Morgunblaðið - 29.03.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 29.03.1994, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 Menntamálaráðherra í umræðum á Alþingi Safnahúsið verði áfram bókasafn ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra segist vera sammála hugmyndum um að Safnahúsið við Hverfisgötu, þar sem Lands- bókasafnið er til húsa, verði áfram safnahús fyrir bækur eftir að Landsbókasafnið flytur í Þjóðarbókhlöðu. Ólafur sagði að mennta- málaráðuneytið hefði verið andvígt því að Hæstiréttur flyttist í húsið. Menntamálaráðherra var að svara fyrirspum frá Valgerði Sverrisdóttur þingmanni Fram- sóknarflokks um framtíðarnýtingu Safnahússins. Ólafur sagði að eng- ar ákvarðanir hefðu verið teknar um það en öllum væri ljóst, að Safnahúsið væri friðað á grund- velli þjóðminjalaga og því yrðu ekki gerðar á því breytingar. Þá væru innréttingar hússins mjög merkilegar og því bæri að halda þeim í sama horfi og þær væru nú. Af þeim sökum væri það tak- mörkunum háð hvers konar starf- semi gæti orðið í húsinu í framtíð- inni og flestar hugmyndir sem komið hefðu fram hnygu í þá átt að þar verði áfram safnahús fyrir bækur. Arnasafn Ráðherra nefndi í því sam- bandi, að forsvarsmenn Stofnunar Árna Magnússonar hefðu lagt til að húsið yrði sýningar- og varð- veislustaður fyrir handritin. Jafn- framt yrði húsið tengt Þjóðarbók- hlöðu þannig að þar yrðu geymd öryggis- og varaeintök sameigin- legs safns Landsbókasafns og Háskólabókasafns. Valgerður Sverrisdóttir sagðist geta séð fyrir sér, að ýmis söfn sameinuðust um húsið sem eins- konar miðstöð sýninga á innlend- um menningararfi. Einnig mætti halda þar tónleika eða myndlistar- sýningar. Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalistans tók und- ir það sjónarmið, að nýta ætti húsið sem bókasafn og vinnustað fyrir fræðiiðkanir. VEÐUR f DAG kl. Heimild: Veðurstofa Iðlands (Byggt é veðurspá kf. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 29. MARZ YFIRLIT: Um 400 km vestur af Reykjanesi er víðáttumikil 956 mb lægö, sem hreyf- ist lítið í bili, en fer austur á bóginn á morgun. 1.010 mb haað er yfir Grænlandi. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Vestfjarðamíðum, Vesturdjúpi, Græn- landssundi, Norðurdjúpi, Suöausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi. SPÁ: Á Vestfjörðum verður norðaustanátt en suðvestlæg átt annars staðar, víðast kaldi eða stinningskaldi. Skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart veður víðast norðanlands og austan-. Kólnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðaustanstrekkingur allra syðst á landinu en annars hæg suðlæg átt. Um landiö norðanvert verður víða lóttskýjað en dálitil slydduél syðra. Hiti verður á bilinu 0-3 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG: Nokkuö hvöss norðaustanátt og slydda eða rigning norðanlands og austan- en skýjsð með köflum suðvestantil. Hiti verður á bilinu 2-6 stig. HORFUR Á FOSTUDAG: Norðtæg átt og slydduél norðanlands og suður með vest- urströndinni en annars lóttskýjað. Hiti verður á bilinu 1-5 stig. Nýir veðurfregnatfmar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svar- 8ími Veðurstofu fslands - Veðurfregnir: 990600. •0 <AÍ Ádk 'cli o Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. / r r * / * * * * . A * 10° Hitastig r r r r r * / / * / * * * * * V V V V Súld I Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él = Þoka ' FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30ígaer) Færð er með besta móti á öllum helstu þjóðvegum landsins, ef frá er talin hálka á heiðum á Vestfjorðum og Austurlandi. Aurbleyta er farin að gera vart við sig á Austurlandi og á Útnesvegi á Snæfellsnesi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirtíti í síma 91-631500 og á grænní línu, 99-6315. Vegagerðin. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 7 skýjað Reykjavlk 4 rigning Bergen 5 rigning Helsinki 3 téttskýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Narssarssuaq -i-5 snjókoma Nuuk +13 léttskýjað Ósló 3 skýjað Stokkhólmur 8 léttskýjað Þórshöfn 7 súld Algarve 18 hálfskýjað Amsterdam 9 súld Barcelona 18 místur Beriín 9 skýjað Chicago 1 skýjað Feneyjar vantar Frankfurt 10 skýjað Glasgow 10 skýjað Hamborg 9 skýjað London 12 alskýjað Los Angeles 13 aiskýjað Lúxemborg 11 skýjað Madríd 20 léttskýjað Malaga 17 mistur Mallorca 18 skýjað Montreal 1 þokumóða NewYork 9 rigning Orlando 24 alskýjað Parfs 14 skýjað Madeira 17 skýjað Róm vantar Vín 9 hálfskýjað Washington 9 skúrlr Winnlpeg +11 léttskýjað Morgunblaðið/Kristinn Hreinsað fyrir ferð NEMENDUR 10. bekkjar Æfingadeildar Kennaraháskóla íslands efndu til hreingerningamaraþons í skólanum um síðustu helgi. Maraþonið fór þannig fram að 10. bekkingar hreinsuðu allar ljósagrindur í skólan- um frá kl. 21 á föstudagskvöld og voru að til kl. 21 á laugardags- kvöld. Jafnframt hreingerningum voru þeir að undirbúa sig undir sam- ræmd próf. Afrakstur maraþonsins ætla nemendur að nota til að fjár- magna skólaferðalag um Suðurlandið nú í vor. Á myndinni er Helena Kaldalóns að taka niður ljósagrind og Steinunn Benediktsdóttir þurrk- ar borð. Tugir innbrota framin á höfuð- borgarsvæðinu TUGIR innbrota voru framin á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Farið var inn í tvö mannlaus íbúðarhús í Hafnarfirði og Garðabæ og miklu stolið, þar á meðal hljómflutningstækjum og geisladiskum, auk heimilistækja. Þá var brotist inn á heimili í Mosfellsbæ og það- an tekin hljómflutningstæki og geisladiskar. Tveir innbrotsþjófar voru staðnir að verki í fyrirtæki við Faxafen aðfaranótt sunnudags. Þeir höfðu latið greipar sópa um fjögur fyrir- tæki í húsinu. Einnig var stolið 20 þúsund úr peningakassa í sölutumi við sömu götu. Sex fyrirtæki á Suðurlandsbraut 26 urðu fyrir barðinu á innbrots- þjófum á föstudag. Við Suður- landsbraut 12 var brotist inn í fyr- irtæki og stolið myndavél, boga og örvum. Þá var brotist inn í sölutum á Borgarspítala og teknar 25 þúsund krónur í skiptimynt. Við Ægisgarð var farið í bát og tekinn utanborðsmótor og úr kaffihúsi við Klapparstíg var sakn- að 5.000 króna auk tóbaks eftir heimsókn innbrotsþjófa. í húsinu Grensásvegur 5-7 var brotist inn í fjölmörg fyrirtæki en í versluninni Japis við Brautarholt hafði þjófur brotið rúðu og haft á brott með sér geislaspilara. Brotist var inn í 13 geymslur í húsi við Frakkastíg og m.a. stolið haglabyssu og haglaskotum. Auk þess var farið inn í ljósmyndastofu við sömu götu og stolið símtæki, símsvara og myndavél sem metin er á 3-400 þúsund krónur. í Hafnarfirði var brotist inn í tvö verslunarhús. Við Strandgötu 28 var farið inn í 6 fyrirtæki og við Reykjavíkurveg 50 hafði verið brotist inn í 4 fyrirtæki þegar fólk kom til vinnu í gærmorgun. Hermann hættir ekki HERMANN Jónsson úrsmiður í Veltusundi 3, við Ingólfstorg er alls ekki að hætta rekstri úrsmíðavinnustofu sinnar eins og sagt var í myndatexta á blaðsíðu 20B í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag. Myndin, sem þessi rangi myndatexti fylgdi, er af húsun- um við Veltusund og ijallar greinin um þetta gamla og virðu- lega verzlunarhverfi við Ingólf- storg og Veltusund, sem kennt er við hið sögufræga hús Velt- una, sem nú ér horfið fyrir um fjórum áratugum. Hins vegar mun eigandi verzlunarinnar Gull og Demantar, gullsmíðaverk- stæði í Aðalstræti 7 hyggja á flutning á Skólavörðustíg í sum- arbyijun og mun misskilningur- inn stafa af þeirri staðreynd. En sem sagt Hermann Jóns- son rekur áfram verzlun sína í Veltusundi 3 og lætur engan bilbug á sér finna, þótt and- streymi síðustu mánaða á meðan framkvæmdir við torgið stóðu yfir, hafi vissulega veitt honum andbyr. Morgunblaðið biður Hermann Jónsson afsökunar á þessu ranghermi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.