Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 Vetrarmót Fáks Dræm þátttaka á vetrarmóti Fáks mikla og glæsilega gæðing og það sama virðist gilda um Vídalín. Heiðraðir voru stofnfélagar og heiðursfélagar og má þar nefna Hös- kuld á Hofsstöðum sem þarna mætti .i'flega aldargamall og Gunnar Bjarnason sem ávallt hefur verið í sterkum tengslum við FT. Var þeim ekið nokkra hringi um höllina í hest- vagni og afhent blóm að endingu. - Að þessu sinni var boðið upp á skeiðkeppni með tímatöku og mun það í fyrsta skipti sem slíkt er gert á þessum vettvangi. Erling Sigurðs- son, sá afkastamikli skeiðreiðarmað- ur, bar þar sigur úr býtum á laugar- dagskvöldið á hryssunni Brönu frá Tunguhálsi. Ekki gekk skeiðkeppnin vandræðalaust fyrir sig á öllum sýn- ingum en sýnt er að þarna er kominn möguleiki á spennandi skeiðkeppni í reiðhöllinni. Mætti einnig athuga möguleika á radarmælingum skeið- hesta þar sem sá'sigrar sem mestum hámarkshraða nær á skeiði. Það skyldi þó aldrei fara svo að haldið verði skeiðmót í reiðhöllinni! Athygl- isvert var að ekki reyndist alltaf sam- ræmi á milli tíma sem hestamir náðu og sjónmats á hraðanum og sannast þar að ekki er allt sem sýnist. Gamlir gæðingar sem gerðu garð- inn frægan á níunda áratugnum og fýrr komu fram. Var óneitanlega gaman að sjá þá þótt oft hafi þeir verið betri. Bestir voru Hrímnir sem áður var getið og virðist engu hafa tapað nema síður sé. Sókron frá Sunnuhvoli var einnig í góðu stuði og Þorri frá Höskuldsstöðum. Þá sýndu FT-menn fjóra ræktunarhópa sem voru nokkuð misjafnir að gæð- um. Af bar hópur Guðmundar Sveinssonar frá Sauðárkróki þar sem teflt var fram stóðhestunum Otri, Létti, Álmi og Galdri sem vakti hvað mesta athygli. Kynbótahryssur og stóðhestar voru sýndir eins og tíðk- ast í reiðhöllinni, hryssurnar býsna góðar flestar hveijar en stóðhestam- ir heldur lakari á heildina litið. Best- ir vom Kolfinnur frá Kvíarhóli, Óríon frá Litla-Bergi og Kópur frá Mykju- nesi. í heildina séð var sýningin á laug- ardagskvöldið prýðileg, öll dagskráin gekk snurðulaust fyrir sig, góð til- þrif sáust í mörgum atriðum og eng- um sem auga hefur fyrir góðum hestum og reiðmennsku þurfti að leiðast. Hitt er svo annað mál hvort sýningin hafi staðið undir vænting- um og sýnist sjálfsagt sitt hveijum í þeim efnum. Er það eins og í upp- hafi var getið spurning um hvaða kröfur menn gera. En eitt er víst að tamningamenn hafa öðlast þama dýrmæta reynslu sem vafalaust mun nýtast þeim vel þegar þeir troða aft- ur upp í Reiðhöllinni hvenær sem það nú verður. FÁKSMENN frestuðu móti sínu sem halda átti á laugardag yfir á sunnudag vegna sýningu Fé- lags tamningamanna. Þátttaka var óvenju léleg, aðeins átta í karlaflokki og það sem meira er að aflýsa varð keppni í flokki atvinnumanna. í kvennaflokki voru aðeins fjórir keppendur. Það vom yngri flokkarnir sem björguðu mótinu með ágætri þátt- töku. Þessi slaka mæting er ekki síður umhugsunarverð fyrir þær sakir að mótið var opið öllum. En þetta verður vonandi betra á næsta móti Fáks sem verður firmakeppni þeirra upp úr miðjum apríl. En úr- slitin urðu annars sem hér segir: Börn 1. Davíð Matthíasson, Fáki, á Vini frá Stokkseyri. 2. Bergþóra Snorradóttir, Fáki, á Örvari. 3. Þórdís Gunnarsdóttir á Kráku- stíg frá Dallandi. 4. Magnea Rós Axelsdóttir á Vafa frá Mosfellsbæ. 5. Halldór Sturluson á Blesa. Unglingar 1. Saga Steinþórsd. á Feng frá Artúnum. 2. Davíð Jónsson, Fáki, á Hugin frá Bakka. 3. Gunnhildur Sveinbjarnard., Fáki, á Funa frá Hofstaðaseli. 4. Ásgeir Örn Ásgeirsson á Geisla 'frá Reykjavík. 5. Dóra Birna Ævarsdóttir á Lottu frá Hofi. Ungmenni 1. Maríanna Gunnarsdóttir, Fáki, á Garra. 2. Sigurður Matthíasson, Fáki, á Þyti. 3. Daníel Jónsson, Fáki, á Glóð frá Möðruvöllum. 4. Sigurbjörg L. Ævarsd. á Boða frá Efri-Rauðalæk. 5. Unnur Sigurþórsdóttir á Garpi frá Amarhóli. Karlaflokkur 1. Leó Amarsson, Fáki, á Dofra frá Hólakoti. 2. Gísli B.Björnsson, Fáki, á Blæ frá Garðshópi. 3. Alexander Hrafnkelsson, Fáki, á Leisti frá Vík. 4. Hrafn Ágústsson á Atlasi frá Skarði. 5. Agnar Ólafsson, Fáki, á Dag- fara frá Lýtingsstöðum. Kvennaflokkur 1. Guðrún Edda Bragadóttir, Fáki, á Jara frá Steindórsstöðum. 2. Ólöf Guðbrandsdóttir á Kveik frá Ártúnum. 3. Elísabet Gígja, Fáki, á Baron úr Borgarfírði. 4. Friðgerður Guðnadóttir á Koli frá Köldukinn. 150 metra skeið 1. Guðni Jónsson á Funa frá Sauðárkróki, 15,9 sek. 2. Hörður Hákonarson á Kolfínnu frá Gufunesi, 16,6 sek. 3. Guðmundur Björgvinsson á Örvari, 17 sek. Þegar greint var frá úrslitum frá móti Harðar í síðustu viku féllu út úrslit í unglingaflokki en þau urðu á þessa leið. 1. Garðar Hólm Birgisson á Baldri frá Ey. 2. Guðmar Þór Pétursson á Gammi frá Neðra-Ási. 3. Sölvi Sigurðarson á Nunnu frá Klaustri. 4. Berglind Hólm Birgisdóttir á Asa frá Köldukinn. 5. Gísli Þrastarson á Freyju frá Hækingsdal. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Það var unga fólkið sem hélt mótinu á floti með sæmilegri þátttöku. Verðlaunahafar í ungmennaflokki f.v. talið Unnur á Garpi, Sigurbjörg á Boða, Daníel á Glóð, Sigurður á Þyti og sigurvegarinn Maríanna á Garra. vanhæfír gjörðir af mannahönd- um.“ Vaxandi sundmn heimila er þjóðfélagsböl sem veldur miklum sársauka og kvöl ekki síst meðal saklausra barna. Við þessari ógæfusamlegu þróun verður að sporna. Ég hef undrast með hve mikilli léttúð og alvöruleysi þjóðfé- lagsumræðan fjallar um þessi mál. Framhjáhald og skilnaðarmál eru vinsæl gamanmál yfir kaffi- bollaspjalli og afþreyingartímarit- I in hafa keppst við að fá til sín í viðtöl þá sem hafa hvað skrautleg- astan sambúðarferil, já helst margar sambúðir, svo viðkomandi geti komist í hóp afreksfólks. Um þessi tilefni er jafnvel skrifaðar heilar bækur. Én það er lítið minnst á bakhliðina, hveijir sátu eftir með líf sitt í molum. Nei, þá er meira spennandi að tala um nýjast ástir, það ber þó skugga | á, ef þær reynast ódýrar éftirlík- ingar. Kai Munk, hinn frægi danski prestur, var þekktur fyrir að tala um vandamál samfélagsins tæpi- tungulaust, enda galt hann þess með lífi sínu. Hann segir í stól- ræðu sinni annan sunnudag eftir trinitatis 1941: „Ber að skilja að hjónaskilnaður í sérhverri mynd | sé forkastanlegur fyrir oss venju- lega menn. Vér skulum forðast allt bull og segja skorinort. Það getur komið fyrir að sambúðin sé r svo ófögur að úr; verði afskrpem- ing. Þá það, gerist það eins og verk sem er til skammar." Enn- fremur segir Kai Munk: „Nú veður óskammfeilnin svo uppi að menn hælast um að hafa komist yfir þessa og hina, að það er eins og sérstök fyndni að vera fráskilin, þótt þeir séu þær druslur að hafa hvað eftir annað farið með dýpstu kenndir sínar og leyndustu reynslu eins og braskgóss á útsölu, þótt þeir hafí hlaupist frá helgasta heiti lífs síns. Það er engin skömm þótt menn hafi lagt heimili sitt í rúst, hafí svipt böm sín fótfestu sem er verra en þótt sprengja hafi fall- ið á húsið, þótt þessi börn séu sum orðin eins og rekald í straumi, þótt kona sé eftirskilin brenni- merkt sem „aflóga“ á líkama sín- um og nafni, þótt landið hafi feng- ið eina upplausnarstöð í viðbót, menn geta verið hnakkakertir fyr- ir öllu þessu, já, já, lostinn fékk að hafa lausan taum, stutt stundar hneigð var titluð sem háleit tilfínn- ing.“ Af þessum orðum má sjá, að í Danmörku eru hjónaskilnaðir orðnir að vandamáli árið 1941, en hér eru þeir næsta fátíðir á þeim árum. Ég minnist þess að á þess- um tíma virtust hjón hafa á sér miklu meiri aga en nú. T.d. þótti það engan veginn viðeigandi að gift fólk sækti skemmtisamkomur sitt í hvoru lagi. En nú eru aðrir siðir í landi hér. Hjón sækja skemmtanir ein sér við allavega tækifæri og þykir sjálfsagt. Allt gott um það að segja, ef siðferðis- þrek viðkomandi ber það, en því miður í alltof mörgum tilfellum reynist þetta þrek ekki vera fyrir hendi sem þá getur haft ófarnað í för. Þegar nýir siðir og hefðir eru teknir upp, en reynast illa, því skyldi þá ekki vera hægt að breyta þeim? Það er eitthvað í uppeldis- málum þegar unga fólkið okkar flest veit og allt getur, nema þá helst að geta lifað lífinu sjálfu. Við þurfum að horfast í augu við það að heimilin sundrast í allt- of miklum mæli og hættan er að vandamálið vefji upp á sig, því fleiri og fleiri upplifa upplausn heimilis síns í æsku og hafa því miklu verri bakgrunn en ella til að geta sjálf valdið því að vera í sambúð. Höfundur er bóndi að Laxamýrí. Vorlitirnir eru komnir Metsölublad á hverjum degi! Við tökum við ábendingum og tillögum sem varoa þjonustu SVR í símsvara 814626 Strætisvaanar Reykjavíkur hf PYRIT \ GULLSMIÐJA \ ÖNNU MARIU \ Vesturgata 3 simi 20376 Islensk hönnun og handverk EKKERTINNIGJALD GLÆSILEGUR SÝNINGARSALUR Páskatilboð! Engin útborgun, eftirstöövar til allt að 36 mán. MMC Lancer GLXI, órg. 1991, sjólfsk., ek. 55 jús. km, hvftur. Skipti mögul. Verö 990.000,-. Nissan Sunny SGS coupe, árg. 1989, sjálfsk., ek. 67 þús. km, hvftur. Skipti mögul. Verð 660.000,-. Daihatsu Rocky ELII, árg. 1987,5 glra, ek. 96 þús. km, hvftur. Skipti mögul. Verö 850.000,-. Subaru 1800 st 4x4, órg. *90, 5 gíra, ek. 71 þús.Verö930 þús. Skipti mögul. Daihatsu Charade TX limited, árg. *92, 3ja dyra, ek. 55 þús. km. Verð 690 þús. Sklpti mögul. Suzuki Swift GL, órg. '91, 3ja dyra, sjálfsk. ek. 26 þús. km. Verö 720 þús. Skipti mögul. Nissan Sunny st. 4x4, árg. '91, 5 gíra, ek. 61 þús. km. Verö 1040 þús. Skipti mögul. BMW 520IA, árg. '90, sjálfsk., ek. 174 þús. km. Verö 1690 þús. Skipti mögul. Suzukl Swift 1.3 sedan, árg. '90,5 gíra, ek. 55 þús. km. VerÖ 630 þús. Skipti mögul. FJðldl góöra bila é skró, góö greiöslukjör. BÍfASALAN BILFANG HÖFÐABAKKA 112 REYKJAVlK -879333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.