreinsuðu allar ljósagrindur í skólan- um frá kl. 21 á föstudagskvöld og voru að til kl. 21 á laugardags- kvöld. Jafnframt hreingerningum voru þeir að undirbúa sig undir sam- ræmd próf. Afrakstur maraþonsins ætla nemendur að nota til að fjár- magna skólaferðalag um Suðurlandið nú í vor. Á myndinni er Helena Kaldalóns að taka niður ljósagrind og Steinunn Benediktsdóttir þurrk- ar borð. Tugir innbrota framin á höfuð- borgarsvæðinu TUGIR innbrota voru framin á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Farið var inn í tvö mannlaus íbúðarhús í Hafnarfirði og Garðabæ og miklu stolið, þar á meðal hljómflutningstækjum og geisladiskum, auk heimilistækja. Þá var brotist inn á heimili í Mosfellsbæ og það- an tekin hljómflutningstæki og geisladiskar. Tveir innbrotsþjófar voru staðnir að verki í fyrirtæki við Faxafen aðfaranótt sunnudags. Þeir höfðu latið greipar sópa um fjögur fyrir- tæki í húsinu. Einnig var stolið 20 þúsund úr peningakassa í sölutumi við sömu götu. Sex fyrirtæki á Suðurlandsbraut 26 urðu fyrir barðinu á innbrots- þjófum á föstudag. Við Suður- landsbraut 12 var brotist inn í fyr- irtæki og stolið myndavél, boga og örvum. Þá var brotist inn í sölutum á Borgarspítala og teknar 25 þúsund krónur í skiptimynt. Við Ægisgarð var farið í bát og tekinn utanborðsmótor og úr kaffihúsi við Klapparstíg var sakn- að 5.000 króna auk tóbaks eftir heimsókn innbrotsþjófa. í húsinu Grensásvegur 5-7 var brotist inn í fjölmörg fyrirtæki en í versluninni Japis við Brautarholt hafði þjófur brotið rúðu og haft á brott með sér geislaspilara. Brotist var inn í 13 geymslur í húsi við Frakkastíg og m.a. stolið haglabyssu og haglaskotum. Auk þess var farið inn í ljósmyndastofu við sömu götu og stolið símtæki, símsvara og myndavél sem metin er á 3-400 þúsund krónur. í Hafnarfirði var brotist inn í tvö verslunarhús. Við Strandgötu 28 var farið inn í 6 fyrirtæki og við Reykjavíkurveg 50 hafði verið brotist inn í 4 fyrirtæki þegar fólk kom til vinnu í gærmorgun. Hermann hættir ekki HERMANN Jónsson úrsmiður í Veltusundi 3, við Ingólfstorg er alls ekki að hætta rekstri úrsmíðavinnustofu sinnar eins og sagt var í myndatexta á blaðsíðu 20B í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag. Myndin, sem þessi rangi myndatexti fylgdi, er af húsun- um við Veltusund og ijallar greinin um þetta gamla og virðu- lega verzlunarhverfi við Ingólf- storg og Veltusund, sem kennt er við hið sögufræga hús Velt- una, sem nú ér horfið fyrir um fjórum áratugum. Hins vegar mun eigandi verzlunarinnar Gull og Demantar, gullsmíðaverk- stæði í Aðalstræti 7 hyggja á flutning á Skólavörðustíg í sum- arbyijun og mun misskilningur- inn stafa af þeirri staðreynd. En sem sagt Hermann Jóns- son rekur áfram verzlun sína í Veltusundi 3 og lætur engan bilbug á sér finna, þótt and- streymi síðustu mánaða á meðan framkvæmdir við torgið stóðu yfir, hafi vissulega veitt honum andbyr. Morgunblaðið biður Hermann Jónsson afsökunar á þessu ranghermi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.